Fréttir - Eyjafréttir - 03.01.2003, Síða 1
HERJÓLFUR
VETRARÁÆTLUN
Frá Frá
Vcftm.eyjum Þorl.höfn
Mánu-til laugardaaa...08.15 12.00
Aukaferö föstudaga....16.00 19.30
Sunnudaga.............14.00 18.00
Engar feröir eru. jóladag og nýársdag
Ath. séráætlun gildir fyrir Jól og áramót
- HERJÓLFUR
Landfkjtmgar
Upplýsingactmi: 481-2800 * www.herjolfur.it
!
!
!
!
30. árg. 1. tbl. • Vestmannaeyjum 3. janúar 2OT3 • • Sími 481 1300 • Fax 481 1293 • www.eyjafrettir.is
Þrettándagleðin:
Hefst
klukkan
19.00
Ef marka má langtímaspá
Veðurstofu íslands má búast
við að á mánudag verði austan
skælingur og einhver úrkoma
en jólasveinarnir, Grýla og
Leppalúði láta það varla á sig
fá og mæta galvösk á þrett-
ándagleðina.
Hefst hún að þessu sinni
klukkan sjö þegar jólasveinarnir
leggja af stað ofan af Hánni. Að
öðru leyti verður dagskráin hefð-
bundin og verður gengið áleiðis
frá Hánni upp á Malarvöll þar
sem hátíðahöldin fara fram. Þar
koma fram ásamt stórfjölskyld-
unni úr fjöllunum alls kyns tröll
og forynjur ásamt því sem reynt
verður að endurvekja álfadans-
inn. Ennfremur munu Litlu
Lærisveinamir mæta á svæðið og
taka nokkur lög.
NÝJA árið gekk í garð með friðsömum hætti í Vestmannaeyjum en mikiu var skotið upp af flugeldum eins
og myndin ber með sér. Áramótin voru venju fremur róleg hjá lögreglu og hafði gott veður sitt að segja því
einhvern veginn er það nú svo að mannfólkið er rólegra þegar veðurguðirnir eru í góðu skapi.
Tveir áfangar í fræðslumálum í Eyjum:
Símenntunarmiðstöð
og stækkun Hamarsskóla
Mánudaginn 6. janúar nk. verður
tekinn í notkun hluti viðbygging-
ar í Hamarsskóla sem unnið
hefur verið að frá miðju þessu
ísfélagið:
Uppsagnir á flotanum
Yfirmönnum á Guðmundi VE og
Hörpu VE hefur verið sagt upp
störfum. Til stendur að leggja
Guðmundi VE en óvíst er með
notkun á Hörpu VE í framtíðinni.
Friðrik Már Sigurðsson útgerðar-
stjóri segir yfirmenn skipanna vera
með þriggja mánaða uppsagnarfrest
en það standi til að gera skipin út í
vetur. „Við vonumst til að það komi
eitthvað í staðinn en Guðmundur
VE er hátt á fertugsaldri og það
svarar ekki kostnaði að lagfæra
hann. Það er meira í lausu lofti með
Hörpuna. Auðvitað ríkir óvissa hjá
áhöfnum þessara skipa, það er alltaf
svo þegar mönnum er sagt upp
störfum. Við vonumst hins vegar til
að annað skip komi í staðinn," segir
Friðrik.
ári. í þessum áfanga verða teknar
í notkun þrjár nýjar kennslustof-
ur auk þess sem unnið hefur verið
að nokkrum endurbótun í elsta
hluta skólans.
Arnar Sigurmundsson, formaður
skólamálaráðs, segir að með til-
komu nýrra kennslustofa sjái fyrir
endann á einsetningu skólans.
Þennan sama dag verður einnig
undirritaður stofnsamningur fyrir
Fræðslu og símenntunarmiðstöð
Vestmannaeyja. En íbyrjun septem-
ber var samþykkt í skólamálaráði
að hafa forgöngu um stofnun slíkrar
miðstöðvar í Eyjum.
Arnar segir að hlutirnir haft gengið
hratt fyrir sig og tókst að tryggja
þessari nýju starfsemi fjárveitingu á
fjárlögum 2003. „Að undanförnu
hefur sérstök undirbúningsnefnd
unnið hratt að málinu og hefur verið
leitað til skólastofnana, fyrirtækja
og stéttarfélaga um að koma að
starfseminni."
Arnar sagði ennfremur að góð
samstaða hefði einkennt allan
undirbúning að báðum þessum
málum. I tilefni þessa áfanga í
fræðslumálum og menningarmálum
í Eyjum er Tómas Ingi Olrich
menntamálaráðherra væntanlegur
ásamt samstarfsfólki til Eyja á
mánudaginn.
Mótmæla
kvótasetningu
Aðalfundur Skipstjóra og stýri-
mannafélagsins VERÐANDl var
haldinn 27. desember. Var hann
mjög fjölmennur og var einróma
samþykkt tillaga þar sem mót-
mælt er harðlega ákvörðun sjáv-
arútvegsráðherra um kvótasetn-
ingu á keilu, löngu, skötusel og
kolmuna. Fundurinn skorar á
bæjarstjórn Vestmannaeyja og
þingmenn landsins að gera það
sem þarf til að sjávarútvegs-
ráðherra endurskoði ákvarðanir
sínar.
Fjöldi í golfmóti
á gamlársdag
Alls tóku 34 þátt í hinu árlega
Flugeldamóti GV á gamlársdag
og spiluðu 9 holur.
Spilað var með Texas scramble
fyrirkomulagi og öruggir sig-
urvegarar urðu þeir Haraldur
Júlíusson og Óskar Haraldsson á
32 höggum brúttó, eða 30 nettó. I
öðru sæti urðu Sigurður Þór
Sveinsson og Stefán Sævar
Guðjónsson á 36 höggum brúttó,
33 nettó og f þriðja sæti Páll og
Örná 34 höggum nettó.
TM-ÖRYGGI
fyrir fjölskylduna
sameinar öll tryggingamálin
á einfaldan og hagkvæman hátt
- á öllum sviöum!
Bílaverkstæðið
Bragginn s.f.
Flötum 20
Viðgerðir og smurstöð
Sími 481 3235
Rettmgar og sprautun
Sími 481 1535
Skip og bíll
EIMSKIP /^iaí3
sími: 481 3500
sími: 481 3500