Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 16.04.2003, Side 6

Fréttir - Eyjafréttir - 16.04.2003, Side 6
6 Fréttir Miðvikudagur 16. apríl 2003 Fréttir kynna afstöðu manna til samgöngumála - Móttaka ferðamanna og flug á Bakka: Bæta þarf flugsamgöngur -segir Sigurmundur Einarsson ferðafrömuður Sigurmundur Einarssun formaður Ferðamálasamtaka Vestmannaeyja sagði að sumarið iiti ágætlega út með ferðamannastraum til Eyja. „Islendingum hefur fjölgað talsvert undanfarið og það hefur bætt upp mikinn samdrátt í erlendum ferða- mönnum," sagði Sigurmundur. Hann sagði ennfremur að sumarið liti ágætlega út og ættu menn von á íjölgun ferðamanna frekar en hitt og þá sérstaklega þar sem töluvert verður um að vera í sumar til viðbótar því sem verið hefur. Nefndi hann sérstak- lega goslokaafmælið og að níu skemmtiferðaskip munu koma við í Eyjum. Hann sagði ennfremur gríðar- legar breytingar hafa orðið á ferða- mannastraumnum til Eyja eftir að Flugfélag Islands hætti áætlunarllugi. „Við getum tekið sem dæmi að árið 1988 voru þrjár vélar hingað á dag fullar af túristum, það voru 150 sæti hvora leið. I dag eru 38 sæti í tveimur ferðum dag hvern. Þú getur rétt ímyndað þér hversu mikil þessi breyting er. Dagsferðir sem voru mjög vinsælar fyrir nokkrum árum eru nánast út úr myndinni í dag. Það sést kannski best á því að árið 1999 voru 87 þúsund flugfarþegar hér á milli en á síðasta ári var tjöldi farþega kominn niður í 47 þúsund. Þar af var Flugfélag Vestmannaeyja með 26 þúsund á Bakka. Þessar tölur segja allt sem segja þarf og þarna eru hlutirnir í miklu ólagi.“ SIGURMUNDUR. Sigurmundur sagði þó að fleiri ferðir með Herjólfi gætu hjálpað til við að laga ástandið. „Núna fer Herj- ólfur loksins tvær ferðir á dag þannig að hægt er að tryggja ferðamönnum far frá Eyjum ef ekki viðrar til Ougs seinni parlinn, kannski verða ferða- menn jákvæðari gagnvart eyjaferðum í kjölfarið." Aðspurður um hvað hann vilji gera til að bæta samgöngumálin sagði hann að strax þyrfti að styrkja flugsam- göngur. „Það er mín skoðun að mikilvægasta samgöngubótin í dag sé betri flugsamgöngur. Það sjá allir að það þýðir ekkert að bjóða útlendingi flug til Eyja á svipuðu verði og það kostar hann að fljúga frá London." Hvað framtíðina varðar sagði Sigurmundur að í sínum huga væri ekki spuming um hvað ætti að leggja áherslu á. „Við eigum að stefna á göng. Nú eru að hefjast gífurlegar framkvæmdir austur á fjörðum þar sem boruð verða göng. Þar eru tækin komin sem væri hægt að nýta. Við skulum líka athuga það að þegar Spölur fór af stað með jarðgangagerð undir Hvaltjörð, þar sem kílómetrinn kostaði 900 milljónir, þá var hlutafé í Speli aðeins 70 milljónir. Afgang- urinn var lánsfé og þetta hefur gengið upp hjá þeim.“ Sigurmundur sagði einnig að eftir tvö ár færi fram nýtt útboð á Herjólfi. „Þá þarf að vera búið að stækka skipið eða gera ráðstafanir til þess. Reyndar segi ég að þetta verði ekki í lagi fyrr en 50% reglan um gámaflutninga verður afnuminn. Það er ólíðandi að helmingur af bíladekkinu fari undir gáma í ferðum Herjólfs." Samantekt svenni@eyjafrettir.is Valgeir Amórsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Vm: Þyngra með auknum kröfum Valgeir Arnórsson, framkvæmda- stjóri Flugfélags Vcstmannaeyja, segir ástandið vera mjög gott frá þeirra sjónarhorni. „Það hefur verið stöðug aukning frá því við tókum við rekstrinum í maí 2001 og hefur það haldið áfram fyrstu mánuði þessa árs þannig að við erum nokkuð sátt við okkar hlut. Hitt er svo annað að reksturinn yfir vetrartímann er þungur enda er allur fastur kostnaður sá sami og yfir sumar- tímann. Eina sem bætist við er að við verðum með átta fastráðna flugmenn sem eru þrír yfir vetrarmánuðina." Valgeir bætti því við að umsvif félagsins hafi aukist mikið undanfarið og nú er svo komið að þeir eru með flugvirkja í Vestmannaeyjum til að sinna vélum félagsins. „Við erum með samning vegna sjúkraflugs og það hjálpar virkilega til yfir erfiðustu mánuðina. Sá samningur rennur út um áramótin og okkur var boðin fram- lenging til tveggja ára á samningnum óbreyttum en við höfnuðum því enda hefur rekstrarumhverfið gjörbreyst undanfarin ár vegna samevrópskra reglugerða. Nú er orðið mun erfiðara og dýrara að standa í þessum rekstri en var.“ Aðspurður um hvað hann vilji leggja áherslu á í bættum aðbúnaði á Bakkaflugvelli sagði hann nauðsyn- legt fyrir þá að norður-suðurgras- brautin verði lögð bundnu slitlagi sem fyrst. „Það stendur víst til árið 2004 að fara í framkvæmdir en á meðan getum við ekki notað stóru vélina okkar eins og við vildum. Svo er aðstaðan í flugstöðinni ríkinu til skammar. T.d. VALGEIR. að það sé aðeins eitt klósett fyrir karla og konur þama inni í flugstöðvar- byggingu sem 26 þúsund manns fara um árlega er náttúrulega algjörlega óviðunandi og klárt brot á heil- brigðiserglugerð. Það sem ég er óánægður með gagnvart skýrslu samgönguhópsins er að það á ekkert að gera strax, það á að bíða fram á næsta ár. Það hefði verið hægt að fara í að laga aðstöðuna strax og eins að laga veginn þama niðureftir. Skýrslan aftur á móti virðist ganga út á að bíða og sjá til.“ Þær framtíðarlausnir sem mest er rætt um núna em ferjulægi í Bakka- ljöm og jarðgöng. Hvort tveggja myndi hafa mikil áhrif á rekstur Flugfélags Vestmannaeyja en hvemig lítur Valgeir á málið? „Ég er fyrst og fremst Vestmannaeyingur og vil sjá bættar samgöngur milli lands og Eyja. Auðvitað myndi flug á Bakka detta upp fyrir sig ef jarðgöng kæmu því rekstrarumhverfið breyttist hjá okkur og einhverjir flugmenn misstu vinn- una en ég geri ráð fyrir því að það verði alltaf sjúkraflug frá Vestmanna- eyjum.“ Valgeir sagði þó að menn megi ekki stökkva of langt fram úr sjálfum sér enda verður að laga samgöngu- málin í dag. „Það á að fara strax í að hanna nýjan Herjólf, það er allt of langt að bíða í fjögur ár eftir ákvörðun. Eins eigum við að þrýsta á yfirvöld að fá hingað styrk vegna innanlandsflugs en þó ekki eins og gert er á Höfn í Homafirði. Þar hefur ríkisstyrkurinn ekki skilað sér til fólksins. Það þarf að hafa einhvem hvata á flugfélögin til þess að fleiri fljúgi og best væri að styrkurinn væri bundinn við hvem farþega. Þannig myndi verðið lækka og flugfélagið hefði hag að því að fá sem flesta far- þega.“ Að lokum sagði Valgeir að margir hefðu sagt við sig að þegar Heijólfur færi að fara tvær ferðir myndi flugfarþegum fækka hjá sér. „En þróunin hefur verið þveröfug enda hefur farþegum ijölgað. Fólk er jákvæðara að fljúga núna enda hefur fólkið ömgga ferð til baka seinni partinn með Heijólfi, eins virkar þetta þannig að fólk kemur með Heijólfi og fer svo seinna með okkur til baka. Þannig vegum við hvor annan upp.“ Bergþóra Þórhallsdóttirfékkstyrk: Perlur, vefur um barnabókmennt- ir í kennslu -Megintilgangur verkefnisins er að skapa heildstætt námsumhverfi fyrir kennara sem inniheldur kennsluverkefni og snið að kennsluverkefnum sem unnin eru út frá íslenskum barnabókmenntum, segir hún Bergþóra Þórhallsdóttir, forstöðumaður Visku - Fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar, fékk nýverið styrkúthlutun úr Þróunar- sjóði gmnnskóla fyrir verkefni sem hún hefur gert áætlun um og nefnist Perlur. Bergþóra kemur til með að hafa yfimmsjón með verkefninu en Viska stendur sem stofnun á bak við hana. Hún var spurð út í verkefnið enda ekki á hveijum degi sem Eyjakona hlýtur styrk frá Þróunarsjóðnum. Mikið hefur verið rætt um nauðsyn nýsköpunar á landsbyggðinni og Bergþóra er dæmi um fólk sem vinnur að skapandi verkefnum og kemur þeim á framfæri enda eiga þau erindi til allra landsmanna. „Ég fékk styrk fyrir verkefni, sem ég hef gert áætlun um og nefnist Perlur, og er vefur um bamabókmenntir í kennslu. Megin- tilgangur verkefnisins er að skapa heildstætt námsumhverfi fyrir kennara sem inniheldur kennslu- verkefni og snið að kennslu- verkefnum sem unnin em út frá íslenskum bamabókmenntum. Verkefnin em byggð upp á sama hátt og verkefnið sem Náms- gagnastofnun hefur gefið út eftir mig.“ Bergþóra leitast við að tengja verkefnin við leikhúsin og verk sem þau em með eða hafa verið með á tjölunum hveiju sinni. Auk verkefnanna á vefnum verða upplýsingar um hinar ýmsu kennsluaðferðir og umljöllun um athyglisverðar námskenningar sem styðja við vinnu sem þessa í skólastofunni. „A vefnum verður snið að ramma sem kennarar nota til að skrá inn verkefni með bamabókum. Sniðinu fylgja leiðbeiningar um notkun á sérstakri ferilsíðu sem kennarar vinna eftir við gerð verkefnanna. Nafn verkefnisins, Perlur, er sprottið út frá nemanda sem ég kenndi lengi vel og kölluð er Perla. Perla hefur frábæra leikhæfileika í eðli sínu og fannst mér, þegar ég kenndi henni, að ég gæti ekki sinnt þessum hæfileika hennar nægilega vel. Ég reyndi þó aðeins og þessi reynsla mín vakti upp þetta nafn öðm hveiju þegar ég var og er að vinna í verkefnunum mínum. Svo er vel skrifuð bamabók einstök Perla í mínum huga og Sagan af bláa hnettinum, eftir Andra Snæ Magnason, gott dæmi um það.“ Eftir að Bergþóra fékk Náms- gagnastofnun til samstarfs hófst framhaldsvinna verkefnanna. Styrkurinn er ákveðin lyfdstöng og trygging fyrir því að hún vinni að verkefninu áfram. „Styrkurinn einn nægir að vísu ekki til að ljúka verk- efninu, svona einn og sér, en ég hef áhuga á að leita eftir samstarfi við nokkra aðila til að tryggja það að endar nái saman og að verkefnið verði að vemleika," segir Berg- þóra. Alls bámst 52 umsóknir um styrk úr Þróunarsjóði gmnnskóla en 27 fengu styrk, alls um 11,8 milljónir króna. Fimm manna ráðgjafanefnd, sem metur umsóknir og gerir tillögur til menntamálaráðherra um sfyrkveitingar, em fulltrúar írá menntamálaráðuneytinu, Kennara- háskóla íslands, Háskólanum á Akureyri og tveir fulltrúar ffá samtökum kennara og skólastjóra í gmnnskólum. Nánari upplýsingar um styrkveitingar úr þróunarsjóði gmnnskóla er hægt að nálgast á http://rannsokn.khi.is/ Verkefni Bergþóm hjá Námsgagnastofnun er undir slóðinni http://www.namsgagnastofnun.is/p dfiblai_hnotturinn.pdf

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.