Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 07.02.2002, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 07.02.2002, Blaðsíða 6
6 Fréttir Fimmtudagur 7. febrúar 2002 Arnar G. Hjaltalín formaður Drífanda skrifar: Fjármálin og framtíðin Með því að ná þannig utan um útgjöldin getum við markvisst leyft okkur að verja hluta af fénu sem sparast í þá hluti sem skila okkur arði til lengri tíma. Má þar t.d. nefna séreignarspamað lífeyrissjóða. Þar er gulltryggð leið til að bæta afkomu og lífsgæði til framtíðar. Nú eru mánaðamótin nýliðin, flest okkar búin að fara í bank- ann með reikninga- hrúguna. Eins og venjulega er veskið tómt á eftir. Við reyn- um að sýna aðhald í heimilisútgjöldunum, en alltaf virðist vera jafnlítið eftir. Jafnvel erum við búin að fara yfir hlutina aftur og aftur, hvar er hægt að spara, hvað er óþarfi, hverju er hægt að fresta. I raun er aðeins hægt að gera tvennt í þessari stöðu. Annars vegar að auka tekjur og hins vegar að átta sig hvar útgjöldin liggja með skipulögðum hætti. Og gera síðan spamaðarráðstafanir sam- kvæmt því. Lykillinn að bættum efnahag! Flest okkar vinna of mikið og ekki miklir möguleikar á yfirvinnu nema hluta ársins, skoðum því útgjalda- hliðina. Ein besta leiðin til að hafa stjórn á fjármálum fjölskyldunnar er að færa heimilisbókhald. Með því getum við séð hvar peningunum er eytt, gert fjárhagsáætlanir og mark- visst fundið leiðir til spamaðar. Við náum einnig að fylgjast betur með verðlagi og náum að gera hagkvæmari innkaup. Með því að ná þannig utan um útgjöldin getum við markvisst leyft okkur að verja hluta af fénu sem sparast í þá hluti sem skila okkur arði til lengri tíma. Má þar t.d. nefna séreignarsparnað lífeyrissjóða. Þar er gulltryggð leið til að bæta afkomu og lífsgæði til framtíðar. í upphafi skal endinn skoða Einstaklingur sem aðeins greiðir ið- gjöld í sameignarlífeyriskerfið t.d. Lífeyrissjóð Vestmannaeyja og aðra ágæta lífeyrissjóði getur búist við að fá sem nemur 63% af meðallaunum sínum á mánuði eftir starfslok. Afleið- ing þessa er annars vegar að margir þurfa að vinna lengur en þeir myndu annars óska eða sætta sig við minni lífsgæði eftir starfslok. I mörgum löndum í kringum okkur er áratuga hefð fyrir því að spara í gegnum séreignarlífeyrissjóði fram að starfslokum. Þar er ekki óalgengt að fólk setjist í helgan stein eða minnki verulega við sig vinnu um eða upp úr 60 ára aldri. Nú gefst okkur tækifæri að gera slíkt hið sama með viðbótar- lífeyrisspamaði í séreignarsjóð. Það gefur okkur almennu launafólki val um að setjast í helgan stein fyrr en ella, minnka verulega við okkur vinnu eftir sextugt eða eiga góðan sjóð til viðbótar hefðbundnum Hfeyrisgreiðsl- um. Helstu kostir þessa sparnaðar- forms eru: -Mótframlag frá launagreiðenda -Séreign sem erfist -Iðgjald skattfijálst -Inneign fjármagnstekju- og eigna- skattfijáls -Inneign lækkar hvorki bama- né vaxtabætur -Eignin er ekki aðfararhæf ef til fjár- hagsvandræða kemur -Sveigjanlegur útgreiðslutími -Dvalarheimili aldraðra gera hana ekki upptæka sértu vistmaður þar eins og greiðslur úr sameignarsjóðunum. -Greiðslan dregst ekki frá bótum úr almannatryggingakerfinu Með því að nýta ekki þennan rétt ertu að ávísa á lakari kjör á efri ámm. Þeim ámm sem flest okkar vilja eiga áhyggjulaus eftir annasamt lífsstarf. Stígum fyrsta skrefið I dag heíúr þú tækifæri að stíga fyrsta skrefið í áttina að því að byggja upp betri lífeyrissjóð. Þú getur setið námskeið í ijármálum einstaklings og heimila. Og notað þá þekkingu til hagræðis í þínum íjármálum. Eytt ávinningnum síðan í spamað til framtíðar. Félagsmenn Drífanda og makar þeirra em velkomnir á skemmtilegt og fróðlegt námskeið. Námskeiðið og kynningin á séreignarsjóðunum verður á Hótel Þórshamri í dag annars vegar kl. 16.00 og hins vegar kl. 20.00. Aðgangur er ókeypis, vinsam- lega látið vita um þáttöku hjá Drífanda í síma 481 2356. Amar G. Hjaltalín formaður. Aukið unglingastarf í Hvítasunnukirkjunni Unnið er að því hjá Hvítasunnu- kirkjunni við Vestmannabraut að búa til félagsaðstöðu fyrir ungt fólk í kjallara húsins við Vestmanna- braut. Jóhannes Hinriksson er einn þeirra sem stendur að þessari uppbyggingu auk þess sem hann ásamt fleirum leiðir kristilegt starf ungs fólks hjá kirkjunni. Hann var tilbúinn að segja nánar frá þessum áformum og hvers vegna hann er hingað kominn ásamt eiginkonu síiini. „Eg starfa við það á haustin að reka biblíu- og kristniboðsskóla ásamt breskum kristniboðssamtökum. Skólinn samsvarar haustönn í framhaldsskóla og stendur frá september til desember. Starfið er rekið að hluta til hér á Islandi og að hluta til í Bretlandi en við dveljum yfirleitt þar í mánaðartíma. Við kennum ýmis fög eins og lífsleikni, fög sem tengjast kristnu starfi og Biblíunni, við vonumst til að fá námið metið til eininga í framhaldsskóla. Skólinn hefur verið rekinn sl sex ár og það er kennt á ensku og íslensku. Við fórum til aðalstövanna, sem eru í Suður-Wales, sl. haust og þar er nemendum skipt í hópa en það er mikið lagt upp úr útivist og því að þroska einstaklinginn. Krakkamir búa til fleka, kaðlabrú, fara í íjallgöngu um miðja nótt, synda og eitt og annað. JÓHANNES Hinriksson hefur leitt ungliðastarf Hvítasunnukirk junnar. Þetta hefur verið mjög vinsælt. Hópurinn kom einnig hingað til Vestmannaeyja sl. haust og þá fengum við hjónin löngun til að dvelja hér í nokkra mánuði. Konan mín heitir SigþrúðurTómasdóttir en með okkur komu þrjár stelpur sem voru í skólanum hjá okkur. Tvær þeirra eru við nám í Framhaldsskólanum og ein þeirra er að leita að vinnu. Ástæða fyrir komu þeirra er að þær vildu fá frekari þjálfun í unglingastarfi. Við lítum á þetta sem tímabundna vinnu.“ Jóhannes segir að þau hafi verið með ALFA námskeið en það hefur verið kennt hjá Þjóðkirkjunni. Hvítasunnu- kirkjunni og Veginum. „Þetta námskeið er sett þannig upp að kjami kristinnar trúar er settur fram á nútímamáli. Á námskeiðinu em 15 nemendur og er það haldið að þessu sinni á heimili þeirra hjóna. Þess má geta að lokum að þessa dagana er unnið hörðum höndum að því að ljúka við félagsaðstöðuna og erum við að leita að gömlum sófum og öðm slíku sem gæti komið sér vel fyrir krakkana. Ályktunin sem ekki var borin upp Eftirfarandi ályktun vildi Magnús Kristinsson, útgerðarmaður, að lögð yrði fram á fundinum með samgönguráðherra á fundinum í Höllinni á föstudaginn. Það fékkst ekki í gegn enda var það sam- gönguráðuneytið sem hélt fundinn. En ályktunin var mjög í anda fund- arins og því birtum við hana hér: „Fundur, haldinn í Höllinni Vest- mannaeyjum föstudaginn 1. febrúar 2002, skorar á samgönguráðherra að gera alvöru úr því að koma sam- göngumálum Vestmannaeyinga í þannig ástand að allir íbúar Eyjanna megi vel við una til langframa. Það verði gert með eftirfarandi hætti: Flugmál: Flugsamgöngur verði tryggðar þannig að við fáum reglulegt flug milli Reykjavíkur og Eyja þrisvar á dag, það er morgun, hádegi og síðdegis. Fenginn verði traustur aðili sem hefur yfir góðum flugkosti að ráða. Tryggt verði að verðlag á flugi verði á færi allra, það er að ríkið verði jafnvel að koma hér inn í og greiða það niður. Sjóflutningar: Heijólfur: Samgönguráðherra tryggi að Herjólfur sigli tvær ferðir á dag, sex daga vikunnar nú þegar. Jafnframt verði það tryggt að gjaldskrá verði ekki breytt, fram yfir verðlag. Framtíð Heijólfs: Samgönguráðherra láti ljúka við rann- sókn á feijulægi í Landeyjasandi. Reynist sú rannsókn gefa tilefni til að þar megi koma upp ferjulægi, verði farið í að undirbúa og bjóða út framkvæmdir. Samtímis verði boðinn út nýr Heijólfur sem myndi sigla upp í fjöru. Ef þetta reynist allt gott og blessað getum við hér í Eyjum séð nýjan Heijólf sigla milli Eyja og Bakkafjöru innan fimm ára. Fréttatilkynning: Stebbi og Eyfi með tónlistar- dag á morgun Á vegum menningarmála- nefndar Vestmannaeyja verður haldinn Tónlistardagur með Stebba og Eyfa íostudaginn 8. febrúar. Þeir félagar, Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Ki'istjánsson, munu verða með sjö tónleika á föstu- daginn. Þeir munu spila um morguninn í Framhaldsskólanum og síðan verða þrennir tónleikar í nýja íþróttahúsinu. Fyrir hádegi fyrir leikskólana og síðan fyrir grunnskólana og eftir hádegi ai'tur fyrir leikskólana. Þá munu þeir félagar spila inni á Hraunbúðum fyrir heimilisfólk og starfsmenn og þar á eftir fara þeir og spila á Heilbrigðisstofnuninni. Þar með má segja að þeir Stebbi og Eyfi séu að spila fyrir alla aldurshópa í Vestmannaeyj u m. Sjöundu tónleikamir verða síðan á Prófastinum og eru þeir tónleikar ætlaðir almenningi. Tónleikarnir munu hetjast kl. 21.30 og standa í tvo tíma, aðgimgseyrir er kr. 1.500. Fyrri helminginn niunu þeir spila lög eftir Paul Simon en seinni helminginn munu þeir spila íslensk lög. Menningannálanefnd vill hvetja bæjarbúa til að nýta sér þessa tónlistarveislu og fara og hlusta á Stebba og Eyfa flytja tónlist við allra hæfi. Þrír framboðs- listar í vor? Töluverð umræða er nú innan hóp framsóknarmanna í Vest- mannaeyjum um hvort flokk- urinn eigi að draga sig út úr samstarfi um Vestmannaeyja- listann og bjóða frain undir nafni Framsóknarflokksins. Þessi umræða er ekki síst til konún vegna dugnaðar þingmanna Framsóknarflokksins á Suðurkmdi. en þeir hafa verið duglegir við fundahöld í Eyjum undanfarið. Framsóknarfélagið hélt fund sl. fímmdudag þar sem skipuð var þriggja manna nefnd til þess að fara yfir málin, kanna stöðuna og ræða við fólk sem stendur næst flokknum. Andrés Sigmundsson sagði í samtali við Fréttir að staðan væri galopin og allir möguleikar verði skoðaðir. Andrés er einmitt síðasti Framsóknarmaðurinn sem sat í bæjarstjórn en það eru tólf ár síðan og telja margir tíma til kominn að endurvekja flokkinn. enda sé nú lag til þess að ná manni inn í bæjarstjóm. Snorri Sturluson til Eyja á sunnudaginn Frystitogarinn Snorri Sturluson VE kemur úr sinni fyrstu veiðiferð á sunnudaginn undir merkjum ísfélagsins sem keypti skipið í lok síðasta árs. Skipið hóf þessa veiðiferð 11. janúar og allt hefur gengið vel, er aflaverðmætið rúmar sjötíu millj- ónir. Bæjarbúum gefst kostur á að skoða skipið milli kl. 15.00 og 17.00 á sunnudag og eru allir velkomnir.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.