Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 28.12.2000, Page 4

Fréttir - Eyjafréttir - 28.12.2000, Page 4
4 Fréttir Fimmtudagur 28. desember 2000 Bókvitið 'askana 9°" Vestmannaeyingar Bækurnar eru vinir mínir Hún mágkona mín notast við fullrót- tæka aðferð til að vekja mann að morgni, en ég þakka samt fyrir áskor- unina. Ég vil byrja á því að taka það fram að ég les mikið, það gerist varla að ég hafi ekki bók á náttborðinu hjá mér. En eftir því sem ég les meira þá verður mér betur ljóst hve lítið ég veit. Minn smekkur er í einfaldri mynd þannig að ég les því sem næst allt. Þetta hef ég gert frá því á unglings- árunum. Ungur las ég bækur, sem pabbi á, um merka menn, t.d. Thomas Alva Edison. Ég las Alistair McLean, Desmond Bagley og var svolítið í þeirri línu, svona í kringum 13-15 ára. Þá fór ég að lesa Sven Hassel eftir áskorun föðursystur minnar, og hef lesið þær bækur oftar en einu sinni og sumar oftar en það. Ég las Góði dátinn Svejk og finnst sorglegt að höfundinum tókst ekki að ljúka þeirri bók, hún var gefin út endalaus. Ég hef alltaf haft mjög gaman af fantasíum, sögum sem innihalda dreka, galdramenn, riddara og baráttu góðs og ills. Því öll þurfum við á töfrum að halda endrum og sinnum. Tólf ára gamall þrælaði ég mér í gegnum kilju, sem var 1077 blaðsíður að lengd, á ensku, er eftir J.R.R. Tolkien og heitir Lord ofthe Rings. Þetta er gríðarlega skemmtilegur sögubálkur sem m.a. The Hobbit er hluti af. í þessum geira bókmennta fann ég höfund sem ég held mikið upp á, hann heitir David Eddings. Bækur hans eru um margt líkar bókum Tolkiens en hjá Eddings er meiri húmor. í seinni tíð hef ég verið að lesa sögurnar um Harry Potter ásamt börnunum mínum, og ekki er alveg á hreinu hvert okkar hefur mest gaman af. Spennusögur les ég ennþá og finnst af enskum höfundum Tom Clancy vera í sérflokki. Islenskar spennusögur voru fyrir nokkrum árum hálfgerður brandari. Það virðist þó vera að rætast úr núna seinni ár og hefur Amaldur Indriðason greinilega góð tök á spenn- unni. Ég las um daginn Dauðarósir eftir hann og bíð spenntur eftir að lesa þá nýjustu, Mýrin. Eitt sinn var ég í vist hjá Jónínu og Unnari á Eskifirði og komst þá í bók sem heitir Ég lifi. Þetta er lífsreynslu- saga manns sem lifði af helför gyðinga. Sagan greip mig fostum tökum. I fram- haldi af því fékk ég mikinn áhuga á heimstyrjöldinni síðari og fór að lesa bækur tengdar því efni. Eyjasögumar hef ég gaman af að kíkja í og sögulegan fróðleik tengdan minni heimabyggð. Ljóðum og vísnagerð hef ég ánægju af og kíki stundum í þannig bækur og rit. Þegar ég fæ áhuga á einhverju þá er eitt af því fyrsta sem ég geri að fara niður á bókasafn og leita mér að efni. Ég skora á alla að kíkja inn á bóka- safnið, þar er alltaf hægt að finna bækur um efni sem fólk hefur áhuga á, eða gott af að lesa. Og núna er auðvelt að fá lánað á milli safna ef bókin er ekki til hér. Þegar ég fékk áhuga á veiðiskap, fyrst lundaveiði, seinna skotveiði og í framhaldi af því veiðihundum, þá var lagst í bækur og rit um það. Ég hef haft mikla ánægju af bók sem heitir Skyttur á veiðislóð og er skrifuð af Eggerti Skúlasyni. Þetta er viðtalsbók við landsfrægar skyttur um veiðar og viðhorf til veiða. Eins og margir kannski vita þá er ég vel kvæntur og ekki minnkaði ánægja mín með konuna eftir að hún fór að vinna á bókasafninu. Hún á það til að grípa með sér hinar og þessar bækur sem hún heldur að ég hafi gaman af. Að mörgu leyti hef ég alltaf litið á bækur sem vini mína. Og eins og gefur að skilja þá verða sumar meiri vinir en aðrar. Margar bækur les ég oft og mörgum sinnum, það er þá eitthvað í þeim sem höfðar svona sterkt til mín. Ein slík er á náttborðinu hjá mér þegar þetta er skrifað. Sagan sú er eftir Jeffrey Archer og heitir Hvorki meira né minna, skemmtileg bók, stútfull af húmor, gott í skammdeginu. Að lokum verð ég að skora á einhvem. Fyrir valinu varð maður sem ég veit að les mikið og tilheyrir starfs- stétt sem ég hef mikil samskipti við í starfinu og mér hefur alltaf leikið forvitni á að vita hvað menn lesa úti á sjó. Hann heitir Guðjón Jónsson og er stýrimaður á Antares, reyndar er hann nýorðinn pabbi í þriðja sinn og rýnir varla í fleira en skítugar bleyjur þessa dagana. Gleðilegt nýtt ár. Skemmtilegt að renna fyrir fisk Fyrir skömmu urðu eigertdaskiptí á glugga- og hurðaverksmiðjunni við Flatír. Hún hét áður Gefjun en hefur nú fengið nafnið Gæskur. Einn eigenda hennar er Eyjamaður vikunnar. Fulltnafn? Valdimar Guðmundsson. Fæðingardagur og ár? 25. júní 1958. Fæðingarstaður? Blönduós. Fjölskylduhagir? í sambúð með Möttu. Menntun og starf? Gagnfræðaskóli og iðn- skóli. Vinn hjá glugga og hurðaverksmiðjunni Gæsk. Laun? Alltoflítil. Bifreið? Volvo 1986. Helstigalli? Það verða aðrirað dæma um. Helsti kostur? Sama hér (þó hlýtur að fylgja því nokkurgæska að vinna hjá fyrirtæki með þessu nafni). Uppáhaldsmatur? fíjúpur. Versti matur? Siginn fiskur. Uppáhaldsdrykkur? Það er margt gott tíl í fljótandi formi. Uppáhaldstónlist? Kántrý. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Að renna fyrirfisk. Hvað erþað leiðinlegasta sem þú gerir?Að ryksuga. Hvað myndirðu gera ef þú ynnir milljón í happdrætti? Ég yrði ekki í neinum vandræðum með að eyða henni. Uppáhaldsstjórnmálamaður? Enginn eftiraðJón Bald- vin hætti. Uppáhaldsíþróttamaður? Vala Flosadóttir. Ertu meðlimur íeinhverjum félagsskap? Nei. Uppáhaldssjónvarpsefni? Ýmsir fræðsluþættir. Uppáhaldsbók? Bankabókin, þá sjaldan að eitthvað er inni á henni. Hvað metur þú mest ífari annarra? Heiðarleika. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Óheiðarleiki. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Æsku- slóðirnar norður í Húnavatnssýslu og svo Vestmannaeyjar. Á þessi rekstur framtíð fyrir sér í Eyjum? Já, tvímælalaust. íhverju hefur verið mest eftirspurn? Tvöföldu gleri, gluggum og hurðum. Eruð þið samkeppnisfærir í verði og gæðum? Já, það tel ég. Eitthvað að lokum? Ég vona að rekstur glugga- og hurðaverksmiðjunnar eigi eftir að dafna á nýju ári. Öllum Vestmannaeyingum vil ég óska árs og friðar og þakka fyrir öll gömlu árin. Þann 14. nóvember eignuðust stúlku Sigrún Ágústsdóttir og Magnús Guðmundsson. Hún vó 13 og Vi mörk og var 52 sm og hefúr fengið nafnið Ásdís Eva. Á myndinni er hún í fangi stóm systur, Ingu Hmndar. Fjölskyldan býr íEnglandi. Leiðrétting. Vegna villu í myndatexta birtum við aftur mynd og upplýsingar um þessa fallegu stúlku. Þann 14. nóvember eignuðust stúlku Kristín Jóna Guðjónsdóttir og Þráinn Óskarsson. Stúlkubamið var 14 merkur og 51 sm. Fjölskyldan býr í Hafnarfirði. Á döfinni— 4* Desember 28. Jólaball í Týsbeimilinu kl. 16 til 18. Allir velkomnir. 28. Bsejarstjórnarlundur í Listaskólanum kl. 18.00. 29. AÓalfundur Jötuns í Alþýiuhúsinu kl. 16.30. 29. Aialfundur Verðandi í Bósum kl. 20.00 30. Jólafundur AA samfakanna ai Heimagötu 24 kl. 15.30. Opinn fundur og allir velunnarar samlakanna velkomnir. 31. Síðasti dagur aldarinnar, loksins. Janúar 1. Morgunskíma nýrror aldar fyrir austan lyjar. 2. Álfastelpur mæta í Týsheimilii kl. 20.00 6. Þreftóndi dogur jóla 6. Grímuball lyverja, en hvar? Það kemur í Ijós. Jólafundur AA Jólafundur AA samtakanna verður haldinn að Heimagötu 24 laugardaginn 30. des. kl. 15.30. Allir velunnarar samtakanna velkomnir

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.