Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 23.01.2003, Qupperneq 12

Fréttir - Eyjafréttir - 23.01.2003, Qupperneq 12
12 Fréttir Fimmtudagur 23. janúar 2003 Smáar Þvottavél til sölu AEG þvottavél til sölu. Upplýsingar í síma 861-8919/481-3040. Til sölu BMW-316Í, '94 árgerð, svarturskut- bíll ek. 200 þús. Ný tímareim, nýr knastlás, ný viftukúpling, nótur fylgja. ABS og topplúga. Ath. skipti á ódýrari, verð 500 þús. Upp- lýsingar gefur Björgvin í síma 481- 2561 /698-2561. Tapað/Fundið Karlmanns seðlaveski tapaðist á aðfaranótt sunnudags. Upplýsingar í síma 847-4146. Bílskúr óskast Vantar bílskúr eða annað húsnæði undir bíl, fram á vor. Upplýsingar í síma 846-2836. Nudd er heilsurækt! Nudd er lífsstíll! Erla Gísladóttir nuddari Faxastíg 2a Sími: 481 1612 MÚRVAL-IÍTSÝN Umboö í Eyjum Friðfinnur Finnbogason Símar 481 1166 481 1450 AA fundir AA fundir eru haldnir sem hér segir að Heimagötu 24: sun. kl. 11.00 mán.kl. 20.30 Sporafundur, reyklaus þri. kl. 18.00 Nýliðadeild þri. kl. 20.30 Kvennafundur mið. kl. 20.30 reyklaus fundur fim. kl. 20.30 fös. kl. 19.00 reyklaus fundur lau. kl. 20.30 opinn fjölsk.fundur, reykl. Móttaka nýliða hálfri klst. fyrir hvern auglýstan fundartíma. Ath. símatíma okkar, sem eru hvern dag, hefjast 30 mín. fyrir ákveðinn fundartíma og eru 2 klst. í senn. Sfmi 481 1140 Kiwanisfélagar Vegna 30 ára minningar Heimaeyjargossins, - flyst fundurinn semveraáttií kvöld til föstudagskvöldsins 24. janúar kl. 19.30. Þar munu félagarnir og pípulagningarmennimir Svavar Steingrímsson og Guðmundur Sigfússon segja frá sinni upplifun af gosinu í máli og myndum, en þeir voru báðir að störfum í Eyjum meðan á því stóð. Sjáumst á föstudagskvöldið. Stjórn Kiwanisklúbbsins Helgafells. Verkstiórar Aðalfundur Verkstjórafélags Vestmannaeyja verður haldinn sunnudaginn 26. janúar nk. kl. 13.00 í Höllinni - Athugið breytta staðsetningu Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Önnur mál Kaffiveitingar - Mætum vel ---------------------------------Stjórnin HLUTHAFAFUNDUR Útgeröarfélag Vestmannaeyja hf. boöar til hluthafafundar fimmtudaginn 30. janúar 2003 í Akógeshúsinu við Hilmisgötu og hefst kl. 16,00 Dagskrá: 1. Samrunaráœtlun Útgeröarfélags Vestmannaeyja hf. viö ísfélag Vestmannaeyja hf. 2. Önnurmál. Útgerðarfélag Vestmannaeyja hf. Hluthafafundur Stjórn Vinnslustöðvarinnar hf. boðar til hluthafafundar í félaginu þriðjudaginn 4. febnáar 2003 kl. 14.00. í fundarsal á skrifstofu félagsins við Hafnargötu 2, Vestmannaeyjum. FUNDAREFNI: 1. Tillaga frá hluthöfum um stjórnarkjör. í tillögunni felst, verði hún samþykkt, að endi er bundinn á kjörtímabil sitjandi stjómar og varastjómar félagsins, og ný stjóm kjörin fram að næsta aðalfundi. 2. Stjómarkjör, ef tillaga samkv. 1. tl. verður samþykkt. 3. Önnur mál löglega upp borin. Stjórn Vinnslustöðvarinnar hf. Er áfengi vandamál í þinni fjölskyldu? Al-Anon fyrir ættingja og vini alkóhólista Fundir á þriðjudögum kl. 20.30 Byrjendafundir kl. 20.00 að Heimagötu 24 Snyrtistofa A verslun Skólavegi 6 - 4813330 Fanney Gísladóttir snyrtifrœ8ingur Öll almenn heimilistækja og raflagnaþjónusta. Einar Hallgrímsson Verkstæði að Skildingavegi 13, Sími: 481 3070 Heimasími: 481 2470 Farsími: 893 4506 Samþykkt um bifreiðastæði fyrir stór farartæki í Vestmannaeyjum. Ákveðið hefur verið að bifreiðastæði fyrir stór farartæki í Vestmannaeyjum verði á eftirgreindum afmörkuðum og merktum stæðum í kaupstaðnum sbr. ákvæði reglugerðar nr. 279 frá 1993 um bifreiðastöður í Vestmannaeyjum. Austurbær, austan Kirkjuvegar Tími 1. Leikskólinn Sóli (bílastæði og plan NA við) frá kl. 18.00 - 07.30 2. íslandsbanki (bifreiðastæði sunnanmegin) frá kl. 18.00 - 08.00 3. Svæði milli Litlagerðis og Stóragerðis 4. Svæði norðvestan Ásgarðs, Heimagötu 35 Kirkjuvegur til og með lllugagötu 5. ísfélagsplan (Miðstrætismegin) frá kl. 17.00 - 08.00 6. Bílaplan vestan við Kiwanis, Strandv. 54 frákl. 18.00-08.00 7. Faxastígur 36 vestan megin, Tvisturinn 8. Bifreiðastæði norðan lllugagötu 30 9. Svæði milli Safnahúss og Alþýðuhúss 10. Svæði þar sem gamli austurslippurinn var 11. Bílaplan sunnan Náttúrugripasafns frá kl. 17.00 - 08.00 12. Bílaplan á svæði smábátaaðstöðu Bifreiðastæði ofan Kirkjuvegar 13. Dælustöð við Löngulág (norðan- og sunnanmegin) 14. Bílaplan norðan Framhaldsskólans frá kl. 18.00 - 07.30 Vesturbær 15. Dverghamar vestanmegin (fyrri uppkeyrsla að vestan) 16. Goðahraun (botnlangi vestan verslunar) 17. Bifreiðastæði við Áshamar 75 18. Malarsvæði sunnan Þórsvallar. Æskilegt er að stórum farartækjum sé lagt þannig að þau geti ekið beint úr stæði (að ekki þurfi að bakka þeim úr stæði). Nánari útfærsla (götukort) liggur frammi á lögreglustöð að Faxastíg 42. Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum Fréttatilkynning um húsaleigubætur Vakin er athygli á því að skv. lögum um húsaleigubætur geta íbúar í öllum sveitarfélögum sótt um húsaleigubætur. Markmið laganna er að lækka húsnæðiskostnað tekjulágra leigjenda og að draga úr aðstöðumun á húsnæðismarkaðnum. Húsa- leigubætur greiðast þeim sem leigja íbúðarhúsnæði til búsetu og eiga þar lögheimili. Það eru skilyrði húsaleigubóta að húsa- leigusamningur um viðkomandi húsnæði sé til sex mánaða eða lengri tíma og að honum hafi verið þinglýst, þ. e. ef viðkomandi íbúð er ekki í eigu sveitarfélagsins. Með íbúðarhúsnæði er í lögunum átt við venjulega og fullnægjandi heimilisaðstöðu a.m.k. eitt svefnherbergi ásamt séreldhúsi eða eldunaraðstöðu og sérsnyrtingu. Almenna reglan er að húsaleigubætur greiðast ekki vegna leigu á einstaklingsherbergjum eða ef eldhús og snyrting er sameiginleg öðrum. Þó eru greiddar húsaleigubætur til fatlaðra einstaklinga á sambýlum og til námsmanna á framhalds- eða háskólastigi sem leigja herbergi á heimavist eða á stúdentagörðum, enda eru námsmenn undanþegnir skilyrði um lögheimili. Sveitarfélagi er heimilt að greiða húsaleigubætur til leigjenda sem búa þurfa tímabundið í öðru sveitarfélagi vegna veikinda umsækjanda eða fjölskyldu hans. Heimildarákvæði þetta getur ekki átt við í þeim tilvikum þar sem umsækjandi á rétt á vaxtabótum og lágmarksleigutími er hér einnig sex mánuðir, sbr. 2. og 3. tölul. 6. gr. laganna. Umsókn um húsaleigubætur skal hafa borist eigi síðar en 16. dag fyrsta greiðslumánaðar. Berist umsókn seinna verða húsaleigubætur ekki greiddar vegna þess mánaðar. Sækja þarf um húsaleigubætur fyrir hvert almanaksár og gildir umsóknin til ársloka. Frá 1. janúar 2002 var skattlagning húsaleigubóta felld niður. Nánari upplýsingar er hjá félagsþjónustunni í síma 488-2000. Umsóknareyðublöð fást í afgreiðslu Ráðhússins

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.