Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 07.02.2002, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 07.02.2002, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 7. febrúar 2002 Hefði aldrei samþykkt Brimrúnu Næst tók hann fyrir slipptöku Herjólfs. „Það hefur aldrei hvarflað að mér að bjóða ykkur Bimrúnu þó að Vega- gerðinni og Samskipum hafi dottið það í hug. Til þess þurfti líka samþykki bæjaryfirvalda og ég hefði aldrei samþykkt það,“ sagði Sturla sem gat þess í lokin að bæjaryfirvöld væm í viðræðum um fleiri ferðir Herjólfs í viku hverri. Góðar samgöngur forsenda framfara í Eyjum Eftir framsögu ráðherra var orðið gefið frjálst og leyfðar fyrirspumir. Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri, steig fyrstur í pontu og sagði hann að mikill fjöldi á fundinum sýndi ráðherra hve mikilvæg samgöngumál eru okkur Eyjamönnum. „Eins og þú og þínir menn í samgöngugeiranum hafa orðið varir við, em samgöngumál eitt stærsta mál Eyjanna og aðalforsendan fyrir búsetuskilyrðum og eflingu og styrkingu atvinnulífs," sagði Guðjón. Hann sagðist hafa átt nokkra fundi urn Herjólf með ráðherra, fulltrúum samgönguráðuneytis, Vegagerð og Samskipa bæði hér heima og fyrir sunnan. Málin hafa verið rædd í hreinskilni og vinsemd. „En það liggur fyrir að þessir aðilar þurfa að ná samkomulagi um rekstur Herjólfs og framtíðarsýn í að þjónusta sjóleiðina milli Eyja og lands.“ Að mati Guðjóns þarf að leggja áherslu á nokkur atriði og lagði hann nokkrar spumingar fyrir ráðherra. Fyrir það fýrsta að þegar Herjólfur fer í slipp fáist skip sem getur tekið farþega, bíla og vömflutningavagna. „Það er mál sem er hugsanlega hægt að leysa en stóra málið sem gleymdist og þarf að leysa á hverju ári eru þarfir atvinnulífsins," sagði Guðjón og nefndi nokkur fyrirtæki sem hann sagði háð daglegum flutningum. Baldur stærri en Fagranesið Guðjón sagði að Breiðafjarðarferjan Baldur gæti orðið kostur enda væri hann stærri en Fagranesið sem tók við hlutverki Herjólfs á meðan hann fór í slipp. Hann sagði líka að það væri rétt hjá ráðherra að verið er að skoða möguleika á fleiri ferðum með Herjólfi og það væri það sem koma skal. Guðjón spurði ráðherra hvort hægt væri að ljúka samkomulagi eða vilja- yfirlýsingu innan mánaðar um fleiri ferðir með Herjólfi. Hann lýsti yfir ánægju sinni á því sem er gerast í rannsóknarmálum á Bakkafjöm. „Eg tel að við eigum að þrýsta á sam- gönguyfirvöld að flýta rannsókninni. Þá geta menn metið stöðuna og hvað gera þarf. Verði niðurstaðan jákvæð verður að fá fé til framkvæmda á bryggjuaðstöðu í Bakkafjöra. Sam- hliða því verði skoðuð skip sem henta á þessari leið og það yrði tilbúið á sama tíma og framkvæmdum lyki. Farþegafjöldi ræðst af nýtingu á bíladekki Verði niðurstaðan neikvæð eigum við að skoða nýtt skip sem siglir hraðar og tekur meira af bílum og flutninga- vögnum, því í dag liggur það fyrir að fjöldi farþega með Herjólfi stjómast töluvert af nýtingu á bfladekki. Skoða þarf einnig þann valkost hvort svif- nökkvi væri heppilegur með þessari starfsemi hluta ársins og valkostur. Ekki má heldur gleyma því að Heijólfur eða sambærilegt skip er mjög mikilvægt í almannavamaáætlun okkar Eyjamanna.“ Aðrar spumingar vom hvort ráð- herrann ætlaði að beita sér fyrir því að rannsóknir verði unnar mjög hratt og verði lokið innan tveggja til þriggja ára? Er hægt að stofna vinnuhóp sam- hliða rannsóknunum? Hvað líður endumýjun á norður-suður brautinni á Bakkaflugvelli? Guðjón spurði Kjartan Olafsson þingmann (D) hvað liði lokaáfanga í lagningu slitlags á veginn niður að Bakkaflugvelli. Næst gerði Guðjón hækkun flugfar- gjalda að umtalsefni og sagði að um leið hefðu flugsamgöngur hætt að vera almenningssamgöngur. „Ráðherra byggðamála, Valgerður Sverrisdóttir, var hér á fundi í haust og ég beindi spumingu til hennar um þennan kostnað og möguleika á stofnun jöfnunarsjóðs eða beinum niðurgreiðslum fargjalda. Er þetta ekki mál sem samgönguyfirvöld og byggðamálayfirvöld eiga að skoða betur? Mestöll uppbygging þjónustu er á höfuðborgarsvæðinu og það er mjög kostnaðarsamt að sækja hana með flugi og það er ljóst að þeir sem ferðast mikið með flugi í dag eru að ferðast á kostnað þriðja aðila eins og ég og fleiri. Þá er eðlilega spurt: Af hverju ferðu ekki með Herjólfi. Efég væri ömggur með tvær ferðir þá daga sem fundað væri kæmist maður heim samdægurs, en tíminn er oft dýr- mætur. Því spyr ég; fyrirhugað er útboð á flugi til Homafjarðar. Er ekki von á því að niðurstaða þess útboðs marki ákveðnar breytingar og hugsan- lega aðkomu ríkisins að gjald- skrármálum í flugi. Þar á ég við niðurgreiðslu sem myndi sérstaklega nýtast landsbyggðinni. Ef ekki, telur þú að samgönguyfirvöld og yfirvöld byggðamála geti náð saman um að- komu að málinu, til að tryggja lægri og fjölskylduvænni flugfargjöld?“ spurði Guðjón að lokum. Grípur ekki inn í samkeppni Sturla svaraði því til að á meðan tveir berjast um farþegana í flugi eins og nú er á leiðinni Reykjavík - Vestmanna- eyjar gæti rfldð lítið gert. Hvað byggðasjónarmiðin varðaði sagðist hann ætla að koma þeim á framfæri. Spumingunni um svifnökkvann svaraði Sturla þannig að mikilvægt væri að menn væru stórhuga þegar leitað væri nýrra leiða í samgöngum. Um Bakkafjöru sagði Sturla að skipaður yrði vinnuhópur þar sem Vestmannaeyingar fengju sinn full- tiúa. „Rannsóknir taka langan tíma enda erfitt og flókið verk sem ekki er fordæmi fyrir annars staðar. Er þetta risavaxið verkefni. Ami Johnsen kom næst í pontu og upplýsti að áætlað væri að koma upp halla- og aðflugsljósum á norður- suðurbrautina sem þýddi að hægt væri að fljúga næturfiug á báðum brautum flugvallarins. Það var athyglisvert sem kom fram hjá Ama þegar hann sagði að Bakkaflugvöllur hefði aldrei verið inni á flugmálaáætlun og farið framhjá kerfinu. Er það ekki síst athyglisvert því farþegar sem fóm um völlinn á síðasta ári vom nærri 20.000 þannig Fréttir að hann hlýtur að vera eitt verst geymda leyndarmál kerfisins. Flug í uppnámi Um flug til Vestmannaeyja sagði Ámi að það hefði verið í uppnámi síðan Flugfélag Islands hætti flugi hingað sl. haust eftir að hafa þjónað Eyjum í hálfa öld. „Það er vitað að íslandsflug vill hætta flugi hingað og lítið flugfélag er að reyna fyrir sér á þessari flugleið. Flug til Vestmannaeyja verður að vera komið í gott horf fyrir sumarið, ef ekki verða Vestmanna- eyingar að taka þessi mál í sínar hendur. Annaðhvort með sínu flugfélagi, Flugfélagi Vestmannaeyja, eða nýju félagi," sagði Ámi. Hann sagði að Vestmannaeyjar væm miðstöð allra samskipta Islend- inga við umheiminn því héðan lægju strengir bæði austur og vestur um haf. Áma fagnaði orðum ráðherra um óbreytta þjónustu á Vestmanna- eyjaradíói eftir að starfsemi strand- stöðvanna verður boðin út, helst þyrfti hún að vera betri. Um þurrkvína sagði Ámi að samið hefði verið við forsætisráðherra, sam- gönguráðherra og fjármálaráðherra um tjármagna framkvæmdina og hefði það verið gert íyrir þremur ámm. Vegna ummæla um samþykktir EES sagði Ámi að víða í Evrópu væm skipasmíðastöðvar ríkisstyrktar. Tók hann Noreg sem dæmi um það. Ekki vill Ámi útiloka að göng milli lands og Eyja verði að veruleika ein- hvem tíma í framtíðinni og minnti á að hluta af sölu Landssímans og Landsbankans hefði átt að nota til bæta samgöngur á landsbyggðinni. Minna sætaframboð færri ferðamenn Páll Pálsson, sem rekur rútufyrirtæki í Eyjum, var ekki með neina tæpitungu þegar hann kom upp. Hann sagði það grátlega staðreynd að ferðamönnum til Vestmannaeyja fækkaði á meðan stöðugt fleiri koma til landsins. „Ástæðan er minna sætaframboð til Vestmannaeyja sem fækkaði um 50% á síðasta ári og stefnir í enn meiri fækkun í sumar. Það sem okkur vantar em ömggar ferðir til Vestmannaeyja. Það kemur sér alltaf illa þegar flug fellur niður síðdegis og það er allt of oft að fólk er að missa af flugi út vegna þess að það er veðurteppt hér í Eyjum. Við emm að tapa ferða- mönnum vegna þess og nú er svo komið að ég veit um eina ferðaskrif- stofu sem hefur tekið Vestmannaeyjar út úr bæklingi vegna erfiðleika í samgöngum. Til þess að hægt sé að tala um ömggar ferðir til Eyja þurfum við að fá tvær ferðir með Herjólfi og þarf seinni ferðin að vera klukkan 18.00 til þess að þeir sem ætluðu með flugi geti farið með skipinu falli flugið niður.“ Um hugmyndina um að Brimrún kæmi staðinn fyrir Heijólf sagði Páll að menn byðu ekki upp á reiðhjól þegar strætó bilar. Hann vill líka láta skoða möguleika á svifnökkva eða skíðabát. Að lokum minntist hann á að í Vestmannaeyjum væm 80 til 90 stórir bílar sem ekki fengjust skoðaðir og hefði svo verið frá áramótum. Magnús Kristinsson, útgerðarmaður og farþegi sem mikið hefur látið til sín taka í umræðum um samgöngumál, talaði um Sturlungaöld í samgöngu- málum Eyjanna. „Þessar40 milljónir sem sparast á útboði á rekstri Heijólfs á að nota til að fjölga ferðum skipsins," sagði Magnús um Herjólf og hélt áfram og tók næst fyrir flugið. „Sturla, láttu ekki stráka með lítið flugfélag sem er með neikvætt eigið fé Það athyglisverðasta við þenna fund er fjöldinn sem mætir. Að 350 manns skuli mæta á föstudagskvöldi á stjóm- málafund auk þess sem nokkur hundmð heimili fylgdust með í beinni útsendingu Fjölsýnar frá fundinum, em skýr skilaboð til stjómmála- manna að samgöngumál em og verða mál málanna hjá Vestmannaeyingum næstu árin. vera að tmfla. Þú átt að klára þetta mál,“ bætti hann við og átti við að flug til Eyja verði ríkisstyrkt. Áslaug Rut Áslaugsdóttir spurðist fyrir um móttöku skemmtiferðaskipa en komum þeirra til Vestmannaeyja hefur fækkað mikið á síðustu ámm. Sjálfstæðisflokkurinn dró lappimar Andrés Sigmundsson gaf Iítið fyrir ráðherrann sem komið hefði tóm- hentur til Eyja. „Ég átti von á að hann kæmi með eitthvað í farteskinu en nú á að setja niálið í nefnd. Það eru mér. mikil vonbrigði. Samskip eru með reksturinn núna en hverjir vom það sem komu okkur í þessa stöðu? Var það ekki Sjálfstæðisflokkurinn sem dró lappimar í málefnum Herjólfs?" spurði Ándrés sem lagði áherslu á að drifið yrði í að kanna með svifnökkva. Næst tók Sturla til máls og var með hálfgerðan útúrsnúning vegna hug- 15 mynda um loftpúðaskip. „Ég vil ekki fara að vekja vonir um loftpúðaskip," sagði Sturla en útilokaði ekki að leigt yrði loftpúðaskip en það yrði að geta þjónað öllum. Honum fannst líka óþarfi að gera starf nefndar, sem á að kanna framtíð samgangna, tortryggi- legt. Um strandstöðvamar áréttaði Sturla að Vestmannaeyjaradíó verði ekki lagt niður á meðan hann fengi einhverju ráðið. Árni Johnsen spurðist fyrir um menningarhús sem áætlað er að verði grafið inn í Nýjahraunið. Sturla sagði að ekkert hefði verið dregið í Iand í þessunr efnum en minnti á að menn- ingarhúsin em hugsuð sem samstarfs- verkefni ríkis og sveitarfélaga. Árni sagði einnig að vegna hugsanlegrar feijuhafnar í Bakkafjöru horfðu rnenn til hliða sem virðast vera á sandströndum eins og á Land- eyjasandi. „Þessi hlið lokast aldrei og er Homafjörður dæmi urn svona hlið," sagði Ámi. Sigla hjá í tugatali Um skemmtiferðaskipin sagði Sturla að mikið væri unnið í því að fá hingað skemmtiferðaskip og væri það gert í samstarfi við bæjarfélögin. Sigurgeir Scheving, sem starfar við móttöku ferðamanna, tók upp þráðinn með skemmtiferðaskipin og sagði að fyrir nokkrum ámm hefði Sigmund teiknað flotbryggju sem hægt væri að nota á Eiðinu til að taka á móti far- þegum sem ferjaðir yrðu frá skemmtiferðaskipum. Hann sagði að enginn áhugi hafi verið fyrir bryggjunni sem þó hefði ekki kostað meira en þrjár milljónir króna. „Eig- endur skemmtiferðaskipa funda einu sinni ári með þeim sem vilja fá þau til sín. Núna verður þessi fundur í Flórída og ég veit til þess að þangað mæta fulltrúar frá Akureyri og ísafirði. Það er ekkert hugað að því að fá hingað skemmtiferðaskip. Hingað komu aðeins Ijögur eða fimm í fyrra en 50 sigldu framhjá,“ sagði Sigurgeir. Það virðist vera djúpt á því að þessi fjögurra og hálfs kflómetra spotti niður á Bakkaflugvöll verði fullgerður að því er kom fram hjá Kjartani Olafssyni. „Ég geri mér grein fyrir sérstöðu Vestmannaeyinga í sam- göngumálum," sagði Kjartan. „En það er ekki gert ráð fyrir fjármagni í veginn fyrr en árin 2004 og 2005 og dugar varla til. Þennan spotta þarf að laga en ég get engu lofað því ég er aðeins einn af sex þingmönnum kjördæmisins. Ég mun samt reyna að stuðla að því að þetta fáist í gegn og ég veit að Vegagerðin hefur mikinn áhuga fyrir því öryggisins vegna." Fleiri spumingar bárust ráðherra en niðurstaða fundarins er fyrst og fremst krafa bæjarbúa um bættar samgöngur. Mest áhersla var lögð á fleiri ferðir með Herjólfi, gerð verði tilraun með svifnökkva, þegar verði hafist handa í að rannsaka möguleika á ferjuhöfn í Bakkafjöru og að flugsamgöngur verði aftur sú samgönguleið sem er á allra færi að nota. Eins og komið hefur fram hér að ofan er ákveðið að hefja rannsóknir í Bakkafjöm á þessu ári og í lokin lofaði ráðherra fjölgun ferða með Herjólfi. Hann útilokar ekki að kanna möguleika á svifnökkva og Herjólfur fer ekki í slipp fyrr en í haust og í stað hans kemur Baldur. Engin bót er í sjónmáli í fluginu og þar verða menn bara að vona. Fjöldinn talar sínu máli Það athyglisverðasta við þenna fund er fjöldinn sem mætir. Að 350 manns skuli mæta á föstudagskvöldi á stjórn- málafund auk þess sem nokkur hundmð heimili fylgdust með í beinni útsendingu Fjölsýnar frá fundinum, em skýr skilaboð til stjómmálamanna að samgöngumál em og verða mál málanna hjá Vestmannaeyingum næstu árin. 12 STURLA Bðvarsson samgönguráðherra í ræðustól. Arnar Sigurmundsson stjórnaði fundi og við hlið hans er Jakob Falur Garðarsson aðstoðarmaður ráðherrans.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.