Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 07.02.2002, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 07.02.2002, Blaðsíða 8
8 Fréttir Fimmtudagur 7. febrúar 2002 Ragnhildur Magnúsdóttir læknir: Glímir barnið þitt við athyglisbrest og einbeitingarörðugleika? -Unnið að stofnun félags AD/HD til að eyða fordómum og byggja upp fræðslu Læknarnir Ragnhildur Magnús- dóttir og Hjörtur Kristjánsson fluttu hingað til Eyja sl. sumar með fjöiskyldu sína. Þau komu frá Noregi þar sem þau hjónin hafa verið við nám og störf en fluttust hingað þegar Hjörtur réð sig sem yfirlækni lyflækningadcildar Heil- brigðisstofnunar Vestmannaeyja. Ragnhildur undirbýr nú stofnun AD/HD félags í Eyjum sem yrði tengt Félagi misþroska barna. Þau hjónin eiga fjögur börn og eitt þeirra hefur fengið greiningu og meðferð við AD/HD, attention deficiency hyperactive disorder, eða athyglisbrestur með/án ofvirkni. Eyða fordómum Ragnhildur segist vilja stofna þetta félag til að eyða fordómum, byggja upp fræðslu og stuðning, og mynda þrýstihóp sem gæti unnið að úrbótum. „Ragna Freyja Karlsdóttir sérkennari verður með fræðsluerindi um AD/HD fyrir kennara 13. febrúar nk. og með almennan fund um kvöldið þar sem allir eru velkomnir. Hún hefur mikla reynslu af því að vinna með börn og hefur gefið út bók um þetta efni sem heitir Ofvirknibókin. Þar fjallar hún um skólann, skólastarfið og uppeldið. Bókin er auðveld aflestrar, á jákvæð- um nótum og góð fyrir kennara og foreldra til að nálgast viðfangsefnið. I bókinni koma sjónarmið barnanna vel fram og er bókin skrifuð af mikilli næmni og hlýju,“ segir Ragnhildur. Athyglisbrestur með eða án ofvirkni Það stendur ekki á svari hjá Ragnhildi þegar hún er spurð hvað felist í því að vera með AD/HD enda er hún vel að sér um þessi mál. „AD/HD er athyglisbrestur með eða án ofvirkni. Allir kannast við stráka sem eru uppi um alla veggi en grunn- atriðið er athyglisbrestur. Flestir halda að þetta eldist af krökkum á ung- lingsaldri en það er misskilningur. Stór hluti bama með þessa greiningu heldur áfram að hafa einkenni á fullorðinsárum en birting einkenna breytist. Hreyfiofvirknin minnkar en önnur vandamál koma upp á yfirborðið. Strákar eru oftar greindir með AD/HD en stelpur og hefur áður verið talið að þetta sé mun algengara hjá strákunum. En stelpur geta lfka haft þetta og er kynjahlutfallið að verða jafnara. Hjá fullorðnum er talið að hlutföllin séu jöfn. Fræðimenn hafa áttað sig betur á því hin síðari ár að margir geta haft athyglisbrest án ofvirkni (ADD). Stelpur eru oftar í þeim hópi, auk þess eru stelpur öðruvísi að eðlisfari og birtingarform AD/HD því annað. Dæmi um ADD er bamið sem ekki kemst úr sporunum, er utanvið sig, útundan og oft fer lítið íyrir því. Mörg andlit AD/HD Það em nokkrir undirflokkar af AD/HD eftir því hvar vandinn helst liggur. Mjög oft fylgja þessu náms- örðugleikar, erfiðleikar í samskiptum, atferlisvandamál og fleira. Lesblinda, talnablinda og önnur sértæk vandamál RAGNHILDUR Ragnhildur segist vilja stofna þetta félag til að eyða fordómum, byggja upp fræðslu og stuðning, og mynda þrýstihóp sem gæti unnið að úrbótum. Glímir bamið við... -athyglisbrest og -einbeitingar- örðugleika -ofvirkni -hvatvísi -eirðarleysi -vanvirkni -skyntruflanir -hreyfiörðug leikamálþroska- truflanir -námsörðugleika -þráhyggju -hegðunartruflanir? em algeng. Sum böm geta haft mis- ræmi í hreyfiþroska (klaufsk) og líða fyrir það t.d í leikfimi. Félagsþroski getur verið misjafn af ýmsum orsök- um, m.a. vegna athyglisbrests, van- stjóm á tilfinningum og fleira. Það er mjög algengt að þessum bömum líði illa og eigi erfitt í skólakerfinu. Kvíði og þunglyndi er algeng afleiðing AD/HD. Þessi böm lenda oft í nei- kvæðum samskiptum og eiga félags- lega erfitt. Þetta vindur upp á sig eins og snjóbolti ef ekki er gripið inn í ferl- ið og getur skemmt bömin varanlega. Þessi böm geta oft einbeitt sér af kappi við eitthvað ákveðið sem er nógu spennandi og vekur athygli þeirra, t.d. tölvuleikir, en þau verða fljótt leið og eiga erfitt með að ljúka verkefnum, sérstaklega því sem krefst úthalds í einbeitingu. Venjulegt fólk getur einbeitt sér að einhverju einu í einu, en öll áreiti í umhverfinu koma jafnsterkt inn og tmfla þá sem hafa þessi einkenni.“ Erfðir ráða miklu Ragnhildur leggur áherslu á að AD/HD hefur ekkert með greind, uppeldi né þjóðfélagsstöðu að gera og bömin koma frá öllum íjölskyldu- gerðum. Foreldrar þessara bama em ekki lélegri en aðrir uppalendur. „AD/HD er rakið til líffræðilegra þátta og erfðir valda þar miklu. Vitað er að það sem erfist er tmflun á boðefna- flutningi í heila og er oft reynt að hafa áhrif á þessi boðefni með lyfjum. Þessar boðefnatmflanir em m.a. áber- andi í stjómstöðvum heilans. Tour- ettes heilkenni (ósjálfráðir kækir) er algengara hjá persónum með AD/HD og Aspergers heilkenni tengist því líka.“ Greining mikilvæg „Afleiðingar þess að vaxa upp með AD/HD án meðferðar geta verið mjög slæmar. Sjálfsmat og sjálfsmynd er oft mjög skert og margir einstaklingar ná ekki jafnlangt í sínu lífi og þeir innst inni vita að þeir gætu. Félagslegar afleiðingar geta verið slæmar, og vandamál á unglingsámm algeng. Þess vegna er mjög mikilvægt að böm fái rétta greiningu og þá hjálp sem þau þurfa. Sérstaka námserfiðleika þarf að finna og veita þeim hjálp. Böm geta verið lesblind, heyrt vitlaust eða þau geta ekki tjáð sig munnlega eða skriflega, kannski geta þau ekki lært utanbókar o.s.frv." Glíma fullorðnir einstaklingar líka við þessi einkenni? „Það em bara nokkur ár síðan farið var að meðhöndla fullorðið fólk með AD/HD á Norðurlöndunum. Það hefur verið gert lengur í Bretlandi og Bandarikjunum. Hluta af þeim sem uppfylla skilyrði fyrir greiningu sem böm gengur ágætlega í h'finu og teljast ekki hafa AD/HD á fúllorðinsárum en á hinum endanum em þeir sem sem leiðast út í afbrot og óreglu. Þar kemur afleiðing margra annarra þátta inn s.s. umhverfismótun og félagsleg vanda- mál. Síðan em það þeir sem héldu áfram að hafa einkenni fram á full- orðinsárin og er það stærsti hópurinn. Einkennin geta verið mismikil og mis- munandi. Þeir geta þjást af geðrænum vandamálum, ýmsum sállíkamlegum kvillum, hætta í námi, gengur illa í vinnu, sambúð eða hjónabandi. Það er oft einkennandi rótleysi, ljárhagsvand- ræði, eða misnotkun lyfja, áfengis, nikótíns eða annað. Fullorðnir með AD/HD eignast oft böm með sömu greiningu sem veldur enn meiri vand- kvæðum. Því er mjög mikilvægt að greina vandamálið snemma þannig að hægt sé að hjálpa viðkomandi. Fullorðnir læra margir að lifa með þessu og skapa sér oftast farveg sem hentar þeim. Sumir hafa jafnvel lokið löngu námi en hafa kannski lagt miklu meira á sig en þeir sem ekki glíma við þetta vandamál. Einnig finna þeir störf við sitt hæfi o.s.frv. Sumir sækja í spennu, aðrir í einhæfni. Stundum tekst fólki að halda hlutunum gang- andi langt fram á fullorðinsárin áður en greining er gerð.“ Mikil vanþekking Þegar Ragnhildur er spurð hvers vegna hún vilji stofna félag til stuðn- ings þeim sem haldnir eru AD/HD segir hún mikla vanþekkingu á þessum málum. „Það vantar fræðslu og stuðning. Að fólk sé ekki aleitt með sín vandamál því það er oft mjög erfitt. Ég vonast til að fólk sem hefur fengið greiningu eða á böm með þessa fötlun komi á fundinn. Það er mjög mikilvægt að finna að maður sé ekki einn í heiminum og það eru til ýmsar bækur og fræðsluefni um þessi mál. Númer eitt er að fólk fái fræðslu og það síðan skili sér til bamanna, for- eldra, kennara og allra sem koma að baminu. Að allir geri sér grein fyrir að þetta er líffræðilegs eðlis og skammir gera ekkert gagn. í kjölfarið verða ýmsar breytingar bæði heima og í skóla og einstaklingar fá meiri hjálp til að komast áfram. Lyfjameðferð er oft nauðsynleg til að önnur meðferð gangi. Ein og sér er hún ekki nóg en „opnar dymar" að úrbótum. Ýmis önnur meðferðar- úrræði fyrir böm og atferlismeðferð em mjög mikilvæg. Foreldrar þurfa að fá meiri kennslu í meðferð þessara bama. Erlendis er í vaxandi mæli stuðst við stuðningsaðila (coach), sem tekur að sér að hjálpa einstaklingum, íjölskyldum og foreldrum með ákveðin verk eða vandamál sem upp koma. Það er oft gífurlegt álag á for- eldrum og systkinum í þessum fjöl- skyldum og oft þarf að kenna heim- ^tcSlnilÝ °S jákvæðari samskipti." Ragnhildur segir að gott samstarf þurfi að vera milli heimilis og skóla og það skorti töluvert á úrræði og þekkingu í skólakerfinu. Það þarf að koma meiri stuðningur inn í bekkina en er í dag. Kennarar em kannski með fjölmenna bekki og tvö til þrjú böm sem þurfa stuðning. Samkvæmt gmnnskóla- lögum eiga öll böm að fá þá aðstoð sem þau þurfa. T.d. þarf að sníða námsefnið að baminu, þau þurfa kannski að taka próf á lengri tíma eða á annan hátt því það em margar leiðir að sama marki. Þessir krakkar þurfa að hafa allt í föstum skorðum, þurfa mikið aðhald og skilning. Fræðsla um AD/HD er vanrækt í kennaranáminu og byggist árangurinn mikið á sjálfsnámi og áhuga hvers kennara fyrir sig.“ Ekki bara neikvætt Ragnhildur segir mikilvægt að horfa á það jákvæða í lífinu þrátt fyrir erfið- leikana og umfram allt að hafa húmor fyrir því sem upp á kemur í sam- skiptum við aðra, ekki síst ein- staklinga sem em með AD/HD. „Böm og fullorðnir með AD/HD em oft mjög skapandi einstaklingar og fijóir, fólk sem finnur upp nýjar leiðir, fólk sem er orkumikið, skemmtilegt og gaman að umgangast. Þar hafa Einstein og Thomas A. Edison verið nefndir á nafn og em til frábærar frásagnir af honum þegar hann var krakki. Svo má ekki gleyma Emil í Kattholti," segir Ragnhildur og hvetur alla til að mæta á fundinn sem verður í sal Bamaskólans, 13. febrúar klukkan 19.30-21.30. Guðbjörg.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.