Fréttir - Eyjafréttir - 23.08.2001, Page 12
12
Fréttir
Fimmtudagur 23. ágúst 2001
Treysti mér til að búa í Eyjum
-þrátt fyrir eldvirkni því ég vil miklu frekar búa á svona fallegum stað þar sem
einhver hætta er en litlausum stað sem engin hætta er, segir Simone Fischer sem
vinnur að rannsóknum á eldfjöllum í byggð og afleiðingum af jarðskjálftum
Enn er Heimaeyjargosið
vettvangur vísinda-
manna og mætti halda
að nú tuttugu og átta
árum eftir gosið væri
búið að þaulkanna allar
mögulegar og
ómögulegar hliðar á
atburðinum en það er
öðru nær.
Brekkusöngurinn heillaði
Simone Fischer er tuttugu og sex ára
jarðfræðinemi frá Sviss sem stödd er í
Vestmannaeyjum til að vinna að
lokaritgerð sinni sem ijallar um eldgos
í byggð. hversu mikil hætta er á að
gjósi hér aftur og áhrif þess á fólkið að
búa á virku gossvæði. Simone kom til
Eyja tveimur dögum fyrir þjóðhátíð en
ákvað að fara ekki í Dalinn.
„Nei, ég er stödd hérna ein og
þekkti engan og eins var mér sagt
hvað kostaði inn, það var rosalega
dýrt. En ég var stödd nánast við
Dalinn með tjaldið mitt og sá því bæði
brennuna og flugeldasýninguna, sem
var stórglæsilegt."
Það sem heillaði Simone mest var
brekkusöngur Arna Johnsen. „Söng-
urinn var frábær og einstakt að heyra
svo marga syngja í kór.“
Fyrir rúmum fjórum árum þegar
Simone var að byrja sitt nám þurfti
hún að ákveða hvað hennar lokaril-
gerð ætti að fjalla um, hún fékk í
hendur lista með hinum ýmsu
rannsóknarverkel'num og eftir að hafa
lesið niður listann kom hún að
verkefni á Islandi og sló til. „Eg hafði
séð myndir frá landinu og heillaðist af
þvf. Ég kem sjálf frá litlu fjallaþorpi
sem heitir Venthone og þar búa rétt
rúmlega þúsund manns."
Venthone er í suðurhluta frönsku-
mælandi hluta Sviss. „Mér finnst
landslagið alls ekki ósvipað því sem
ég þekki að heiman þó með einni
undantekningu, við höfum tré.“
Það var Ijóst þegar líða tók á námið
að Simone þurlti að fara til Islands til
að vinna að lokaritgerðinni og tveggja
mánaða ferð var undirbúin, Simone
lagði svo af stað til íslands með
Norrænu sjöunda júlí og kom til
Seyðisfjarðar þann tíunda.
„Ég var svo heppin að fá lánaðan
bíl hjá foreldmm mínum og auðveldar
það mér mikið en ég verð að viður-
kenna að á leiðinni hingað með
skipinu fór ég að efast um að ég væri
að gera rétt í því að fara hingað ein í
tvo mánuði en um leið og ég keyrði
frá borði á Seyðisfirði hvarf allur vafi
úr huga mér, ég gjörsamlega féll fyrir
landinu."
Byrjaði í ferðamannaleik
Hún eyddi fyrstu tíu dögunum í að
ferðast eins og ferðamaður, tók dags-
ferð til Gullfoss og Geysis, skoðaði
Þingvelli og kom svo til Vestmanna-
eyja og eyddi fyrstu vikunni hér í
ferðamannaleik. „Ég vildi kynnast
túrismanum fyrst áður en ég færi að
setja mig í einhverjar stellingar, tók
því rútuferðina um eyjuna, bátsferðina
kringum eyjuna og skoðaði lundann."
Simone segir þó að hún hafi verið
orðin leið á sífelldum spurningum frá
ferðamönnum um hvort hún hafí séð
lunda eða Keikó, „það virtist ekkert
annað komast að en nákvæmlega það
Simone finnst miður hvernig ferðamenn taka á Vestmannaeyjum.
Fólkið sem gisti á tjaldstæðunum hélt að það væri búið að sjá allt
sem vert er að sjá í Vestmannaeyjum eftir rúmlega klukkutíma
rútuferð, því fer svo fjarri, segir hún.
SIMONE við rannsóknastörf.
sem matreitt er ofan í fólkið og því var
ég spurð nokkrum sinnum á dag hvort
ég hafi séð Keikó."
Simone finnst miður hvemig ferða-
menn taka á Vestmannaeyjum.
„Fólkið sem gisti á tjaldstæðunum hélt
að það væri búið að sjá allt sem vert er
að sjá í Vestmannaeyjum eftir rúm-
lega klukkutíma rútuferð, því fer svo
fjarri.“
Rannsóknin
Rannsókn Simone fjallar að mestu
leyti um þær jarðhræringar sem urðu
hér 1973 og hvemig við höfum unnið
úr gosinu og hvemig við nýtum t.d.
hitann úr hrauninu.
„Það er aðdáunarvert hvemig þið
hafið lært af gosinu og nýtt ykkur það
til betri byggðar."
Eins er mannlegi þátturinn mikil-
vægur hluti af ritgerðinni og til þess
þarf hún að ræða við fólk sem upplifði
gosið. „Ég hef mikinn áhuga á að
ræða við fólk sem var hér í gosinu og
sneri aftur, til að fá þeirra viðhorf
gagnvart því að búa hér eftir að hafa
upplifað gosið.“
Fyrir rúmum fjórum árum
þurfti hún að ákveða hvað
hennar lokaritgerð ætti að
fjalla um, hún fékk í hendur
lista með hinurn ýmsu
rannsóknarverkefnum og
eftir að hafa lesið niður
listann kom hún að verkefni
a íslandi og sló til.
Stemmningin í bænum er ekki
ósvipað því sem Simone þekkir frá
heimabæ sínum.
„Hér býr vinsamlegt fólk sem segir
skemmtilega frá og ég býst við að
kúltúrinn sé svipaður hér og ég þekki
að heiman, lítill bær þar sem allir vita
hver er hvað og rúmlega það,“ segir
Simone og brosir.
Simone segir að hér hafi allir reynst
sér afskaplega vel, allir væru tilbúnir
að aðstoða hana eftir fremsta megni
og það hafi auðveldað henni vinnuna.
„Ég var í tjaldi þar til á föstudag en
þá var mér boðið að gista í skáta-
heimilinu og því gat ég lagt tjaldinu í
bili a.m.k. Eins hef ég fengið aðstöðu
í Háskólanum hér til að vinna. Ég fór
þangað til að ræða við fólkið og var
strax tekið opnum örmum og boðið
skrifborð til afnota meðan á dvöl
minni stendur."
Þegar hún er spurð af því hversu
mikla hættu hún telji á að gjósi aftur
segir hún best að fara varlega í allar
svoleiðis spár.
„En það er alveg ljóst að þið búið á
virku svæði og því eru alltaf tölu-
verðar líkur á að það gjósi aftur. en
það þarf ekki að vera að það verði á
Heimaey, alveg eins langt úti á sjó hér
í kring. Þó er alveg ljóst að Eyjamenn
munu ekki lenda aftur í sömu aðstöðu
og 1973, enda segja þeir vísindamenn
sem ég hef rætt við hér að þeir geti
sagt til með allt að viku fyrirvara ef
eitthvað er að fara að gerast.“
Simone segist hiklaust treysta sér
til að búa hér þrátt fyrir það.
„Ég vil miklu frekar búa á svona
fallegum stað þar sem einhver hætta er
en litlausum stað sem engin hætta er.“
SÞ.
Laxeldið
fer ekki af
stað fyrr
en næsta
vor
Nú er orðið Ijóst að ekkert
verður af fyrirhuguðu laxeldi í
Klettsvík fyrr en næsta vor.
Astæðan er, að sögn Erlendar
Bogasonar, utanaðkomandi
tafir, þ.á.m. Ijósleiðari Línu.Net
sem þarf að færa til.
„Þeir menn sem vinna við þetta
eru fastir við einhvem rafstreng í
Reykjavík sem er slitinn og
komast því ekki út í Eyjar tyrr en f
næstu eða þamæstu viku og því
ljóst að ekkert verður af laxeldinu
fyrr en í vor.“ sagði Erlendur og
bætti við að fleira hefði komið til
sem hafi tafið verkið og nú væri
hreinlega orðið of seint íyrir þá að
setja niður laxinn. „Ef það á að
standa rétt að þessu þarf að vera
búið að setja niður í í mars eða
apríl og slátra í nóvember eða
desember, og það segir sig sjálft
að nú emm við orðnir allt of
seinir.“ Þó svo að ekki verði sett
niður fyrr en í vor er nóg að gera
fyrir Erlend og hans menn við
frekari undirbúning, „nú verður
farið í það að undirbúa verkið
frekar, farið verður í
umhverfisrannsóknir og festingar
settar niður þannig að allt verði
klárt í vor.“ Það er því ljóst að
ekki verður þrengt að
háhymingnum Keikó í vetur og
ætti að fara vel um hann í
Klettsvík þar sem hann mun að
öllum líkindum hafa vetrardvöl.
Hvernig
er háttað
aðgengi
fatlaðra?
Svohljóðandi fyrirspurn barst
frá Ragnari Oskarssyni á
síðasta fundi bæjarráðs:
„Hinn 29. ágúst 2000 sam-
þykkti bæjarráð að vísa
eftirfarandi tillögu til tækni-
deildar: „Bæjarráð samþykkir að
gera ráðstafanir til þess að laga
aðkomu fyrir hjólastóla,
bamavagna og ketrur við helstu
mót gangstétta og gatna bæjarins.
Bæjarráð leggur áherslu á að
verkinu verði flýtt svo sem frekast
er kostur.“
Hver er staða þessa máls nú?
Bæjarráð vísar fyrirspuminni til
tæknideildar.
Ragnar Óskarsson hélt áfram:
„Ég óska hér með eftir skriflegri
greinargerð um stöðu biðlista á
leikskólum bæjarins. Jafnframt
óska ég eftir upplýsingum um
úrræði vegna biðlista.“
Bæjarráð samþykkti að fela
skólamálafulltrúa í samráði við
leikskólafulltrúa. að afla umbeð-
inna gagna.“