Fréttir - Eyjafréttir - 16.04.2003, Side 4
4
Fréttir
Miðvikudagur 16. apríl 2003
EYJAMAÐUR VIKUNNAR
vil skora á Svollönu, konu Hlyns Sigmarssonar, til aft vera næsti matgæðingur vikunnar
Rússnesk B
Ég vill þakka Vigdísi fyrir áskorunina og býð upp á
sannkallaða rússneska bombu.
Rússnesk B-O-M-B-A
4 lengjur smjördeig
1 lítri mjólk
2egg
2 bollar sykur
I bolli hveiti
200 gr smjörlíki
I tsk. vanillusykur
Smjördeigið erJlatt út íjjóra jafnstóra hluta (ferliyming)
og bakað
Krem
Egg og sykur er lirœrt saman
Hveiti svo blandað við. Mjólkin er hituð og deigið er
setl út í og hrœrt í stöðugt þar til suða
kemur upp og þetta er orðið svolítið þykkt.
Þetta er svo látið kólna.
Smjörinu er svo bœtt út í og vanillusykri og hrært í eða
hnoðað þar til kremið er orðið mjúkt.
Kremið er svo sett á milli smjördeigsins og ofan á.
-o
-M-B-A
Alla Gorkorian
Tilraun fyrir hæfileikaríkt fólk í Eyjum
Þrátt fyrir að þjóðhátíðarnefnd hafi
ekki treyst sér til að halda forkeppni
um val á þjóðhátíðarlaginu 2003
verðurþannig keppni haldin engu að
síður. Þökk sé áhugahópi um
málefnið sem nú vinnur hörðum
höndum að undirbúningi keppninnar
sem verður kvöldið fyrir Eurovision.
Það þykir vel við hæfi að halda
Eyjavision fyrir föstudagskvöldið 23.
maí. Skilafrestur fyrir lög rennur út
25 apríl. Óðinn Hilmisson fer fremstur
í flokki í áhugahópnum og er hann
Eyjamaður vikunnar að þessu sinni.
Fullt nafn?Óðinn Hilmisson.
Fæðingardagur og ár?
1. apríl 1965.
Fæðingarstaður? Vestmannaeyjar.
Fjölskylda? Á eina dóttur sem er
minn uppáhaldssöngvari, Regína
Ósk, hún er neistinn sem kveikti
bálið.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar
þú yrðir stór? Stærri en Örn bróðir.
Hvernig bíl vildir þú helst eiga?
Vetnisbíl með vængjum.
Uppáhaldsmatur? Vel kryddað
lambakjöt úr Suðurey.
Versti matur? Sjálfdauður lundi úr
Elliðaey.
Með hvaða aðila vildir þú helst
eyða helgi? Góðhjartaðri konu með
góðan húmor.
Uppáhaldsvefsíða? Rokk.is.
Hvaða tónlist kemur þér í gott
skap? Melódískt rokk og blues að
hætti Zeppelin.
Aðaláhugamál? Tónlist og íþróttir.
Fallegasti staður sem þú hefur
komið á? Heimaey í fullum skrúða.
Uppáhaldsíþróttamaður eða
íþróttafélag? Örn Óskarsson,
varnartröll ÍBV forðum daga.
Stundar þú einhverja íþrótt? Ég
reyni að stunda líkamsrækt þegar ég
get.
Ertu hjátrúarfullur? Nei.
Uppáhalds sjónvarpsefni? Sjón-
varp hef ég ekki tíma fyrir.
Besta bíómynd sem þú hefur séð?
Braveheart.
Hvað finnst þér gera fólk aðlað-
andi? Fólk sem brosir og hefur
húmor er aðlaðandi.
Hvað finnst þér gera fólk frá-
hrindandi?
Frekja og yfirgangur er ekki fyrir minn
smekk.
Hvernig gengur undirbúningur-
inn? Ég er að safna saman hæfi-
leikaríku tónlistarfólki.
Hvers vegna undankeppni fyrir val
á þjóðhátíðarlagi? Þetta er tilraun
fyrir hæfileikaríkt fólk í Vestmanna-
eyjum.
Hvers vegna ákvaðstu að taka að
þér undirbúning vegna keppn-
innar?
Mér var treyst fyrir því.
Ertu bjartsýnn á að þetta gangi
upp? Það er allt hægt með jákvæðu
fólki.
Hvað eigið þið von á mörgum
lögum?Sex til tíu lögum.
Eitthvað að lokum? Ég hvet alla
Vestmannaeyinga til að standa með
okkur í þessu.
Opnunartími
Fiska- og náttúrugripasafnsins í
Vestmannaeyjum
Skírdagur: opið frá kl. 15-17
Föstudagurinn langi: Lokað
Laugardagur 19. apríl: Opið frá kl. 15-17
Páskadagur: Lokað
2. í páskum: Opið frá kl. 15-17
Ljósmyndasamkeppni
Fiska- og náttúrugripasafnið efnir til ljósmyndasam-
keppni í samvinnu við Foto, Fréttir og Sjómannadagsráð
Vestmannaeyja. Viðfangsefnið er Hafið. Hver þáttakandi
má senda inn þrjár myndir. Skilafrestur er til 15. maí
2003. Vegleg verðlaun í boði fyrir bestu myndimar. Allar
myndir sem berast í keppnina verða til sýnis í Fiska- og
náttúrugripasafninu, Heiðarvegi 12, sjómannadags-
helgina, laugardaginn 31. maí og sunnudaginn 1. júní nk.
Nánari upplýsingar veittar í Foto og Fiska- og
náttúrugripasafni Vestmannaeyja.
Fréttaljós
Föstudagskvöld kl. 20.00 Endursýnt mdnudaga kl. 18.00
Hippabandið 2003
Sýnd verður upptaka af hippabandiuu 2003 ásamt gömlum myitdum
frá Vestmannaeyjum
Fjölsýn Vestmannaeyjum
Áskriftarsími: 481-1300
eyjafréttir.is
- fréttir á milli Frétta
a döfinni
Apríl
16. Höllin: Hinir einu sönnu Papar frá Vestmannaeyjum.
16. -25. Sölusýning á Prófastinum, húsgögn og föt. Opið frá 14-22.
17. -27. Sýning á miniatúrum í Ahaldahúsinu í Vm. Ferðafuða. Opið
frá 14-18 föstudag til sunnudags.
17. Prófasturinn: Uppistand, Sigurvin og Sveinn Waagekl.21.
18. Prófasturinn: Hljómsveitin Tríkot.
19. Prófasturinn: Sigurvin með uppistand og hljómsveitin Tríkot spilar
óskalög.
19. Opna Hole in one golfmótið.
19. Páskaeggjamótið í skák. Alþýðuhúsinu kl. 14.00.
20. Höllin: Dans á rósum.
21. Páskahraðskákmót í Alþýðuhúsinu kl. 13.00.