Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 14.12.2000, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 14.12.2000, Blaðsíða 4
4 Fréttir Fimmtudagur 14. desember 2000 Bókvitið 'askana Vottur um ákveðinn vanþroska Bókaþáttur vikunnar fór ekki var- hluta af brunanum í ísfélaginu um helgina. Bókaunnandinn, Þorsteinn Sigurðsson, er starfsmaður ísfélagsins og var búinn að ganga frá sínum pistli fyrir helgina. Tölvan hans varð eld- inum að bráð eins og svo margt annað og því stóð hann uppi án bókapistils og reyndar annarra gagna sem meiri skaði var að missa. En Þorsteinn hljópst ekki undan merkjum, mætti á Fréttir og las pistilinn fyrir eftir minni. „Ég vil þakka Tobba fyrir áskor- unina. Hann spurði hvað við væmm að lesa úti í eyju en á að vita það eins og aðrir, þar erum við að veiða og það er ekki nóg að geta montað sig af einhveijum laxi á mynd. En snúum okkur þá að efniviðnum, bókunum. Mínir uppáhaldshöfundar eru Stephen King, Dean Koontz og svo Edgar Allan Poe. Sven Hazel hefur líka verið í uppáhaldi hjá mér þótt nýjustu rannsóknir sýni að hann hafi jafnvel hvorki upplifað þessa atburði sjálfur né heldur skrifað þá. Svo er það höfundur Aulabandalagsins, John Kennedy Toole. Hann gaf aðeins út tvær bækur, framdi síðan sjálfsmorð en fékk Pulitzerverðlaunin fyrir Aula- bandalagið. Sú bók er full af mjög svörtum húmor en mjög skemmtileg og vel skrifuð og átti verðlaunin fyllilega skilið. Ég reyndi fyrir nokkm að verða menningarlegur og spreyta mig á Nóbelsskáldinu. Fyrir valinu varð Atómstöðin og mér tókst að ljúka við hana en þótti það langt í frá nokkur skemmtilestur og hef ákveðið að gefa þessum ágæta höfundi frí um ótiltekinn tíma. Ég hef komist að því að líklega stafar þetta af vanþroska mínum og er í sjálfu sér ekkert óánægður með það. Ég hef því ákveðið að geyma slíkar fagurbókmenntir þar til ég hef náð meiri þroska sem vonandi kemur með aldrinum. Líkt og Tobbi las ég mikið af Andrésar andar blöðum. Þau voru á dönsku og þannig lærði ég þá litlu dönsku sem ég kann. Ég var alltaf ósáttur við þegar farið var að þýða Andrés önd yfir á íslensku, þetta var eitthvert besta kennsluefni sem fáanlegt var í dönsku. Þau tímarit sem ég les er Lifandi vísindi, sem pabbi er áskrifandi að og svo National Geographic sem ég les lfka hjá pabba. Það sem ég er að lesa núna er Mannkynssaga Fjölva og svo bók Brians Callisons, Sprengjuskipið og síðan Alfræðisafn AB um könnun geimsins. Ekki alls fyrir löngu las ég tvær bækur, aðra eftir son Winstons Churchill, hún fjallar um sex daga stríðið og lýsir því stríði mjög vel, hin heitir Læknir á vígaslóð, skrifuð af íslenskum lækni. Þama kemur t.d. fram mikill munur á viðhorfum Israels- manna og araba. Stjórnvöld í Israel skipuðu sínu fólki að vera um kyrrt á samyrkjubúunum í sex daga stríðinu en Kúveitamir fluttu sínar orustuflugvélar yfir til Sádi-Arabíu svo að þær skemmdust ekki í Flóabardaga. í þessari bók íslenska læknisins kemur líka skýrt fram hve gildi menntunar er mikið. Höfundur sá t.d. hermenn sem voru að drekka úr Persaflóanum, höfðu ekki hugmynd um að sjór væri saltur. Þá kemur líka fram að hermenn Saddams voru oft á tíðum hættulegastir sjálfum sér auk þess sem þeir voru nær allir ólæsir. Þetta er mögnuð lesning. Ég ætla að halda þessu innan fjöl- skyldunnar um sinn og skora á Önnu Lilju, systur mína. Ég veit að einn af hennar uppáhaldshöfundum er Stephen King og væntanlega getur hún gert honum betri skil en ég.“ Nú ríður á að sýna samstöðu Verkalýðsfélag Vestmannaeyja og Verka- kvennafélagið Snót voru sameinuð íeitt félag á laugardag. Hið nýja félag hefur fengið nafnið Drífandi stéttaríélag en tekur formlega til staría 1. janúar nk. Stjórnir beggja félaga munu starfa áfram fram að aðalfundum þeirra. Guðný Óskarsdóttir er formaður Snótar og hún er Eyjamaður vikunnar. Fullt nafn? Guðný Óskarsdóttir. Fæðingardagur og ár? 29. mars 1959. Fæðingarstaður? Vestmannaeyjar. Fjölskylduhagir? Á eina dóttur, Ármey. Menntun og starf? Gagnfræðaskólinn. Starfa sem formaður Snótar. Laun? Verkamannalaun. Bifreið? Ford Escort '85. Helsti galli? Ég reyni að geyma gallana niðri ískúffu. Helsti kostur? Ég reyni að vera tilbúin til að hjálpa efá þarfað halda. Uppáhaldsmatur? Hamborgarahryggur, maðurborðar hann svo sjaldan. Versti matur? Hafragrautur. Uppáhaldsdrykkur? Rauðvín á góðri stund. Uppáhaldstónlist? Ég hlusta á næralla tónlist. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Að fara með dóttur minni í fjöruferð eða gera eitthvað annað skemmtilegt með henni. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir? Að taka til. Hvað myndirðu gera efþú ynnir milljón í happdrætti? Þessa stundina held ég að ég myndi nota hana til að kaupa kaffi og aðrar nauðsynjar handa starfsfólki ís- félagsins. Uppáhaidsstjórnmáiamaður? Mynda mér ekki skoðanir ípólitík. Uppáhaldsíþróttamaður? Hermann Hreiðarsson. Ertu meðlimur í einhverjum félagsskap? Snót og Björg- unarfélagi Vestmannaeyja, er raunar í smápásu þar um þessar mundir. Uppáhaldssjónvarpsefni? Fótbolti. Uppáhaldsbók? Rauða bókin hjá Verkalýðsfélaginu. Hvað meturþú mest ífari annarra? Hreinskilni. Hvað fermest ítaugarnará þérífariannarra? Fals. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Surtsey. Fylgir því enginn sársauki að leggja Snót niður? í rauninni ekki, ef maður horfir björtum augum til framtíðar. Átt þú von á því að þetta verði sterkara fyrir verkalýðsbaráttuna, að hafa eitt félag ístað tveggja? Já, tvímælalaust. Nú reyndi á félögin á mánudag, vegna aðgerða í fram- haldi af brunanum í ísfélaginu. Hvernig tókst það? Mjög vel. Það var fullt hús strax á mánudagsmorgun og verður opið hús áfram út þessa viku að minnsta kosti. Eitthvað að lokum? Nú ríðurá að fólksýnisamstöðu og aðstoði hvert annað efþess gerist þörf. Guðný Óskarsdóttir er Eyjamaður vikuiinar ? Vestmannaeyingar Þann 22. október eignuðust son Ragnhildur Ólafsdóttir og Ragnar Waage Pálmason. Hann vó 18‘/2 mörk og var 54/2 sm að lengd. Drengurinn var skírður Dagur Waage í Landakirkju þann 9. des- ember. Með Degi Waage á myndinni er stóra systir Ólöf Marý. Fjölskyldan býr í Hafnaríirði. Á döfírmi— 4* Desember 9.- 20. Sýning ó sönglagahandritinu Hymnodia sacra ó Bókasalninu. I4.-I5. Nemendatónleikar í Tónlistarskólanum kl. 17.30. Allir velkomnir. 14. Aialfundur VinnslustöÍvarinnar kl. 16 í Kiwanishúsinu. 14. Jólatónleikar Kórs Landakirkju. [insöngvari mei kórnum er Sigrún Hjólmtýsdóttir (Diddú). 14. ÍBV bingó í Þórsheimilinu kl. 20.30 15.-17. Samkeppni um besta piparkökuhúsii í skótaheimilinu vii Faxostíg. 18. Jólatónleikar skólakóranna í Safnaiarheimilinu kl. 17.30. 19. Jólatrésskemmtun ísfólksins og Isfélagsins í Alþýiuh. kl. 17 18.-19. Innritun ó vorönn í Tónlistarskólanum. 18.- 20. Seinni hluti nómskeiis fyrir almennt ökupróf hjó Ökuskóla Vestm. 21. Hluthafafundur í Herjólli hf. í Hóskólanum kl. 10.00. 21. Félagsfundur sjómanna í Jötni kl. 17 í Alþýíuhúsinu. 24. Aifangadagur. Lengsti dagur órsins hjó sumum. 25. Jóladagur. Jesús Guísson fæddist fyrir 1999 órum eía þar um bil 31. Síiasti dagur aldarinnar, loksins. Unglinga- og bamabók eftir Pál Guðmundsson leikmann ÍB V Lifandi og skemmtileg saga sem allir Eyjamenn hafa gaman af að lesa. Fæst í Málningarversluninni Metró og á skrifstofu ÍBV. Þessa dagana er verið að ganga í hús í Eyjum og selja bókina. Höfundur áritar bókina í Vestmannaeyjum 21. og 22. des. Nánar auglýst síðar.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.