Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 06.02.2003, Page 16

Fréttir - Eyjafréttir - 06.02.2003, Page 16
16 Fréttir Fimmtudagur 6. febrúar 2003 Ómar Garðarsson skrifar: Er til leið upp úr táradalnum? I Vestmannaeyjum býr fólk sem flest vill vera hér og er tilbúið til að leggja nokkuð á sig til að svo verði. Gleggsta dæmið um þetta eru við- brögð Gunnlaugs Olafssonar og Haraldar Gíslasonar þegar þeir tóku sig til og náðu yfirhöndinni í Vinnslu- stöðinni sem í haust var orðin skiptimynt á fjár- málamarkaði. Þegar þeir voru spurðir um ástæðuna, svöruðu þeir blátt áfram: -Það er ekki hægt að sjá á eftir Vinnslustöðinni í hendur afla sem hafa engan áhuga á því sem hér gerist. Því hefði fylgt óvissa um framtíð fyrir- tækisins sem er óþolandi fyrir Vestmannaeyjar. Fólk vill búa í Eyjum Reiri dæmi má nefna um fólk sem vill leggja sína peninga í atvinnustarfsemi hér. Þar má Gísla Val Einarsson og Björgu Guðjónsdóttur konu hans sem keyptu allan hótelrekstur Þórshamars ehf., Steindór Ámason og fjölskylda reka nú Skóbúðina, Guðmundur Eyjólfsson og hans fjölskylda tóku við rekstri Bókabúðarinnar í haust og fluttu á nýjan stað og fyrir nokkrum árum byggðu Kristján Oskarsson og fjölskylda þijá lúxusbústaði sem hafa vakið mikla athygli fyrir góðan aðbúnað. Kristján er líka í samstarfi við bræður si'na og frænda að huga að þorskeldi og hafa þeir þegar fengið úthlutað kvóta til verkefnisins. Áð- komumenn keyptu gömlu Fiskiðjuna og aðrir gerðu tilboð í íbúðarblokk sem stendur nánast auð og vilja útbúa hana fyrir ferðamenn. Þröstur Johnsen hefur líka gert tilboð í blokkina en sjálfur rekur hann VlP-íbúðahótel sem býður ferðamönnum upp á fyrsta flokks íbúðir í hjarta bæjarins. Nokkrir ungir menn stofnuðu fyrirtækið Godthaab í Nöf á síðasta ári og þar vinna aðjafnaði 30 manns við vinnslu á fiski. Ásmundur Friðriksson, fiskverkandi í Kútmagakoti, flutti sig um set og er nú kominn í fyrsta flokks húsnæði þar sem vinna líka um 30 manns. Þá má nefna saltfiskverkunina Hlíðardal sem Hörður Rögnvaldsson rekur ásamt fjölskyldu sinni. Er Hlíðardalur, sem starfað hefur í tvö til þrjú ár, ein best búna saltfiskverkun landsins sem selur vöru sína m.a. til Suður-Ameríku. Tengt Hlíðardal er fyrirtækið Þorskur á þurru landi ehf. sem hyggur á eldi á þorskseiðum í Vestmanna- eyjum. Því stýrir ung Eyjakona, Eygló Harðardóttir, sem vakið hefur athygli fyrir góðan undirbúning og metnaðar- fullt starf. Svo má ekki gleyma því að B m m £ ! ij a a D lll **. -V. ER leiðinlegt að vera unglingur í Vestmannaeyjum? Þetta er spurning sem við hin eldri þurfum að leggja fyrir okkur og svarið getur verið bæði já og nei. Þetta verður spurning sem börn dagsins í dag munu spyrja sig að á morgun. bæði ísfélag og Vinnslustöð standa vel og rekstur þeirra er í föstum skorðum. Opnari umræðu Þessi upptalning ætti að gefa tilefni til bjartsýni á framtíð Vestmannaeyja og segja að hér ættu allir sem vildu að hafa næga atvinnu. Því miður er það ekki rétt og nú er atvinnuleysi meira en hér hefur sést í mörg undanfarin ár eðaum lóOmanns. Þetta er mjög alvarlegt ástand sent ekki verður unað við og bregðast verður skjótt við. Átaksverkefni eru góð og gild en þau eru aðeins til skamms tíma þannig að horfa verður á heildarmyndina, sjá hvar skórinn kreppir að og hvað má gera. Fyrir skömmu fengu stjórnmálamenn að finna til tevatnsins í Fréttum. Á fundi stéttarfélaganna í Eyjum með þing- mönnum kjördæmisins var undir- ritaður látinn vita að ekki væru þeir þessu að öllu leyti sammála. Allt var það í góðu enda væri illa fyrir okkur komið ef ekki væri hægt að skiptast á skoðunum án illinda eða að menn fari í fýlu sem íslendingar beita stundum sem vopni í mann- legum samskiptum. Orð eru til alls fyrst og það kom greinilega fram á nefndum fundi að þingmenn hafa nokkrar áhyggjur af því sem hér er að gerast f atvinnumálum og eru tilbúnir að leggja okkur lið. Þennan vilja verðum við að nýta þá þrjá mánuði sem eftir eru fram að kosningum. Þó flestum þyki það ekki nóg væri hægt að byggja upp grunn á þessum tíma sem nægði til stærri og varanlegri verkefna til lengri tíma. Þingmennimir lýstu eftir frumkvæði heimamanna sem er ekki alveg horfið eins og sést af upptalningunni hér að framan. Frumkvæði getur líka falist í opinni umræðu um stöðu mála í Vestmanna- eyjum og gera verður þá kröfu til fulltrúa okkar í bæjarstjóm að þeir verði virkir í þeirri umræðu og sjái til þess að allt stjómkerfi bæjarins verði galopið. Þannig gefst fólki kostur á að fylgjast með málefnum bæjarins um leið og komið er í veg fyrir tortryggni og þref um keisarans skegg. Það má t.d. spyrja sig hvort staða Þróunar- félags Vestmannaeyja væri ekki önnur ef spilin hefðu verið lögð á borðið frá upphafi? Miklar væntingar vom gerðar til þessa félags en nú virðist ekki annað liggja fyrir en að það verði lagt niður. Er það miður því það hafði náð að byggja upp mikilvæg sambönd en nú er orðsporið léttvægt orðið og traustið ekkert. Verði félagið lagt nið- ur, eins og allt bendir til. byrja menn á núlli og þurfa að byggja upp á nýtt. Hvar stöndum við? Verði sú raunin er það eitthvað sem verður að takast á við og þar geta allir komið að. Við verðum að minnast þess að öll bemm við ábyrgð á bæjar- félaginu og ætlum við að byggja upp virðingu Vestmannaeyja á ný er það verkefni okkar allra. Fyrsta skrefið gæti verið að nýta þau sambönd sem við höfum og t.d. gæti verið athugandi að fá Háskóla Islands og fleiri stofnanir til að skilgreina Vestmanna- eyjar og meta stöðu þeirra í fortíð, nútíð og framtíð. Þar gæti orðið til undirstaða til að byggja á til framtíöar. í þessu sambandi má nefna að þegar Vestfirðingum fannst sinn hlutur rýr í byggðaáætlun sem kom út á síðasta ári, gerðu þeir sína eigin byggða- áætlun. Við getum sótt fleira í smiðju Vestfirðinga sem em einstaklega dug- legir að ota sínum tota en þeir koma líka fram með athyglisverðar hug- myndir. Sú nýjasta kemur frá Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra á Isafirði, sem vill virkja náttúmna og fá náttúm- vemdarsamtök í lið með sér. Þeir, eins og við, sitja hjá garði þegar fram- kvæmdir heljast við Kárahnjúka- virkjun, álbræðslu á Reyðarfirði og stækkun álvera í Straumsvík og Hval- firði. Hugmynd Halldórs er að nýta verstfirska náttúm til að skapa fleiri störf í fjórðungnum. Þetta kemur heim við hugmyndir Guðna Ágústssonar. landbúnaðarráð- herra, sem segir að tækifæri Vest- mannaeyja felist í stórkostlegri náttúm Eyjanna. Hann útilokar heldur ekki að gripið verði til sértækra aðgerða fyrir Vestmannaeyjar sem er eitthvað sem þarf að grípa á lofti. Svo aftur sé vitnað í Vestfirði þá hafa þeir og þingmenn þeirra verið duglegir að verja hagsntuni tjórð- ungsins. Hefðu þeir ömgglega ekki setið þegjandi hjá á meðan þúsundir tonna hefðu verið teknar af þeim og flutt annað eins og Vestmannaeyingar máttu þola. En þeir þögðu því straum- urinn lá vestur.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.