Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 06.02.2003, Side 1

Fréttir - Eyjafréttir - 06.02.2003, Side 1
HERJÓLFUR VETRARÁÆTLUN TIR 30. árg. • 5. tbl. • Vestmannaeyjum 6. febrúar 2003 • Verð kr. 180 • Sími 481 1300 • Fax 481 1293 • www.eyjafrettir.is Styrking krónunnar gagnvart dollaranum hefur komið illa við marga sem standa í útflutn- ingi. Dollarinn hefur lækkað úr tæpum 102 krónum niður í 75 krónur á einu ári. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, Binni, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar segir þetta hafa haft slæmar afleiðingar í för með sér. „íslenska krónan hefur styrkst mikið undanfarið og við vitum ekki út af hverju og hrein- lega skiljum þetta ekki.“ Binni sagði að styrking krón- unnar hafi verið 4% frá áramót- um og 15% síðasta rúma árið. „Þetta þýðir það að tekjur Vinnslustöðvarinnar hafa dregist saman um 550 milljónir króna á milli ára. Þetta hefur náttúrulega gerst á löngu tímabili og jafnast út en það er ljóst að þetta skaðar fyrirtækið, enda lækkar ekkert á móti, t.d. olíuverð hefur ekki lækkað og svo hækkaði fiskverð mikið til landvinnslu á síðasta ári,“ sagði Binni að lokum. Sterkari króna gerir fiskvinnslu erfitt fyrir Ný stjórn í VSV Ný stjórn tók við í Vinnslu- stöðinni eftir hluthafafund félagsins 4. febrúar sl. Samkvæmt upplýsingum Binna fara þeir Magnús Kristinsson og Jón Kristjánsson út úr stjóminni. Jakob Bjamason verður áfram formaður stjómar og Haraldur Gíslason verður varaformaður. Aðrir í stjóm eru Guðmundur Kristjánsson, Gunnar Birgisson og Gunnlaugur Olafsson. Til vara em þeir Benedikt Sigurðs- son og Hjálmar Kristjánsson. Bikarleik- urinn í kvöld Leik ÍBV og Stjörnunnar í undanúrslitum bikarkeppni HSI sem vera átti í gærkvöldi var frestað vegna ófærðar. Leikurinn mun fara fram í kvöld, fimmtudag, kl. 19.30. Em Eyjamenn hvattir til að fjöl- menna í höllina og hvetja stelpumar til sigurs. Hissr Upplýsingatlmi: 481-2800 • www.herjolfur.is Á Rauðagerði var í síðustu viku slegið upp náttfatadegi sem sagt er nánar frá á bls. 4. Frá Frá Vcstm.cyjum Þorl.höfn Mánu-til laugardaaa......08.15 12.00 Aukaferö föstudaga 16.00 19.30 Sunnudaga................14.00 18.00 Vinnslustöðin og Godthaab í Nöf: Kaupa fisk í Færeyium Talsvert hefur borið á hráefnis- skorti í fiskvinnslustöðvum í Eyjum undanfarið og hafa menn gripið til þeirra ráða að kaupa fisk frá Færeyjum til vinnslu hér. Þorsteinn Magnússon, fram- leiðslustjóri Vinnslustöðvarinnar staðfesti í samtali við Fréttir að Vinnslustöðin hafi keypt 23 tonn af ufsa frá Færeyjum nýlega og hafi verið um vissa tilraun að ræða af þeirra hálfu. „Fiskurinn var heldur smærri en við reiknuðum með, megnið af ufs- anum var undir einu og hálfu kílói." Þorsteinn sagði einnig að fiskurinn hefði verið heldur í dýrari kantin- um, sérstaklega miðað við stærðina. Hann sagði ekkert ákveðið með framhaldið og hvort þeir keyptu meira af Færeyingum. „Við munum væntanlega nýta okkur þetta ef tækifæri gefst en það fer eftir ýmsu, verði og gæðum hráefnisins til að mynda,“ sagði Þorsteinn. Aðspurður hvers vegna þessi leið hafi verið farin, sagði hann að í þessu tilfelli hafi verið farið út í þetta til að halda uppi vinnslu. Vinnslustöðin er þó ekki eina fisk- vinnslan í bænum sem hefur keypt af frændum okkar og sagði Einar Bjamason, skrifstofustjóri og einn eigenda Godthaab í Nöf, að þeir hefðu einu sinni keypt hráefni frá Færeyjum og allt útlit fyrir að framhaid yrði á þeim viðskiptum. „Það stóð til að fá aðra sendingu fljótlega en þetta er spurning um veður og aflabrögð, það fer eftir því hvort það gengur upp.“ Einar sagði verðið á fisknum svipað og þeir hafa verið að fá hér á landi og aðspurður um gæðin sagði hann þau talsverð. Einar sagði að nóg væri að gera í Godthaab þessa dagana en um þrjátíu manns vinna hjá fyrirtækinu. Hressir klerkar ó kallakvöldi Mikið fjör var á karlakvöldi ÍBV um borð í Herjólfi og því stjórnuðu klerkar Dómkirkju og Landakirkju. k ________ |BLS. 18 Frábær árangur í hjúkrunarnámi í haust hófu tólf Eyjamenn fjarnám í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Tíu héldu áfram eftir áramót. | BLS. 11&12 TM-ÖRYGGI fyrir fjölskylduna sameinar öll tryggingamálin á einfaldan og hagkvæman hátt - á öllum sviöum! Bílaverkstæðið Bragginn s.f. Flötum 20 Viðgerðir og smurstöð Sími 481 3235 , Rettmgar og sprautun Sími 481 1535 Skip og bíll EIMSKIP sími: 481 3500 sími: 481 3500

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.