Fréttir - Eyjafréttir - 03.01.2003, Síða 9
Föstudagur 3. janúar 2003
Fréttir
9
Ásgeir, Ólafur bróðir hans og Sigurður Ingi Ingólfsson með þrjá bikara
sem ÍBV fékk á árinu 1972.
Myndir Sigurgeir Jónasson.
Ásgeir í leik gegn KR árið 1972.
ÞESSI mynd er frá árinu 1970 þegar ÍBV varð íslandsmeistari í öðrum, þriðja og fjórða flokki í knattspyrnu. Auk þess varð IBV bikarmcistari í öðrum
flokki en þar var Ásgeir meðal leikmanna.
STEFÁN Runólfsson stýrði ÍBV á
þessum árum.
ÁSGEIR í ÍBV búningi.
hjá þeim,“ segir hann.
„Mér gekk bara ágætlega þannig
lagað og spilaði eina 17 leiki á tíma-
bilinu og var að koma inn og út úr
liðinu. En það var nú bara þannig að
það var ekki pláss fyrir tvo leik-
stjómendur í liðinu, annaðhvort spilaði
leikstjómandinn, Paul Breitner eða ég.
Þannig að þegar tilboð kom frá Stutt-
gart fannst mér eðlilegra að fara yftr,“
segir Ásgeir sem einnig fékk tilboð fiá
öðmm liðum í Evrópu. „Það var aldrei
í stöðunni hjá mér að fara annað en til
liðs í Þýskalandi því þar vildi ég sanna
mig og sýna að ég gæti eitthvað."
Toppnum náð
Bestu ár Ásgeirs sem knattspymu-
manns vom án efa á ámnum með
Stuttgart. Með liðinu spilaði hann til
ársins 1990 þegar hann ákveður að
leggja skóna á hilluna. Besta árið er
hins vegar 1984 þegar Stuttgart verður
Þýskalandsmeistari og Ásgeir er
valinn besti leikmaður deildarinnar. Þá
var hann kosinn íþróttamaður ársins
hér heima á Fróni í annað sinn, hið
fyrra var tíu ámm áður, eða 1974.
„Árin með Stuttgart vom virkilega
góð og toppurinn var árið 1984 þegar
við urðum meistarar og þá liðin 32 ár
síðan liðið varð síðast meistari. Það
var því mikil hamingja í bænum og
liðið var komið inn á kortið aftur,“
segir Ásgeir og er sem þetta hafi gerst
í gær þegar hann rifjar upp þessa
skemmtilegu tíma.
„Stuttgart var á þessum ámm með
leikvang sem tók 80 þúsund manns og
það var varla sá leikur að ekki væm
50-60 þúsund manns á vellinum og
því gnðarlega mikil stemning. Síðan
fómm við í úrslit í Evrópukeppni gegn
Napólí einu sinni þannig að þetta var
skemmtilegur tími og mikill upp-
gangur hjá félaginu,“ segir Ásgeir.
Off og tíðum á þessum ámm spmttu
upp í fjölmiðlum í Þýskalandi hug-
myndir þess efnis að Ásgeir myndi fá
þýskan ríkisborgararétt til að geta
leikið með landsliðinu þar ytra. Það
hefur ekkert kitlað að leika með þýska
landsliðinu og fá jafnvel tækifæri til að
leika í úrslitakeppni heimsmeistara-
mótsins? „Nei, ég hafði í raun aldrei
áhuga á því og gat í reyndar ekki
hugsað mér það. En það er engin
spuming um að ég hefði auðveldlega
komist í þýska landsliðið á þessum
tíma. En að verða Þjóðverji í stað
Islendings hvarflaði aldrei að mér og
ég vildi frekar spila fyrir fsland í stað
Þýskalands,“ segir Ásgeir sem spilaði
sinn fyrsta landsleik fyrir Islands hönd
1972 og þann síðasta 1990. Alls lék
hann 45 landsleiki og skoraði í þeim
fimm mörk. Á þessum ámm vom lið
ekki skyldug samkvæmt samningum
leikmanna til að hleypa leikmönnum í
landsleiki eins og tíðkast í dag. Hefðu
reglumar verið öðmvísi í þá daga
væm landsleikir Ágeirs án efa yfir
hundraðið.
Að þekkja sinn vitjunartíma
Ásgeir leggur síðan skóna á hilluna
frægu í maí 1990 eftir glæsilegan
knattspymuferil. Án efa hefði hann
getað spilað f nokkur ár til viðbótar og
átti meðal annars kost á að gera sinn
besta samning sem atvinnumaður. En
var það ekkert erfið ákvörðun að
hætta? „Nei í raun ekki. Það var nú
þannig að 1990 fékk ég tilboð frá
Schalke, sem þá var í 2. deild, og hefði
þá getað gert minn besta samning á
ferlinum. En mér fannst útgöngu-
punkturinn þurfa að vera góður og
þama fannst mér réttur tími til að
leggja skóna á hilluna," segir hann.
„Eg vildi að minningamar um mig
sem leikmann væm góðar en ekki
þannig að ég væri að fara þrepin niður
á við og færi að leika svona la la,“
sagði Ásgeir.
Oft er talað um að góður leiðtogi þurfi
að þekkja sinn vitjunartíma. Varstu
góður leiðtogi, Ásgeir?
„Eg var ekki þannig leiðtogi að ég
skammaðist og rifist mikið við mína
samherja og færi upp á háa C-ið. Ætli
ég hafi ekki verið meiri vinur þeirra.
Ef menn gerðu eitthvað á minn hlut þá
gátu þeir verið vissir um að fá það
borgað þrefalt til baka. Eg lenti aldrei
í neinum vandræðum allan minn feril.
hvorki við forseta félags, þjálfara eða
leikmenn," segir Ásgeir og bætir við.
„í dag get ég gengið inn í alla
klúbbana sem ég spilaði hjá og er
tekið opnum örmum þannig að ég á
einungis góðar minningar frá þessum
ámm,“ segir leiðtoginn Ásgeir.
Heldur þú góðu sambandi við fyrr-
verandi samherja í knattspymunni?
, Já, það geri ég. Það er nú svolítið
fyndið að í dag em margir af mínum
fyrrverandi félögum orðnir þjálfarar
hjá stórliðum úti þannig að það má
segja að ég sé ágætlega tengdur. En
það er alltaf mjög gaman að heyra í
mönnum og fylgjast með hvað er að
gerast í knattspymunni,“ segir Ásgeir.
Eyjamenn þurfa engu að
kvíða
Sumarið 1993 gerði Ásgeir stutta
endurkomu í íslenska knattspymu því
þá þjálfaði hann Fram í úrvalsdeild
karía. Þig hefur ekkert langað til að
fara meira út í þjálfun?
„Eg hugsaði það mál á sínum tíma
en þar sem ég var kominn á kaf í eigin
fyrirtækjarekstur þá sá ég mér ekki
fært að hella mér út í það. Þá hef ég
verið hjá KSÍ í nokkur ár sem ráðgjafi
og það fyllir alveg minn kvóta í
fótboltanum auk þess að vera stjóm-
armaður í Stoke City,“ sagði hann og
þegar hann var spurður að því hvort
ekki væri gaman að loka hringnum og
þjálfa ÍBV, sagði hann:
„Maður veit aldrei hvað framtíðin
ber í skauti sér,“ sagði Ásgeir og hló
við. „En mér líst ágætlega á framtíðina
hjá ÍBV. Það em komnir traustir menn
í stjómina og mikið af ungum og
efnilegum strákum að koma upp. En
það verður við ramman reip að draga
þar sem mikið af reynsluboltum hefur
hætt eins og Hlynur, Tómas Ingi, Ingi
Sig. og Kjartan Antons. en efnivið-
urinn er nægur og Eyjamenn þurfa
engu að kvíða held ég,“ segir Ásgeir.
En ertu eitthvað að sparka í bolta í
dag? „Eg hætti því ekki svo glatt og
spila þrisvar í viku með Lunch United
sem er skipað gömlum kempum úr
fótboltanum hér heima. Síðan hef ég
verið að spila góðgerðarleiki í
Þýskalandi með gömlum samherjum,
ætli ég hafi ekki spilað sjö leiki núna
sl. sumar. Það er alltaf jafn gaman,"
segir hann. En meðal þeirra sem
Ásgeir spilar með í góðgerðarleikjum
í Þýskalandi er þýski landsliðsfyrir-
liðinn fyrrverandi, Jörgen Klinsmann.
Ertu alltaf sami Eyjapeyinn? ,Já, ég
verð alltaf Eyjapeyi - það er ekki
spuming,11 segir Ásgeir Sigurvinsson
að lokum.
Skapti Öm Ólafsson.