Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 07.02.2002, Page 16

Fréttir - Eyjafréttir - 07.02.2002, Page 16
16 Fréttir Fimmtudagur 7. febrúar 2002 Vestmannaeyjabær, reynslusveitarfélag í málefnum fatlaðra í fimm ár Samningar um framhald standa yfir HERA Einarsdóttir, félagsmálastjóri, og Hanna Björnsdóttir deildarstjóri í málefnum fatlaðra hjá Vestmannaeyjabæ. Vestmannaeyjabær hefur verið reynslusveitarfélag í málefnuni f'atlaðra frá því í janúar 1997 en þá var gerður þriggja ára samningur við félagsmálaráðuneytið sem var endurnýjaður 2000 til tveggja ára. Fimm ára reynslutíma er nú lokið og samningaviðræður eru í gangi um þessar mundir. Ekki er Ijóst ennþá hver niðurstaðan verður. Hera Einarsdóttir, félagsmálastjóri, og Hanna Björnsdóttir deildarstjóri í málefnum fatlaðra hjá Vestmanna- eyjabæ voru tilbúnar í spjall um það hvað þessi reynslutími fól í sér og hverju hann breytti. „Ríkið hefur stefnt að því að málefni fatlaðra færðust alfarið til sveitar- félaga. Það átti að gerast með laga- setningu um félagsþjónustu sveitar- félaga en hún hefur ekki verið sam- þykkt ennþá á Alþingi. I sumar tók félagsmálaráðuneytið þá ákvörðun að fresta enn frekar yfirfærslu málefna fatlaðra lil sveitarfélaga, þar sem sveitarfélögin telja sig þurfa meiri tíma til að undirbúa yfirtöku. Þeim sveitarfélögum sem nú þegar eru með samninga við félagsmálaráðuneytið var boðið að endurnýja samninga í formi þjónustusamnings við ríkið. Reynslusveitarfélagsverkefninu er lokið og hefur rfkið boðið Vestmanna- eyjabæ að gera þjónustusamning til næstu fimm ára. Reynslusveitar- félögin voru tvö þ.e. Vestmannaeyjar og Ákureyri en þrjú gerðu þjónustu- samninga á tímabilinu, Húsavík, Höfn og Byggðasamlag um málefni latlaðra á Norðurlandi vestra. Fleiri sveitar- félög hafa óskað eftir slíkum samningum," segir Hanna. Þegar þær em spurðar hvemig samn- ingaviðræður gangi. er svarið að þær gangi ekki of vel. „Vestmannaeyjar og Akureyri hafa verið að reka mála- flokkinn með fjármagni frá sveitarfé- lögunum þar sem fjármagnið frá ríkinu hefur ekki dugað og það em ýmsar ástæður fyrir því. Áður fól félagsþjónusta sveitarfélaga í sér heimaþjónustu, liðveislu og ferða- þjónustu fatlaðra. Öll önnur þjónusta við fatlaða var á hendi ríkisins. Samningurinn, sem var gerður, átti að leiða til betri nýtingar á ljármunum og bæta þjónustuna við fatlaða,“ segir Hera. Áður en Vestmannaeyjabær varð reynslusveitarfélag í málefnum fatl- aðra sá Svæðisskrifstofa Suðurlands um þjónustu ríkisins. Sú þjónusta sem Vestmanneyjabær tók við af Svæðis- skrifstofunni var ráðgjöf, stoðþjón- usta, og rekstur heimila og stofnana fyrir fatlaða, í raun öll þjónusta sem Svæðisskrifstofum ber að veita samkvæmt lögum um málefni fatl- aðra. Undir ráðgjöf fellur þjónusta Leikfangasafnsins. Þar er útláns- og ráðgjafaþjónusta ætluð bömum sem þurt'a á aðstoð að halda til aukins þroska. Á Leikfangasafninu er veitt þroska- og leikþjálfun, tekið em þroskamat á Athyglisverð tilraun með svifnökkva í Eyjum 1967: Var þægilegt að ferðast með honum -segir Þráinn Sigurðsson sem tók sér far með honum upp á Landeyjasand Árið 1967 var gerð tilraun með svifnökkva til ferða milli lands og Eyja. Hann var lítill, tæknileg vandamúl komu upp og liunn var ekki gerður til siglinga á opnu úthafí. Það varð sennilega til þess að ekki varð um frekari tilraunir að ræða en þeir sem stóðu að tilrauninni sýndu mikla framsýni og er athyglisvert að nú, 35 árum síðar, eru menn í fullri alvöru að velta fyrir sér möguleikum að nota svifnökkva til flutninga á farþegum, bílum og vörum milli lands og Eyja. Vestmannaeyingum var boðið að taka sér far með svifnökkvanum sem hingað kom í ágúst 1967. Einn þeirra var Þráinn Sigurðsson, sem fór eina ferð upp í sand. Farið kostaði 150 krónur og Þráinn á ennþá farmiðann sem er númer 50 og ýmis gögn sem fylgdu með. Þar er að finna upplýsingar um skipið sem var smíðað af Brithish Hovercraft Corporation, Yeovil Bret- landi, og ætlað til farþegaflutninga. Það flutti 38 farþega í sérstökum klefa en í allt gat skipið flutt 3,1 smálest. Helstu stærðir voru: Mesta lengd 14.8 m, breidd 7.0 m, hæð 4.6 m, þyngd hlaðið 9.1 smálestir, vél 900 hestöfl og hraði 104 km. Þráinn segist vel muna eftir ferðinni með svifnökkvanum í ágústmánuði fyrir 35 árum síðan. „Ferðin var mjög fín og komum við að landi rétt austan við Markarfljót. Fórum við talsvert langt upp á land og gekk allt að óskum. Veður var ágætt en eins og alltaf var nokkurt brim við ströndina," sagði Þráinn. Hann segir að nökkvinn hafi verið staðsettur inni í Friðarhöfn og það reyndist ekki vel. „Sandurinn þama var svo fíngerður og þurr að hann skemmdi hreyflana. Það var engu líkara en að flugvél væri að fara í loftið þegar hann geystist út höfnina hávaðinn var það mikill og endur- kastaðist af Heimakletti. Maður varð samt ekkert var við hávaða inni í nökkvanum og það fór vel um mann. Eg hefði viljað sjá framhald á þessu eins og allir Vestmannaeyingar og íslendingar líka því við erum það nýjungagjamir. Þess vegna er skrýtið að nökkvar skuli ekki hafa komið hingað fyrir löngu. Svifnökkvi væri hrein viðbót við Herjólf og ég vildi sjá einn slíkan eftir nokkra mánuði," sagði Þráinn að lokum. ÞRÁINN með farmiðann góða, á framhlið hans var mynd af nökkvanum en á bakhliðinni ýmsar hagnýtar upplýsingar. bömum og veitt ráðgjöf til foreldra og aðstandenda og stofnana sem bömin tengjast. Ráðgjöf og stuðningur til foreldra og annarra sem tengjast við- komandi er einnig veitt á skrifstofu Félagsþjónustunnar. Til Félagsþjónustunnar er hægt að sækja um stoðþjónustu, s.s. stuðn- ingsíjölskyldur, frekari liðveislu, aðstoð við atvinnuleit, félagslega lið- veislu, ferðaþjónustu og styrki til greiðslu námskostnaðar og verkfæra- og tækjakaupa. Heimili og stofnanir fyrir fatlaða em Þjónustufbúðir að Vestmanna- braut 58a, dag- og skammtíma- vistunin að Búhamri 17 og Kerta- verksmiðjan Heimaey sem er vemdaður vinnustaður. Markmið þjónustuíbúða er að efla sjálfstæði og fæmi íbúanna í því skyni að þeir verði eins sjálfbjarga og ráðandi um eigin hagi og kostur er. í dag- og skammtímavistun er veitt dagvistun fyrir böm á skólaaldri og skammtímavistun fyrir einstaklinga með fötlun til hvfldar, tilbreytingar og til að létta álagi af íjölskyldu hins fatlaða og gera hinum fatlaða kleift að dvelja sem lengst heima. I Kertaverksmiðjan Heimaey er at- vinnustarfsemi sem er sniðin sér- staklega að þörfum fatlaðra sem ekki geta unnið á almennum vinnu- markaði, eða þarfnast sérstakrar þjálfunar og leiðsagnar úl atvinnu á almennum vinnumarkaði. Miðast við staðbundnar aðstæður „Áður en við urðum reynslusveitar- félag þurfti að senda allar umsóknir og sækja ráðgjöf til svæðis- skrifstofunnar. Eftir að mála- flokkurinn var færður á eina hendi þá er þjónustan frekar miðuð við stað- bundnar aðstæður. Við höfum meiri sveigjanleika og getum útfært þjónustuna eftir því hvar þörfin er mest á hverjum tíma,“ segir Hanna. Við höfum bætt þjónustuna eftir að við tókum þetta að okkur. Skamm- tímavistun á Búhamri var lengd úr helgarvist í sjö daga. Einnig var launafyrirkomulagi fatlaðra starfs- manna breytt. Lokunartími Ketra- verksmiðjunar er styttri og þar af leiðandi eiu fleiri vinnudagar. Stærsú þátturinn er að þeir sem nýta þjón- ustuna geta fengið upplýsingar um hana á einum stað,“ segir Hera. Hvernig hefur ríkið staðið við samn- inginn? Ríkið hefur staðið við þá samninga sem gerðir hafa verið. En við höfum verið að bæta þjónustuna. Hér var eitt og hálft stöðugildi þroskaþjálfara 1997 en við erum með fjögur stöðugildi í dag. Einnig hefur öðrum störfum fjölgað úr 15,3 stöðugildum í 17,5. Við viljum að ríkið taki tillit til endurmenntunar starfsmanna og tjölgunar faglærðra. Við höfum verið með námskeið á vegum Fræðslunets Suðurlands fyrir ófaglærða stuðnings- fulltrúa. Námskeiðin eru á vegum Starfsmannafélags ríkisins sem við ásamt Fræðsluneti Suðurlands skipu- lögðum. í haust var 160 klst. námskeið og útskrifuðust sex stuðn- ingsfulltúar héma í Eyjum og nú í febrúar og mars verður síðan boðið upp á 80 klst. framhaldsnámskeið. Skort hefur á að ríkið viðurkenni þann rekstrarkostnað sem fylgir starf- seminni og hefur bæjarsjóður greitt 20% af kostnaði af þjónustunni eða um átta milljónir á ári á reynslu- tímabilinu."

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.