Vestfirðir - 06.11.2014, Blaðsíða 10

Vestfirðir - 06.11.2014, Blaðsíða 10
10 6. Nóvember 2014 Auglýsingasíminn er 578 1190 Netfang: auglysingar@fotspor.is. Búnaður fyrir orkuflutning og orkusparnað Dexta orkutæknilausnir ehf. Fjölnisgötu 6A, 603 Akureyri | Símar: 461 5710 og 894 4721 | www.dexta.is | gauti@dexta.is » Varmaskiptar - Ýmsar gerðir á lager » Varmadælur og kælisamstæður » Iðnaðarviftur og -blásarar » Loftræstisamstæður » Tæknirýmis- og tölvukælar » Vökvakælar » Hitabúnt » Hitablásarar » Loftskiljur og afloftarar » Dælur » Hraðabreytar » og margt fleira... Hélt tónleika í Jónshúsi á eigin kostnað Söngvarinn og Bílddælingurinn Jón Kr. Ólafsson hélt 27. sept-ember sl. tónleika í Jónshúsi í Kaupmannahöfn til þess að minnast söngvarans ástsæla Hauks Morthens. Tilefnið var að í ár eru liðin 90 ár frá fæðingu Hauks, en hann var einnig þekktur söngvari í Kaupmannahöfn og starfaði þar reglulega um lengri eða skemmri tíma. Tónleikarnir voru haldnir að frum- kvæði Jóns en, en ásamt honum koma fram söngvararnir Þór Breið- fjörð og Anna Sigríður Helgadóttir, píanóleikarinn Birgir J. Birgisson og fiðluleikarinn Hjörleifur Valsson auk Pétus Valgarð Péturssonar gítarleikara. Bjarki Sveinbjörnsson, forstöðumaður Tónlistarsafns Íslands segir að Jóni sé annt um samtímamenn sína á tónlist- arsviðinu og að hann hafi lagt sig sér- staklega fram um að heiðra minningu þeirra. Jón hafi skrifað um þá greinar, sungið lögin þeirra og jafnvel hugsað um leiði þeirra í kirkjugörðum. Jón Kr. Ólafsson greiddi allan kostnað við ferðina og tónleikana úr eigin vasa og nam kostnaðurinn um hálfri milljón króna. Jón sagðist í samtali við blaðið Vestfirði hafa sótt um styrki frá nokkrum aðilum til þess að standa straum af ferðinni en aðeins eitt fyrirtæki, Lýsi hf hafi veitt honum styrk, sem var 50.000 kr. Engu að síður kvaðst Jón Kr. vera ánægður með ferðina og sagði að tónleikarnir hefðu heppnast vel. Hann hefði með framtaki sínu lagt sinn skerf til þess að heiðra minningu Hauks Morthens. Jón vildi koma á framfæri þakklæti til Jóns Runólfssonar forstöðumanns Jónshúss í Kaupmannahöfn og alls listafólksins sem tók þátt í þessum einstæða list- viðburði. Frá vinstri: Anna Sigríður Helgadóttir, Þór breiðfjörð, Pétur valgarð Pétursson, Jósep blöndal, læknir, björn Ingmar blöndal, birgir J. birgisson. Pétur valgarð píanóleikari og Jón Kr. ólafsson. Jón Kr. Og bassaleikarinn björn Ingimar blöndal. Tónlistarmennirnir í góðri sveiflu. við styttu Arnfirðingsins Jóns Sigurðssonar. Frá vinstri: Pétur valgarður Pétursson, birgir Ingimar blöndal, Jón Kr. ólafsson, Þór breiðfjörð, Anna Sigríður Helgadóttir.

x

Vestfirðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirðir
https://timarit.is/publication/1082

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.