Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 07.02.2002, Page 2

Fréttir - Eyjafréttir - 07.02.2002, Page 2
2 Fréttir Fimmtudagur 7. febrúar 2002 Fjórir árekstrar Fjögur umferðaróhöpp urðu í vik- unni, engin slys urðu á fólki en nokkrar skemmdir urðu á öku- tækjum. Þann 3. febrúar varð árekstur á Hvítingavegi þegíir bifreið sem ekið var úl úr innkeyrslu var ekið í veg fyrir bifreið sem ekið var austur Hvítingaveg. Þann sama dag missti ökumaður stjórn á bifreið sinni á gatnamótum Foldahrauns og Goða- hrauns með þeim afleiðingum að bifreiðin lenti utan vega og á umferðarskilti. Þann 5. febrúar voru tvö um- lerðaróhöpp tilkynnt lögreglu. Það l'yrra varð á Vesturvegi þar sem bifreið var bakkað úr bifreiðastæði og lenti á bifreið sem ekið var framhjá í sama mund. Seinna óhappið varð á Friðarhafnarbryggju þar sem ökumaður missti stjórn á bifreiðinni vegna hálku með þeim afleiðingum að bifreiðin lenti á Ijósamastri. Skemmdarverk Aðfaranótt 2. febrúar var tilkynnt um mann sem olli skemmdum á innanstokksmunum í húsi hér í bæ. Þegar lögregla kom á staðinn var maðurinn orðin rólegur en þegar hann var að t'ara braut hann rúðu. Vtir hann í framhaldi af því færður í fangageymslu |wr sem hann fékk að sofa úr sér vímuna en hann var nokkuð ölvaður. Aðfaranótt 3. febrúar voru unnar skemmdir á salerni á Prófastinum og einnig var rúða brotin á Lundanum. Vitað er hverjir þarna voru að verki. Þjófnaðir Alls voru 197 færslur í dagbók lögreglu í sl. viku sem er nánast sami fjöldi og í vikunni á undan. Tveir þjófnaðir voru tilkynntir til lögreglu í vikunni og átti annar sér stað í verslun 11-11 Goðahrauni þar sem tveir ungir dregnir voru staðnir að búðarhnupli. Hinn átti sér stað á Vesturvegi þar sem ruslatunnu var stolið og henni komið fyrir á palli flutningabifreiðar í grenndinni. Tuttugu og ein kæra Tuttugu og ein kæra liggur fyrir vegna brota á umferðarlögum eftir vikuna. Fjórir voru kærðir vegna ólöglegrar lagningar, þrír vegna hraðaksturs, Ijórir vegna vanrækslu á að l'æra ökutæki til skoðunar, tveir sem ekki höfðu öryggisbelti spennt við akstur, einn vegna lélegs ljósabúnaðar og sjö sem ekki höfðu greitt lögboðnar tryggingar. Fræðslufundur Laugardaginn 9. febrúar heldur Skógræktarfélag Vestmannaeyja fræðslufund um skipulag og hönnun garða. Fundurinn hefst kl. 16.00 í Höllinni og eru allir vel- komnir. Fyrirlesari er Áslaug Trausta- dóttir landslagsarkitekt. Að loknum fyrirlestri gefst fund- armönnum tækifæri á að ræða og fá leiðbeiningar um eigin garða. Nánari upplýsingar veidr Kristján Bjamason ísíma481 1060. Gunnar Gunnarsson var eftirlitsmaður og í mótsstjórn ó EM: Dómaramistökin urðu okkur dýrkeypt -segir hann og telur að þau hafi jafnvel kostað okkur verðlaunasæti GUNNAR er mjög ánægður með frammistöðu liðsins og segir að við höfum ekki átt svona léttleikandi landslið í mörg ár. Gunnar Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Sjúkrahússins, hefur í mörg ár verið viðloðandi íslenskan handbolta en síðan 1991 hefur hann verið varaforseti Dómarasambands Evrópska handknattleiks-sam- bandsins, EHF, sem stofnað var það ár. Hann var eftirlitsmaður á Evrópumótinu í Svíþjóð og fylgdist með góðu gengi íslenska landsliðsins á mótinu. Reyndar úr tjarlægð í riðlakeppninni en sá leikina gegn Svíþjóð og Danmörku. Hann segir að íslenska liðið hafi vakið mikla athygli fyrir léttleika og skemmtilegan leik á mótinu. Sjálfur er hann ánægður með gengi liðsins en segir að örlög þess hafi ráðist í leikjunum gegn Frakklandi og Spáni þar sem handvömm dómara varð til þess að stela af okkur tveimur stigum. Fyrir vikið hafi strákarnir orðið að leggja allt sitt í leikinn gegn Þjóðverjum sem kom niður á leik liðsins gegn Svíum og Dönum. Eins og allir vita varð íslenska landsliðið í fjórða sæti á EM sem lauk í Svíþjóð á sunnudaginn. íslendingar léku um bronsið við Dani og urðu því miður að lúta í lægra haldi fyrir frá- bærum markverði þessara frænda okkar. Því fór sem fór. Gunnar hefur starfað sem eftirlits- maður og eftirlitsdómari í mótsstjóm á stórmótum í kvennahandboltanum og hjá yngri landsliðum en þetta er fyrsta stórmót hans í karlahandboltanum. Hann segist ekki bera á móti því að þetta sé mikið starf. „Þegar maður tekur saman þá daga sem maður eyðir í handboltann á hverju ári kemur í Ijós að það er ekki mikið eftir af sumar- fríinu," segir Gunnar. Hann var staðsettur í Helsingborg og Gautaborg í riðlakeppninni og gat því ekki fylgst með íslensku strák- unum fyrr en kom að úrslitaleikjunum í Globenhöllinni í Stokkhólmi. „Ég frétti yfirleitt ekki af úrslitum leikj- anna fyrr en þeir voru búnir. En það var virkilega gaman að vera þarna og mikil upplifun að fylgjast með leik okkar manna í Globenhöllinni gegn Svíum fyrir framan rúmlega 14 þús- und sænska áhorfendur. Stemmningin var ógleymanleg en auðvitað hefði verið enn meira gaman ef við hefðum unnið.“ Gunnar er mjög ánægður með frammistöðu liðsins og segir að við höfum ekki átt svona léttleikandi landslið í mörg ár. „Það erenginn vafi á að Guðmundur Guðmundsson þjálf- ari og Jóhann Ingi Gunnarsson for- maður landsliðsnefndar og sálfræð- ingur eru að gera góða hluti. Maður sér líka greinileg merki Jóhanns Inga á liðinu." Gunnar segir að frammistaðan haft tvímælalaust komið á óvart á mótinu en eftir fyrstu tvo leikina haft menn séð að hverju stefndi. „Þá var sagt að Islendingar gætu náð langt en fyrir hafði enginn gert ráð fyrir þessum styrkleika. Auðvitað vonaði maður það besta í Svíaleiknum, ég verð að játa að kannski áttum við möguleika en þeir voru ekki miklir fyrir framan 14 þúsund Svía. í Danaleiknum mat ég að við ættum jafna möguleika." Gunnar fullyrðir að íslenska liðið hafi í leikjunum gegn Svíum og Dönum verið fómarlamb lélegra dóm- ara sem höfðu af okkur tvö stig á móti Spánverjum og Frökkum. „Það varð mjög afdrifaríkt sem varð til þess að við urðum að leggja allt í leikinn við Þjóðveijana. Þar m.a. meiddist Patrek- ur og það munar um minna því þetta mót er það erfiðasta sem haldið hefur verið.“ Gunnar segist hafa hitt svissnesku dómarana sem dæmdu leikinn gegn Frökkum og voru þeir ekki með hýrri há. „Þeir stóðu engan veginn undir væntingum. Þegar ég hitti þá grétu þeir fyrir framan mig og sögðust ekkert skilja í hvað kom yfir þá síð- ustu tíu mínútumar í leiknum. Þeir dæmdu ekki meira. Það var líka alrangt að láta svissneska dómara dæma leik með íslenska liðinu sem sendi Svisslendinga heim með 13 marka tapi. Ég lét hann líka heyra það sem það gerði en ég hef enn ekki séð upptöku af Spánarleiknum," sagði Gunnar. Þegar hann er spurður að því hvort handboltinn sé á uppleið segir hann að erfitt sé að dæma um það en þó hafi ákveðin stöðnun ríkt hér heima sem megi rekja til þess að allar okkar skærustu stjömur leika erlendis. „Á heimsvísu er handbolti á uppleið og hann hefur aldrei verið sýndur eins mikið í sjónvarpi og á síðasta ári þó ótrúlegt sé. Velgengni Þjóðverja er líka jákvæð því þar em mestu peningamir og það hefur áhrif um alla Evrópu." Gunnar segir að mikið hafi verið rætt um íslenska liðið, ekki síst fyrir léttan og skemmtilegan bolta. Þegar hann er spurður um framtíðina segist hann vera hóflega bjartsýnn. „Næsta verkefni em tveir leikir gegn Makedóníu í júní um sæti á Heims- meistaramótinu í Portúgal 2002. Síðan er það Evrópumeist-aramótið árið 2003 en ekki hefur verið ákveðið hvar það verður haldið. Góður árangur á HM skilar okkur inn á Olympíu- leikana þannig að við eigum möguleika á öllum stóm mótunum sem framundan em. íslenska landsliðið er mjög gott og á fram- tíðina fyrir sér enda góð blanda af ungum og reyndum leikmönnum. Það urðu margir hissa á að ekki nema helmingur liðsins em atvinnumenn sem sýnir okkur hvað deildin er sterk. Þá hefur gott gengi á EM gjörbreytt Ijárhagslegri stöðu HSÍ þannig að þar á bæ geta menn farið að einbeita sér að handboltaíþróttinni og útbreiðslu hennar,“ sagði Gunnar að lokum. Núpur BA kominn til Eyja Vélskipið Núpur, sem strandaði við Patreksfjörð fyrr í vetur, kom loks til Eyja á fimmtudag. Skipalyftan átti lægsta tilboð í viðgerð á skipinu en þar sem illa gekk að þétta skipið fyrir siglinguna til Eyja var lengi vel í athugun hjá eigendum skipsins að láta gera við það á Akranesi. En að lokum var ákveðið að ná í skipið og fór Lóðsinn eftir honum í byijun síðustu viku, en þurfti að bíða upp á Skaga í tvo sólahringa þar til skipið var tilbúið til siglinga. Þegar þeir komust loks af stað gekk ferðin vel þrátt fyrir leiðinda brælu á leiðinni. Lóðsinn var um átján tíma á leiðinni og lentu þeir ekki í neinum vandræðum með Núp sem var algerlega stjómlaus þar sem stýrið fór undan skipinu þegar það strandaði. Núpur var síðan tekin upp í slipp Skipalyftunnar á föstudaginn og em viðgerðir nú hafnar. Útgefandi: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Sigursveinn Þórðarson, Guðbjörg Sigurgeirsdóttir. íþróttir: Júlíus Ingason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481-3310. Myndriti: 481- 1293. Netfang/rafpóstur: frettir@eyjar.is. Veffang: http//www.eyjafrettir.is FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu á Kletti, Tvistinum, Toppnum, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flughafnarversluninni, Tanganum, Söluskálanum Friðarhöfn og í Jolla í Hafnarfirði. FRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRÉTTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað eróheimilt nema heimilda sé getið. FRETTIR

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.