Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 28.12.2000, Qupperneq 15

Fréttir - Eyjafréttir - 28.12.2000, Qupperneq 15
Fimmtudagur 28. desember 2000 Fréttir 15 VIGSLA Stafkirkunnar var meðal jákvæðari atburði á árinu 2000 í Vestmannaeyjum. September Ekki allt dýrast í Eyjum Þótt oft sé kvartað yfír háu vömverði á landsbyggðinni, miðað við Reykja- víkursvæðið, er sú þó ekki alltaf raunin. Athugull listunnandi, á ferða- lagi í Eyjum, veitti því athygli að unnt er að gera hagstæð innkaup í gjafavöru í Vestmannaeyjum. Frá því var sagt í tímaritinu Hús og híbýli að stytta, sem kallast Engillinn og kostar 490 krónur á höfuðborgarsvæðinu, kostaði aðeins 425 krónur hjá Eiríki í Eyjablómum Síma, stiga og múrviðgerðarefni stolið Það eru ólíldegustu hlutir sem fólk getur tekið upp á að taka ófrjálsri hendi. Fyrstu vikuna í spetember vom þrír þjófnaðir kærðir til lögreglu. Stolið var farsíma á Nausthamars- bryggju, álstiga við Smáragötu og fímm pokum af múrviðgerðarefni frá nýbyggingu við Litlagerði. Ekki var talið að þessi þjófnaðarmál tengdust neitt innbyrðis. Heimsviðburður í Eyjum Það þótti mikill hvalreki þegar Utlendingahersveitin svonefnda hélt tónleika í Akógeshúsinu í Eyjum. Þama vom saman kornnir helstu núlifandi snillingar íslendinga í jassleik, þeir Ámi Egijsson, Jón Páll Bjamason, Þórarinn Olafsson, Pétur Östlund og Ámi Scheving. Áheyr- endur urðu ekki fyrir vonbrigðum með frammistöðu þeirra. Aðeins þrír mættu Vikuna4. til 10. september var haldin vika símenntunar á Islandi. Var þessu átaki ekki síst beint til atvinnulausra og ákvað Svæðisvinnumiðlun Suður- lands að hafa opið hús í Vest- mannaeyjum til að kynna hvað í boði væri undir slagorðinu Menntun er skemmtun. Þar fluttu þau erindi, Bertha Johansen, námsráðgjafí við Framhaldsskólann og Davíð Guð- mundsson í Tölvun. Aðeins þrír mættu á þessa kynningu og olli það nokkmm vonbrigðum en í vikunni vom 22 skráðir atvinnulausir í Eyjum. Ekki eins og ætlað var Tvö tilboð bámst í rekstur Heijólfs, frá Herjólfi hf. og Samskipum. Þegar þau vom opnuð hjá Vegagerðinni rak marga í rogastans vegna þess regin- munar sem var á tilboðunum. Tilboð Samskipa reyndist miklu lægra en tilboð Herjólfs hf. og þótti sýnt að því yrði tekið. Ekki hvað síst beindist þó gremja Herjólfsmanna að Vega- gerðinni og ásökuðu þeir hana um að hafa lagt fram óraunhæfa kostn- aðaráætlun. Leikfélagið endurvakið Sökum almenns áhugaleysis fyrir leiklist, bæði hjá bæjarbúum og bæjaryfirvöldum var ákveðið á fyrra ári að hætta starfsemi Leikfélagsins án þess þó að leggja það niður sem slíkt. En nú á haustmánuðum boðuðu nokkrir áhugamenn um leiklist til undirbúningsfundar. Þar mættu um 30 manns og sagði formaður félagsins, Sigurhans Guðmundsson, að stefnt væri að því að setja Galdrakarlinn í Oz á svið undir leikstjóm Andrésar Sigurvinssonar. Ný verslun og saumastofa Þær mæðgur, Anna Sigmarsdóttir frá Löndum og Elva Ragnarsdóttir, dóttir hennar opnuðu verslunina og sauma- stofuna EIv-Ann við Heiðarveg þar sem Verkakvennafélagið Snót var áður til húsa. Þær sögðust ætla að bjóða upp á alhliða saumaskap og fatabreytingar ásamt því sem til sölu yrði hvaðeina til hannyrða. Bylting í kynningu á netinu Eyjavefurinn www.eyjar.com var opnaður en hann er samstarf Vest- mannaeyjabæjar, LandMats, Mann- fræðistofnunar og Rannsóknasetursins auk þess sem fleiri aðilar tengjast honum. Á vefnum er að fínna marg- þætt menningarefni, auk upplýsinga um bæjarkerfíð. Aðaltrompið er þó þrívíddarmynd þar sem hægt er að ferðast um Eyjar, rétt eins og viðkomandi væri á staðnum. Viðurkenningar afhentar Umhverfisnefnd og Rotarýklúbbur Vestmannaeyja gengust fyrir því að veitt voru sérstök umhverfisverðlaun. Úrskurðurinn var sá að fegursti garðurinn þetta árið væri að Hólagötu 41, fegursta fyrirtækið fslandsbanki FBA og fegursta húseignin Helga- fellsbraut 23. Þá fékk Gaujulundur á Nýja hrauninu sérstök heiðurs- verðlaun. Sambýlið 10 ára Sambýlið við Vestmannabraut hélt upp á tíu ára afmæli sitt í september. Fjöldi gesta kom í afmælisveisluna sem var hin veglegasta. Þá barst Sambýlinu ijöldi gjafa og heillaóska á afmælinu. Bæjarlistamaður valinn árlega Bæjarráð ákvað á fundi, að tillögu sjálfstæðismanna, að árlega yrði hér eftir valinn sérstakur bæjarlistamaður Vestmannaeyja, í fyrsta skipti árið 2001. Varmenningarmálanefnd falið að sjá um framgang þessa máls. Fjárbændur vilja eignast spennistöð Fjárbændumir Gísli Óskarsson og Sigurmundur Einarsson óskuðu eftir því við stjóm Bæjarveitna að fá afhent til eignar spennistöðvarhús vestan við Dalabúið. Ekki var þó ætlun þeirra sú að fara út í rafmagnsframkvæmdir heldur sú að nýta húsið fyrir skepnu- hald sitt. Stjóm Bæjarveitna ákvað að hafna þessu erindi þeirra og var húsið rifið skömmu sfðar. Húsnæðisvandinn leystur Grunnskólamir í Vestmannaeyjum hafa verið í sífelldu húsnæðishraki en nú virtist sem lausn væri fundin á þeim vanda Bamaskólans, a.m.k. í bili. Ákveðið var af bæjaryfirvöldum að kaupa tvær lausar kennslustofur og koma þeim fyrir á lóð Kirkjuhóls en það hús var rifið um haustið. Skanssvæðið vígt Síðustu helgina í september var því fagnað að endurbyggingu Landlystar var lokið og Skanssvæðið í heild sinni tilbúið. Þessi framkvæmd þótti hafa tekist fádæma vel og heildarsvipur svæðisins minnti á ævintýraland. Gott lundaball Bjargveiðimenn héldu sína árlegu hátíð, lundaballið. Var þar að vanda skotið bæði föstum skotum og lausum en fór annars fram á hefðbundinn hátt. Þrír aldraðir veiðimenn vom heiðraðir á þessu lundaballi, þeir Einar Ólafs- son, Hávarður Sigurðsson og Sigur- geir Jónasson. Óafsakanleg framkoma Bilun kom upp í ATR-vél Flugfélags Islands skömmu eftir flugtak í Vest- mannaeyjum. Varðaðdrepaáöðrum hreyfli vélarinnar og fljúga henni til Reykjavíkur á einum hreyfli. Skiljanlega varð ekki öllum farþegum um sel við þetta. Einn þeirra, Magnús Kristinsson, sagði að mörgum hefði verið bmgðið og átaldi hann forsvars- menn Flugfélagsins íyrir að bjóða ekki farþegum upp á áfallahjálp þegar komið var til Reykjavíkur, sagði framkomu þeirra óafsakanlega. Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri Flugfélagsins sagði að engin hætta hefði verið á ferðum og félagið ætlaði ekki að búa til áföll tii þess eins að veita áfallahjálp. Október Máttarstólpar kveðja Þann 4. október létust tveir kunnir athafnamenn í Eyjum, þeir Kristinn Páisson frá Þingholti og Sigurður Einarsson, forstjóri ísfélagsins. Þeir vom jarðsettir sama dag og margir sem fylgdu þeim til grafar. Var talið að aldrei hefðu fleiri komið í Landa- kirkju á einum degi. Nýir eigendur að Axel Ó Ein rótgrónasta verslun í Eyjum, Skó- verslun Axels Ó, skipti um eigendur í október. Þau Dadda og Axel, sem rekið hafa fyrirtækið í 42 ár, ákváðu að hætta og seldu skóbúðina fjöiskyidu Magnúsar Steindórssonar og Bergeyjar Eiríksdóttur. Nýir eigendur upplýstu að haldið yrði áfram á svipuðum nótum í rekstrinum. Höfnin fær 113 milljónir Samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2001 var gert ráð fyrir að fjárveiting til Vestmannaeyjahafnar yrði 113 milljónir króna. Aðeinstvær hafnir á landinu fengu hærri úthlutun og vom forsvarsmenn hafnarinnar nokkuð ánægðir með sinn hlut. Vandræði vegna læknaskorts Aðeins hafði tekist að manna þrjár af fjómm læknastöðum við Heilbrigðis- stofnunina og þar sem þeir þrír læknar áttu inni ótekin frí skapaðist vandræðaástand í þeirn málum. Bæði þýddi þetta aukið álag á þá lækna sem vom að starfi og eins gat orðið löng bið hjá þeim sem þurftu á læknishjálp að halda. 11-11 verslun í Eyjum Mikil uppstokkun varð hjá Kaupási sem m.a. rekur verslanir KÁ. Tvær KA-verslanir vom í Eyjum en nú var breytt um nafn á versluninni í Goða- hrauni og hún gerð að 11-11 versiun. Þá var og boðað að verslunin á Tang- anum yrði síðar um haustið svonefnd Nóatúnsverslun. Þær íyrirætlanir fóm þó forgörðum þar sem eigandi hús- næðisins sýndi því áhuga að leigja verslunarkeðjunni Baugi húsnæðið. Án leyfis í 26 ár Þeim brá nokkuð í brún, hjóna- kornunum Magnúsi Sveinssyni og Katrínu Sjöfn Sigurbjömsdóttur, þegar þau komust að því að þau hefðu rekið bensínsöluna og sjoppuna að Kletti í 26 ár án þess að hafa til þess tilskilin leyfi. í bréfi frá sýslumanni var þeim gert að sækja um leyfi fyrir þeirri starfsemi sinni og þar sem þau bæði em einkar löghlýðið fólk brugðust þau við hið snarasta og fengu umrætt leyfi. Nýtt gallerí Gallerí Heimalist, sem rekið hefur verslun að Bámstíg 9 með listmuni og handverk, færði út kvíamar og tók í notkun hinn helming hæðarinnar fyrir málverka- og listsýningar. Fimm listamenn riðu á vaðið þegar opnað var, og sýndu þar verk sín. Framkvæmdir stöðvaðar Þeir Sigmar Georgsson og Grímur Þór Gíslason höfðu fyrr unr haustið hafið framkvæmdir við hið nýja ráðstefnu- hús á vatnstankinum í Löngulág. Töldu þeir sig hafa í höndum öli tilskilin leyfi til að mega byggja hús sitt. Á daginn kom að svo var ekki. Nokkrir íbúar í nágrenninu kærðu til úrskurðamefndar skipulags- og bygg- ingamála og voru framkvæmdir við húsið stöðvaðar m.a. vegna ágalla er snertu heilbrigðismál og bflastæði. Nokkurt þóf var vegna þessa og lágu framkvæmdir niðri um nokkurra vikna skeið en hófust síðan á ný þegar búið var að kippa þessum liðum í lag. Ein fimm hafmeyja I október var sýnd í sjónvarpinu ný íslensk heimildamynd um líf sjómannskvenna í fimm löndum og þremur heimsálfum. Ein þeirra kvenna var Vestmannaeyingurinn Þómnn Rúnarsdóttir. Myndin þótti vel gerð og hlutur Þórunnar hinn ágætasti. Fyrsta sfldin Fyrsta sfld haustsins barst til Eyja þann 19. nóvember þegar Antares kom með 350 tonn. Var hún unnin og fryst í Isfélaginu. Auk þess veiddi Gullberg VE sfld til vinnslu fyrir ísfélagið. Hjá Vinnslustöðinni var einnig unnin sfld og var Sighvatur Bjamason VE við þær veiðar. Útlit var betra á mörkuðum en oft áður, m.a. opnaðist nýr markaður í Egyptalandi fyrir smásfld og var fryst hjá báðum fyrirtækjum fyrir þá aðila. Forræðið ekki lengur í Eyjum I lok október fékkst loks á hreint að Samskip myndu taka við rekstri Herjólfs frá og með næstu áramótum. Það hafði legið í loftinu um nokkurt skeið en stjórn Herjólfs hf. hafði kært málsmeðferð til kærunefndar útboðs- mála. En nú kom á daginn að Vegagerðin hafði þegar samið við ÓLAFUR sparisjóðsstjóri afhenti Runa og Margo viðurkenn- ingarnar.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.