Fréttir - Eyjafréttir - 23.01.2003, Page 2
2
Fréttir
Fimmtudagur 23. janúar 2003
Líkamsárás og
fyrsti stúturinn
Ein líkamsárás var tilkynnt lögrcglu
í vikunni og átti hún sér stað á
veitingastaðnum Lundanum að-
faranótt sunnudags Ekki var um
alvarlega áverka að ræða og kæra
liggurekki fyrir vegna atviksins.
Tvisvar var tilkynnt um skennnd-
ir á eignum til lögreglu í vikunni. Á
mánudag braut einn nemandi
Bamaskólans rúðu í skólanum.
Á þriðjudaginn höfðu tveir
drengir gert sér það að leik að
sþarka í ljósastaura á Stakkagerðis-
túni með þeim afleiðingum að
ljósin slokknuðu.
Fyrsti ölvunarakstur ársins varð í
vikunni en aðfaranótt laugardags.
var ökumaður stöðvaður vegna
gruns um ölvun við akstur og var
hann í framhaldi af því sviptur
ökuréttindum lil bráðabirgða.
Tvö
umferðaróhöpp
Tvö umferðaróhöpp urðu í vikunni.
Hið f'yrr átti sér stað á Vestmanna-
braut á miðvikudag þegai' ekið var á
kyrrstæða bifreið. Hið seinna átti
sér stað á gatnamótum Hlíðarvegar
og Strandvegar á föstudag þegar
bifreið, sem ekið var norður
Hlíðarveg, lenti á bifreið sem ekið
var vestur Strandveg. Ökumaður
annarrar bifreiðarinnar slasaðist
lítils háttar auk þess sem nokkrar
skemntdir urðu á bifreiðunum.
Lögreglan vill minna ökumenn á
að fara varlega í umferðinni og
sérstaklega núna þegar kcilna fer í
veðri og hálkubleltir gætu myndast
á götum.
Smygl í Breka
Á mánudagsmorgun tóku tollverðir
í Vestinannaeyjum varning úr
bifreið sem ekið var frá togaranum
Breka VE. Skipið hafði verið toll-
afgreitt á Neskaupstað á sunnu-
deginum. í bifreiðinni fundust um
50 lítrar af sterku áfengi og um 100
kíló af nautakjöti.
Guðbjörn Armannsson, deildar-
stjóri tollgæslunnar, segir að við
eftirlit tollgæslunnar hafi komið í
Ijós að vörur voru fluttar frá borði í
bifreið þar sem skipið lá í Friðar-
höfn.
Gott starf
Guðrún Jóhannsdóttir, heildverslun
H. Sigmundssonar, hafði samband
við blaðið og lýsti ánægju með starf
ÍBV knattspyrnukvenna. Hún sáað
þær auglýstu þrif ábílum og ákvað
að prófa þjónustuna. „Ég fór með
bflinn niður í Áhaldahús og þær
færðu mér hann heim alveg
glerfínan. Þegar ég kom inn í hann
daginn eftir sá ég að bílinn hafði
ekki einungis verið þrifinn að utan
heldur glansaði allur að innan líka.
Það er allt fínpússað þannig að ég er
mjög ánægð með þjónustuna,"
sagði Guðrún og vildi hrósa unga
fólkinu því það ætti það svo
sannarlega skilið.
Áhersluverkefni
Lögreglan mun í næstu viku vera
með eftirfarandi áhersluverkefni í
umferðinni: Ljósabúnað ökutækja
og ljósanotkun, farsímanotkun við
akstur án handfrjáls búnaðar, útsýni
úr bifreiðum og notkun öiyggisbelta
í akstri.
36 hafa setið fleiri en 100 fundi í bæjarstjórn:
Guðlaugur Gíslason
trónir á toppnum
Áki Heinz, á bæjarskrifstofunni,
lagði fram á a fundi bæjarráðs
tölur um setu manna í bæjarráði
og bæjarstjórn frá upphafi.
Kemur þar fram að alls hafa 36
setið yfir 100 fundi í bæjarstjóm.
Flesta fundi hefur Guðlaugur
Gíslason fyrrum alþingismaður
setið, alls 343 á 37 ára tímabili.
Fyrsta fundinn sat Guðlaugur
1937 og þann síðasta 1974. Ragnar
Óskarsson sem hætti nýverið
afskiptum af bæjarmálunum
Sighvatur VE 81 landaði 860
tonnum af sfld í Vinnslustöðinni
þann 12. janúar. Sfldin var fín og
fór öll í vinnslu og var ýmist flökuð
eða heilfryst.
Sighvatur hefur náð 1400 tonnum
af síld það sem af er árinu en hélt til
loðnuveiða, eftir túrinn góða, þar sem
veðurútlit var ekki gott á sfldar-
miðunum. Hann landaði 900 tonnum
af loðnu í Eyjum síðasta mánudag og
hélt aftur til loðnuveiða.
Kap VE 4 landaði loðnu þann 16.
janúar en alls hefur hún náð 2400
tonnum í janúar. Bræla hefur verið á
miðunum en af þeim sökum fór Kap
inn á Fáskrúðsfjörð og hélt á miðin
aftur á þriðjudag.
Antares VE 18 og Harpa VE 25
lönduðu 700 tonnum hvor í Eyjum á
Eygló í fjórða
sæti og Jóhanna
í sjöunda
Framsóknarmenn í Suðurkjör-
dæmi héldu kjördæmisþing á
Selfossi síðasta laugardag og
ákváðu framboðslista fyrir kom-
andi alþingiskosningar.
Guðni Ágústson, landbúnaðar-
ráðherra, skipar fyrsta sæti listans og
Hjálmar Ámason, alþingismaður,
annað sætið en þeir gáfu einir kost á
sér í þau sæú. ísólfur Gylfi Pálmason,
alþingismaður, sigraði í kosningu um
þriðja sæti og Eygló Harðardóttir,
framkvæmdastjóri Vestmannaeyjum
fékk flest atkvæði í það fjórða.
Vinstri-Grænir hafa ákveðið fram-
boðslista sinn fyrir komandi alþingis-
kosningar. Kolbeinn Óttarsson
Proppé, sagnfræðingur og varaborgar-
fulltrúi, skipar fyrsta sæti listans,
Þórunn Friðriksdóttir, framhalds-
skólakennari, Reykjanesbæ annað
sætið, Ólafía Jakobsdóttir, fv.
sveitarstjóri, Skaftárhreppi, þriðja sæti
og Þorsteinn Ólafsson, dýralæknir,
Selfossi fjórða sæti. Jóhanna
Njálsdóttir, kennari, Vestmanna-
eyjum, skipar sjöunda sæti listans.
kemur næstur með 311 fundi frá
1978 til 2002. Sigurður Jónsson
sveitarstjóri í Garði er í þriðja sæti
með 281 fund frá 1971 til 1990.
Af þeim sem nú sitja í bæjar-
stjórn hefur Arnar Sigurmundsson
setið flesta fundi, alls 211 en hann
kom fyrst inn í bæjarstjórn 1974.
Guðjón Hjörleifsson hefur setið
186 og þann fyrsta 1990 og Andrés
Sigmundsson hefur svo setið 160
fundi, þann fyrsta 1982.
Alls hafa 30 setið fleiri en 100
þriðjudag. Sigurður VE 15 og Guð-
mundur VE 29 vom á loðnumiðunum
en lítið að frétta af veiðum vegna
slæms veðurs.
Huginn VE 55 hefur náð um 4000
tonnum af loðnu í janúar en var ekki í
símasambandi, í gær miðvikudag, og
því ekki vitað um frekari afla.
Bergur VE 44 landaði 1000 tonnum
á Seyðisfirði á mánudag og er kominn
með um 3000 tonn.
Gullberg VE 292 landaði fullfermi,
1200 tonnum, á Akranesi á þriðjudag
og hefur alls fengið um 4200 tonn í
janúar.
ísleifur VE 63 landaði 560 tonnum í
Eyjum 15.janúaroghefurnáðrúmum
2000 tonnum í janúar. Isleifur er á
miðunum.
bæjarráðsfundi frá stofnun þess
1954. Efstur þar er Sigurgeir
Kristjánsson með 786 fundi,
Guðmundur Þ.B. Ólafsson er í
öðru sæti með 696 fundi og í því
þriðja Magnús H. Magnússon
fyrrverandi bæjarstjóri með 663
fundi. Af núverandi bæjarfull-
trúum er það Guðjón Hjörleifsson
sem hefur setið flesta fundi, alls
549, svo Arnar Sigurmundsson
með 414 og loks Andrés
Sigmundsson með 395 fundi.
Suðurey til Noregs
og Huginn til
Rússlands
Suðurey VE hefur verið seld til
Noregs en bátnum hafði verið lagt.
Kaupandinn ætlar að nota skipið milli
fjarða og nýta sem gististað fyrir
starfsmenn fyrirtækis. Skipinu verður
að hluta til breytt og það lagfært í
Vestmannaeyjum.
Stefán Jónsson, yfirverkstjóri
Skipalyftunnar, segir að samningar
við nýja eigendur um breytingar og
lagfæringar á bátnum standi yfir.
Báturinn verður tekinn í slipp,
málaður og lagfærður að hluta til í
Skipalyftunni og vonast Stefán til að
fljótlega verði hafist handa við verkið.
Huginn VE 65 hefur verið seldur til
Rússlands og er lagður af stað
þangað. Fyrirtækið Púdina, sem
keypti skipið, er í Múrmansk og
hyggst gera skipið út til sams konar
veiða og verið hefur, eða á loðnu og
sfld.
Vél í
Blátind VE?
Sigtryggur Helgason, einn for-
svarsmanna endursmíði Blátinds
VE 21, sendi bréf til bæjarráðs
sem tekið var fyrir á mánudag.
Þar byrjar hann á að vitna í
samtal við Andrés Sigmundsson
(B) og Arnar Sigurmundsson (D)
varðandi vél í Blátind VE. „f
Álaborg í Danmörku er til lítið
keyrð 150 hestafla ALFA dísel vél
eins og var í Bláúndi VE í upphafi.
Vélin hefur verið geymd í
upphituðu húsi í rúmlega 20 ár og
verið „tömað“ reglulega samkvæmt
upplýsingum frá umboði vélanna
hérlendis. Áætlað verð er 45
þúsund danskar krónur en líldega er
hægt að fá það lækkað nokkuð.
Einnig er hægt að fá hagstætt
flutningsgjald fyrir vélina hingað.
Óskað er eftir styrk frá Vest-
mannaeyjabæ að upphæð 500
þúsund krónur til þessa verkefnis.
Hér er urn einstakt tækifæri til að
ljúka endurbyggingu Blátinds og
koma honum í algerlega upp-
runalegt horf. Blátindur VE 21 er
nú þegar orðinn glæsilegasti safn-
og sýningargripur sinnar tegundar á
landinu og sem slíkur ómetanleg
verðmæti fyrir komandi kynslóðir."
Bæjarráð fól bæjarstjóra að ræða
við formenn hafnarstjómar og
menningamálanefndar um málið.
Áhugahópur um
bættar samgöngur:
Últekl
áhrifum sam-
göngubóta
Fyrír bæjarráði á mánudag lá
fyrir bréf frá áhugahópi um
bættar santgöngur milli lands og
Eyja þar sem óskað er eftir því
að gerð verði úttekt á félags-
legum og efnahagslegum áhrif-
um samgöngubóta á leiðinni milli
lands og Eyja.
Kemur fram í bréfinu að sam-
bærilegar úttektir hafí verið gerðar
víða um land undanfarin ár, m.a. á
vegum Byggðastofnunar og Vega-
gerðarinnar. Eru rannsóknir tengdar
Hvalfjarðargöngum, Vestfjarða-
göngum og Siglufjarðargöngum
nefnd í þessu sambandi.
Einnig fylgdi með bréfinu
óformlegt tilboð í verkið frá
Byggðarannsóknastofnun Islands á
Akureyri. Nokkuð langur listi
atriða, sem stofnunin telur að þurfi
að kortleggja, fylgir með sem og
áætlaður kostnaður upp á um eina
milljón króna. Ef um semst gæú
Byggðarannsóknastofnun Islands
skilað skýrslu í apríl.
Kynningarblað
Fyrir bæjarráði á mánudag lá fyrir
bréf ífá Kjartani Ólafssyni Vídó þar
sem hann greinir frá því að hann
hyggist ráðast í verkefni að gefa út
kynningarblað um Vestmanna-
eyjar.
Keikósamtökin hafa til sölu
• 6000 ltr. Færanlegur vatns, efna, áburðar, fóður geymslu og eða
ferðatankur með stálramma, sem nýr. Kr.90.000
• 40' Geymslugámur með lofttúðum kr. 150.000
• 15 hp endurbyggður rafmótor. Kr.30.000
• Stór lOOOItr.stórgæða iðnaðar ísskápur. Kr.125.000
• 5,5 metra langur álbátur m. 90hp utanb.mótor með vagni.
Kr.650.000
■ Lítið notuð einangruð vinnustígvél m. Stáltá. Kr.3.500
• "Sailor" skipa neyðarspennugjafi gefur 10,5-32v. Spennu, mætir
GMDSS kr.Alþjóðarkröfum. kr.25.000
• Sjálvirk tilkynningarskylda, skylda í öll skip. Kr.125.000
• Stafræn vatnsheld vikt viktar frá 20gr-90kg. Kr.40.000
• 160 Fenderar stærð 1,4x0,6m. 0,25 m3 kr.5000
• Þráðlaus köfunarsími. Kr.65.000
• 18 gíra gæða fjallahjól. Kr.25.000
■ Spennugjafar 220v? 12v DC
• Hand olíudæla (úr tunnu) Kr.5000
■ Ryðfríar fötur, góðar í matarframleiðslu.
• Beitusíld 30kr.pr kg.
• Færanlegar háþrýstidælur m.bensínvél 4 gallon pr.m. 3200 psi.
Kr.60.000
• Loftpressa fyrir loftverkfæri m. Bensínvél.
• Ryðfrír 12mm. vír mjög liðugur.
■ "Frascold" frystipressa 18m3 á kl.st. 2,2kw. Kr.90.000
• Blýteinn ca. 1200 metrar 2kg. Pr.m. ca. 2tonn.
Upplýsingar bara í síma 481 -3407 eða á mepco@yahoo.com
Bræla tefur
loðnuveiðarnar
FRETTIR
Útgefandi: Eyjasýn ehf. 480278-0549 - Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Sigursveinn Þórðarson,
Guðbjörg Sigurgeirsdóttir. íþróttir: Júlíus Ingason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson.
Prentvinna: Eyjasýn/ Eyjaprent. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47. Símar: 481 1300 & 481 3310.
Myndriti: 481-1293. Netfang/rafpóstur: frettir@eyjafrettir.is. Veffang: http//www.eyjafrettir.is
FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu á Kletti, Tvistinum, Toppnum, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flughafnarversluninni, Krónunni,
ísjakanum, Bónusvídeó, verslun 11-11, Skýlinu í Friðarhöfn og í Jolla í Hafnarfirði og afgreiðslu Hejrólfs í Þorlákshöfn. FRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRÉTTIR
eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.