Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 03.01.2003, Side 15

Fréttir - Eyjafréttir - 03.01.2003, Side 15
Föstudagur 3. janúar 2003 Fréttir 15 hefur einnig gefið það í skyn en þess má geta að Ingi á aðeins tvo leiki í að ná 200 leikjum fyrir ÍBV í efstu deild og hlýtur að vera freistandi fyrir bæjarstjórann að ná því takmarki. Yngri flokkamir Eins og undanfarin ár var fátt um fína drætti hjá Eyjapeyjunum en ár og öld eru síðan titill skilaði sér í hús ef frá er talinn Shellmótstitill sem sjötti flokkur náði í um árið. Annar flokkur karla lék í B-riðli í sumar eftir að hafa fallið árið áður. Stöðugleiki var eitthvað sem var ekki að flækjast fyrir þetta árið enda var árangurinn betri á útivöllum en á heimavelli. Liðið endaði í fimmta sæti af átta liðum en eitt lið var áberandi lélegast, Stjaman, á meðan önnur lið börðust um efsta sætið. Árangurinn í bikarkeppninni var hins vegar mjög góður því þrátt fyrir að vera í B-riðli þá tókst liðinu að komast alla leið í undanúrslit eftir að hafa sigrað IR og Leikni. I undanúrslitum mætti liðið KR og fór leikurinn fram á Þórsvellinum. Til að gera langa sögu stutta þá endaði leikurinn með 2-2 jafntefli og því þurfti að framlengja. Þar tókst hvorugu liði að skora og fengust úrslit því í vítaspymukeppni. Þar skomðu KR-ingar fjögur mörk en IB V aðeins eitt og komst vesturbæjar- liðið því áfram. Þriðji flokkur spilaði sitt annað ár í B-riðli eftir að hafa verið í A-riðli árin þar áður. Gengi liðsins var sæmilegt en IBV endaði sumarið í sjötta sæti af átta liðum. Riðillinn skiptist í þrennt, efst vom þijú lið sem börðust um efsta sætið svo kom ÍBV ásamt tveimur öðmm liðum og KA og Leiknir vom áberandi slökust. I bikarkeppninni féll IBV úr leik í íyrstu umferð þegar liðið tapaði fyrir FH. I fjórða flokki karla sendi IBV bæði A- og B-lið en liðin spiluðu bæði í B- riðli. A-liðið endaði í þriðja sæti af tíu liðum, með jafnmörg stig og liðið í öðm sæti sem hlýtur að teljast góður árangur. B-Iiðið endaði hins vegar í frmmta og neðsta sæti og þar sem samanlagður árangur A- og B-liðs telur, þá komst ÍBV ekki j úrslit. í fimmta flokki sendi ÍBV A-, B-, C- og D-lið í íslandsmótið. A-liðið endaði í áttunda sæti af tíu liðum, B- liðið endaði í því sjötta, C-liðið í áttunda og D-liðið í sjöunda og komust liðin ekki í úrslit. Einnig tóku strákarnir þátt í Esso-mótinu sem haldið er á Akureyri og náði A-liðið bestum árangri eða níunda sæti. Sjötti flokkur karla tekur árlega þátt í nokkmm mótum, svo sem PoIIamóti KSÍ. Lotto-mótinu sem haldið er á Akranesi og að sjálfsögðu Shell- mótinu. Engir titlar unnust en á Shell- mótinu náði C-liðið bestum árangri, spilaði til úrslita en tapaði naumlega fýrir Fylki. Auk þessara flokka var ÍBV með sjöunda og áttunda flokk. Knattspyma kvenna -Meistaraflokkur Eftir stöðuga framför kvennaliðs ÍBV undanfarin ár var komið að því að missa taktinn en það gerðist svo sannarlega sumarið 2002. í heildina var árangurinn kannski ekki svo slakur en ytri atburðir urðu til þess að liðið náði aldrei að sýna sínar bestu hliðar og íyrir vikið er óhætt að segja að liðið hefði getað betur. Fjórða sætið og undanúrslit í bikamum er reyndar betra en oft áður en í deildinni var það aldrei spuming hver myndi landa titlinum. KR var einfaldlega með allt of sterkt lið fyrir íslensku deildina. Strax eftir tímabilið lét Heimir Hallgrímsson þjálfari af störfum og í stað hans var ráðin Elísabet Gunnars- dóttir. Þá var gengið frá öllum leik- mannamálum liðsins á haustmánuðum og allt var á réttri leið. Auk Heimis fór íris Sæmundsdóttir, fyrirliði liðsins í bameignarfrí og Ásthildur Helga- dóttir hvarf á braut. Michelle Barr sneri aftur og tók með sér Rakel Hamill en báðar em þær skoskir landsliðsmenn. Einnig léku með Iiðinu Laufey Ólafsdóttir og Rakel Loga- dóttir. Undirbúningstímabilið gekk ágætlega fyrir sig og í deildar- bikamum lék liðið í B-riðli og endaði þar í þriðja sæti. Fyrsti leikur liðsins í íslandsmótinu var svo á útivelli gegn Breiðabliki. Liðið tapaði þeim leik, nokkuð sem þurfti ekki að koma á óvart en það gerði hins vegar tapleikur á heimavelli gegn nýliðum Grindavíkur. I kjölfarið íylgdi svo eftir tap gegn Val á Hlíðar- enda og liðið sat á botni deildarinnar eftir fyrstu þrjár umferðimar og mönnum hætt að lítast á blikuna. En í kjölfarið fylgdu fjórir sigurleikir í röð og sá stærsti var án efa sigurleikur gegn KR á útivelli í sjöttu umferð. Sá leikur vannst 2-4 og fram að því hafði KR unnið alla sína leiki án þess að fá á sig mark. Reyndar fór svo að KR fékk á sig aðeins tvö mörk í viðbót út tímabilið þannig að ÍBV skoraði 67% af þeim mörkum sem KR fékk á sig. En svo var komið að heimaleik gegn Breiðabliki, sá leikur tapaðist 0-1 og því hefúr ÍBV ekki enn tekist að sigra Breiðablik í íslandsmótinu. ÍBV endaði tímabilið í fjórða sæti af átta liðum, töluvert á eftir efstu liðunum en nokkuð frá botnliðunum. í bikarkeppninni komst IBV alla leið í undanúrslit en þar mætti liðið Val á útivelli. Þá hafði Elísabetu verið sagt upp störfúm og lætin í kringum liðið komu að sjálfsögðu niður á leik þess. ÍBV tapaði fyrir Val 3-0 og verður því að bíða enn um sinn eftir því að komast í úrslitaleikinn. Tímabilsins 2002 verður því miður fyrst og fremst minnst fyrir þær sakir að þjálfarinn var rekinn og fjaðrafokið sem íkjölfarið fylgdi. Þetta sumar var erfitt í knattspymunni, báðir þjálfarar meistaraflokkanna voru reknir og félagið skaðaðist út á við. I kvennaboltanum leit allt mjög vel út framan af, leikmannahópurinn var klár löngu fyrir mót en hvar hlutimir fóm úrskeiðis er eríitt að henda reiður á og hverjum er um að kenna verður lík- lega aldrei skorið úr um. Nú hefur Heimir Hallgrímsson hins vegar tekið að sér meistaraflokkinn að nýju og hefur hann fengið góða menn í lið með sér til að skipa knattspymuráð. Það er því vonandi að uppbygg- ingarstarf Heimis undanfarin ár, komist aftur í gang tímabilið 2003. Yngri flokkamir Annar flokkur kvenna hefúr undan- farin ár borið höfuð og herðar yfir aðra flokka ÍBV í knattspymunni enda hefur flokkurinn lfldega skilað flestum titlum. Reyndar skilaði liðið ekki titli árið 2001 og árið 2002 fór nánast á sama veg. I íslandsmótinu lék liðið í A-deild og var í toppbaráttunni. Sumarið fór reyndar ekki vel af stað, slysalegt tap í fyrsta leik gegn Stjömunni vakti stelpumar af væmm blundi. En í kjölfarið kom gott gengi og liðið tapaði eftir það aðeins stigum gegn liðunum fyrir ofan, Breiðabliki og KR. Þessi þrjú Iið vom áberandi best í Islandsmótinu og skám sig nokkuð úr en KR fagnaði íslands- meistaratitlinum í lokin. I bikarkeppninni komst ÍBV þriðja árið í röð í úrslitaleikinn. Árið 2000 vann IBV bikarinn en sumarið 2001 tapaði liðið gegn Val í úrslitaleiknum. Sumarið 2002 lék liðið til úrslita gegn KR og úrslitaleikurinn var æsispenn- andi þrátt fyrir frekar erfið skilyrði. Svo fór að KR vann leikinn 2-3 eftir framlengdan leik. Þriðji flokkur kvenna lék í A-riðli eins og undanfarin ár. Af sjö Iiðum í riðlinum. endaði ÍBV í fjórða sæti en liðið virtist aldrei ná sér almennilega á strik á heimavelli. Liðið komst þar með ekki í úrslit en tvö efstu liðin spiluðu þar. í fjórða flokki tefldi ÍBV fram bæði A- og B-liðum. Bæði lið spiluðu í A- riðli íslandsmótsins en þar endaði A-liðið í níunda sæti af ellefu liðum og B-Iiðið endaði í þriðja sæti og komst þar með í úrslit. Þar lék liðið í riðli með Breiðabliki og Keflavík en IBV tapaði gegn Breiðabliki en sigraði Keflavík. Fimmti Ilokkur kvenna lék svo í Hnátumóti KSI þar sem markmiðið er líkt og í Pollamótinu að leyfa öllum að vera með og enginn er sigurvegari. Auk þess að taka þátt í Islands- mótinu tóku flokkamir þátt í hinum ýmsu mótum, m.a. Vöruvalsmótinu hér í Eyjum en þar sigraði ÍBV í 5. flokkí A-, B- og C-liðum auk þess sem sjötti flokkur A- og B-liða fékk silfurverðlaun. KFS Sumarið hjá KFS var heldur betur eftirminnilegt og ljóst að liðið er í stöðugri framför hjá Hjalta Kristjáns- syni, þjálfara til ellefu ára. KFS samanstendur af Framherjum og Smástund, en þetta var fimmta árið sem liðin senda sameiginlegt lið til keppni í Islandsmótinu. Síðustu þrjú ár hefur liðið komist í úrslit 3. deildar og hefur árangurinn þar verið stig- Það var öllum ljóst sem að knattspymunni störfuðu að fyrir höndum ætti meistara- flokkur karla mjög erfítt tímabil sumarið 2002. Árið áður hafði verið farið út í aðhaldsaðgerðir, þannig að leikmannahópurinn var þá að mestu Eyjamenn, ungir sem aldnir. 2001 náði liðið hins vegar öðru sæti í deildinni og ljóst að erfitt væri að fylgja þeim árangri eftir eða jafnvel bæta hann. Liðið var í basli nánast allt sumarið, fallbaráttan var reyndar óvenju hörð þetta árið. vaxandi. Fyrsta árið féll liðið út í átta liða úrslitum, árið þar á eftir í undan- úrslitum og það var því í rökréttu framhaldi að liðinu tókst að tryggja sér sæti í 2. deild að ári. Það gerðu KFS menn með glæsibrag, unnu deildina eftir skrautlegan úrslitaleik gegn Fjölni á heimavelli þeirra og eftir sumarið stendur árangur KFS upp úr þegar litið er yfir knattspymuna í Eyjum sumarið 2002. Eins og áður var samvinnan við stóra bróður, IBV, nokkur á árinu og fékk liðið lánaða leikmenn sem komust ekki að hjá efstudeildarliðinu. Auk þeirra skipuðu liðið reynsluboltar úr knattspymuheiminum og uppaldir strákarhjá KFS. í ár lék liðið í A-riðli og var það mál manna að sá riðill væri einn sá sterkasti í 3. deildinni en þar em alls fjórir riðlar. Þegar á leið var ljóst að baráttan stóð fyrst og fremst á milli Fjölnis, KFS og Árborgar en efstu tvö sætin gefa sæti í úrslitum. KFS var svo gott sem búið að tryggja sér sæti í úrslitum þegar fimm umferðir vom eftir en menn slökuðu fullmikið á og aðeins náðust þijú stig úr síðustu fimm leikjunum. En það dugði og því endaði KFS riðlakeppnina í öðm sæti þriðja árið í röð. í átta liða úrslitum mætti liðið svo Magna frá Grenivík, en Magni hafði unnið Norðurlandsriðilinn nokkuð ömgglega. KFS vann fyrri leikinn 4- 0 á heimavelli en tapaði seinni leiknum 2-1 og var þar með komið í undanúrslit. Þar mætti liðið Leikni frá Fáskrúðsfirði sem hafði nokkuð óvænt slegið út Reyni Sandgerði. Fyrri leikur liðanna fór fram fyrir austan og þar sigraði KFS 2-3 eftir að hafa lent undir strax á áttundu mínútu. Þar með héldu líklega flestir að KFS væri búið að tryggja sér sæti í 2. deild að ári enda var aðeins heimaleikurinn eftir. Annað kom á daginn, seinni leikurinn var spennandi frá upphafi til enda og endaði hann með eins marks sigri Leiknis og því fór KFS upp um deild á fleiri mörkum skomðum á útivelli. Úrslitaleikurinn var svo leikinn á Fjölnisvellinum og er óhætt að segja að þar hafi mæst stálin stinn. I hálfleik var staðan jöfn 1-1 en í upphafi síðari hálfleiks urðu Eyjamenn einum leikmanni færri og á brattann að sækja. En bæði lið skomðu eitt mark í síðari hálfleik og því þurfti að framlengja. Þar náði KFS yfirhönd- inni á tíundu mínútu en Fjölnismenn jöfnuðu fjórum mínútum fyrir leikslok og því varð að grípa til vítaspymu- keppni. Þar skomðu KFS-menn úr fimm spymum en Fjölnismenn úr fjómm og því varð KFS sigurvegari í 3. deild árið 2002. í bikarkeppninni mætti KFS annað árið í röð efsta liði Símadeildarinnar en árið 2001 vom það Fylkismenn sem þóttu heppnir að sleppa með sigur frá Eyjum. Árið 2002 var það hins vegar vesturbæjarstórveldið sem kom í heimsókn með Eyjamanninn Sigur- vin Ólafsson í broddi fylkingar. Þrátt fyrir ágætis takta þá vom það KR- ingar sem skomðu fyrsta markið og varsterkrangstöðulyktafþví. Svofór að KR-ingar sigmðu 0-4, sanngjöm úrslit hjá Islandsmeistumnum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.