Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 07.02.2002, Blaðsíða 19

Fréttir - Eyjafréttir - 07.02.2002, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 7. febrúar 2002 Fréttir 19 Handbolti: Guðfinnur Kristmannsson í atvinnumennsku í Svíþjóð Er ekkí á leiðinní heim Guðfinnur Kristmannsson, sem lengi var einn af máttarstólpum ÍBV í handboltanum, hóf atvinnu- mannaferilinn seinna en vel flestir íþróttamenn en rúmlega þrítugur ákvað hann að söðla um og halda út í hinn harða heim atvinnumennsk- unnar. Guffi spilar með úrvalsdeildarliðinu Vasaitema, sem reyndar spilar nú í Allsvenskan sem er eins konar milli- deildarkeppni þar sem neðstu úrvals- deildarliðin og efstu B-deildarliðin spila urn fjögur laus sæti í úrvalsdeild að ári. „Við lentum í níunda sæti eftir deildarkeppnina en okkur var fyrir- fram spáð ellefta sæti. Við höfðum hins vegar gert okkur vonir um að enda í einu af átta efstu sætunum til að tryggja okkur ömggt sæti í úrvals- deild. Nú þurfum við að spila um laust sæti á næsta ári og eigum reyndar ennþá möguleika á því að komast í átta liða úrslit því tvö efstu liðin í Allsvenskan komast í átta liða úrslit um sænska titilinn. Þetta er mikil töm, 22 leikir í deildinni og svo sextán leikir í Allsvenskan en ætli við verðum ekki búnir í byrjun apríl. Allt í allt geta þetta því orðið um fimmtíu leikir ef allt gengur eftir og við myndum standa uppi sem meistarar.“ Hefurðu fylgst eitthvað með íslenska landsliðinu? „Já, ég hef reynt að fylgjast með þeim eins og ég get en Svíamir em að sjálfsögðu uppteknir af sínum mönnum og sýna lítið frá hinum leikjunum. En ég fór á leikinn gegn Hópaleikur ÍBV 03 Frétta Rétti gírinn aðkonna í Ijós hjá tippurum Menn eru greinilega að flnna rétta gírinn. Skor helgarinnar var mjög gott þrátt fyrir að töluverður munur hafi verið á milli efstu og neðstu liða. Hæsta skor helgarinnar var 11 réttir og voru allnokkrir hópar með það. Ber þar helst að nefna Narfana sem skutust upp í 2. sæti C-riðils og Kaffislettu sem settist á toppinn í D-riðli. Lægsta skor helgarinnar var 7 réttir sem er nú ekkert sérstakt, en þrátt fyrir það hefur enginn hópur tekið afgerandi forystu og mun það væntanlega koma í ljós í næstu umferðum hverjir verða í toppbaráttunni. Virðingarjyllst Rexinan J Slóvenum og ég get ekki sagt annað en að mér leist mjög vel á þetta hjá strákunum. Mér fannst fyrst og fremst áberandi hversu gaman þeir höfðu af hlutunum, þeir em mjög ömggir í því sem þeir em að gera og em í heild að spila mjög vel.“ Aðspurður sagðist hann ekkert hafa heyrt í landsliðsþjálfaranum fyrir keppnina. „Eg get ekki séð að það sé mikil þörf fyrir mig núna. Eg hef líklega ekkert verið inni í myndinni hjá þjálfaranum, annars hefði hann eflaust haft samband. Kannski að maður sé bara orðinn of gamall fyrir íslenska landsliðið. Eg var nú samt að fylgjast með sænska landsliðinu og samkvæmt því sem þeir em að gera þá sé ég ekki betur en að ég eigi eftir tíu góð ár í boltanum. En öllu gríni sleppt þá er gaman að fylgjast með Svíunum enda ætla ég á stórleikinn Svíþjóð- Rússland. Það er eitthvað sem ég ætla ekki að missa af enda verður örugg- iega rosaleg stemmning í höllinni, 12 þúsund manns og löngu orðið uppselt." En leikur lífið svo vel við þig í Svíaveldi að hugurinn leiti ekkert heim? „ Við emm ekkert á leiðinni heim í bráð, það get ég alveg sagt þér. Við höfum komið okkur alveg þokkalega fyrir héma og líkar bara vel þannig að öllu óbreyttu þá held ég að við eigum eftir að vera héma út þetta tímabil en hvað svo gerist verður bara að koma í GUÐFINNUR hefur fengið margar viðurkenningar fyrir frammi- 'J°s' stöðu sína með IBV. Handbolti: Yfírvinnubann flugumferðarstiórq_________ Veldur vandræðum Eins og frani kom í síðasta tölublaði Frétta, er flugvöllurinn í Eyjum aðeins opinn til klukkan sjö á kvöldin þar sem flugumferðar- stjórar eiga í kjarabaráttu og hafa teflt fram því vopni að banna alla yfirvinnu hjá flugumferðarstjórum. Það að ekki skuli vera flug innan- lands á kvöldin setur íþróttahreyf- inguna á annan endann, enda fara flestir leikir fram á kvöldin og oft í miðri viku. Karladeildin verður þétt leikin næsta tvo og hálfan mánuðin og lítið svigrúm til breytinga en kvenna- deildin er ekki leikin jafn þétt og líklega verða áhrif verkfallsins í lágmarki hjá þeim. Magnús Bragason, formaður hand- knattleiksráðs karla, sagði að málið Nafn: Ellert Scheving Pálsson Aldur: 13 ára, er að verða 14. Iþrótt/greinar: Handbolti aðallega en ég er líka í fótbolta. Hvernig hefur gengið í vetur: Ágætlega. Við höfum yfirleitt unnið 1 -2 leiki í hverju móti. væri komið á mjög alvarlegt stig. „Við eigum leik núna á sunnu- daginn gegn IR en leikurinn á að fara fram klukkan átta um kvöldið og því erum við í sömu vandræðum og ef leikurinn færi fram í miðri viku. Þetta er auðvitað rosalega slæmt mál eins og hefur nú þegar sýnt sig hjá kvennaboltanum þegar leik ÍBV og KA/Þórs var frestað oftar en einu sinni vegna verkfallsins. Þetta er ekki síst slæmt núna því það væri mjög mikilvægt fyrir handboltann hér heima að fara af stað með stæl eftir gott gengi landsliðsins á Evrópu- mótinu til að auka vegsemd íþrótt- arinnar að nýju.“ Þorvarður Þorvaldsson hjá hand- knattleiksdeild kvenna tók í sama Helstu áhugamál: Tónlist og fót- bolti. Hver er helsti styrkleiki þinn í íþróttum: Mikið keppnisskap. Eg berst fram til leiksloka en er því mið- ur allt of skapbráður. Eftirminnilegasta atvikið: Það myndi vera á seinasta móti þegar við vomm að keppa á móti HK og staðan var 16-16. Við unnum boltann í vöm þegar það vom fimm sekúndur eftir og það var dæmt aukakast sem við áttum og ég skoraði úr því. Dómar- inn dæmdi hins vegar skref og það varð allt klikkað á vellinum. Eg og fímm aðrir fengu rautt og er það ekki í fyrsta sinn sem slíkt gerist. Uppáhalds íþróttamaður /íþrótta- lið: Þeir eru margir þar á meðal em Dennis Wise, Robbie Fowler, Roy streng og Magnús. „Mér fannst ástandið vera orðið mjög slæmt hér í byrjun mótsins þegar samgöngurnar vom komnar í þennan farveg sem þær em í núna en svo bætist þetta við í ofanálag og ég sé ekki alveg lausnina á vandamálinu. Við í kvennabolt- anum emm reyndar í ágætismálum þar sem það em fáir leikir eftir fram að úrslitakeppni og nægt svigrúm til að spila um helgar. Við verðum hins vegar bara að vona að þessi kjara- barátta flugumferðarstjóra leysist sem fyrst því auðvitað setur þetta hand- boltanum í landinu stól íyrir dymar.“ Keane og Davíð Þór Óskarsson sem ég tel vera einn hlutdrægasta dómara seméghefhaíit. En uppáhaldsliðið er auðvitað Liverpool. Skemmtilegasta bíómynd sem þú hefur séð: Shining. Hvenær byrjaðir þú að æfa íþróttir: Ég byrjaði að æfa fótbolta fimm ára en handbolta sex. Hvað fær þig til að brosa: Birkir Hlynsson, Davíð Þór og þegar Daði Magnússon gerir tvígrip. Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór: Meindýraeyðir eða kafari. Eitthvað að lokum: Já, ég skora á Óskar Frey að verða aðstoðarþjálfari 5. flokks karla í handbolta. Framtíðarfólk: Ellert Scheuing Pálsson Er allt of skapbráður Sex í úrtaks- æfingar um helgina Þrátt fyrir að enn séu rúmir íjórir mánuðir í að knattspymuvertíðin hefjist fyrir alvöru þá eru þegar hafnar úrtaksæfíngar hjá yngri landsliðum íslands í knattspymu. Nú um helgina fara fram úrtaks- æftngar hjá U-19 og U-17 ára landsliðum, bæði í kvenna- og karlaknattspymu og eiga Eyjamenn alls sex fulltrúa á þessum æfingum Hjá drengjunum em það þeir Ólafur Þ. Berry og Björgvin M. Þorvaldsson sem munu væntanlega mæta á æfingar hjá U-17 ára landsliðinu en enginn frá ÍBV er á meðal þeirra knattspyrnumanna sem munu mæta á æfingu hjá U-19 ára landsliðinu. Hjá stúlkunum eigum við hins vegar fulltrúa í báðum landsliðum . Hjá U-17 ára landsliðinu sjá þær Karitas Þórarinsdóttir og Sara Sigurlásdóttir um að halda uppi heiðri Eyjamanna. Á U-19 ára æfíngunum em hins vegar þær Elva D. Grímsdóttir og Margrél Lára Viðarsdóttir en sú síðamefnda var fastamaður í liðinu á síðasta ári. Slalcasti leikur ÍV í vetur IV spilaði gegn B-liði Breiðabliks á þriðjudaginn en í lið IV vantaði hvorki fleiri né færri en fjóra af þeim fimm sem hafa skipað byrjun- arliðið í vetur. Þetta kom að sjálf- sögðu niður á leik liðsins enda tapaði liðið 84-56 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 43-30. Hins vegar hefur IV svo gott sem tryggt sig í úrslitakeppni 2. deildar sem fram fer um miðjan marsmánuð en þar fá varalið úrvalsdeildarinnar ekki keppnisrétt. Stigahæstir hjá ÍV vom þeir Jóhann með 18 stig og Einar með 10. Leik ÍBV og Hauka frestað Leik IBV og Hauka, sem fram átti að fara í gærkvöldi var frestað þar til síðar í febrúar. Þetta var gert að kröfu Haukanna, sem áttu hvað flesta leikmenn sem spila hérlendis, í landsliði ísiands sem spilaði í Evrópumótinu í Svíþjóð. Nú hafa þeir leikmenn fengið smáhvíld og lái það hver sem vill enda var árangurinn hjá Islandi frábær en hann hefur kostað þrek. Fyrir vikið verða Eyjamenn að bíða enn urn sinn að sjá IBV spila í nýja íþróttahúsinu því nú taka við tveir útileikir, fyrst gegn Stjömunni og svo gegn Víkingum en fyrsti heimaleikurinn verður svo föstu- daginn 22. febrúar þegar liðið tekur á móti IR. Framundan Laugardagur 9. febrúar Kl. 16.00 Haukar-ÍBV Essodeild kvenna. Kl. 16.00 ÍBV-UMFA 3. fl. karla Sunnudagur 10. febrúar Kl. 12.30 Fylkir-ÍBV Unglinga- flokkur. Kl„20.00 Stjaman-ÍBV Essodeild karla

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.