Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 14.12.2000, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 14.12.2000, Blaðsíða 8
8 Fréttir Fimmtudagur 14. desember 2000 Við verðum að vera bjartsýn, -segir starfsfólk Isfélagsins sem hittist í morgunkaffi í Alþýðuhúsinu og fer í gönguferðir Um fímmtíu manns af starfsfólki Isfélagsins voru mætt í morgunkaffí í Alþýðuhúsinu á þriðjudags- morgun. Fólk var hresst í bragði en auðfundið var að spenna lá í loftinu og ekki óeðlilegt, þrátt fyrir góð orð og fyrirheit um uppbyggingu Is- félagsins er Ijóst að fólk verður án vinnu um nokkurt skeið, margir hverjir að minnsta kosti. Það framtak verkalýðsfélaganna, að hafa opið hús í Alþýðuhúsinu fyrir starfsfólk ísfélagsins, hefur mælst mjög vel fyrir, enda gott framtak. Þau Arnar Hjaltalín, Guðný Óskarsdóttir og Jón Kjartansson vom öll f Alþýðu- húsinu á þriðjudagsmorgun en auk morgunkaffisins var búið að skipu- leggja gönguferð sem var farið í um níuleytið. „Þó svo að starf verkalýðsfélaga snúist einkum um kaup og kjör þá megum við ekki gleyma því að fólk og tilfinningar þess hljóta að vega þyngst í starfi þessara félaga. Okkur fannst eðlilegt og sjálfsagt að við beittum okkur fyrir því að fólk fengi ákveðinn samastað til að hittast og ég vil taka fram að allt er þetta unnið í samstarfi við Isfélagið," sagði Arnar Hjaltalín. En hvemig skyldi starfsfólkinu vera innanbrjósts eftir atburði helgarinnar? Við tókum nokkur þeirra tali yfir morgunkaffmu í Alþýðuhúsinu. Gat ekki hugsað sér að sjá brunann Elínborg Bernódusdóttir, Ella Bogga, sagðist vera búin að vinna hjá Isfé- laginu í rúnit ár en raunar ætti hún yfir 30 ára starfsaldur að baki í frysti- húsum. „ísfélagið er mjög góður vinnustaður, sérstaklega góður andi sem þar ríkir,“ segir Ella Bogga. En hvemig varð henni við þessi tíðindi á laugardagskvöld? „Eg gat ekki hugsað mér að fara og sjá vinnustaðinn minn brenna. Og núna finnst mér þetta svipuð tilfinning og var í gosinu, fólk er uggandi um sinn hag. Ég er ekkert allt of bjartsýn á framhaldið. Það var búið að til- kynna erfiðleika hjá fyrirtækinu, svo kviknar í og það hlýtur að auka á þá 11-11- búðirnar og SS með jólaglaðning Margir aðilar hafa sýnt mikinn hlýhug í garð Isfólksins, eins og starfsfólk Isfélagsins nefnir sig. Annars staðar í blaðinu er getið um peningagjafir frá félögum og fyrirtækjum auk þess sem Isfólkinu er hoðinn sérstakur afsláttur í verslunum. Verslunin 11-11 í Goðahrauni hefur, ásamt Sláturfélagi Suðurlands, ákveðið að færa starfsfólki Isfélagsins jólaglaðning. Hver starfsmaður mun fá hangikjötslæri og konfektkassa frá versluninni. Verðmætið er nálægt hálfri milljón króna. UM fimmtíu manns af starfsliði ísfélagsins lögðu af stað í morgungöngu á þriðjudaginn klukkan níu og er ákveðið að gangan verði fastur liður hjá starfsfólkinu. erfiðleika. Mér finnst trúlegt að loðnuvinnslan og hrognin komi til með að skila sér en ég er ekki jafnbjartsýn á bolfiskvinnsluna," sagði Ella Bogga og bætti því við að sér þætti það meiri háttar að geta komið saman f Alþýðuhúsinu til að ræða saman og fara í gönguferðir. I því væri mikill styrkur. Fékk algjört sjokk Gréta Geirsdóttir er búin að vinna hjá ísfélaginu síðan 1987 og segir að ísfélagið sé virkilega góður vinnu- staður. Hvemig varð henni við þegar hún frétti um brunann? „Ég fékk algert sjokk. Núna bíður maður bara eftir því hvað gerist og maður verður að vera bjartsýnn. Mér leið t.d. miklu betur eftir að Guðbjörg hafði talað við okkur á fundinum. Það gaf okkur von. Mér finnst líka mjög gott að geta Eðlilega eru þeir margir í hópi starfsmanna Isfélagsins sem hafa haft áhyggjur af stöðu fjármála sinna, nú þegar atvinna er ekki lengur fyrir hcndi. Börkur Grímsson, hjá Islandsbanka, segir að stjóm bankans hafi fundað um þetta mál og komið verði til móts viðfólkmeðákveðnumhætti. Börkur sagðist vilja hvetja fólk til að koma og ræða þessi mál við þjónustufulltrúa bankans. Engin ástæða væri til að hafa áhyggjur af þessum þáttum, reynt yrði að finna svigrúm og ásættanlegar lausnir til að leysa þann vanda. Olafur Elísson, sparisjóðsstjóri hjá Sparisjóði Vestmannaeyja, segir að tekið verði vel á erindum þeirra sem eigi í vandræðum með að standa við skuldbindingar sínar vegna atvinnu- missis í kjölfar bmnans í Isfélaginu. „Það verður tekið ljúfmannlega á móti þeim enda hljóta allar áætlanir fólks að fara úr skorðum við atburði sem þessa,“ segir Olafur. Bæjarráð ályktar um brunann Á fundi bæjarráðs á þriðjudag var lýst yfir mikilli hryggð vegna þess stór- komið hingað í Alþýðuhúsið og hitt fólkið. Það hefur mikið að segja. Og ég ætla örugglega í gönguna á eftir," sagði Gréta. Hræðilegt að horfa á þetta Unnar Erlingsson hefur unnið í 15 ár hjá Isfélaginu. Hvemig tilfinning var það að frétta að vinnustaðurinn væri að brenna? ,,Ég trúði þessu ekki fyrst. Svo fór ég niður eftir og það var hræðilegt að horfa á þetta. En uppbyggingarstarfið er hafið og ég er bjartsýnn á að fyrirtækið verði byggt upp á ný. Það vekur góðar vonir að stefnt skuli vera að síldar- og loðnuvinnslu á ver- tíðinni." Hvernig verður að halda jól við þessar kringumstæður? „Ég verð uppi á landi unt jólin og ég held að það verði bara svipað og venjulega, kannski eitthvað minna af bmna sem varð um helgina í ísfélagi Vestmannaeyja. „Svo mikil eyði- legging, sem bitnar á svo mörgum, hefur ekki orðið í Eyjum frá því í gosinu 1973. Þá, eins og nú, er mikil mildi að ekki varð af manntjón," segir í bókun bæjarráðs. „ísfélag Vestmannaeyja er einn máttarstólpa atvinnulífs Éyjanna og bæjarráð telur víst að fyrirtækið muni verða svo áfram, þrátt fyrir það reiðarslag sem dunið hefur yfir. Bæjarráð óskar þess að starfsmenn og forsvarsmenn fyrirtækisins megi í sameiningu bera gæfu til þess að byggja fyrirtækið upp að nýju og treystir á samtakamátt og samheldni Eyjamanna allra í því mikla starfi sem gjöfum,“ sagði Unnar og bætti við að sér þætti framtak verkalýðsfélaganna, að gefa fólki kost á að hittast í Alþýðuhúsinu, mjög gott. Veit ekki hvað tekur við Við gripum Hassan, rétt í þann mund sem gangan var að hefjast. Hassan sagðist vera búinn að vinna hjá ísfélaginu í 7 mánuði og líkaði mjög vel. Hann sagðist ekki vita hvað nú tæki við en vonaðist til að geta haldið áfram. Svo var Hassan þotinn af stað í göngu með starfsfélögum sínum, út í morgunskímuna. Það var dimmt yfir þegar um fimmtíu manns af starfsliði Isfélagsins lögðu af stað í morgungöngu sína. En það var að birta og vonandi á einnig eftir að birta til hvað varðar atvinnu þessa fólks og uppbyggingu Isfé- lagsins á nýjan leik. framundan er. Bæjarráð þakkar þeim fjölmörgu aðilum sem unnu að björgunarstörfum þessa örlagaríku nótt, einatt við erfiðar aðstæður, fyrir ötult og óeigingjamt starf.“ Hlýjai* kveðjur frá Húsavík Fyrir fundi bæjarráðs lá bréf frá Verkalýðsfélagi Húsavíkur, dagsett 11. desember, þar sem verkafólki í Vestmannaeyjum eru sendar hlýjar kveðjur með von um að sem fyrst takist að koma atvinnulífi í samt horf eftir bruna ísfélags Vestmannaeyja. Ekki verður gengið að fólki STARFSFÓLK ísfélagsins er í mjög erfíðri stöðu en margir eru tilbúnir að hlaupa undir bagga.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.