Fréttir - Eyjafréttir - 16.04.2003, Page 2
2
Fréttir
Miðvikudagur 16. apríl 2003
Herjólfur
stoppar líka
næsta
þriðjudag
I samningi Vegagerðar ríkisins og
Samskipa er kveðið á um að fella
þurl'i niður ferðir Herjólfs vegna
viðhalds. Samskip lögðu til við
Vegagerð ríkisins og bæjarstjórn
Vestmannaeyja að stoppdagar í vor
yrðu sl. þriðjudag og næsta þriðju-
dag, 29. aprfl.
Á stoppdögum í vor er æflunin að
sinna viðhaldi á aðalvél skipsins,
viðgerð á akkerisvindu ásamt
ýmsum öðrum viðhaldsverkefnum.
í haust verður einnig stoppað í tvo
daga vegna viðhaldsverkefna. Það
er þriðjudaginn 9. september og
miðvikudaginn 17. september. A
meðal verkefna í haust verður
viðhald á vélbúnaði, botnskoðun
o.n. Allar nánari upplýsingar um
ferðir Heijólfs má finna á
heimasíðunni www.hetjolfur.is og á
textavaipi.
Frétiatilkynning.
Rúðubrot í
Hamarsskóla,
einn stútur og
nagladekk
undan
Á sunnudaginn var lögreglu til-
kynnt um rúðubrot í Hamarsskóla.
Brotin hafði verið rúða í andyri
skólans að vestanverðu. Ekki er
vitað hver var þarna að verki og
óskar lögreglan eftir upplýsingum
uni málið.
Einn ökumaður var stöðvaður
grunaður urn ölvun við akstur. Ein
kæra kom fram um helgina vegna
aksturs á móti rauðu ljósi, tveir
fengu sekt fyrir að leggja bflnum
ólöglega og einn var sektaður fyrir
að vera ekki með öryggisbelti.
Lögreglan vill benda eigendum
bifreiða á að þann 15. apríl sl. rann
út heimild til að aka um á nagla-
dekkjum og eru eigendur hvattir lil
að fara yftr á sumardekkin. Búast
má við að síðar í þessum mánuði
muni lögreglan byrja að sekta þá
sem enn verða á nagladekkjum.
Vilja vina-
bæjartengsl við
Götu í Færeyjum
Á fundi menningarmálanefndar
l'yrir skömmu, þeim fyrsta eftir
meirihlutaskipti í bæjarstjóm, kom
frani að nefndin er hlynnt því að
vinabæjartengslum milli Vest-
mannaeyja og Götu í Færeyjum
verði komið á.
Næstu Fréttir
Vegna tíðra frídaga í næstu viku
kemur næsta tölublað Frétta út
lostudaginn 25. apríl. Auglýsendum
er bent á að konta auglýsingum á
ritstjórn Frétta fyrir liádegi á tnið-
vikudaginn.
Xíii'iij
Xé
Xi
Fríðrik Fríðriksson, formaður skólanefndar Framhaldsskólans:
Einn af homsteinum samfélagsins
Friðrik Friðriksson, formaður
skólanefndar Framhaldsskólans í
Vestmannaeyjum, segir aðalatriði
að tryggja það nám sem er í boði,
auka námsframboð og efla skólann.
Lykillinn sé að skólinn hafi hæft
starfsfólk því skólinn verður aldrei
betri en starfsfólkið sem þar er og
þeir fjármunir sem fást til skóla-
starfsins.
„Framtíðin byggir á starfsfólkinu
sem ber uppi starfið, hvort sem það er
faglegs eðlis eða varðar aga og
samskipti við nemendur. Framhalds-
skólinn er einn af homsteinum sam-
félagsins og við verðum að gera þá
kröfu að hann sé öflugur, einkennist af
fagmennsku og við getum treyst því
að bömin okkar fái gott veganesti inn
í framtíðina. Fagmennska og metn-
aður kennara á gmnnskólastigi ásamt
viðhorfum foreldra til náms ræður
miklu um þær kröfur sem hægt er að
gera til nemenda. Öflugur framhalds-
skóli byggist að stórum hluta á þeim
undirbúningi sem börn fá á gmnn-
skólastigi. Þar getum við Eyjamenn
tekið okkur á.“
Friðrik segir að ef skólinn eigi að
eflast enn frekar þá verði hann að
mynda sér sérstöðu. Margir horfi á
fjarnám sem lausn en það sé eins og
með annað nám, það verði að byggja á
þekkingu þeirra sem stjóma því. „Þess
vegna verður að leggja áherslu á að
mennta fólk í því að nýta sér þessa
nýju tækni. Samfélagið sem við lifum
í einkennist af sjávarútvegi. Þar liggur
okkar þekking og við eigum að mynda
okkur sérstöðu á því sviði. Sem dæmi
má útbúa námsbraut fyrir skip-
stjómarmenn sem þeir geta sótt utan af
sjó. Hinn póllinn er að gera skólann
öflugan á náttúmsviði og þá í
tengslum við Náttúmstofu Suðurlands
og Rannsóknastofu fiskiðnaðarins og
Náttúmgripasafnið. Við höfum ein-
stæða náttúm og hægt er að skoða
uppruna lffs á nýju landi samanber
Surtsey og nýja hraunið."
Sérstök kynning á skólanum þarf að
fara fram ef takast á að laða hingað
nemendur ofan af landi, að mati
Friðriks. „Kennarar þurfa að hafa tíma
og ráð til að kynna skólastarfið. Það
þyrfti að útbúa gistiaðstöðu fyrir
nemendur en við höfum nóg húsnæði
og væmm að nýta skólahúsnæði sem
þegar er fyrir hendi. Það em engir
smáfjármunir sem er verið að setja í
uppbygginu á húsnæði annars staðar.“
Friðrik fagnar því sem gert hefur
verið og telur stofnun Visku mikil-
væga. Þá bendir hann á eflingu net-
tengingar skólans og að í skólanum er
komið öflugt innra net fyrir fartölvu-
væðingu. Helstu ógnum telur hann
vera að aldursamsetning fólks í Eyjum
er að breytast. „Meðalaldur er að
hækka og fólki á aldrinum 25 til 35
ára hefur fækkað umtalsvert. Þess
mun gæta eftir um það bil tíu ár í
skólanum. Fjárveiting til hans er í
hlutfalli við nemendafjölda sem þýðir
færri krónur og minna námsframboð
og við þessu þarf að bregðast. Þar af
leiðandi þarf að marka skólanum
sérstöðu."
Af hverju ekki Stýrimannaskóla?
„Nemendum fækkaði mjög mikið á
þeirri námsbraut með breyttu fyrir-
komulagi. Fullorðnir menn sætta sig
ekki við að setjast á skólabekk með 16
ára krökkum eins og krafist er sem
undanfara skipstjómamáms. Ungir
menn fara síður í skipstjómamám þar
sem bátum fer fækkandi og innkoma í
greinina er takmörkun háð. Ég vil sjá
eflingu iðnnáms vegna þess að ég er
viss um að nemendum, sem það vilja
sækja, á eftir að fjölga með þeim
breytingum sem framundan em á
bóknámi á framhaldsskólastigi."
Friðrik segir skólastjóm þurfi að
vinna að því að gera allt skólastarfið
markvissara þannig að kennarar og
nemendur beri virðingu fyrir starfinu
og efli ímynd skólans. „Eitt er að
mætingaskylda var hækkuð í 90 pró-
sent en auðvitað eru vandamál tengd
okkar búsetu þar sem nemendur sækja
íþróttamót upp á land sem og ýmsa
aðra þjónustu. Þessar reglur em samt
sem áður raunhæfar og sem stjómandi
fyrirtækis gæti ég ekki sætt mig við að
starfsmaður væri frá vinnu einn dag á
hálfs mánaðar fresti. Auðvitað gemm
við þær kröfur til kennara að þeir vinni
að markmiðum skólans," sagði Frið-
rik.
Baldvin Kristjánsson skólameistari Framhaldsskólans:
Hugmyndin er að tengja sérstöðu okkar
líffræði, náttúmfræði og jarðfræði
Framhaldsskólinn í Vestmanna-
eyjum skiptir miklu máli fyrir
samfélagið hér. Tilkoma hans varð
til þess að nemendur þurfa ekki að
sækja nám annars staðar fyrr en
háskóla- eða frekara sérnám hefst.
Baldvin Kristjánsson, skólameistari
Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum,
var spurður út í stöðu skólans í dag,
framtíðaráform og fleira. „Ég myndi
segja að staðan væri á margan hátt
erfið því með færri nemendum dregur
úr möguleikum á námsframboði. Við
erum með stúdentsbrautimar þrjár,
náttúrufræði-, félagsfræði- og mála-
braut. Þá erum við með fyrsta og
annað stig í vélstjómamámi. Grunn-
deild rafiðna er í boði annað hvert ár
en það nám, sem annað nám við
skólann, ræðst af eftirspum. Síðan er
almenn námsbraut ætluð nemendum
sem ekki hafa ákveðið hvaða braut
þeir vilja stefna á í framtíðinni og
nemendum sem ekki hafa náð til-
skildum árangri á grunnskólaprófi. Þá
erum við með starfsbraut fyrir fatlaða
nemendur og einnig allar almennar
greinar til iðnnáms Við höfum nýtt
verknámshúsið vel þ.e. þann hluta
þess sem er fullbúinn. Neðri hæðin er
gjörnýtt fyrir vélstjóranám og málm-
iðnað. Efri hæðin var ætluð undir
kennslu í trésmíði en það vantar öll
tæki og þar af leiðandi notum við
húsnæðið undir annað."
Baldvin segir að ef horft er til fram-
tíðar þá verði kappkostað að halda úti
því námsframboði eins og verið hefur.
„Síðan er spuming að bjóða upp á
eitthvað sem aðrir eru ekki með. Ef
við ætlum að fá fólk annars staðar frá
verðum við að vera með eitthvað
sérstakt. Við höfum rætt það og farið
yfir stöðuna og líklega felst okkar
sérstaða í umhverfinu og náttúru
Eyjanna. Við höfum til dæmis látið
okkur detta í hug að stofnanir eins og
Háskólasetrið, Náttúmstofa Suður-
lands, Hafrannsóknastofnun og þess
vegna Rannsóknastofa fiskiðnaðarins
komi á torfuna til okkar.
Grunnhugmyndin er að þessir aðilar
með sína sérstöðu vinni saman í
tengslum við náttúruna og nemendur
víðs vegar af landinu komi til að sækja
sér menntun á þessu sviði. „Við erum
með fullt af fólki á þessum stofnunum
sem býr yfir mikilli þekkingu og við
höfum gott kennaralið við Fram-
haldsskólann.
Baldvin segir möguleika á stækkun
húsnæðis við Framhaldsskólann fyrir
hendi með, til þess að gera, litlum
tilkostnaði. Það þurfi því ekki að vera
vandamál að koma starfsemi skólans
og fyrmefndum stofnunum fyrir.
„Hugmyndin er að tengja sérstöðu
okkar líffræði, náttúrufræði og jarð-
fræði. Ég tala nú ekki um ef upp-
bygging náttúrugripasafnsins yrði í
tengslum við menningarhúsið þá er
kominn frekari stuðningur við þessa
hugmynd. Krakkar hafa verið að
vinna ákveðin verkefni í tengslum við
hrygningu á loðnu, vöktu yllr því og
unnu frábært starf. Lundaverkefni á
vegum gmnnskólans var stórmerkilegt
þar sem nemendur m.a. könnuðu
hegðun lundans o.s.frv. Hópur nem-
enda tók valáfanga í líffræði hjá okkur
þar sem þau unnu að greiningu og
skráningu á safngripum Náttúmgripa-
safnsins. Þau voru m.a. að skrá steina
og fugla og með fuglagreiningunni
fylgdi lýsing á háttum og lífemi
þeirra."
Þegar Baldvin er spurður hvað þurfi
til að hugmyndin verði að vemleika
segir hann það spumingu um áhuga,
vinnu og peninga. „Ef þessi hugmynd
á að komast í framkvæmd þarf að
kaupa ýmis tæki og tól þar sem þetta á
að vera á vísindasviði. Nemendum
gæti fjölgað við skólann og það hefði
þessi eðlilegu margfeldisáhrif í
byggðarlaginu. Ef skólinn næði að
byggja upp einhveija sérstöðu og
hingað fæm að sækja nemendur ofan
af landi þá verðum við annaðhvort að
vera með heimavist eða fyrirgreiðslu í
húsnæðismálum.
Ég veit ekki hvort fólk er meðvitað
um hvað skólinn hefur mikla þýðingu
fyrir okkur. Þama em tvö hundruð
ungmenni, ég þori ekki að segja hvað
hver leggst á, en það er miklu hag-
kvæmara að kostnaðurinn við skóla-
vist og uppihald liggi hér heldur en
peningamir fari annað. Auk þess er
skólinn hvati þess að fleiri fari í nám
og gefur fleirum tækifæri. Við emm
með tuttugu fastráðna kennara við
skólann, fimm til tíu stundakennara
og þess utan fólk við húsvörslu,
skrifstofustörf og ræstingu. Allt í allt
er þetta fjömtíu til fimmtíu manna
vinnustaður þannig að hann er stór
póstur í byggðarlaginu."
Baldvin segir að í nútímasamfélagi
sé ekkert annað í stöðunni en að fólk
fari í nám. „Kröfumar em allt aðrar en
vom. I vetur var gerð könnun á at-
vinnuleysi og þá kom fram að ungt
fólk var í stærsta hópnum. Þetta fólk
hætti námi á síðasta þensluskeiði og
það missir fyrst vinnu og situr eftir.
Menntun gerir þig samkeppnis-
hæfari,“ segir Baldvin að lokum.
Útgefandi: Eyjasýn ehf. 480278-0549 - Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Sigursveinn Þórðarson,
Guðbjörg Sigurgeirsdóttir. íþróttir: Júlíus Ingason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson.
Prentvinna: Eyjasýn/ Eyjaprent. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47. Símar: 481 1300 & 481 3310.
Myndriti: 481-1293. Netfang/rafpóstur: f retti r @ eyjaf retti r. is. Veffang: http//www. eyjaf retti r. is
FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu á Kletti, Tvistinum, Toppnum, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flughafnarversluninni, Krónunni,
ísjakanum, Bónusvídeó, verslun 11-11, Skýlinu í Friðarhöfn og í Jolla í Hafnarfirði og afgreiðslu Hejrólfs í Þorlákshöfn. FRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRÉTTIR
eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Ettirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.