Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 28.12.2000, Side 16

Fréttir - Eyjafréttir - 28.12.2000, Side 16
16 Fréttir Fimmtudagur 28. desember 2000 Samskip um rekstur Herjólfs. Stjóm Herjólfs undi þeim málalokum að vonum illa og vændi t.a.m. sam- gönguráðherra um óheilindi og lygar í þessu máli. Krafist líkamsburða Alls bárust 17 umsóknir um nýtt starf á vegum bæjarins, starf þjónustu- fulltrúa. í því starfi fólst eftirlit með nokkmm húseignum í eigu bæjarins svo og Skanssvæðinu. í auglýs- ingunni var tekið fram að nokkurra líkamlegra burða væri krafist í starfmu. Egill Egilsson, smiður, var valinn úr hópi þessara umsækjenda. Vilja byggja gróðurskála með kaffthúsi Þeir Eiríkur Sæland, kaupmaður í Eyjablómum, og Andrés Sigmunds- son, bakari, sóttu um lóð við Miðstræti. Þar vildu þeir byggja 800 fermetra gróðurskála og kaffihús á einni hæð. Skipulags- og bygginga- nefnd frestaði því að taka afstöðu í málinu. Guðjón með málverkasýningu Guðjón Olafsson, frá Gíslholti, opnaði málverkasýningu í Akógeshúsinu í lok október. Þar sýndi hann olíumálverk, vatnslitamyndir og teikningar. Guð- jón helgaði sýninguna minningu Sigurðar Einarssonar sem orðið hefði fimmtugur 1. nóvember. Mjög góð aðsókn var að sýningu Guðjóns. Kjúklingamir flugu burt á 20 mínútum Mikil örtröð var þegar hin nýja 11-11 verslun var opnuð í Goðahrauninu. Eitt af tilboðum dagsins var kjúklingar á útsöluverði og var biðröð fyrir utan þegar opnað var. Þrjú tonn af hænsn- fuglum flugu út á 20 mínútum, tonn til viðbótar var fengið með Herjólfi og svo eitt tonn til viðbótar daginn eftir en ekkert dugði til, allt kláraðist jafn- óðum og sýnt að kjúklingahungur hefði verið mikið í Eyjum. Októberhátíðir Eyjamenn létu ekki sitt eftir liggja í skemmtanahaldi í október. Mánabar bauð upp á minnstu bjórhátíð í heimi og þótti hún takast hressilega. Þá bauð veitingahúsið Prófasturinn, sem áður hét Fjaran, upp á villibráðarkvöld sem þótti lukkast með ágætum. Stefnt að 5200 íbúum árið 2010 Haldin var ráðstefna sem bar heitið Eyjar 2010, í Týsheimilinu laugar- daginn 28. október. Þar voru flutt framsöguerindi sem tengdust framtíð byggðarlagsins og skipað var í umræðuhópa. Bæjarbúar sýndu þessari ráðstefnu mikinn áhuga auk þess sem fjöldi manns kom ofan af landi gagngert til að taka þátt í henni. Meðal þess sem kom fram á ráðstefnunni var að stefna bæri að því að íbúar í Vestmannaeyjum yrðu orðnir 5200 árið 2010. Samruni úr sögunni í lok október varð ljóst að ekkert yrði úr fyrirhuguðum samruna ísfélags og Vinnslustöðvar. Isfélagsmenn urðu fyrir nokkrum vonbrigðum með þessa niðurstöðu og raunar einhverjir Vinnslustöðvarmanna. Fram kom að heimamenn í hópi Vinnslustöðv- armanna hefðu lagst gegn sameiningu fyrirtækjanna. Rændu eigin fé Garðyrkjustjóri bæjarins og þrír starfsmenn bæjarins handsömuðu í lok október tvö ómörkuð lörnb sem gert höfðu sig heimakomin í garði við Dverghamar en lausaganga fjár er ekki heimil í Vestmannaeyjum. Var lömbunum komið til geymslu uppi í Dalabúi og þess beðið að eigandi þeirra leysti þau úr haldi. En eigandinn brást skjótt við og náði í sín lömb strax daginn eftir, án þess þó að bjóðast til að greiða fyrir smölun og gistingu þeirra og lét ljót orð falla um garðyrkjustjórann í bréfi sem hann birti síðan í Fréttum. Hæstu laun á landinu? Samkvæmt upplýsingum blaðsins Frjálsrar verslunar greiddi útgerð Freyju RE hæstu meðallaun í sjávarútvegi á árinu 1999, eða tæpar sjö milljónir króna. Útgerðarmaður Ofeigs VE sagði hins vegar að meðallaun til skipverja á Ofeigi hefðu numið 7,3 milljónum á því ári þótt hvergi væri þess getið hjá Frjálsri meira á árinu í framhaldsskólum vegna þessa verkfalls. Tónsmíðafélagið með skemmtun Tónsmíðafélag Vestmannaeyja, með Osvald Frey Guðjónsson í broddi fylkingar, hafði komið fram við ýmis tlefni en nú var blásið til sjálfstæðrar tónlistarskemmtunar. Var hún haldin í Vélasal Listaskólans og þótti takast með miklum ágætum. Jólum þjófstartað Nokkrir aðilar í Eyjum, aðallega í kaupsýslugeiranum, undir forystu Helgu Dísar Gísladóttur, efndu til uppákomu sem nefnd var „Rómantísk jól“ í Alþýðuhúsinu, fyrstu helgina í nóvember. Þar var sýning á ýmsum þeim vamingi sem tengist jólum og jólahaldi og þótti þessi uppákoma takast prýðilega. að fyrirtækið Bergur-Huginn í Eyjum var talið skara fram úr á þessu sviði. Tölvun á nýjan stað Fyrirtækið Tölvun flutti sig um set og færði höfuðstöðvar sínar suður fyrir Strandveginn í húsnæði sem löngum hefur verið kennt við Neista. Sögðu forsvarsmenn að mikið rýmkaðist um starfsemina við þetta. Ölvaður og réttindalaus á stolnum bíl Á miðvikudagskvöldi um miðjan nóvember var lögreglu tilkynnt um bifreið sem lent hefði utan vegar á nýja hrauninu. Þegar nánar var að gáð kom í ljós að bifreiðin hafði verið tekin ófijálsri hendi, ökumaður hennar var ölvaður og að auki réttindalaus. Hann slapp með skrámur en bifreiðin var ekki betri eftir þetta kolólöglega ferðalag. MIKILL uppgangur hefur verið í tónlist undanfarið og er Tónsmíðafélagið einn sprotinn sem skotið hefur rótum undanfarið. verslun. Nokkrir skipverja skrifuðu bréf í Fréttir þar sem þeir sögðu laun sín hafa verið miklum mun lægri en þessar tölur gæfu til kynna. Áhugi fyrir loftpúðaskipi Að minnsta kosti tveir hópar áhuga- manna um rekstur loftpúðaskipa könnuðu hvort grundvöllur væri fyrir rekstur slíks skips á leiðinni milli lands og Eyja. Jóhann Jónsson, frá Laufási, var í öðrum hópnum og sagði hann að þessi möguleiki hefði verið til skoðunar í nokkrar vikur. Fyrir hinum hópnum fór Þröstur Johnsen og fór hann m.a. til Filippseyja til að kanna kaup á slíkum farkosti þar. Nóvember Tugmilljónatap? Fram kom að lán, sem bæjarsjóður hafði tekið, upp á 12 milljónir bandaríkjadala, hefði hlaðið utan á sig miklum kostnaði vegna óhagstæðrar gengisþróunar. Var talið að upphæð skuldarinnar hefði hækkað á einu ári um rúmar 75 milljónir af þeim sökum. Kaupþing annaðist samningsgerð og ráðgjöf vegna þessa samnings og vildu fulltrúar minnihluta bæjar- stjómar ætla að lítil forsjá hefði verið í þeirri ráðgjöf. Verkfall kennara í Framhaldsskólanum Þann 7. nóvember hófst verkfall framhaldsskólakennara. Þar með lamaðist starfsemi allra framhalds- skóla í landinu, þ.á.m. í Vest- mannaeyjum. Ottuðust margir að um langt verkfall yrði að ræða, þar sem mikið bar í milli hjá deiluaðilum. Reyndin varð og sú að ekki var kennt Þjóðemissinnar í Eyjum? Mörgum brá í brún þegar lesa mátti í Fréttum að Félag íslenskra þjóðemis- sinna væri að stofna félagsdeild í Vestmannaeyjum. Markmið þessa félags hefur fram til þessa helst verið það að stunda herferðir gegn þeim fyrirtækjum sem ráðið hafa nýbúa til starfa, og þá helst fólk af lituðum kynþáttum. Að sögn formanns fél- agsins var forsvarsmaður félagsins í Eyjum staddur á sjó og myndi hann taka til óspilltra mála þegar hann kæmi í land. Líkast til er sá ágæti maður á frystitogara eða öðm skipi með ámóta útivistir því að ekkert hefur til þessa félags heyrst um nokkurra vikna skeið. Dæmdur í sjö mánaða fangelsi I desember á síðasta ári réðst maður nokkur á stjúpföður sinn og veitti honum lífshættulega áverka með hníft. Nú var kveðinn upp dómur í Héraðs- dómi Suðurlands í þessu máli og var árásarmaðurinn dæmdur í sjö mánaða fangelsi fyrir þennan verknað. Logi Jes hlutskarpastur í tilefni af 20 ára afmæli Héraðs- skjalasafns Vestmannaeyja var efnt til hugmyndasamkeppni um merki fyrir safnið. Alls sendu fimm aðilar inn 28 tillögur og varð Eyjamaðurinn Logi Jes Kristjánsson þeirra hlutskarpastur. Bergur-Huginn hlaut verðlaun Stjóm Landssambands íslenskra út- vegsmanna ákvað að efna til umhverfisverðlauna meðal fyrirtækja í sjávarútvegi og var þetta í annað sinn sem slíkt er gert. Niðurstaðan varð sú Þjóðhátíðarborðið endanlega afgreitt Fyrir tveimur árum upphófust hinar sérkennilegustu deilur vegna meintra spjalla á fomleifum í Herjólfsdal. Þá lét þjóðhátíðamefnd ljarlægja hlaðið borð sem sumir töldu merkar fom- minjar en aðrir sem drógu menn- ingarsögulegt gildi þess í efa. Var þetta borðshvarf kært til yfirvalda og skýrslur teknar af meintum ódæðis- mönnum. I nóvember var þetta mál svo loks til lykta leitt þegar ríkissaksóknari tilkynnti að ekki yrði krafist aðgerða í málinu. Auglýst eftir áhöfn I kjölfar þess að Samskip skyldu taka við rekstri Hetjólfs um næstu áramót, var allri áhöfn Herjólfs sagt upp störfum. I nóvember auglýstu svo Samskip eftir fólki til starfa um borð í Heijólfi sem og í landi. Þótti mörgum sem starfslýsingar væm nánast „klæðskerasniðnar“ fyrir núverandi áhöfn. Nær allir skipveijar á Heijólfi munu hafa sótt um þessi störf á nýjan leik. Lúðrasveitin með árlega tónleika Lúðrasveit Vestmannaeyja kemur fram við hin ýmsu tilefni í Vest- mannaeyjum en er einnig með eina fasta tónleika á dagskrá á ári hverju. Það em Styrktarfélagatónleikar sveit- arinnar sem eru haldnir í lok nóvember. Svo var og að þessu sinni, vom hljómleikamir vel sóttir og þóttu takast vel. Flugsamgöngum hætt? Nokkur skjálfti gerði vart við sig í Eyjum þegar forstjóri Flugleiða upplýsti í sjónvarpi að jafnvel stæði til að hætta áætlunarflugi til Vestmanna- eyja þar sem sú flugleið væri ekki hagkvæm j rekstri. Forsvarsmenn Flugfélags Islands töldu orð Sigurðar hafa verið slitin úr samhengi og ekki væri á dagskrá að hætta flugi til Eyja. Hækkun um 29% á þremur mánuðum Enn varð hækkun á flugfargjaldi í innanlandsflugi. Á fimm mánaða tímabili höfðu fargjöldin hækkað um 29%, úr 10.330 kr. í 13.330 á flug- leiðinni frá Reykjavík til Vest- mannaeyja. Helsta ástæða þessarar miklu hækkunar var sögð vera síhækkandi eldsneytisverð. Dýr bæklingur Yfirlætislítill bæklingur, sem Byggða- safnið lét gera um söguminjasvæðið á Skansinum, vakti nokkra athygli, þ.e.a.s. ekki efni hans eða innihald, heldur það verð sem greitt var fyrir hönnun hans og prentun. Hvort tveggja var unnið í Reykjavík og var kostnaður við hönnun 290 þúsund kr. og prentkostnaður 85 þúsund kr. Var talið að kostnaður við gerð bækl- ingsins í Eyjum hefði numið innan við 100 þúsund krónum og spunnust nokkur blaðaskrif af þessu máli. í framhaldi af því beindi bæjarráð því til stofnana á vegum bæjarins að leita tilboða innanbæjar í slík verkefni. Verslunarferðir til Eyja Nokkrir aðilar sem tengjast verslun og þjónustu í Vestmannaeyjum ákváðu að bjóða upp á sérstakar versl- unarferðir ofan af landi til Eyja. M.a. kom fram í máli þeirra að í Eyjum væri að finna 40 sérverslanir og þótti þeim tími til kominn að landsmenn fengju að kynnast þeim meira en verið hefur. Boðið var upp á einkar hag- stæðan pakka með fargjaldi, gistingu, mat og ýmissi skemmtun þeim til handa sem vildu versla í streitulitlu umhverfi og skemmta sér um leið. Áhöfninni á Álsey VE sagt upp Isfélag Vestmannaeyja, sem á og gerir út togskipið Álsey VE, sendi öllum skipveijum uppsagnarbréf þar sem tilkynnt var að skipinu yrði lagt fram til vors. Ástæðan var kvótastaða ísfé- lagsins í bolfiski. Forsvarsmenn Isfélagsins sögðu að reynt yrði að gefa skipverjum kost á plássum á öðrum skipum félagsins. Farandsalar á ferð Kaupmenn í Eyjum vom lítt hrifnir af því þegar farandsalar úr Reykjavík tóku að skjótast til Eyja yfir helgar með markaðssölu. Fengu þeir m.a. inni í Alþýðuhúsinu og í húsi hvíta- sunnumanna með þessa markaði sína. Bentu kaupmenn á misræmi í því að hvítasunnumenn greiddu ekki fast- eignaskatt af húsi sínu þar sem ekki færi þar fram ágóðatengd starfsemi, og svo að þar skyldi sett upp verslun. Hvítasunnumenn sögðust greiða fasteignagjöld af húseign sinni, sem er hárrétt, en fasteignaskatt greiða þeir ekki og nemur niðurfelling þess skatts tugum ef ekki hundruðum þúsunda á ári. Tarotbók Vestmannaeyingar eiga ekki marga höfunda í jólabókaflóðinu. Þó er nokkuð sérstæð útgáfa í Eyjum. Matt- hildur Sveinsdóttir gefur út bók sem nefnist Tarotbókin mín og er sérstök að því leyti að engin tvö eintök bókarinnar em eins, heldur stfluð eftir þeim sem verður eigandi hennar auk þess sem nafn hans er skráð á hana. Eyjablikk í nýtt húsnæði Fyrirtækið Eyjablikk, sem stofnað var

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.