Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 14.12.2000, Blaðsíða 18

Fréttir - Eyjafréttir - 14.12.2000, Blaðsíða 18
18 Fréttir Fimmtudagur 14. desember 2000 RAGNHEIÐUR ásamt afkomendum sínum sem flestir skiluðu sér í afmælisveisluna. Myndir Skúli Ólafsson. Ragnheiður 95 ára SÁLARHORN IÐ Iris Guðmundsdóttir SKRIFAR Landa- KIRKJA - hjartanlega velkomin! Fimmtudagur 14. desember Kl. 10-11.30. Foreldramorgunn í Safnaðarheimilinu. Kl. 14.30. Helgistund á Heilbrigðis- stofnuninni, dagstofu 3. hæð. Heimsóknargestir hjartanlega vel- komnir. Kl. 20.00. Jólatónleikar Kórs Landakirkju. Einsöngvari verður Sigrún Hjálmtýsdóttir, stórsöngv- arinn okkar hún Diddú. Stjómandi Guðmundur H. Guðjónsson, org- anisti. Sunnudagur 17. desember Kl. 11.00. Bama- og fjölskyldu- guðsþjónusta. Helgileikur nem- enda í 6. bekk SF í Hamarsskóla. Kennari þeirra, Svanhvít Frið- þjófsdóttir, stjómar hópnum og Bára Grímsdóttir stýrir söng. Kveikt verður á hirðakertinu á að- ventukransi kirkjunnar. Allir hjartanlega velkomnir. Tekið verður á móti söfnunarbaukum fyrir Hjálparstarf kirkjunnar. Kl. 20.30. Jólafundur Æskulýðs- félags Landakirkju. Æskilegt að foreldrar mæti enda em þeir sérstaklega velkomnir á þennan fund. Pakkaskipti, kökuhlaðborð og helgistund. Miðvikudagur 20. desember Kl. 12.00. Bænar- og kyrrðarstund í hádegi. Beðið fyrir jólakvíða. Tekið verður á móti söfn- unarbaukum fyrir Hjálparstarf kirkjunnar. Kl. 20.00. Opið hús fyrir unglinga (nemendur 8.-10. bekkja gmnn- skóla) í KFUM&K húsinu við Vestmannabraut. Oli Jói mætir, rjóður á vanga. Fimmtudagur 21. desember Kl. 10.00. Foreldramorgunn í Safnaðarheimilinu. Hvítasunnu- KIRKJAN Fimmtudaguri Kl. 20.30 Biblíulestur Laugardagur Kl. 20.30 Bronting brauðsins Sunnudagur Kl. 15.00 Vakningarsamkoma- Hvítasunnukirkjan Allir hjartanlega velkomnir Aðventkirkjan Laugardagur 16. dcsembcr Kl. 10.00 Biblíurannsókn. Kl. 11.00 Guðsþjónusta. Kl. 17.00 Aðventustund. Allir hjartanlega vclkomnir. Kirkja Jesú Krists Hinna Síðari Daga Heilögu Samkomur kl. 11.00 á sunnudögum að Heiðarvegi 62, niðri. Allir velkomnir. Biblían talar sími 481-1585 Þann 4. desember sl. varð Ragheiður Jónsdóttir, frá Brautarholti en oft kennd við Þrúðvang, 95 ára. Afkomendur og vinir Ragnheiðar héldu henni mikla veislu í Akóges á laugardaginn. Ragnheiður er elsta núlifandi kona í Eyjum í dag. Hún fæddist í Kanada 4. desember 1905 og fluttist til íslands með foreldrum sínum tveggja ára gömul. Ragnheiður eignaðist fímm Eins og flestum er kunnugt þá er hin árlega firmakeppni IBV í knattspyrnu haldin milli jóla og nýárs. Eins og allir landsmenn vita hefur hið sigursæla lið Vallógengisins borið höfuð og herðar yftr önnur lið í þessari keppni síðustu 5 ár, og enn ekki beðið ósigur í einum einasta leik. Valló- gengið hefur glatt margan manninn með snilldartöktum, leikgleði, skipu- lagi, áræðni, dugnaði og síðast en ekki síst glæsilegum búningum. En eins og máltækið segir: „Hætta skal leik þegar hæst stendur (og yfirburðir óendanlegir!). „Önnur lið verða að fá tækifæri líka!“ Við í Vallógenginu getum ekki horft uppá lið eins og Glófaxa og Ófeig, með þá Hlyn Stefánsson og Helga Bragason innanborðs, uppskera ekki neitt ár eftir ár. Eins og Helgi Bragason orðaði svo réttilega í fyrra: „Vallógengið er hreinlega ósigrandi." Þetta var allt sem segja þurfti. „Gætum unnið mótið 20 ár til viðbótar" Það er því með ákveðnum trega en börn og eru þrjú þeirra á lífi. Afkomendur eru á milli 40 og 50 og mætti stærsti hluti þeirra í afmælisveisluna. Sjálf er Ragnheiður ern og var hún alsæl með veisluna og hvernig til tókst. Hún fékk fjölda gjafa og heillaóska. RAGNHEIÐARNAR þrjár, Ragnheiður Anna, Ragnheiður og Ragnheiður Guðfinna. aðallega af góðsemi, sem við í Valló- genginu höfum ákveðið að hætta þátttöku í þessari keppni og gefa loksins öðrum gleðileg jól. I þessu sambandi viljum við sérstaklega nefita knattspymuráðsmanninn, Eggert Garðarsson, sem studdi liðið dyggi- lega á þessu blómaskeiði Valló- gengisins, með sínu hressa viðmóti og alkunnu bröndurum! Að lokum er það von okkar að knattspymuráð ÍBV sjái sér fært að gera þetta mót veglegra en hefur verið og mættu þeir byija á því að ljárfesta í stærri og betri verðlaunum.Við viljum að endingu óska Vestmannaeyingum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs. Virðingarfyllst, Rúlur Snorrason, Hlynur Jóhannesson, Hjalti Jóhannesson, Daði Pálsson, Haraldur Hannesson, Amar Pétursson, Svavar Vignisson, Sigurður Friðriksson, Hjalti Jónsson, Hermann Hreiðarsson, Siggi Valló j'ramkvœmdastjóri. PS. Að gefiiu tilefhi. Leikmenn Vallógengisins eru ekki til sölu. Sem bam átti ég ákaflega erfitt með að biðjast fyrirgefningar, og það gerði ég helst ekki nema tilneydd. Margt hefði verið mér auðveldara í gegnum tíðina ef ég hefði verið fúsari til að fýrirgefa og biðjast fýrir- gefningar. Það er mikill máttur í fýrirgefningunni og eina leiðin til að græða megi sár, sem stundum geta verið banvæn. Séra Kristján benti mér á mikil- vægan þátt í uppeldi bama, þegar ég í vandræðum mínum leitaði til hans (sem gerist oft!). Böm verða oft vitni að ósætti foreldra sinna, þau sjá og heyra þau rífast. En sjá þau eins oft þegar foreldramir sættast, eða þegar þau biðjast fyrirgefningar? Það er þeim lærdómur ef þau fá hka að vera vitni að sáttarferlinu. Böm læra og tileinka sér það sem við foreldramir gerum. Eg sá sniðugan hlut niðri í bóka- búð um daginn og á honum stóð; „ef þú vilt koma óvini þínum í opna skjöldu, skaltu fyrirgefa honum!“ Sennilega er þetta besta „vopn“ sem við getum tileinkað okkur og gefið bömum okkar í heimi sem er fullur af hatri. Enga speki kann ég betri en þá sem Kristur kenndi okkur með fýrir- mynd sinni. þar sem hann, kross- festur af mönnum, bað þessarar bænar „Faðir fyrirgef þeim, því þeir vita ekki hvað þeir gjöra.“ Þegar okkur verður á að særa einhvem, vitum við þá alltaf hvað við emm að gera? Er það viljandi gert? Nei, varla! Stundum verður okkur á. Eins gæti það verið með þann sem þú lesandi góður ert ósáttur við. Við emm mannleg og auðsæranleg. Því er það okkur nauðsynlegt að læra að fyrirgefa og taka við fyrirgefningu. Það er eina „vopnið" sem aldrei veldur harmi eða skaða, heldur bjargar og verður okkur til heilla og bömum okkar. yfiriysins frá Vallósenginu: Hætta á toppnum

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.