Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 14.12.2000, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 14.12.2000, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 14. desember 2000 Fréttir 11 en ekki sjómenn Óskar: „Þar sem við verslum beint við verksmiðjur á þessum svæðum teljum að við okkur vera að bjóða mun lægri verð fyrir sambærilega skó á markaðnum, enda er ekkert skómerki selt í eins miklu magni á íslandi eins ogX18.“ Hver er hugmyndin að haki XI8? „Stíllinn er fyrst og fremst ættaður frá Islandi, þar sem byggt er á hrein- leika, einfaldleika og að hafa skóna stílhreina," segir Óskar. „Merkið sjálft X-18 þýðir hins vegar bannað innan átján ára.“ „Þetta var hugmyndin að þessu,“ bætir Adolf við. „Mörgum fannst þetta fáránlegt þá, en finnst það mjög töff í dag. Þannig er þetta eins og annað nýtt á markaðnum." Þekkjum íslenskan markað mjög vel Óskar og Adolf segja að þeir haft verið bjartsýnir þegar þeir hófu mark- aðssetningu X18, enda til lítils að vera í þessu, ef svo hefði ekki verið. „Við áttum alveg von á því að hugmyndin myndi ganga upp, þetta var frekar spuming um hversu langan tíma það tæki. Við teljum okkur þekkja mark- aðinn á íslandi mjög vel og það hefur margsannað sig að við höfum náð árangri og það miklum árangri á íslandi og viljum það líka erlendis. A næsta ári munum við hefja markaðsherferð í Danmörku og ætlum að gera merkið jafn vinsælt þar eins og það er héma heima.“ Þó að vel haft gengið við markaðs- setningu XI8 má ekki gleyma því að hún hefur kostað mikið fé. Óskar segir að þeir haft haft mjög góða sam- starfsaðila úr Vestmannaeyjum, eins og Pétur Bjömsson og Magnús Guð- mundsson. „Þeir hafa staðið mjög vel á bak við fýrirtækið og eiga stóran hlut í því. Einnig fengum við fjármagn úr Nýsöpunarsjóðs atvinnulífsins, þar sem Amar Sigurmundsson er for- maður. Þessir aðilar eiga mjög stóran þátt í því uppbyggingarstarfi sem unnið hefur verið í fyrirtækinu og án þess fjármagns hefðum við ekki getað gert neitt." Öflug ímynd Þið sögðuð aðjyrirtœkið vœri fyrst og fremst markaðsfyrirtœki, gætuð þið útskýrt það aðeins nánar? Óskar: „Við byggjum ímynd okkar fyrst og fremst á því að vera íslenskt fyrirtæki og byggja á einfaldleika. Einnig emm við með mjög skemmti- legar auglýsingar í okkar markaðs- setningu sem gerir ímynd merkisins mun öflugra. Þess vegna er ekkert annað fyrirtæki sem er jafn mikið markaðsett eins og við hér á Islandi. Þetta er bara nákvæmlega það sama og við ætlum að reyna að gera út í heimi og höfum verið að vinna að. Við emm með mjög góða stöðu í Bandaríkjunum, Englandi, einnig í Danmörku og höfum opnað skrifstofu þar. Síðan em lönd eins og Frakkland að koma mjög sterk inn ásamt Ástralíu, Suður-Aífíku og Japan. í dag seljum við til þrjátíu og átta landa í fimm heimsálfum. Draumamarkað- urinn er hins vegar fyrst og fremst Evrópa þar sem við ætlum að markaðssetja okkur. Við emm með annað fyrirtæki sem markaðssetur okkur í Bandaríkjunum. Það em mjög sterk fyrirtæki eins og í Japan sem em að panta hjá okkur og við emm famir ÓSKAR og Adolf með sýnishorn af framleiðslunni. ÞÓREY Ágústsdóttir er meðal Eyjamanna sem vinna hjá X-18. að vinna með Mitsubishi þar.“ „Það er gaman að segja frá því,“ bætir Adolf við, „að þeir vom að staðfesta fyrstu pöntunina og það var verið að athuga hvaða flutningafyrir- tæki við ynnum með og þá var það náttúmlega fyrirtæki á vegum Mitsu- bishi. Þannig að þetta er gríðarlega stórt fyrirtæki sem starfar á mörgum sviðum viðskipta. Það er mikil eftir- spum eftir að fá að selja framleiðslu okkar, en við gemm miklar kröfur til söluaðila og sækjumst eftir þeim bestu." Seljið þið framleiðsluna mikið til stórra verslanakeðja? ,Já, til dæmis í Bandaríkjunum er um við að selja til Bloomingdales, Nordstrom, Macy's, Fritz Seekers og Faith sem á verslanir inni í Top Shop búðunum á Englandi og svo mætti lengi telja.“ Höfðið þið fyrst og fremst til ungs fólks með framleiðslu ykkar? „Við viljum orða það þannig að við séum að höfða til ungs fólks á öllum aldri.“ Óskar segir að þrátt fyrir mikla samkeppni við stóm ffamleiðenduma eins og Nike, þá fari þeir nokkuð aðrar leiðir í markaðssetningunni. „Nike keyrir mjög mikið á tækni og yfirleitt em þeir dýrari. Við keymm hins vegar á ferskleika og tísku. Það þarf alltaf að vera með einhvem ferskleika og eitt- hvað nýtt, en auðvitað er það markaðurinn sem ræður og hann stjómar hvaða línu við leggjum áherslu á og í hvað við viljum setja peningana. Það þýðir ekkert að bjóða vöm sem við vitum að selst ekki.“ Urðum of stórir fyrir Portúgal Aðeins að verksmiðjunni í Portúgal, hvers vegna ákváðuð þið að hœtta rekstri hennar? „Við höfum verið að þróa fyrir- tækið allan þann tíma sem við höfum rekið það, segir Adolf. „Fyrst vomm við að láta framleiða fyrir okkur skó í Portúgal og þá aðallega fyrir íslenskan markað, en einnig til annarra landa eins og Danmerkur. Þá ákváðum við að markaðsetja okkur undir merkinu XI8. Við vomm mjög litlir þá og í Portúgal er auðveldara að framleiða lítið magn, því verksmiðjumar em ekki eins stórar og í Kína. Þess vegna verður maður að fara með mjög mikið magn af stað í upphafí. Við vomm hins vegar ekki nógu stórir til þess í Portúgal. Við vorum meira að segja það litlir að verksmiðjumar í Portúgal töldu framleiðslumagn okkar óhag- stætt þá. Þess vegna stofnuðum við okkar eigin skóverksmiðju á sínum tíma úti í Portúgal. Það var mjög lærdómsríkt og þegar ég var þama úti og sá um rekstur verksmiðjunnar í Iok ársins 1998, var staðan sú að við höfðum aldrei selt eins mikið af skóm, svo að ákveðið var að flytja alla framleiðsluna til Kína og verk- smiðjunni í Portúgal hreinlega lokað, enda vomm við kannski engir snillingar í verksmiðjurekstri. Það sem við gemm kannski best er að markaðs- setja skó og búa til nýjar týpur. Aðrir em miklu betri í verksmiðjurekstri en við. Málið var því að á þessum tímapunkti vomm við orðnir of stórir fyrir verksmiðju okkar í Portúgal og gátum flutt framleiðsluna til Kína. Fyrir þann tímapunkt vomm við ekki nógu stórir til þess að láta framleiða okkar vöm þar.“ Adolf segir að á næsta ári muni velta fyrirtækins líklega ná milljarði og að fyrirtækið stækki í samræmi við það. „Það em að koma fleiri hjól undir vagninn. Við seldum mikið í Eng- landi, Danmörku og á Norður- löndunum og fleiri lönd í fleiri heimsálfum em að bætast við. Hong Kong verður líka alltaf sterkari með hverju árinu.“ Hvað er mikið lagt í hönnunar- og ímyndarsköpunina ? „Við byggjum upp alla skólínuna, ímyndina og merkið sem slíkt. Þess vegna er fólk líka að kaupa XI8, vegna þess að það er eitthvað. Það er öðm vísi en það sem aðrir em að bjóða. Svo dæmi sé tekið af Puffins- merkinu, þá var það bam síns tíma. Þá var miklu þrengra um vik, vegna þess að við gátum ekki búið til okkar eigin sóla og urðum að velja sóla sem vora til á markaðnum. Þá gátum við ekki gert þá hluti sem við emm að gera í dag vegna þess að við vomm svo smáir. Núna er allt framleitt fyrir okkur eins og við viljum hafa það. Það eru allt íslendingar sem koma að hönnuninni og er nú um tuttugu manna hópur. Hjá okkur starfa líka Vestmannaeyingar, eins og hún Inga Rut, Þórey Ágústsdóttir, Hjálmar Helgason vomm við að ráða sem field manager, Magga í Suðurgarði er á símanum og svo Heiða konan mín sem komin er aftur í vinnu eftir bameignarfrí en hún er búin að vera með okkur í þessu í mörg ár,“ bætir Adolf við. Fylgjumst með þróun mála í Eyjum Eruð þið að hirða allan œskublómann úr Eyjuml „Nei, nei,“ segja báðir einum rómi. „Kannski að leyfa honum að springa út,“ bætir Oskar við. En varðandifjaivent ykkarfrá Eyjum. Langar ykkur ekkert til að flytja til Eyja aftur? „Auðvitað væri mjög gaman að búa í Eyjum og maður vill hvergi annars staðar vera,“ segir Oskar. „Við bíðum bara eftir því að Ámi sjái um að opna göngin, þá getur maður flutt til Eyja. Ef við gætum keyrt beint í vinnuna, byggjum við ömgglega báðir í Eyjum. En auðvitað fylgjumst við með því sem er að gerast í Eyjum, enda búa foreldrar okkar þar.“ „Og konan mín á stóra ætt í Eyjum,“ bætir Adolf við. „Einnig er allt mitt vinafólk í Vestmannaeyjum, þannig að við fylgjumst vel með og ekki síst í gegnum Fréttir. Við emm líka áhugasamir um fótboltann og reynum að mæta á alla leiki, auk þess stóð ég lengi í markinu hjá IB V.“ Svona að lokum, haldiði að þið komið til með að eyða ellinni íEyjum? „Við emm ekkert famir að spá í það, en hver veit,“ segir Oskar. „Maður veit aldrei hvað gerist næst. Hins vegar emm við bjartsýnir hvað varðar íyrirtækið og X-18. Ég segi það oft að við séum að fara á Pólinn. Við emm komnir með sleðann og í vor sagði ég að við væram rétt að byija að renna okkur af stað, en nú emm við komnir á fulla ferð og stefnum á að komast alla leið. Við reynum að passa okkur á því að fara ekki of hratt, reynum að halda góðri stefnu og sigla vel með okkar afla.“ „Það er langt í land og mikil vinna framundan," segir Adolf. „Við emm enn þá í uppbyggingunni, en höfum alla möguleika til þess að klára málið.“ Bcnedikt Gestsson

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.