Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 07.02.2002, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 07.02.2002, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 7. febrúar 2002 Fréttir 11 tekjur eru alfarið í íslenskum krónum. Vantraustið Harðar deilur voru um málið í bæjarstjóm og gekk það svo langt að Vestmannaeyjalistinn lagði fram vantraust á Guðjón bæjarstjóra og krafðist þess að óvilhallur aðili yrði fenginn til þess að gera úttekt á peningalegri stöðu bæjarsjóðs. Þetta var eðlilega fellt í bæjarstjóm en athyglisvert er að í bæjarstjóm sam- þykkti Vestmannaeyjalistinn bæði lántökuna og byggingu íþróttahússins sem að ósekju hefði mátt bíða. Eins hljóta kjósendur að velta fyrir sér að því er virðist tilviljanakenndum ákvörðunum, eins og kaupum á skólastofum við Bamaskólann sem em timburhús sem komið var upp við skólann, framkvæmdum á Stakka- gerðistúni, Ráðhúströð og hvaða tilgangi rótið í Bárustígnum á að þjóna. Fleira má eflaust tína til en hvenær hefur Vestmannaeyjalistinn verið með mótbámr? Það er ekki fyrr en skaðinn er skeður að þeir láta eitthvað í sér heyra. Reyndar segjast þeir hafa samþykkt byggingu íþrótta- hússins með ströngum skilyrðum um uppstokkun í fjármálum bæjarins, vitandi að ekki var hægt um vik. Nátengd þessu em skipulagsmál sem oft virðast tilviljunum háð í Vest- mannaeyjum. Er þá oft eins og hagsmunir og vilji einstakra manna sé hafinn yfir allt sem heitir skipulag. Ekki ætla ég að nefna dæmi en skipulagsmálin hljóta að verða eitt af helstu kosningamálunum í vor. Ýmislegt hefur tekist vel Þegar verið er að gagnrýna verður líka að skoða þar sem vel hefur tekist til og þó vissuiega sé hægt að gagnrýna byggingu íþróttahússins miðað við fjárhagsstöðu bæjarsjóðs þá felast tækifæri í svona glæsilegri byggingu. Þegar em lið ofan af tandi farin að sækjast eftir því að komast hingað til að fá tækifæri til að leika í þessu glæsilega húsi. Þetta er akur sem þarf að rækta og stefna þarf að því að hér verði starfandi æfingabúðir fyrir íþróttagreinar eins og handbolta og körfubolta og einnig gæti verið freist- andi fyrir lið í badminton, jafnvel í tennis og ekki síst fimleikum að koma hingað. Aðstaða fyrir allar þessar íþróttagreinar em fyrir hendi í húsinu. Best heppnaða framkvæmd á yfirstandandi kjörtímabili er breyt- ingin á Skanssvæðinu þar sem Staf- kirkjan norska reis og Landlyst var endurbyggð. Stafkirkjan var gjöf Norðmanna í tilefni þúsund ára kristni á íslandi árið 2000 og ríkið borgaði stærsta hlutann af framkvæmdunum. Sjálfstæðismenn eiga ömgglega eftir að nota Skansinn og ífamkvæmdimar þar í kring sem dæmi um framsýni þeirra og framkvæmdagleði. Það er að einhverju leyti rétt en þar nutu Eyjamenn ekki síst Ama Johnsens, fyrmrn alþingismanns, sem átti hug- myndina að stafkirkjunni og kom henni á framfæri við Norðmenn og hann fékk einnig ríkisstjómina til að samþykkja fjárveitingar tii verksins. Þó ekki hafi aliir verið á eitt sáttir þegar framkvæmdimar hófust og á meðan á þeim stóð em þeir ekki margir í dag sem ekki em ánægðir með hvemig til tókst. Enda er Skans- svæðið orðið ein af perlum Eyjanna. Er það gott dæmi um hvað hægt er að gera þegar fæmstu menn em fengnir til að hanna og stjóma framkvæmd- um. Eitt situr þó eftir vegna fram- kvæmdanna á Skanssvæðinu, á það reyndar víða við, sem getur orðið meirihlutanum erfitt að veija, en það er tilhneigingin til að ganga framhjá iðnaðarmönnum í Vestmannaeyjum. Þeir fengu lítið að reyna sig á Skansinum, skólastofumar vom pant- aðar ofan af landi án þess að iðn- aðarmönnum hér gæfist tækifæri á að bjóða í smíðina svo einhver dæmi séu nefnd. Dæmi um rétt vinnubrögð Þróunarfélag Vestmannaeyja er að slíta bamsskónum um þessar mundir en það er dæmi um hvemig svona félög eiga ekki að starfa og hverju fmmkvæði og dugnaður stjómenda getur skilað sér. Mistökin í upphafi vom að halda minnihluta bæjar- stjómar utan við félagið. Það gaf tilefni til tortryggni um leið og félagið varð pólitískt bitbein. Á sama tíma var félagið, sem ekki hafði yfir miklum mannafla að ráða, of hlaðið verk- efhum þannig að lítið varð úr verki. Á miðju kjörtímabili var söðlað um, minnihlutinn fékk fulltrúa í stjóm og Þorsteinn Sverrisson var ráðinn framkvæmdastjóri. Það verður að segjast eins og er að þetta hefur skilað sér í flutningi fyrirtækja til Vestmannaeyja og em íslensk matvæli þar efst á blaði. Eftir ísfélagsbmnann kom til kasta Þró- unarfélagsins sem gerði meira að standa undir væntingum. Fór þar saman duglegur og hugmyndarikur framkvæmdastjóri og samhent stjóm sem Guðjón bæjarstjóri stýrði. Þurfum markvissa stefnumörkun Þama er ef til vill lykillinn að framtíð Vestmannaeyja, að standa saman að verkefnum og leita tækifæra og grípa þau þegar þau gefast. Hægt er að taka undir með Ragnari Óskarssyni (V) þegar hann lýsir eftir framtíðarsýn sjálfstæðismanna. Sjálfur vill hann sjá stefnumörkun sem gæti náð til allra þátta samfélagsins. Gæti það orðið fyrsta skrefið í að snúa þeirri vöm. sem Vestmannaeyjar hafa verið í, í sókn. Stærsta vandamál sem við stöndum frammi fyrir er fækkun undanfarinna ára. Er íbúaíjöldinn kominn niður fyrir 4500 úr tæplega 5000 árið 1995. Takist okkur ekki að snúa vöm í sókn fer að molna utan af ýmissi þjónustu og margt sem okkur þykir sjálfsagt í dag gæti horíið. Þetta gæti átt við hnignun í samgöngum, eins reyndin er þegar orðin, og gæti orðið enn meiri. Þessi þróun er það alvarleg að hún hlýtur að vera hafin yfir alla pólitík. Það ætti að vera sameiginlegt mark- mið næstu bæjarstjómar að beina kröftum sínum í einn farveg og nýta samstöðuna til að marka stefnu í framtíðaruppbyggingu Eyjanna. Má í því sambandi benda á ráðstefnuna Eyjar 2010 þar sem markið var sett á 5000 íbúa í Vestmannaeyjum árið 2010. Þar komu fram athyglisverðar hugmyndir sem em þess virði að vera skoðaðar. Samgöngur mál málanna Brýnasta verkefni dagsins í dag em samgöngumar og þar verða Vest- mannaeyingar að beita öllu afli til að fá þær í lag. Má búast við að þær verði stóra málið þegar kemur að al- þingiskosningunum vorið 2003. Þá verða Eyjamenn að standa saman og veðja á þann kost sem okkur þykir vænlegastur þegar kemur að því að velja okkur þingmenn í nýju og stærra kjördæmi, sem tekur við af Suður- landskjördæmi. Þar duga enga málamiðlanir eða skyndilausnir. Bæjarpólitíkin teygir sig inn á Alþingi Úr því farið er að minnast á alþingis- kosningamar gæti verið forvitnilegt að hyggja að hugsanlegum framboðs- listum og hveija gæti verið hagstætt að sjá þar frá sjónarhóli Eyjamanna. Lúðvík, sem nú situr í öðm sæti á lista Samfylkingarinnar, gæti átt erfitt uppdráttar ef hann ákveður að halda áfram á sömu braut og einbeita sér að landsmálunum í stað þess að fara í sveitarstjómarslaginn í Eyjum. Því þar verða margir kallaðir en fáir útvaldir. Einn þeirra gæti verið Ágúst Einars- son, Sigurðssonar ríka, sem gæti orðið góður kostur fyrir Vestmannaeyjar vegna tengsla hans hingað og upp- mna. Vinstri grænir bjóða ömgglega fram í Suðurkjördæmi og það er ekki ótrúlegt að þar verði Ragnar Óskars- son á lista. Vonandi verður hann sem efst til þess að hann geti haft áhrif. Ármann Höskuldsson, sem senni- lega er á fömm frá Eyjum, hefur trúlega ekki þann pólitíska metnað sem til þarf til að fara í alvöruslag, þó hann eigi fullt erindi í stjómmála- baráttuna, og því ekki vert að gera ráð fyrir honum í líklegu sæti á lista. Isólfur Gylfi Pálmason, sem ásamt Guðna Ágústssyni hefur ræktað garðinn sinn vel hér í Eyjum, gæti orðið að sætta sig við íjórða til fimmta sætið á lista Framsóknar vegna hreppasjónarmiða og nauðsynjar þess að hafa konu sem næst toppnum. Þá verða Eyjamenn að nýta sér Guðna og Hjálmar Ámason sem hefur verið duglegur við að melda sig inn í Eyjum. Sennilega verður staðan sú að færri komast að en vilja hjá Sjálfstæðis- flokknum. Þar hafa Vestmannaey- ingar verið í hálfgerðu limbói síðan Ámi Johnsen hrökklaðist af þingi. Reyndar tóku Drífa Hjartardóttir og Kristján Pálsson smákipp þegar Sturla ráðherra ætlaði að senda okkur hvalaskoðunarbátinn í stað Heijólfs. Það er því mikið atriði fyrir Eyja- menn að koma sér upp eigin manni innan raða Sjálfstæðisflokksins og þar hlýtur Guðjón bæjarstjóri að koma sterklega til greina. Eftir tólf ár í stól bæjarstjóra gjörþekkir hann kerfið sem gefur honum forskot sem gæti nýst okkur vel. Með Guðjón, Ágúst og Guðna á þingi og Ragnar og jafnvel Ármann sem varaþingmenn ætti hagsmunum Eyjanna að vera nokkuð vel borgið á þingi. Omar Garðarsson, ritstjóri. E.s. Heyrst hefur að ísólfur Gylfi sé ekki fráhverfur þeirra hugmynd að verða bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Hann heíur reynslu, var sveitarstjóri á Hvolsvelli um tíma. 'J)fl SVANHILDUR SIGFÚS RAGNAR ARNAR Samgöngur, fjármálin og skólarnir -er meðal þess sem kjósendur segja stóru málin Sparka þessarí gúmmíblöðru út af borðinu Ragnar Guðmundsson, rakari, liggur ekki á skoðunum sínum þegar kemur að bæjarmálunum, helstu mál sem hann telur verða á dagskrá bæjar- stjómarkosninganna í vor eru at- vinnumál, aðhaldsstefna í fjármálum og samgöngumál. „Til að byija með verður að prufa þessa gúmmíblöðm svo hægt sé að sparka henni út af borðinu í eitt skipti fyrir öll,“ sagði Ragnar sem gefur ekki mikið fyrir svifnökkvahugmyndina. „Við verðum að fara að huga að nýjum Herjólfi, stærra skipi og hraðskreiðara." Ragnar vill auka ferðir Herjólfs, sérstaklega í kringum helgar. „Menn þurfa að fara í vissa naflaskoðun, þeir sem em kosnir til að stjóma bænum eiga ekki bara að eyða peningum, líka varðveita þá.“ Eina yfirstjóm yfir gmnn- skólanna Amar Richardsson segir kosningamar vera um rekstur bæjarins og sam- göngumál. „Menn þurfa að huga að breytingum á rekstrarfyrirkomulagi stofnana bæjarins, fella þær niður og láta einstaklinga sjá um reksturinn." Eins vill Amar sjá aukna samvinnu í skólamálum, jafnvel eina yfirstjóm yfir gmnnskólana báða. „Eins mætti sameina tómstundaráð og stjóm íþróttahúsanna," sagði Amar og bætti við að hann vilji að Eyjamenn fari sjálfir út í að gera bryggju í Bakka- fjöm. „Ég sé fyrir mér svipað rekstrarfyrirkomulag og í Hval- flarðargöngunum. „Svo vil ég skora á þá sem em að stilla upp listunum að fá ungt fólk inn sem þorir að segja nei, þorir að gera róttækar breytingar og byggja Vestmannaeyjar upp fyrir framtíðina." Kjósa um fólk, ekki flokka Bættar samgöngur og fleiri atvinnu- tækifæri liggja þyngst á Svanhildi Sigurðardóttur. „Tvær ferðir með Heijólfi á föstudögum allt árið, það er lágmarkskrafa að mínu mati.“ Svanhildur vill ennfremur horfa á aukna þjónustu í kringum Framhalds- skólann. „Af hverju er ekki komið upp heimavist í kringum skólann, líkt og var með Stýrimannaskólann á sínum tíma. Ég hef fulla trú á skólanum og við eigum að nýta okkur hann betur,“ sagði Svanhildur og sagði að lokum að hún myndi helst vilja fá að kjósa einstaklinga, ekki flokka, enda sé það oft þannig að það sé gott fólk á báðum listum. Stoppa sukkið Fjármál bæjarins eru að mati Sigfúsar Scheving það mál sem helst verður til umræðu í komandi kosningaslag. „Fjármál bæjarins eru í lamasessi og sá sem tekur við á gríðarlega erfitt verk fyrir höndum og ég tel hann góðan ef hann nær tveimur kjörtíma- bilum því það er alveg ljóst að aðhaldið sem þarf að fara í gang verður þannig að hver sem verður við stjórnvölinn verður ekki vinsæll." Sigfús telur að næstu fjögur ár fari í

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.