Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 07.02.2002, Page 17

Fréttir - Eyjafréttir - 07.02.2002, Page 17
Fimmtudagur 7. febrúar 2002 Fréttir 17 Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ: Samkomulag útgerðar og sjó- manna skilar sér til allra í greininni -segir hann og telur fráleitt að sjómenn þurfi að óttast atvinnuleysi FRIÐRIK: Helstu ástæður fyrir samkomulaginu segja jreir í sameiginlegri yfirlýsingu vera fyrst og fremst að ná sáttum, t.a.m. hafi samtök sjómanna frá því að núverandi fiskveiðistjórnun var tekin upp verið andvíg sölu aflamarks enda hefur það löngum verið gert að láta sjómenn taka þátt í kvótakaupum sem er ólöglegt. Nýverið kynntu forráðamenn Landssambands íslenskra útvegs- manna, Farmanna- og flskimanna- sambands Islands, Sjómannasam- bands Islands og Vélstjórafélags Islands tímamótasamkomulag um breytingar á stjórn fiskveiða. Það hefur ekki gerst oft í sögu þessara samtaka að þeir komi fram sem ein heild á biaðamannafundi með sam- eiginlegar tiliögur, enda hafa samtökin verið á öndverðum meiði um flest mál er varða fiskveiði- stjórnun Islendinga þó hagsmunir séu um margt sameiginlegir. Tillögumar sem sjávarútvegsráð- herra mun taka afstöðu til fljótlega fela í sér að heimild til framsals aflamarks frá fiskiskipi verði 25% af úthlutun á hverju fiskveiðiári og að ekki verði unnt að fiytja meira afiamark til skips en jafngildi tvöfaldrar kvótaúthlutunar þess. Lagt er til að fellt verði úr gildi ákvæði um að veiði fiskiskip minna en 50% af samanlögðu aflamarki sínu tvö fiskveiðiár í röð, falli aflahlutdeild þess niður. Þá er lagt til að verði óviðráðanleg atvik til þess að skip nái ekki að veiða 75% af aflamarki sínu, verði framsal aflamarks umfram 25% heimilað. Einnig er gerð tillaga um að afla- hlutdeild og aflamark verði aðeins unnt að skrá á fiskiskip og að ekki verði gerðar breytingar á lögum sem heimili einstökum útgerðum af framselja aflamark íslenskra skipa til erlendra skipa. Helstu ástæður fyrir samkomu- laginu segja þeir í sameiginlegri yfirlýsingu vera fyrst og fremst að ná sáttum, t.a.m. hafi samtök sjómanna frá því að núverandi fiskveiðistjómun var tekin upp verið andvíg sölu allamarks enda hefur það löngum verið gert að láta sjómenn taka þátt í kvótakaupum sem er ólöglegt. „Þann- ig hafa sjómenn ekki fengið gert upp með réttum hætti, en það ástand hefur ekki síst leitt til endurtekinna verk- fallsátaka." Ennfremur er það tíundað að í upp- hafi hafi stjómkerfi fiskveiða verið sett á til að ná fram hagræðingu með hæfilegri stærð fiskiskipaflotans og að laga hann að afrakstursgetu fiskistofh- anna. „Þróun síðari ára hefur verið sú að skipum sem hefur verið lagt, eða hefði verið lagt vegna kaupa á nýjum skipum eða samþjöppun aflaheimilda, hefur verið haldið til veiða á leigukvóta. Það var ekki ætlunin að allt of mörg skip yrðu um að veiða of fáa flska eins og raunin hefur orðið. Núverandi ástandi hefur verið lýst þannig að Island geti orðið mslakista fyrir úreltan flota.“ Samtökin telja að með tillögum sínum megi draga verulega úr brott- kasti. „Það er staðreynd að brottkast er vandamál á skipum sem hafa lítinn kvóta og m.a. hefur Fiskistofa staðfest það. Formaður félags útgerða kvóta- lílilla skipa hefur lýst þessu ástandi þannig að hann hafí keypt bát á árinu 1999 og gert hann út í meira en tvö ár og hent stórum hluta af afla skipsins. Slfkt framferði er algjörlega ólíðandi og miðast tillögumar við að draga úr brottkasti." Talsmenn kvótalítilla útgerða hafa komið í íjölmiðla að undanfömu og lýst yfir mikilli óánægju með tillög- urnar, enda fela þær að þeirra mati í sér að vonlaust er fyrir útgerðir sem lítinn sem engan kvóta eiga að stunda sína atvinnu, einn þeirra sagði m.a. í fréttum Stöðvar 2 að þessar tillögur kölluðu á stríð. Anægður með núverandi kerfi Friðrik J. Amgrímsson, framkvæmda- stjóri LIU, er einn af höfundum tillögunnar og gefur hann lítið fyrir yfirlýsingar talsmanna kvótalítilla útgerða. „Þeir sem hafa heyrt í formanni þessara samtaka vita allt um framferði hans í þessum málum, þar sem hann segist hafa neyðst, innan gæsalappa, til að henda stórum hluta aflans vegna kerfisins. Það gengur náttúmlega ekki en jjessir menn em að kalla þetta yfir sig sjálfir. Sem betur fer eru nú ekki allir svona,“ sagði Friðrik í samtali við Fréttir. Hann segist vera þeirra skoðunar að núverandi fiskveiðistjómunarkerfi sé það besta fyrir íslendinga. „Auðvitað vildum við helst ekki hafa neinn kvóta, að allir gætu bara veitt eins og þeir vilja en það gengur ekki, það segir sig sjálft. Sóknarstýringarkerfi, eins og t.d. Færeyingar em með, er ekki kerfi sem ég hef trú á, það rná vel vera að það reynist Færeyingum vel, þó ég eigi enn eftir að sjá það til lengri tíma litið,“ sagði Friðrik og lagði áherslu á að sóknarstýring væri ekkert lausn- arorð í þessum efnum. „Brottkast er vandamál sem við verðum að leysa, við gerum okkur grein fyrir að við munum líklega ekki ná að útrýma því að fullu, þó vissulega sé það markmiðið." Friðrik segir ennfremur að nauð- synlegt sé að minnka flotann og ná fram hagræðingu. „í dag er allt of mikið um umframfjárfestingar sem eru ekki að skila sér, menn hafa talað um að um 200 sjómenn missi vinnuna ef af þessu verður, það er bara vit- leysa, vissulega mun störfum eitthvað fækka, en fiskurinn verður áfram veiddur af sjómönnum, takmarkið er að keyra stálið á fullu, vera jafnvel með tvöfalda áhöfn þannig að nýtingin á skipinu sé í toppi en áhafnir fái sína frídaga." Friðrik, sem kom til Eyja til að funda með útvegsbændum, segir að Eyjamenn eigi bjarta framtíð fyrir sér í sjávarútveginum. „Ég hef mikla trú á því að stóm fyrirtækin sem hér em séu á góðri uppsiglingu. Vissulega eru sjávarútvegsfyrirtæki skuldsett og það er eins hér og annars staðar. Framtíðarverkefni fyrirtækja í jxssum bransa er að borga niður skuldir og ef afurðaverð helst í góðu lagi þá óttast ég ekki framtíðina í Eyjum," sagði Friðrik. Fréttir af athugun á lúðueldi í Eyjum vöktu athygli Friðriks, sem segist vonast til að þetta verði framtíðin. „Hvort sem um er að ræða laxeldi, lúðueldi eða annað eldi þá verður [retta vonandi aukabúgrein sjávarútvegs- fyrirtækja í framtíðinni,“ sagði Friðrik. Samherji á Akureyri er leiðandi fyrirtæki á jxssu sviði og binda menn miklar vonir við eldi. „Þetta fellur af- skaplega vel að rekstri sjávarútvegs- fyrirtækja og verður vonandi góð aukabúgrein í framtíðinni, hvort sem um er að ræða í Eyjum eða annars staðar," sagði Friðrik að lokum. Þarf að hagræða í flotanum -segja útgerðarmenn í Vestmannaeyjum Sigurjón Oskarsson framkvæmdastjóri Óss hf sem gerir út Þórunni Sveinsdóttir VE er mjög sáttur við þær tillögur sem liggja fyrir frá LIÚ og samtökum sjómanna. „Sjálfur kom ég með tillögur um 75% veiðiskyldu á aðaifundi LIU árið 2000, þannig að ég er nijög sáttur við það að tiilagan náði fram að ganga, ég vil að menn noti sjálfir þann afla sem þeir hafa komist yfir.“ Sigurjón er þó ósáttur við þann hluta tillögunnar sem hljóðar á þá leið að ekki megi fivtja meira en nemur tvöföldun kvótaúthlutunar hvers skips. „Með tillögunni er algerlega verið að loka fyrir nýliðun, það er mín skoðun að þessi hluti eigi að vera frjáls, t.a.m. eiga stöðvarnar ekki endilega þann flota sem þarf til að sækja, t.d. humarinn,“ sagði Sigurjón og bætti við að Valdimarsdómurinn svokailaði breytti öllu. „Nú mega allir fara í útgerð, þetta hefur aukið mjög brottkast sem er það sem þarf að stoppa, auðvitað munu einhverjir detta út, og sumir eiga hreinlega að detta út en við sem eftir stöndum þurfum að taka á okkur vissar skuldbindingar og jafnvel hjálpa mönnum að hætta, t.d. borguðum við í úreldingasjóð á sinum tima sem notaður var til að hagræða í flotanum.“ Sigurjón segir athyglisvert að þessir aðilar sem að tillögunum standa skuli komast að sameiginlegri niðurstöðu. „Ég er mjög sáttur við það, tillögurnar miða að því að meiri sátt náist um það kerfi sem við búum við, útgerðarmenn þurfa frið til þess að byggja upp, það þarf að stoppa allar tilfærslur í kerfinu og loka öllum götum, t.d. voru hirt 46 tonn af mer sem fara yfir á trillur, þetta er kvóti sem ég keypti á um 30 miiljónir, þetta þarfað stoppa,“ sagði Sigurjón að íokum. Gísli Valur Einarsson útgerðarmaður á Björgu VE segist nokkuð sáttur við tillögurnar. „Þetta kemur nú ekkert við mig, en ég get ekki séð annað að þetta sé í lagi í flestum tilfellum, þetta gæti kannski orðið til þess að lækka leiguverðið á kvóta, en það er orðið ískyggilega hátt.“ Aðspurður hvaða breytingar hann vildi heist sjá á fiskveiðistjórnunarkerfinu segist hann ekki hafa neinar sérstakar væntingar þar um. „Þetta kemur sjálfkrafa yfir mann þetta rugl,“ sagði Gísli að lokum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.