Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 07.02.2002, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 07.02.2002, Blaðsíða 4
4 Fréttir Fimmtudagur 7. febrúar 2002 A stundum erfitt með að halda kjafti Fundur samgönguráðherra á föstudaginn var fjölsóttur og tóku margir til máls á honum. Sú ræða sem fékk hvað bestar viðtökur fundargesta varræða Páls Pálssonarsem hefurstarfað við ferðamál í allmörg ár. Páll er Eyjamaður vikunnarað þessu sinni. Fullt nafn? Páll Pálsson Fæðingardagur og ár? 25. febrúar 1966 Fæðingarstaður? Hólagata 16, Vestmannaeyjum Fjölskylda? Kvæntur Önnu Eiríksdóttur og eigum við tvö börn, Ágúst og Bryndísi Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Tilraunaflugmaður Hvernig bíl vildir þú helst eiga? Mercedes Benz tourismo 15 RHD (rúta) Hver er þinn helsti kostur? Læt aðra dæma um það Hvaða eiginleika vildir þú helst vera án? Á stundum erfitt með að halda kjafti Uppáhaldsmatur? Nautalundir Versti matur? Ekki hrifinn af súrmat Uppáhaldsvefsíða? Þessa stundina er það heimasíða Gunnars Þorra, kennara við FÍV. Með hvaða aðila vildir þú helst eyða helgi? Fjölskyldunni á fallegri sólarströnd á Grikklandi Aðaláhugamál? Ferðamál Hvar vildir þú eiga heima annars staðar en í Vestmannaeyjum? Eyjahafinu við Grikkland Stundar þú einhverja íþrótt? Sund og karlaleikfimi hjá Kára Uppáhaldsíþróttamaður eða íþróttafélag? Steinar Jósúa og Luton Town Ertu hjátrúarfullur? Ekki meir en gengur og gerist Uppáhalds sjónvarpsefni? íþróttir, fréttir og bíómyndir Besta bíómynd sem þú hefur séð? La bella vita Hvað finnst þér gera fólk aðlaðandi? Hreinskilni og heiðarleiki Hvað finnst þér gera fólk fráhrindandi? Óheiðarleiki Hvernig fannst þérfundurinn? Ágætur, ánægjulegt að sjá hversu margir mættu Varst þú ánægður með svör ráðherrans? Hefðu mátt vera betri Hvaða leið telur þú besta til að auka ferðamannastraum til Eyja? Til að byrja með þarf að tryggja örugga ferð á milli t.d. tvær ferðir á dag með Herjólfi, síðan þarf að huga að því að stytta þá leið á einhvern hátt. Síðan að hefja uppgröft á götu undir hrauninu. Seinni ferð Herjólfs kl. 18.00, er það raunhæft? Já tvímælalaust, menn gætu klárað vinnudaginn sinn, þann dag sem menn hygðust fara uppá land. Þetta myndi styrkja flugið, því menn væru með örugga ferð til baka, alveg eins og á morgnana þá þurfa flugvélarnar að vera lentar í Eyjum áður en Herjólfur leggur af stað. Eitthvað að lokum? Góðar samgöngur eru forsenda þess að byggð þrífist ÍEyjum. Eyjamenn þurfa að standa saman um það að Herjólfur fari tvær ferðir á dag helst strax. Páll Pálsson er Eyjamaður vikunnar Mataæðinaur vikunnar er Emma Siguraeirsdóttir Uppskriftabók Kirkjugerðis Bryndís Guðjónsdóttir skoraði á Settu, fyrrverandi vinnufélaga sinn á Kirkjugerði sem nœsta matgœðing en lu'm skoraðist undan því enda stutt síðan hún lét okkur í té dýrindis uppskrift íþesswn þcetti. Hún benti hins vegar á vinnufélaga sinn Emmu Vídó sem átti ekki í vandrœðwn með að koma með nokkrar uppskriftir, reyndar allar úr lúnni margfrœgu og rómuðu uppskriftabók Kirkjugerðis. Heitt brauð a la Sigrún Sigmars Brytja brauð í eldfast mót Steikja l/2 box af sveppum (steikja sér) Steikja tvö bréf af beikoni (brytja) Rauðlauk og papriku Þessu er raðað ofan á brauðið Sósa Setja tvo pela af rjóma og einn pakka af sólþurrkuðum tómatrjómaosti og eina dós af Sacla sósu, stærri gerðinni með sólþurrkuðum tómötum og tvær teskeiðar Tandoori krydd. Þetta er hitað og því hellt yfir brauðið. 26% ostur settur yfir. Einn pakki salt og pipar flögur mulið yftr. Bakist í 200°c í 15-20 mínútur Einnig er gott að setja kjúkling í staðinn fyrir brauð Berjaostagums 300 gr makkarónukökur 150 gr bræddur smjörvi Þessu er blandað saman og sett í fornt 300 gr rjómaostur 150 grflórsykur 2 pelar þeyttur rjómi Rjómaosti og llórsykri hrært saman. Þeyttum rjónta bætt varlega saman við, sett sfðan ofan á botninn og fryst. Krem 200 gr suðusúkkulaði I dós sýrður rjómi Þessu er blandað saman og sett ofan á frosna kökuna Jarðarber og bláber eða vínber sett ofan á og síðan í ísskáp í um tvær kiukkustundir áður en borið er fram. Gott er að setja örþunnt lag af ijóma undir Sá sem ég ætla að skora á sem næsta matgæðing er formaður Björgunarfélags Vestmannaeyja, Adolf Þórsson. Hann er þekktur fyrir að elda allt mögulegt úr villibráð og halda þvílíkar veislur! Verði ykkur að góðu Emma Sigurgeirsdóttir er matgœðingur vikunnar Nýfæddir ?cf " Vestmannaeyingar Þann 16 nóvember 2001 eignuðust María Rós Friðriksdóttir og Steinn Þórhallsson dreng. Hann er fæddur á Landsspítalanum í Reykjavík, vó 2749 gr og var 47 sm við fæðingu. Drengurinn hefur fengið nafnið Þórhallur Orri og er með frændsystkininum sínum á myndinni þeim írisi Eir og Friðriki Hólm. Fjölskyldan býr á Selfossi. Þann 27. nóvember eignuðust Soffía Hjálmarsdóttir og Þorvaldur Ásgeirsson dóttur. Hún vó 3728 gr og var 54 sm við fæðingu. Ljósmóðir var Guðný Bjamadóttir. Lita stúlkan heitir Kristín Inga og með henni á myndinni eru bræður hennar Ásgeir Þór og Jökull Elí. Fréttaljós Föstudagskvöld kl. 21.00 Endursýnt sunnudag kl. 18.00 Málefni líðandi stundar Gestir: Ólafur Elísson sparisjóðsstjóri Börkur Grímsson bankastjóri Umsión: Ómar Garðarsson Á döfinni 4* Febrúar 8-9. Tónleikar Stefáns Hilmarssonar og Eyjólfs Kristjánssonar á Prófastinum kl. 21.30. Þeir félagar flytja blöndu aflógum Simon og Garfunkel ásamt öðrum lögum sem þeir hafa flutt í gegnum tíðina. 8-9. Dansleikir með Hálft í hvoru á Lundanum 10. Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Vesfmannaeyja kl. 15.30 í Asgarði 16. Úrslitaleikur kvennaliðs ÍBV og Gróttu/KR í Laugardalshöllinni í SS bikarnum. Mars 9. Styrktarfélagatónleikar Lúðrasveitar Vestmannaeyja í Vélasalnum kl. 16.00. Tónleikarnir verða helgaðir minningu Oddgeirs Kristjánssonar, stofnanda Lúðrasveitarinnar.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.