Fréttir - Eyjafréttir - 23.08.2001, Side 16
ANTARES var lítið skemmdur en mestar urðu skemmdirnar á Naust-
hamarsbryggju sem verið er að endurbyggja.
Siglt á skip og bryggju
Það óhapp varð á Nausthamarsbryggju sl. föstudag að loðnuskipið Antares VE sigldi á
Sigurð VE og bryggjuna. Antares var að leggjast að þegar óhappið varð, sigldi fyrst aftan
á Sigurð VE og þaðan á bryggjukantinn.
Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir við Nausthamarsbryggju undanfarna mánuði og nýbúið var
að steypa bryggjukantinn sem Antares lenti á. Að sögn Olafs Kristinssonar hafnarstjóra eru
skemmdirnar töluverðar. „Það eru tvær plötur verulega skemmdar og eins er bitinn skemmdur."
Ólafur segir það feiknamál að gera hlutina eins og nýja og það kosti sitt og aðspurður um hvort
kostnaðurinn hlaupi á milljónum sagði Ólafur. „Ég treysti mér ekki til að meta það, en þó veit ég
að það er fljótt að komast upp í milljónina." Friðrik Már Sigurðsson útgerðarstjóri loðnuskipa hjá
ísfélaginu segir að skemmdir á skipunum séu minni háttar. „Mestu skemmdirnar eru á bryggj-
unni, skipin eru minna skemmd." sagði Friðrik Már.
Rútuferðir - Bus TOURS
Móttaka ferðamanna, skóla- og íþróttahópa
ÓDÝRASTIKOSTURINN í EYJUM
0)4811909/896 6810 • Fax 481 1927
Vilhjálmur Bergsteinsson
ir 481-2943
n 897-1178
Uppstokkun
hjá
Ljóst er að fyrir dyrum stendur
uppstokkun hjú Utgerðarfélagi
Vestmannaeyja.
Þetta var ákveðið á stjórnarfundi á
þriðjudaginn og sagði Sigurmundur
Einarsson, framkvæmdastjóri, þetta
eðlilegt nú þegar nýtt kvótaár fer í
hönd.
Fréttir höfðu samband við Gunnar
úv
Karl Guðmundsson stjórnarfor-
mann UV, framkvæmdastjóra fjár-
mála hjá Skeljungi, sem er meða!
hluthafa í ÚV. Gunnar Karl sagði að
enn væri of snemmt að upplýsa
hugmyndir stjórnarinnar en fréttir
af þeim væru væntanlegar á næst-
unni.
100 m á sex vikum
Nokkur skip frá Vestmanna-
eyjum eru nú stödd á kol-
munnaveiðum og gengur veiðin
sæmilega.
Eitt skip var að veiðum frá
Vinnslustöðinni, Sighvatur Bjarna-
son VE sem landaði 960 tonnum á
föstudag og var kominn með 450
tonn í gær. Antares landaði 564
tonnum á mánudag og samkvæmt
upplýsingum frá Isfélaginu er lítið
að frétta af miðunum eins og er,
bræla og lítil veiði.
Bestur gangur hefur Ifklega verið á
Huginn VE, en síðan skipið kom til
landsins í byrjun júní hafa komið
12400 tonn að landi og er afla-
verðmæti þess tæpar 100 milljónir.
I gær var Huginn VE staddur á kol-
munnamiðum og var kominn með
um 600 tonn.
Nauðsynlegt að ná samkomu-
lagi um rannsóknargögn
Fyrir síðasta fundi bæjarráðs lá
afrit af bréfi þjóðminjavarðar til
Margrétar Hermanns Auðar-
dóttur um að Þjóðminjasafn
Islands taki við gripum og rann-
sóknargögnum frá Herjólfsdal.
Bæjarráð bendir á nauðsyn þess að
Þjóðminjasafn Islands taki um-
rædda gripi og gögn til varðveislu í
samræmi við samkomulag bæjar-
yfirvalda og Þjóðminjasafns þar
um.
Svohljóðandi bókun barst frá
Ragnari Oskarssyni: „Eg tel
nauðsynlegt að Þjóðminjasafn Is-
lands og Margrét Hermanns Auðar-
dóttir komist að samkomulagi um
lausn málsins.“
Harpic l/l/.C. hreinsir, 2 stk.
198 kí. • áiur 398-
Hunt's tnmatsósa, 391 gr.
99kr.-áður124-
B.K.I. kaffi, 500 gr.
319 kr. - áður 308-
Kelloggs, 500 gr.
249 kr. - áður 298-
lllóa rúsínur, 300 gr.
218 kl.-áður 259-
l944Lasagne 328 kí. - áður409-
1944 Kjötbollur 248 kf. - áður309-
Hraunbitar
198 kr. • áður 258-
Choco cookies, 225 gr.
188 kr. - áður227-
Wikutílhoð
. - 29. ágúsi