Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 07.02.2002, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 07.02.2002, Blaðsíða 10
10 Fréttir Fimmtudagur 7. febrúar 2002 Um hvað koma kosningar í vor til með að snúast um? Fjármál bæjarsjóðs verða stærsta málið ásamt samgöngumálum og þeirri framtíðarsýn fyrir bæjarfélagið sem frambjóðendur hafa fram að feera Bæjarstjórnarkosningarnar í vor gætu orðið tvísýnar og alveg eins líklegt að þar með Ijúki tólf ára stjórn sjálf- stæðismanna í Vestmannaeyjum. En til þess að svo verði þurfa vinstri menn að ná að stilla saman strengi sína, koma fram með öflugan lista sem er ekkert sjálfgefið. Sjálfstæðismenn standa að sumu leyti í sömu sporum, ekkert bendir til sundrungar í þeirra röðum en vandamálið gæti orðið að fá fólk á listann sem er tilbúið að leggja á sig mikla vinnu fyrir litla þóknun. Þetta sama vandamál eiga flest sveitarfélög við að eiga, ekki síst á landsbyggðinni. Guðjón og aftur Guðjón Vestmannaeyjalistinn, sem saman- stendur af gömlu flokkunum, Al- þýðuflokki og Alþýðubandalagi, sem nú heyra sögunni til, og svo Fram- sókn, kom fyrst fram í bæjarstjómar- kosningunum 1994. Ragnari Oskars- syni var þá teflt fram sem bæjar- stjóraefni gegn Guðjóni Hjörleifssyni sem þá hafði setið í eitt kjörtímabil sem bæjarstjóri. Fyrsta kjörtímabilið var Guðjón ráðinn bæjarstjóri en í kosningunum 1994 og 1998 tók hann þátt í slagnum. Setti sjálfan sig í fjórða sæti og ákvað með því að leggja störf sín í dóm kjósenda. Atlögunni af vinsUi vængnum var hrundið í báðum kosningunum og hefur Guðjón nú setið allra bæjarstjóra lengst í Vestmannaeyjum, eða í tólf ár. Nú er ekki sjálfgefið að framboðin verði tvö í kosningunum í vor. Er skemmst að minnast klofnings- framboðs Georgs Þórs Kristjánssonar íkosmngunum 1994. Georg Þórhafði lengi setið í bæjarstjóm fyrir sjálf- stæðismenn en lenti upp á kant við forystuna og ákvað að fara fram sér. Honum tókst með stuttum fyrirvara að fá öflugan hóp til liðs við sig og flaug inn í bæjarstjóm. Munaði ekki miklu að hann tæki með sér annan mann inn. Flestir gerðu ráð fyrir að þetta bitnaði frekar á Sjálfstæðisflokki en Vestmannaeyjalistanum sem fékk í raun herfilega útreið, fékk aðeins tvo af sjö bæjarfulltrúum. Um leið var þetta mikið áfall fyrir Ragnar, bæjar- stjóraefni vinstri manna, en um leið mikill persónulegur sigur fyrir Guðjón. Sjálfstæðismenn hafa siglt nokkuð lygnan sjó þetta kjörtímabil og hefur Guðjón verið ótvíræður leiðtogi þeirra. Það er ekki svo að þeir hafi ekki gefið höggstað á sér, heldur er um að kenna dugleysi minnihlutans. Það er helst að minnihlutinn hafi látið í sér heyra í kringum fjármáhn og hæst náðu þeir þegar dollaralánið komst í hámæli. Gekk það svo langt að Vestmannaeyjalistinn lagði fram van- traust á Guðjón. Að öðm leyti hafa þeir látið sjálfstæðismenn að mestu í friði nema hvað þeir tóku smásprett í kringum sölu Bæjarveitna til Hitaveitu Suðumesja. Tekur Amar við af Guðjóni? Nú hafa sjálfstæðismenn valið fimm manna nefnd sem ætlað er að stilla upp á lista fyrir kosningamar í vor. Þó Guðjón hafi gefið út að hann ætli sér ekki fram sem bæjarstjóri í vor hefur hann ekki útilokað að hann taki sæti á listanum. Ekki hefur heyrst af væringum innan Sjálfstæðisflokksins þannig að ekkert bendir til annars en að þeir gangi til kosninga í einni fylkingu. Ef Guðjón verður á listanum er lrklegt að með honum verði Elliði Vignisson, Helgi Bragason og einhver kona, sennilega nýtt nafn í bæjar- pólitíkinni því ólíklegt er að þær Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir og Elsa Valgeirsdóttir gefi kost á sér áffam og Andrea Atladóttir er komin í frí frá bæjarmálum, tímabundið a.m.k. Hver verður svo bæjarstjóri ef sjálf- stæðismenn halda velli? Þar hlýtur Amar Sigurmundsson að koma sterk- lega til greina þó hann fari ekki í sjálfan kosningaslaginn. Þetta er a.m.k. spá Frétta. Verður hann að teljast nokkuð góður kostur vegna RAGNAR og Guðjón hafa marga hildi háð í bæjarstjórn en nú skilja Ieiðir þegar Ragnar hættir. reynslu sinnar og þekkingar á stjórn- kerfmu. Hvað gerir Lúðvík? Eins og áður er komið fram var Vest- mannaeyjalistinn kosningabandalag forvera Samfylkingarinnar og Vinstri grænna annars vegar og Framsóknar hins vegar. Margt hefur breyst í pólitíska litrófinu á þessum átta áram en hugmyndir Vestmannaeyjalistans um að fá Lúðvík Bergvinsson alþingismann í slaginn sýnir að þeim er farið að leiðast þófið og ætla sér að ná meirihluta í vor. Þegar þetta er skrifað hefur Lúðvfk ekki ennþá gefið svar og erfitt að geta sér til hvemig hann metur stöðu sína. En staða hans er á margan hátt ekki ósvipuð og hjá Bimi Bjamasyni menntamálaráðherra sem tók sér rúmlega eitt ár í að ákveða hvort hann ætti að slá til og fara fram sem borgarstjóraefni sjálfstæðismanna í Reykjavík eða ekki. Það var ekki fýrr en fyrir um tíu dögum að hann ákvað að slá til og hella sér í slaginn. Ef Lúðvík ákveður líka að hella sér út í sveitarstjómarpólitíkina em þeir um leið að leggja pólitískan feril að veði. Gangi þeir með sigur af hólmi er það virkileg skrautljöður í þeirra hatta en erfitt verður fyrir þá að hreinsa af sér stimpil fallkandídatsins ef illa fer. Annað sem Lúðvík er örugglega með í huga, er breytt kjördæmi nú þegar Suðurlandskjördæmi heyrir brátt sögunni og við tekur Suður- kjördæmi sem nær frá Homafirði vestur yfir Reykjanesið. Ef til vill metur hann stöðu sína í nýju og stærra kjördæmi þannig að erfitt verði að ná ömggu sæti á lista Samfylkingarinnar enda verða þingmenn nýja kjör- dæmisins tíu en em sex fyrir Suðurlandskjördæmi. Svo hefur Sam- fylkingin átt undir högg að sækja á meðan Vinstri grænir blómstra sem aldrei fyrr. Verður Vestmannaeyjalistinn óklofinn? Þetta hefur skapað togstreitu á vinstri vængnum og hún gæti náð inn á borð Vestmannaeyjalistans. Og spumingin er, af hverju ættu Vinstri grænir ekki að bjóða firam sér í Vestmannaeyjum? Það er ömggt að hjarta margra innan Vestmannaeyjalistans slær einmitt þeim megin og þeir gætu talið bæjar- stjórnarkosningamar í vor síðasta tækifærið til að stimpla sig inn í Eyjum með tilliti til alþingiskosn- inganna vorið 2003. Þá hafa litlir kærleikar verið milli Lúðvíks og Framsóknar þannig að ekki er víst að eining verði um Vestmannaeyjalistann sem litlu eða engu hefur skilað aðstandendum sínum til þessa. Andrés lítillækkaður Talandi um Framsókn er næsta víst að Andrés Sigmundsson, fyrmm bæjar- fulltrúi Framsóknarflokksins í Eyjum, formaður Bæjarmálafélags Vest- mannaeyjalistans og fulltrúi listans í samninganefnd bæjarins sem átti í sameiningarviðræðum við Hitaveitu Suðumesja, er ekki kátur. Andrés fékk heldur hraksmánarlega meðferð þegar Vestmannaeyjalistinn greiddi atkvæði gegn samningnum í bæjarstjóm. Andrés stóð að tillögunni með öðmm nefndarmönnum og í grein í Fréttum lýsti hann því yfir að sameining Bæjarveitna og Hitaveitu Suðumesja væri góður kostur fyrir Vestmanna- eyinga. En fari svo að áfram verði sam- einast um Vestmannaeyjalistann og Lúðvik ákveði að gefa kost á sér í stól bæjarstjóra er líklegt að hann verði í fjórða sæti, Bjöm Elíasson leiði listann og Guðrún Erlingsdóttir og Andrés Sigmundsson eða annar framsóknar- maður verði í öðm og þriðja sæti. En um hvað verður barist? Bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans hafa á þessu kjörtímabili helst talað um glæfralega meðferð sjálfstæðis- manna á peningum bæjarbúa. Hæst fóm þeir þegar stóra dollaralánið komst í hámæli. Það gerðist á síðasta ári þegar bæjarsjóður tók sjö milljón dollara lán til endurljármögnunar eldri lána og til að borga nýja íþróttahúsið sem áætlað var að kostaði 310 millj- ónir króna en endaði í 317 milljónum með aukaverkum að því er kom ffam hjá bæjarstjóra við vígslu hússins. Lánið var tekið í samráði við Kaup- þing en þegar íslenska krónan fór að hrapa óx lánið í réttu hlutfalli við gengisfallið. Þá tók Vestmannaeyja- listinn við sér svo um munaði og eftir hávær mótmæli þeirra og skrif Frétta um málið var lánið tekið til endur- skoðunar hjá Kaupþingi. Er það nú komið í fjölmyntakörfu þannig að nú er það ekki aðeins dollarinn sem hefur áhrif á gengið þess. Framtíðin á eftir að skera úr um hvort þessi gjömingur var hagstæður fyrir bæjarsjóð eða ekki. Það kom sér vel í kaupunum á íþróttahúsinu sem kom frá Finnlandi en spuming er hvort eðlilegt er að taka erlend lán og borga upp innlend þegar

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.