Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 14.12.2000, Blaðsíða 17

Fréttir - Eyjafréttir - 14.12.2000, Blaðsíða 17
Fréttir 17 Samheldni starfsfólksins er aðdáunarverð -segir Arnar Hjaltalín formaður Verkalýðsfélagsins Ekki er ofmælt að segja að formenn verkalýðsfélaganna beggja, þau Guðný Oskarsdóttir og Arnar Hjaltalín, hafi unnið frábært starf í kjölfar brunans í Isfélaginu. Verkalýðsfélögin tvö voru á laugar- dag sameinuð í eitt félag sem nefnist Drífandi stéttarfélag. Óhætt er að segja að fyrsta verkefni nýja félagsins hafi sýnt og sannað að félagið ætlar sér að standa undir nafni, drífandi kraftur og dugnaður hefur einkennt það starf sem unnið hefur verið nú í vikunni. Arnar Hjaltalín, formaður Verka- lýðsfélags Vestmannaeyja, segir að opna húsið í Alþýðuhúsinu fyrir starfsfólk ísfélagsins hafi íýllilega átt rétt á sér. Þar hafi verið opið frá því á mánudagsmorgun og á hverjum degi hafi um hundrað manns komið þangað. „I gærmorgun voru rúmlega hundrað manns í kaffitímanum, bæði þeir sem ekki eru í vinnu og eins komu þeir sem eru að vinna við hreinsun en sá hópur mætir í kaffi upp eftir og hittir þá hinn hópinn sem ekki er að störfum. Þetta er mjög gott og heldur fólki saman. Mér finnst það aðdáunarvert hvað starfsfólkið hefur staðið vel saman í þessum erfið- leikum. Eg var búinn að heyra að starfsfólk ísfélagsins væri eins og ein fjölskylda og get fyllilega tekið undir það. Þetta er búið að vera frábært, stemmningin einstök og samheldnin mikil og það er fólkið sjálft sem sér um það,“ segir Amar. Um helgina verður opið hús í Alþýðuhúsinu eftir hádegi, bæði á laugardag og sunnudag en Amar segir að áformað sé að hafa opið fram eftir næstu viku. A þriðjudag er ætlunin að halda jólatrésskemmtun fyrir böm Isfólksins kl. 17 og standa bæði ísfél- agið og Starfsmannafélagið að þeirri skemmtun. Byijað er að skrá þátttöku í Alþýðuhúsinu og er starfsfólk beðið að skrá sig og sín böm sem fyrst og ekki síðar en kl. 17 á mánudag. Amar segir að mjög náið og gott samstarf hafi verið milli verkalýðs- félaganna og stjómenda Isfélagsins í öllum málum sem snerta starfsfólkið. En hvernig tilfinning er það fyrir formann verkalýðsfélags að vinna að sama markmiði með þeim aðihtm sem oftast hafa verið andstœðingar? „Við búum í litlu samfélagi og ég held að það sé að koma hvað best í ljós núna að hagur fólksins, fyrir- tækisins og bæjarfélagsins fer saman á flestum sviðum. Kannski kennir þetta okkur það upp á framtíðina að sam- vinna þessara aðila er allra hagur. Mér finnst ekkert skrýtið að vinna í svo nánu samstarfi við þessa aðila. Þama em sameiginlegir hagsmunir okkar allra, við gleymum gömlum væringum, köstum þeim fyrir borð og vinnum saman. Ég vil líka geta þess að við höfum nýlega gengið frá samningi vegna þeirra sem vinna í bræðslunum. Sá samningur var unn- inn hér heima í góðri samvinnu beggja aðila og ég tel það góðan samning,“ segir Amar. Nú er tala atvinnulausra í Vest- mannaeyjum komin yfir eitt hundrað og hœkkar dagfrá degi. Er sú staða ekki uggvœnleg? „Jú, vissulega. En sumt af þeim vanda væri ekki erfitt að leysa ef vilji væri fyrir hendi. I hverri viku er mikið magn af fiski flutt héðan, bæði upp á land og út. Ef þær útgerðir legðu meira upp af afla sínum í Eyjum þá væri hægt að skapa hátt í hundrað manns atvinnu,“ segir Amar. Nýta tímann til menntunar Hvernig hyggjast verkalýðsfélögin bregðast við þessu ástandi? „Eins og ástandið er núna lítur ekki vel út með vinnu. En það er engin uppgjöf í okkur og við munum leita allra leiða. Strax upp úr áramótum ætlum við að fara af stað með nám- skeið fyrir fiskvinnslufólk og ASI hefur lofað okkur aðstoð og sam- vinnu. Ætlun okkar er að fá Félags- málaskóla alþýðu sterkan hingað með námskeiðahald í vetur og við ætlum líka að leita í Endurmenntunarsjóð. Það sem fyrir okkur vakir er að gefa þeim kost á að mennta sig sem ekki hafa fulla vinnu. Auðvitað er það keppikefli okkar að allt okkar fólk hafi vinnu en meðan svo er ekki viljum við kappkosta að veita því fólki tækifæri á öðmm sviðum,“ sagði Amar Hjaltalín. Sigurg. JÓN Svansson og Björn Þorgrímsson, starfsmenn Isfélagsins, voru meðal þeirra sem áttu and vökunótt aðfaranótt sunnudags. Starfsfólk ísfélagsins fer á atvinnuleysisbætur Lagaheimild skorti til að geta greitt kauptryggingu ísfélagið leggur eina milljón í sjóð til styrktar verst stadda starfsfólkinu í fyrradag samþykkti stjórn At- vinnuIeysistrvggingasjóðs að gefa jákvætt svar ef Isfélag Vest- mannaeyja færi fram á að greiðslur til starfsfólks yrðu lagðar inn á reikninga fyrirtækisins, sem myndi þá greiða starfsfólkinu kauptrygg- ingu. Þetta fyrirkomulag hefur mátt nota þegar vinna hefur fallið niður vegna hráefnisskorts. Aftur á móti munu þess engin dæmi að það hafi verið notað í tilfellum eins og þessu þegar vinna fellur niður vegna bruna. I gær birtist sameiginleg frétta- tilkynning frá Isfélaginu og verka- lýðsfélögunum þar sem segir að það sé sameiginlegt markmið beggja aðila að draga eins mikið og mögulegt er, félagslega og fjárhagslega, úr því áfalli sem starfsfólk varð fyrir við brunann um síðustu helgi. Þá segir í tilkynningunni: „Því vildu þessir aðilar leita leiða til að þeir starfsmenn í frystuhúsinu, sem misstu vinnu sína, gætu fengið bætur samkvæmt kauptryggingarákvæðum en ekki atvinnuleysisbætur. Þar með þyrftu þeir, í viðbót við að fá hærri bætur. ekki að standa í því að skrá sig atvinnulausa nú rétt fyrir hátíðimar og í upphafi þeirra hörmunga sem yfir þá hafa dunið. Til að einfalda þennan framgangsmáta og gera hann ódýrari var ísfélagið tilbúið til að láta starfs- menn á skrifstofu sinni annast útreikning á kauptryggingunni og greiða hana út. Síðan var reiknað með að full endurgreiðsla á kauptrygg- ingunni kæmi frá Vinnumálastofnun. Nú er komið í ljós að lagaheimild skortir til þess að þessi framgangsmáti geti orðið að veruleika. Verkalýðs- félögin og ísfélag Vestmannaeyja Iýsa yfir vonbrigðum sínum með að ekki skyldi vera mögulegt að koma þessari skipan á. Isfélaginu var ljóst að hefði verið hægt að koma því við að greiða kaup- tryggingu í gegnum launaskrifstofu félagsins hefði það haft í för með sér nokkum kostnað fyrir félagið. Stjóm Isfélagsins hefur því nú í dag samþykkt að ieggja kr. 1.000.000 í sjóð sem er í vörslu sóknarprestanna í Vestmannaeyjum og er ætlaður til að hjálpa þeim starfsmönnum í frystihúsi ísféiagsins sem verst em staddir. Undir þessa tilkynningu rita svo fyrir hönd verkalýðsfélaganna Amar Hjaltalín og fyrir hönd ísfélagsins Jóhann Pétur Andersen. Kaupmenn í Eyjum gefa ísfólkinu afslátt Helga Dís í Róma og Krakkakoti reið á vaðið meðal kaupmanna í Vestmannaeyjum og ákvað á mánudag að gefa starfsfólki Isfélagsins 10% afslátt af öllum vörum í sínum verslunum og gildir þetta til áramóta. Framvísaþarf starfsmannafélagsskírteini þegar verslað er. Fleiri kaupmenn munu feta í fótspor Helgu Dísar með afslátt til handa starfsfólki Isfélagins. Sigurbjörg Axelsdóttir, formaður Félags Kaupsýslu- manna í Eyjum, sagði að bæjarstjóri hefði beðið bæjarbúa um að sýna samstöðu. Sigurbjörg sagðist hafa rætt við alla kaupmenn í Eyjum og hefðu þeir undantekningarlaust tekið þessu vel. Þessir aðilar munu tilkynna afsláttarkjör í verslunum sínum. Bjartsýni ríkjandi Eitt ljósasta dæmið um þá bjartsýni sem ríkir vegna endurupp- byggingar Isfélagsins gaf að líta strax á þriðjudagsmorgun. Þá tóku vegfarendur, sem leið áttu um Strandveginn, eftir því að búið var að kveikja á ný á jólaskreytingunni á húsi ísfélagsins. Kertin sjö, sem slokknaði á í brunanum á laugardagskvöld, loguðu nú að nýju og með þeim ljósum var staðfest að uppbygging ísfélags Vestmannaeyja væri hafin. Hreinsun gengur mjög vel: Stefnt að síldar- og loðnuvinnslu í vetur Hreinsun hófst á þriðjudag í vesturhluta Isfélagsins sem best slapp í brunanum. Þar voru um 50 manns við þrif, hreinsun og aðra uppbyggingu enda allt kolsvart af sóti og reyk þótt eldur og hiti hafi ekki náð að eyðileggja neitt sem nemur. Lögð hefur verið áhersla á að koma rafkerfinu í lag en leggja hefur þurft rafmagn að hluta upp á nýtt og eins hefur verið unnið að því að koma háþrýstikerfi fyrir vatn í lag. Þegar þessir hlutir eru komnir í lag er hægt að fá fleira fólk til að þrífa. Af þessum 50 starfsmönnum voru um 20 konur. Fólkið var sammála um að mun betra væri að vera í vinnu en að sitja heima, jafnvel þótt þetta væri heldur óþrifaleg vinna og um fátt líkt því sem áður hefði farið fram á þessum stað. Mjög vel hefur gengið í þessu hreinsunarstarfi en ljóst er að það mun taka talsverðan tíma, þarna er stefnt að matvælavinnslu og því þarf að fara nokkuð margar umferðir yfir loft, gólf og veggi og annað. Meðal þeirra, sem þátt taka í hreinsunarstarfinu eru þeir bræður, synir Sigurðar heitins Einarssonar. Einar, sem er elstur þeirra, segir að þetta sé fremur óþrifalegt starf en hafi gengið mjög vel og greinilegt að fullur hugur sé í fólki að koma ísfélaginu sem fyrst í gang á ný. Þarna er um að ræða þrjú svæði sem notuð verða til vinnslu á uppsjávarfiski. Vonast er til að hægt verði að byrja síldarvinnslu í janúar, þá ættu um 50 manns að fá vinnu við pökkun og svo einhverjir við vélarnar. Þá er og stefnt að því að vinna loðnu til frystingar á komandi vertíð.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.