Fréttir - Eyjafréttir - 16.04.2003, Síða 7
Miðvikudagur 16. apríl 2003
Fréttir
7
Xilil
rívlIÍ
Hvaða áhrif hafa stefnur stjómmálaílokkanna í sjávaútvegsmálum á stöðu mála í Vestmannaeyjum?
Sóknarkeríl og
fymingarleið
ganga ekki upp
Eftir að hafa skoðað tillögur
stjórnmálaflokkanna, má
skipta þeim í þrennt. I fyrsta
lagi vill Frjálslyndi flokkurinn
sóknarmark með sérstaka
áherslu á línu, Vinstri grænir
og Samfylkingin vilja fara
fyrningarleið en Sjálfstæðis-
flokkur og Framsóknarflokkur
vilja halda í meginatriðum í
núverandi kerfi en leggja á
veiðileyfagjald. Hjá VG,
Frjálslyndum og Samfylking-
unni er lagt upp með að
bjarga landsbyggðinni og að
ríkið verði meira og minna
með puttana í úthlutun afla-
heimilda. Vestmannaeyingar
hafa ekki góða reynslu af
slíkum afskiptum því undan-
farin misseri hafa þúsundir
tonna horfið héðan yfir á
smábáta sem flestir eru á
Vestfjörðum. En þar hafa
sjálfstæðismenn verið að
verki.
Sóknardagakerfi
Sóknardögum er best lýst með mynd
sem birtist í Dagskrá fyrir rúmri viku.
Þar sést aflinn úti á hlaði fyrir utan
Fiskiðjuna í páskahrotu. Þetta er sjón
sem algeng var við öll frystihúsin
íjögur sem þá voru starfandi í Eyjum.
Allt snerist um að bjarga verðmætum,
vinna fisk frá bátum sem voru að nýta
fiskgengdina með allt of mörgum
trossum, bátamir voru með allt upp í
19 trossur og drógu trossumar annan
hvem dag. Aflamagnið skipti máli en
ekki verðmætin.
Þar sem þorskurinn er verðmæt-
astur er líklegast að sókn í þorsk verði
áköfust þegar hann gengur á gmnnið
og sóknardagar verði fyrst og fremst
nýttir til veiða á þorski. Verðminni
tegundum yrði ekki sinnt eða þeim
hent eins og alsiða var þegar sókn var
frjáls í fisk. Það var einfaldlega ekki
tími til að vinna þær, hráefnið
skemmdist, því fyrst varð að bjarga
þorskinum. Miklu af þorski var
bjargað upp í hjalla sem skreið á
Nígeríu. Þetta þekkja þeir sem störf-
uðu á sjó eða í fiskvinnslu á þessum
ámm.
Hætt er við að ljárfesting í aukinni
sóknargetu yrði meiri og kostnaður
fyrirtækjanna eykst samhliða því sem
heildartekjur minnka. Þama hefðu þeir
stóm líka ákveðið forskot, sjávar-
útvegsfyrirtækin yrðu veikari og
þróttur þeirra til uppbyggingar og
aukinnar verðmætasköpunar yrði
minni. Um leið hyrfi sá skjöldur sem
kvótakerfið er fyrir minni útgerðir þvf
enginn getur tekið af þeim réttinn til
veiða.
Sóknarkerfið yrði líka til þess að
atvinna starfsmanna yrði sveiflu-
kenndari og með minnkandi getu
fyrirtækjanna er líklegt að laun í
sjávarútvegi dragist aftur úr öðmm
launum þegar fram líða stundir. Er
ótrúlegt að sjómenn sætti sig við það
því kjör þeirra hafa batnað til muna í
núverandi kerfi. Því miður hefur
ÞETTA var algeng sjón í Vestmannaeyjum á árum áður en myndin er tekin í Vinnslustöðinni 1983 eða 1984. Þá
var meira hugsað um magnið en gæðin sem snerist við með kvótakerllnu .
störfum fækkað á sjó en þar hefur
þróunin ráðið mestu en ekki kvóta-
kerfið. Um leið gefa pláss á sjó meira
af sér.
Nánast allir sem þekkja til rekstrar í
sjávarútvegi og láta sig þjóðarhag
varða, þ.e.a.s. lífskjör, em sammála
um að sóknarstýring leiði til lakari
lífskjara. Geta sjávarútvegsins til að
taka þátt í bættum lífskjörum í landinu
mun minnka.
Fymingarleiðin
Fymingarleiðin er algjörlega geggjuð
útfærsla og ber dauðann í sér, bæði
fyrir sjávarútveginn og lífskjörin í
landinu. Tökum dæmi af 10% fym-
ingu og tökum dæmi af netabát, t.d.
Glófaxa VE sem í dag hefur 500
þorskígildi. Eftir ár hefði hann trygg-
ingu fyrir að halda eftir 450 tonnum,
eftir tvö ár 400 tonnum og eftir þijú ár
350 tonnum og svo koll af kolli.
Utgerðin getur að vísu tekið þátt í upp-
boði en ekki er víst að hún sé meðal
hæstbjóðenda. Eftir 10 ár hefur
útgerðin engar heimildir til ráðstöf-
unar, hafi henni ekki tekist að leigja til
sín heimildir. Sama ætti þá við Vest-
Kvótatilfærsla hefur kostað Vest-
mannaeyjar 560 milljónir króna
I síðasta tölublaði Frétta var sagt
frá þeim breytingum sem orðið
hafa á kvótastöðu útgerða í
Vestmannaeyjum vegna tilfærslu
aflaheimilda innan kerfisins og
sérstökum pólitískum aðgerðum til
að styrkja byggðir víða um landið.
Þorskkvótinn var rúm 150 þúsund
tonn af slægðum fiski við síðustu
úthlutun, 12,4% af því fóm á smábáta
með aflamark, 82,5% til aflamarks-
skipa og 5,1% eru sérstakar út-
hlutanir. Ysukvótinn var 46.200 tonn,
81,9% til aflamarksskipa, 13,9% fara
til smábáta með aflamark og 4,2% til
sérstakrar úthlutunar. íslenskir sjó-
menn máttu veiða 14.400 tonn af
steinbít, 56,3% af því fóru til
aflamarksskipa, 35,1% til smábáta í
aflamarki og 8,7% í sérstakar
úthlutanir. 31.080 tonn af ufsa má
veiða, 90.9% af honum eru á afla-
marksskipum, 5,9% á smábátunum
og 3,2% fara til sérstakra úthlutunar.
Hluti aflamarksskipa í Eyjum í
úthlutun var: 9337 tonn af þorski sem
eru 7,5% af öllum úthlutuðum afla.
6515 tonn af ýsu, 17,2% af heildinni,
514 tonn af steinbít sem eru 6,3% af
heildinni og 3907 tonn af ufsa,
13,8%.
Ef smábátar með aflamarki væru á
aflamarki og allar sértækar aðgerðir
og úthlutanir ekki komið til væri
staða Vestmannaeyja í úthlutuðum
aflaheimildum betri. Því 7,5% af
heildarkvótanum yrðu 11.323 tonn af
þorski, 17,2% af ýsu yrðu 7956 tonn,
6,3% af steinbít 914 tonn og loks
yrðu 13,8% af ufsa 4299 tonn.
í þorskígildum talið þýðir þetta að
Eyjamenn verða af kvóta sem nemur
3927 þorskígildistonnum. Ef við
heimfærum það yfir á skip, þá þykir
t.d. gott fyrir skip eins og Frá VE að
gera út á 1000 þorskígildi. Það eru
því famar aflaheimildir íyrir fjóra
togbáta. Reyndar eru einhverjar
kvótatilfærslur til Vestmannaeyja en
þær ná aðeins broti af því sem tekið
hefur verið af útgerðum hér undan-
farin ár og flutt annað.
Það er einnig rétt að skoða
margfeldisáhrifin af minni kvóta,
sem eru neikvæð. Góður þorskafli á
vertíðarbát er um 800 tonn, það má
því segja að áhafnir tveggja slíkra
báta missi vinnuna út af tilfærslum í
kvótakerfinu. Það eru 24 störf, og
miðað við að einn starfsmaður starfi í
landi fyrir hvora útgerð eru þetta 26
störf. Það þarf að sjálfsögðu að vinna
fiskinn og má reikna með 13 störfum
í vinnslu og stjómun í saltfiskvinnslu.
Þá erum við komin í 39 töpuð störf
og meðalfjölskyldustærð er 3,5 í
hverri fjölskyldu og má þá ætla að
138 íbúar tengist beint töpuðum
störfum. Þetta hefur gríðarleg áhrif
inn í bæjarfélagið og má ætla að
tekjumissir bæjarfélagsins sé tæpar
22 milljónir í töpuðum útsvars-
tekjum. (Svipuð upphæð og laun
bæjarstjóra á einu kjörtímabili).
Verðmæti í þorskígildum á þeim
aflaheimildum sem hafa tapast vegna
sértækra aðgerða stjómvalda og
sífellt stærri hlut smábáta er um 560
milljónir króna og að mestu í tíð
núverandi ríkisstjómar.
mannaeyjar. Eftir 10 ár væri engin
trygging fyrir því að nokkrar heimildir
væm til ráðstöfunar í Vestmanna-
eyjum.
Þar með er lika horfinn sá stöðug-
leik sem útgerðarmenn og fiskverk-
endur sækjast eftir til að geta skipu-
lagt reksturinn fram í tímann.
Afleiðingar fymingarleiðar em
ískyggilegar þegar betur er skoðað.
Tökum dæmi af uppboði. Setjum að
fyrir ári hafi 10% loðnukvótans verið
boðin upp til tíu ára. í dag er verð á
einu prósenti af varanlegum
loðnukvóta 250 milljónir króna. I
fyrra var útlit í afkomu loðnuveiða
gott, afurðaverð var hátt og er reyndar
enn og í greininni var mikil bjartsýni
um mikla úlhlutun. Setjum nú að
Vinnslustöðvarmenn hefðu verið
bjartsýnastir allra og leigt 10% af
ríkinu á hálfvirði, 1.250 milljónir
króna. Isfélagsmenn, Samherji, nú og
ekki mætti gleyma Gullbergsút-
gerðinni og öðmm útgerðum hér í bæ,
hefðu verið skynsamari og boðið mun
lægra verð, segjum 500 milljónir. Nú
ári seinna sæti Vinnslustöðin uppi
með sárt ennið. Loðnuvem'ð vetrarins
frekar léleg, útlit með stóra úthlutun
slakt og félagið skuldaði ríkinu 1.250
milljónir króna.
Vinnslustöðvarmenn vom bjart-
sýnastir, buðu hæst, en vom um leið
líklegastir til að hafa rangt íyrir sér um
framtíðina. Og niðurstaðan er skelfi-
leg. Vinnslustöðin, sem er komin í
hóp betur settra fyrirtækja í greininni,
væri allt í einu komin í gjörgæslu
lánastofnana. Krafa þeirra um að
félagið seldi ffá sér heimildir hækkaði,
atvinnuöryggi starfsmanna stómm
verra og nýrra eigenda biðu inn-
heimtuaðgerðir lögmanna.
Og hvemig getur það verið að
samfélagið í Eyjum sé nú betur sett?
... eða landsbyggðin þegar búið er að
skattleggja hana sérstaklega með þess-
um hætti.
Meira brottkast
Ef brottkast er vandamál í núverandi
kerfi, þá mun það margfaldast með
fymingarleiðinni. Það er almennt við-
urkennt að brottkast í núverandi kerfi
sé mest meðal svokallaðra leiguliða,
sem spmttu upp í kjölfar Valdimars-
dómsins sem er eitt það versta sem
komið hefur fyrir sjávarútveginn, eða
|x:irra útgerða sem leigja til sín mestan
kvóta. Undir fymingaleið verða allir
leiguliðar og ávinningur af því á
ganga vel um fiskimiðin minnkar. Þar
getur hver séð sjálfan sig ef húsnæðis-
kerfi landsmanna væri með þeim
hætti að ríkið ætti allt húsnæði
landsmanna og réttur til búsetu í íbúð
næði einungis til 10 ára og þá væri
hún leigð hæstbjóðanda. Hver er
ávinningur af því að ganga vel um
íbúðina? Sennilega neikvæður vegna
þess að ef vel er gengið um þá er
líklegt að aðrir myndu bjóða hátt og
öfugt.
Spyrja má, hvað með fjárfestingar í
tækni, markaðsetningu eða bættri
umgengni við fiskistofnana? Ahugi á
að byggja upp fiskistofnana mun
klárlega minnka. En fjárfestingar í
tækni? Ef tæknin leiðir til betri af-
komu fyrirtækjanna þá er líklegt að
leigan hækki í næstu umferð og
ávinningur af Ijárfestingunni verði í
raun neikvæður, þ.e.a.s. fyrirtækin
sitja uppi með Ijárfestinguna en tapa
ávinningnum til annarra.
Nákvæmlega sama á við um fjár-
festingar í markaðsetningu afurðanna.
Sá sem ryður brautina situr uppi með
kostnaðinn af markaðsetningunni og
nýtur ávinningsins ekki. Fymingar-
leiðin leiðir því, þegar til lendar lætur,
til minni fjárfestinga í sjávarútvegi og
þar með til verri afkomu fyrir þjóðina
í heild.
Kvótakerfíð
Núverandi kvótakerfi var komið á
1990. Ekki I984þvífrá 1984 til 1990
var sóknarstýring að mestu leyti. I
mínum huga er niðurstaðan augljós.
Frá því að við komumst í gegn um
kreppuna vegna aflasamdráttar og
verðlækkana á fyrstu árunu kvóta-
kerfisnins hafa lífskjör í landinu
batnað mikið. Kaupmáttur hefur
aukist um 30% sem er mjög mikið.
Sú kaupmáttaraukning er m.a. kvóta-
kerfinu að þakka. Allt í einu er farið
að reka sjávarútveg með hagnaði en
ekki tapi eins og var þegar við of-
veiddum í sóknarstýringu.
Þó 80% þjóðarinnar telji kvóta-
kerfið vont er ekki að sjá frá bæjar-
dyrum Eyjamanna að annað kerfi
hefði hentað betur. En tilflutningur,
sem hefur verið stjómað frá sjávar-
útvegsráðuneytinu af sjálfstæðis-
mönnum, hefur verið óþolandi og
hefur verið okkur dýrkeyptur eins og
sést af úttektinni hér á síðunni.
Nú er boðað að þorskkvótinn verði
aukinn um 30 þúsund tonn og vill
formaður Frjálslyndra að þau fari öll
vestur og norður á krókabáta. Hvers
eiga Vestmannaeyingar að gjalda?
Omar Garðarsson ritstjóri.