Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 07.02.2002, Blaðsíða 18

Fréttir - Eyjafréttir - 07.02.2002, Blaðsíða 18
18 Fréttir Fimmtudagur 7. febrúar 2002 Landakirkja Fimmtudagur 7. febrúar Kl. 10.00. Mömmumorgunn í Safnaðarheimilinu. Anna Lilja verður með frásögn. Kristján sér um kaffið. Kl. 14.20. Æfingar hjá Litlum lærisveinum, 1. hópi. Kl. 17.10. Æfingar hjá Litlum lærsiveinum, 2. hópi. Kl. 18.15. Æfingar hjá Litlum lærisveinum, 3. hópi. Föstudagur 8. febrúar Kl. 14.30. Helgistund á Heil- brigðisstofnuninni, dagstofu 3. hæð. Sunnudagur 10. febrúar Kl. 11.00. Bamaguðsþjónusta með miklum söng og lofgjörð. Kl. 14.00. Guðsþjónusta á föstu- inngangi. Kór Landakirkju. Fermingarböm lesa úr Ritningunni. Kaffi á eftir. Kl. 20.30. Kaffihúsamessa Tón- smíðafélags Vestmannaeyja í Safnaðarheimilinu. Notaleg kvöld- stund við kertaljós, kaffí og tónlistarflutning skapandi lista- manna. Ritningarvers, útlegging á Orði Guðs, bæn og blessun. Fundur í Æskulýðsfélagi KFUM&K- Landakirkju rennur inn í þessa dagskrá. Húsið opnað kl. 20.00. Góður undirbúningur fyrir bolludaginn. Sr. Kristján Bjömsson. Mánudagur 11. febrúar Kl. 16.45. Æskulýðsfélag fatlaðra, samvera yngri hópsins. Þriðjudagur 12. febrúar Kl. 16.30. Kirkjuprakkarar, 7-9 ára krakkar í kirkjustarfi. Kl. 17.30. TTT - hressilegt kirkjustarf 10-12 ára krakka. Miðvikudagur 13. febrúar Kl. 20.00. Opið hús unglinga í KFUM&K húsinu. Allir unglingar í 8.-10. bekkjum hjartanlega vel- komnir. Hvítasunnukirkjan Fimmtudagur 7. febrúar Kl. 19.00 ALFA-námskeið. Föstudagur 8. febrúar Kl. 20.30 Unglingakvöld allt ungt fólk velkomið. Laugardagur 9. febrúar Kl. 20.30 Bænasamvera, beðið fyrir landi og þjóð. Sunnudagur 10. febrúar Kl. 15.00 Samkoma. „Fögnum í Guði fyrir Drottin vom Jesú Krist.“ Rómverjabréf 5. kafli 11. vers. Allir hjartanlega velkomnir. Þriðjudagur 12. febrúar Kl. 17.00 KRAKKAKIRKJAN Allir krakkar og foreldrar vel- komnir. Aðventkirkjan Fimmtudaginn 7. febrúar Kl. 17.30 samvemstund í safn- aðarheimili. Laugardagurinn 9. febrúar Kl. 10.00 Biblíurannsókn Allir velkomnir. Biblían talar Sími 481-1585 Vel sótt leiklistar- námskeið Leiklistarnámskeið Listaskóla Vestmannaeyja í samvinnu við Leikfélag Vestmannaeyja hófust 20. janúar sl. og lauk um síðustu helgi. Milli 90 og 100 manns sátu námskeiðið og þátttakendur voru á aldrinum tíu til tuttugu og átta ára. Nemendum var skipt niður í sex hópa en námskeiðin fóru fram í Barnaskólanum og Framhalds- skólanum og í húsakynnum Leikfélagsins. Stjórnandi námskeiðanna var Andrés Sigurvinsson. Myndirnar eru af hluta þátttakenda á námskeiðinu. Knattspyrna: Maggg Steindórs með fjögur -í tveimur æfinsa- leikjum meðÍBV um síðustu helsi Um helgina lék meistaraflokkur karla í knattspyrnu tvo leiki en leikirnir fóru báðir fram í Reykjavík. Lið IBV var að mestu leyti skipað þeim leikmönnum sem voru í eða við hópinn síðastliðið sumar að tveimur undantekn- ingum, Sigurður Ragnar Eyjólfs- son lék sinn annan leik með IBV en það sem vakti mesta athygli var að Magnús Steindórsson, leikmaður KFS spilaði báða leikina með ÍBV og skoraði hvorki fleiri né færri en fjögur mörk í leikjunum tveimur. Fyrst var leikið gegn Fjölni og sigraði ÍBV þann leik nokkuð auð- veldlega 4-1 en mörk ÍBV skoruðu þeir Magnús 2, Óskar Jósúa og Bjami Rúnar sitt markið hvor en Bjami er að stíga sín fýrstu spor með liðinu. Seinni leikurinn var svo gegn fyrrum lærisveinum Njáls Eiðssonar og áttu Eyjamenn ekki í vandræðum með þá og sigmðu í þetta sinn 3-1. Magnús skoraði tvö og hefur greini- lega verið á skotskónum. Pétur Runólfsson skoraði svo þriðja mark ÍBV. Handbolti af stað: Iff ££& Mikilvæsur leikur hjá stelpunum Eftir þó nokkra ládeyðu í hand- boltamenningu á Islandi mun boltinn fara að rúlla af stað á fullum krafti nú á næstu dögum en búast má við auknum áhuga á íþróttinni eftir gott gengi íslenska karlalands- liðsins í Svíþjóð. Þjálfarar IBV-liðanna hafa nýtt tímann vel til undirbúnings í þeim hléum sem hafa verið á deildunum að undanfömu en það þykir með ólíkindum hversu illa skipulögð kvennadeildin er, löng hlé á milli leikja og til marks um hversu fáa leiki ÍB V-liðið hefur leikið í deildinni þá er leikurinn gegn Haukum aðeins fjórði leikurinn frá því í desemberbyrjun. Erlingur Richardsson sagði að líklega hefðu Haukamir spilað tölu- vert fleiri æfmgaleiki í þessum hléum en ÍBV. „Við höfum verið að spila gegn 3. flokki karla og það nýtist okkur ágætlega því þar getum við farið yfir þá þætti í okkar leik sem við þurfum að bæta. Hins vegar vantar okkur að sjálfsögðu leikæfmgu og á meðan svo er, er erfitt að bæta leik liðsins mikið. Við eigum mjög mikil- vægan leik fyrir höndum um helgina þegar við mætum Haukum á útivelli. Við höfum unnið síðustu tvo leiki þessara liða og því búumst við við því að þær mæti mjög grimmar til leiks. Eg hef sagt stelpunum að við munum byrja með að minnsta kosti þremur mörkum undir í upphafi leiks og þurfum að einbeita okkur að því að vinna þann mun sem fyrst. Auðvitað er maður hræddur um að leikmenn séu með hugann við bikar- úrslitaleikinn um næstu helgi en ég -os strákarnir byrja á sunnudasinn veit að með góðum stuðningi þá eigum við góða möguleika á sigri.“ sagði Erlingur að lokum og vildi hvetja alla sem eru á höfuðborgar- svæðinu um helgina að fjölmenna á Asvelli. Sigbjöm Óskarsson mætir með sitt lið í Garðabæinn á sunnudag. Hann sagði að pásan í deildarkeppninni hefði nýst IBV ágætlega. „Reyndar vomm við að fá Litháana aftur til okkar í þessari viku og Minde er meiddur og allt útlit fyrir að hann verði ekki klár næstu tvær vikumar jafnvel. Hléið hefur hins vegar verið skuggalega langt og við náðum ekki að spila nógu marga æfmgaleiki en náðum samt sem áður nokkmm ágætis leikjum. Ég kvíði engu um framhaldið, við vomm á góðri siglingu fyrir hléið og unnum síðustu fimm leikina. Stjaman stal hins vegar af okkur tveimur stigum í haust þannig að við eigum harma að hefna og ætlum okkur sigur. Við höfum sett okkur markmið og það er að ná 75-80 prósent árangri úr þeim leikjum sem eftir em. Þá yrðum við væntanlega í einu af fjórum efstu sætunum. Við ætlum okkur í úrslitaleikina og ekkert annað,“ sagði Sigbjöm að lokum. STELPURNAR hafa staðið sig vel í vetur og nú styttist í bikarleikinn sem fer fram 16. febrúar.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.