Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 14.12.2000, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 14.12.2000, Blaðsíða 14
14 Fréttir Fimmtudagur 14. desember 2000 Þrisvar stórtjón ó 50 árum Þetta er í þriðja sinn sem ísfélag Vestmannaeyja, elsta hlutafélag landsins, verður fyrir stórtjóni og í öllum tilfellum hefur eldur komið við sögu. ísfélagið var stofnað árið 1901 í kjölfar aukinnar línuútgerðar í Vest- mannaeyjum, til að geyma beitu og var byggt frosthús árið eftir og síðan fullkomið íshús 1908. Félagið byggði hraðfrystihús árið 1940 og eftir mikla uppstokkun í rekstri útgerðar- og fisk- vinnslufyrirtækja í Eyjum samein- uðust ísfélagið, Hraðfrystistöðin og Bergur-Huginn árið 1992. Það sam- starf gekk ekki upp, Bergur-Huginn fór út úr þeim rekstri en eftir stóð sameinað fyrirtæki hinna tveggja og nefndist Isfélag Vestmannaeyja. Einar Sigurðsson stofnaði Hrað- frystistöð Vestmannaeyja 1939 og var hún um árabil eitt öflugasta frystihús á landinu. Það frystihús eyðilagðist í gosinu og var nýtt hús reist suður af Friðarhöfn. Eftir sameiningu fyrir- tækjanna tveggja 1992 fluttist smám saman öll starfsemi fiskvinnslunnar í húsnæðið við Friðarhöfn en loðnu- bræðsla var áfram rekin austur frá þar sem Hraðfrystistöðin stóð áður. Þann 8. janúar 1950 kviknaði í húsi Hraðfrystistöðvarinnar. Ofsaveður var á og gereyðilagðist 300 fermetra geymslu- og aðgerðarhús og efsta hæð Hraðfrystistöðvarinnar sem þá var langstærsta frystihús landsins. Þá eyðilagðist ntikið af fiski, vélum, veiðarfærum og áhöldum en ekkert tjón varð á fólki í þessum eldsvoða. Aftur á mót fórst mb. Helgi við Faxasker sama kvöld og tíu menn með honum. Frystihús Hraðfrystistöðvarinnar ger- eyðilagðist í gosinu 1973, saltverk- unarhús ísfélagsins eyðilagðist þá en hraunið stöðvaðist við vegg vélasalar frystihússins. Bruninn þann 9. desember sl. er þriðja stóráfallið sem fyrirtækið verður fyrir á um 50 árum. í fyrri skiptin var byggt upp að nýju og forsvarsmenn Isfélagsins ætla ekki að láta deigan síga að þessu sinni, uppbygging er þegar hafin á ný. Framkvæmdir við ísfélagið hafa forgang „Það eru allir reiðubúnír til að rétta fram hjálparhönd við þessar að- stæður,“ segir Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri, sem fylgst hefur grannt með því sem hefur gerst eftir brunann á laugardag. „Við höfum átt gott samstarf við for- svarsmenn ísfélagsins enda er það höfuðatriði í samfélagi eins og okkar. Þetta ár hefur að mörgu leyti verið okkur eifitt, mörg áföll sem yfir hafa gengið en nú finnst mér vera hugur í fólki. Þetta er án efa versta áfall sem dunið hefur yfir okkur síðan 1973. Þá reyndi á samtakamátt fbúanna, hann brást ekki þá og ég veit að hann er líka til staðar núna,“ segir Guðjón. Guðjón segist hafa rætt við for- svarsmenn Isfélagsins, strax um nóttina, þegar ljóst var að hverju stefndi, og eins daginn eftir brunann. „Þá var þeim tilkynnt að þeir og þeirra fyrirtæki nytu forgangs við uppbygg- ingu ísfélagsins. Framkvæmdum á vegum bæjarins yrði hætt eða frestað, bæði mannskapur og tæki yrðu þeim til reiðu ef á þyrfti að halda. Þarna á ég ekki síst við þær framkvæmdir sem staðið hafa yfir við nýja íþróttahúsið. Það verkefni hleypur ekkert frá okkur og ég ítreka það að framkvæmdir við Isfélagið hafa algeran forgang. Þetta fyrirtæki hefur verið burðarás í at- vinnumálum um áratugaskeið í Vest- mannaeyjum og okkur fmnst það sjálfsagt og eðlilegt mál að upp- bygging þess sitji í fyrirrúmi," segir Guðjón Hjörleifsson. KRISTJÁN Björnsson sóknarprestur, Einar Sigurðsson fulltrúi eigenda ísfélagsins, Jóhann Pétur Andersen framkvæmdastjóri, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson stjórnarformaður og Arnar Hjaltalín formaður Verkalýðsfélagsins. HÚSFYLLIR var á báðum fundunum í Alþýðuhúsinu. Fundirnir mælast vel fyrir Alþýðuhúsið stendur opið starfsfólki Isfélagsins frá morgni til kvölds og var gripið til þess ráðs strax á mánudaginn. Var strax húsfyllir og fullt út úr dyrum á fundum sem haldnir voru um morguninn og síðdegis. A fundinum um morguninn var farið yfir stöðuna en eðlilega var fátt hægt að upplýsa því varla var liðinn sólarhringur ffá brunanum. Meðal þeirra sem tóku til máls voru Guðbjörg Matthíasdóttir og Kristján Björnsson sóknarprestur. Þrátt fyrir að fátt nýtt kæmi fram á íúndinum var greinilegt á starfsfólki að það kunni vel að meta fram- takið og fannst það ákveðinn léttir í þeirri óvissu sem framundan er. Seinni fundurinn, sem ekki var síður vel sóttur, var lokaður fjölmiðlum en þar tóku til máls Gunnlaugur Sævar Gunnnlaugsson stjómarformaður Isfélagsins, Einar Sigurðsson fulltrúi eigenda og Jóhann Pétur Andersen framkvæmdastjóri Isfélagsins. Var ekki annað að heyra á fundargestum en að þeir væm ánægðir með framtakið og þetta sýndi að litið væri á starfsfólkið sem órjúfanlegan hluta af Isfélaginu þó ekki blési byrlega í augnablikinu. Yfir milljarður fuðraði upp Eldurinn kom upp í nýrri karageymslu, sem er ein af fimm einingum í frystihúsi ísfélagsins sem er að mestu á einni hæð. Geymslan tengdi aðalbygginguna við stóran frystiklefa á bryggjunni. I karageymslunni var mikið af plastkörum og pappa og voru einnig geymdir lyftarar. Eldsmatur var því nægur enda stóð eldurinn tugi metra upp úr geymslunni. Fyrst gerðu menn sér vonir um að hægt yrði að bjarga aðalbyggingunni. Það jók bjartsýni manna að veður var gott, nánast logn og aðstæður því góðar til að berjast við eldinn. Um miðnætti virtist sem tekist hefði að ná tökum á eldinum en þá gaus hann upp aftur og var kominn í þak aðalbyggingarinnar. Eftir það réðist ekki við neitt nema hvað að einhverju leyti tókst að verja sal og vinnslulínu fyrir uppsjávarfisk. Gera forráðamenn ísfélagsins sér vonir um að tækin þar séu sem næst óskemmd. En eldurinn eirði engu öðru og lagði í rúst bolfiskvinnslu, matsal og skrifstofur. Er tjónið talið losa einn milljarð króna að mati forráðamanna Isfélagsins. Frystiklefinn var fullur af afurðum og hefur hann verið tæmdur en ekki er ljóst í hvaða ástandi afurðimar eru. ELDURINN eirði engu í karageymslunni þar sem eldurinn átti upptök sín.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.