Fréttir - Eyjafréttir - 16.04.2003, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 16. apríl 2003
Fréttir
11
aukningu og vonandi verður hún
tilkynnt sem allra fyrst. Það væru góð
tíðindi fyrir alla landsmenn ekki síst
sjávarplássin á landsbyggðinni."
Samgöngur og atvinna
haldast í hendur
Hvernig sérð þú fyrír þér framtíð
Vestmannaeyja? „Hún byggist fyrst
og fremst á þróun í samgöngum
Eyjanna og atvinnuástand hér mun
ráðast af því hvemig tekst til á þeim
vettvangi. Ég var í starfshópi sam-
gönguráðherra um samgöngumál
Eyjanna og ég er nokkuð ánægður
með skýrsluna sem við sendum frá
okkur. Sjálfur verð ég bjartsýnni með
hverjum deginum um að jarðgöng séu
raunhæfur koslur og ég ætla að aka
þar í gegn árið 2010 eða 2011.
í samgönguáætlun áranna 2003 til
2014, sem verður að vísu endur-
skoðuð 2005 er hlutur okkar heldur
rýr. I samgöngunefnd á landsfundi
Sjálfstæðisflokksins vorunt við félag-
amir, ég og Grímur Gíslason, að vinna
í þessunt málunt og tókst okkur að
koma eftirfarandi inn: -Samgöngu-
ráðherra hefur skipað starfshópa til
þess að móta tillögur um sam-
göngubætur. Höfð verði hliðsjón af
niðurstöðum þessara hópa við
endurskoðun samgönguáætlunar.
Að mínu mati er þetta viðurkenning
á að okkar mál fái meira vægi í sam-
gönguáætlun sem er í stöðugri
endurskoðun. Ef ég ætti að verðleggja
þessa setningu er hún upp á minnst
sex milljarða fyrir okkur Eyjamenn.
Ef niðurstaða rannsókna sýnir að
jarðgöng séu raunhæf er mögulegt að
bjóða þau út eftir fjögur til fimm ár og
héðan í frá ættu þau að vera tilbúin
eftir átta til níu ár.
Fyrstu rannsóknimar verða í sumar
og það er búið að tryggja það. En
þama var tækifæri sem var að renna
okkur úr greipum vegna ótrúlegs
upphlaups í bæjarstjóm þar sem
hagsmunum Eyjanna var fórnað fyrir
hagsmuni ákveðinna frambjóðenda.
Nefni ég þar engin nöfn en hann er
rauðhærður sem ber ábyrgð á þessu.
Þetta gat ég ekki sætt mig við og gekk
á fund samgönguráðherra og náði
samningum um að fara eftir tillögum
hópsins um fjóra daga á rannsókna-
skipinu Ama Friðrikssyni í sumar sem
kosta sex milljónir króna.
Verði niðurstaðan úr þessum rann-
sóknum neikvæð höfum við tvo
valkosti, höfn í Bakkafjöru og nýjan
og hraðskreiðari Heijólf. Verði
hafnargerð möguleg verður henni
lokið 2007 eða 2008. Komi hafnar-
gerð ekki til greina fáum við nýjan
Herjólf 2008. Ég hef rætt við fulltrúa
Siglingastofnunar og rannsóknum á
Bakkafjöru verður haldið áfram þrátt
fyrir slátmn nýs meirihluta á
samgönguskýrslunni sem ég tel eitt
mesta skemmdarverk sem unnið hefur
verið á hagsmunum Eyjanna. í
samgönguhópnum kont upp ágrein-
ingur á mlli heimamanna og annara
fulltrúa um frekari íjölgun ferða
Herjólfs umfram það sem ákveðið
hefur verið. Við lögðum til að
haustáætlun skipsins með ellefu ferðir
á viku gilti til áramóta og ferðum í
vetraráætlun í janúar og febrúar yrði
einnig fjölgað um eina á viku. Með
þessu móti væri ferðafjöldi skipsins
farinn að nálgast 600 ferðir á ári eða
að meðaltali tæplega 12 ferðir á viku.“
Bjóða út flugið
Hvað meðflugið? „Við tókum mikla
umræðu um framtíð innanlands-
flugsins á landsfundinum. Mín hug-
mynd er að allt flug til ísafjarðar,
Akureyrar, Egilsstaða, Homafjarðar
og Vestmannaeyja verði boðið út. I
útboðinu verði skilgreint lágmarks-
fjöldi ferða og hámarksverð á
fargjöldum með það fyrir augum að
flugið verði almenningssamgöngur.
Ég er þess fullviss að flugfélög verða
FJÖLSKYLDAN: Silja Rós, Guðjón, Sindri Freyr, Rósa Guðjónsdóttir og Sara Dögg. Á myndina vantar
soninn Sæþór Orra sem býr með fjölskyldu sinni í Reykjavík, sambýiiskonu sinni Karen Guðjónsdóttur og
dótturinni Birtu Sól.
I góðuni hóp, Ásmundur Friðriksson, Guðjón, Árni Johnsen, Davíð Oddsson formaður Sjálfstæðisflokksins og
forsætisráðherra og aðstoðarmaður hans, Ulugi Gunnarsson.
tilbúin til að borga fyrir sérleyfi til
Akureyrar með sinn háskóla og
Egilstaða þar sem allt er að komast í
fullan gang vegna virkjunarfram-
kvæmda. Flug til Isafjarðar, Homa-
fjarðar og Vestmannaeyja verði
niðurgreitt því líta má á þessa staði
sem jaðarbyggðir. Það er því ekki víst
að útgjöld ríkisins yrðu svo mikil
þegar upp er staðið. Þetta er mál sem
ég mun beita mér fyrir af fullum
krafti.“
Styrkja það sem fyrir er
Mest af þessum hugmyndum um
bættar samgöngur miðast við nœstu
ftmm til átta árin en hvemig á að
bregðast við á meðan við bíðum eftir
alvöru úrbótum í samgöngum
Eyjanna? „Við eigum að einbeita
okkur að því að styrkja það sem fyrir
er og við þurfum líka að skoða mál
Skipalyftunnar sérstaklega. Það em
jafnframt miklir möguleikar í fiskeldi
og þar eigum við fmmkvöðla sem
vonandi eiga eftir ná settu marki. Við
emm vel í sveit sett með hlýjan sjó og
borholan inni á Eiði, sem gefur af sér
þrettán gráðu heitan sjó, gefur íyrirheit
um mikla möguleika í seiða- og fisk-
eldi. Þá er komið að meiri fullvinnslu
sjávarafurða og meiri virðisauka í
greininni. Þar er verið að vinna mjög
merkilegt starf að tillögu sjávarút-
vegsráðherra. Vestmannaeyjar verða
að vera með í þeim pakka. Þá þarf að
styrkja stöðu kjördæmisins í ferða-
málum því innan þess em flestar
helstu náttúruperlur landsins, Vest-
mannaeyjar, Gullfoss og Geysir, Bláa
lónið, Landmannalaugar, Skaftafell,
Vatnajökull og fleiri. Þessir staðir
hafa allir mikið aðdráttarafl fyrir
ferðamenn en það þarf að vinna í
sameiningu að því að styrkja ferða-
mannaiðnaðinn í öllu kjördæminu. Þar
þurfum við Eyjamenn að koma inn af
miklum krafti, annars sitjum við bara
eftir en ég ætla að vinna að því að svo
fari ekki, bæði á þingi og í bæjar-
stjóm.“
Hvað með að fá hingað ríkissfyrir-
tœki? „Davíð Oddsson, formaður
Sjálfstæðisllokksins, hefur sagt að það
sé ekki fýsilegur kostur að flytja
rótgrónar stofnanir út á land en Davíð
er mikill landsbyggðarmaður og er
sífellt að skoða hluti sem gætu komið
landsbyggðinni að notum. Mér finnst
alveg að hér megi koma fram að
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, forsætis-
ráðherraefni Samfylkingarinnar, gaf út
þegar hún fór fram að megintilgangur
hennar væri að standa vörð um hags-
muni Reykjavíkur. Þessi orð hennar
hafa eflaust sett hroll að mörgum
landsbyggðarmanninum en svona er
þetta. Svo tók steininn úr þegar hún
sagði að það væri mjög mikilvægt að
næsti samgönguráðherra yrði að vera
úr Reykjavík. Þama lít ég á að mislæg
gatnamót á höfuðborgarsvæðinu séu
að fara í forgang fram fyrir jarðgöng
eða aðrar samgöngubætur fyrir okkur
Eyjamenn. En ef við skoðum það sem
gerst hefur síðustu ár verður að
viðurkennast að Norðlendingar hafa
verið langduglegastir að skara eld að
sinni köku gagnvart ríkinu. í
Suðurlandskjördæmi hefur vantað
samstöðu og því verðum við að snúa
við í nýju kjördæmi. Þau eiga ennþá
við orð Einars Þveræings; sameinaðir
stöndum við og sundraðir föllum vér.
Þá eigum við mikla möguleika í
upplýsingatækninni en undanfarið
hefur verið erfitt að fá fjármagn í
þessum geira. Svo er ég ákveðinn í að
kanna möguleika okkar á því að hér
kemur Cantat 3, í land en hann tengir
saman Bandaríkin og Evrópu.
Sameining Bæjarveitna og Hitaveitu
Suðumesja var mikið framfararspor
og á eftir að skapa okkur möguleika.
Ég kom að þeirri vinnu en Lúðvík og
félagar í V-listanum voru á móti, en
slást nú um að komast í stjóm
félagsins. Bæjarfélagið stendur mun
sterkara nú sem 7% eignaraðili að
Hitaveitu Suðumesja og gefur okkur
mikla möguleika."
Með jarðgöngum ijölgar
íbúum
Er staða Vestmannaeyja ekki orðin
það etftð að grípa verður til aðgerða
strax? „Vestmannaeyjar vom sér-
greindar í tillögum Byggðastofnunar
sem á að gera okkur auðveldara fyrir
að sækja fjármagn til stofnunarinnar.
Það átti að sækja unt tvo til þrjá styrki
til Byggðastofnunar en ég veit ekki
hver staðan er hjá nýjum meirihluta.
Ég hef ekki hugmynd um hvað þeir
em að gera. Annars er Byggðastofnun
ekki búin að ná sér eftir væringar þar í
fyrra. 1 fyrri meirihluta vomm við
búnir að bjóða forstjóra Byggða-
stofnunar hingað til að fara yfir
stöðuna með okkur.“
Arið 2000 varhaldin ráðstefnan Eyjar
og þar var takmarldð sett á 5000 íbúa
í Vestmannaeyjum 2010. Er nokkur
von til þess að þetta verði að veru-
leika?
„Þetta er ansi háleitt markmið en
svo virðist, eftirþví sem reynslan segir
okkur, að miklar breytingar til hins
betra í samgöngum laði til sín fólk og
fyrirtæki. Eg er t.d. ekki í vafa um að
hér verða yfir 5000 íbúar ef jarðgöng
verða að veruleika, þau eru hin
eiginlega bylting í samgöngum okkar,
það má svo segja að ef höfn í Bakka-
fjöru er möguleg er það hálfgild-
ingsbylting."
Hvað nteð stöðuna í skólamálum og er
ekki möguleiki að flytja hluta af skip-
stjórnamáminu til Vestmannaeyja?
„Ég held að við verðum að styrkja
Framhaldsskólann af öllum mætti og
sjá til þess að þar verði boðið upp á
sem flestar greinar. Þá þarf lfka að
tengja skólann og Rannsóknasetur
Háskólans sem skapaði léttara um-
hverfi til að vinna í fyrir báðar
stofnanir. Tilkoma Visku sem nú
nýlega var komið upp er mikið
framfaraspor í menntamálum og við
höfum strax séð að þar er mikið að
gerast.“
Þegar Guðjón er spurður um
hvemig kosningabaráttan komi sér
fyrir sjónir segir hann að almennt sé
það stöðugleikinn í þjóðfélaginu sem
fólk vill sjá áfram. ,já, fólk telur það
ntjög mikilvægt og svo er spurt um
stefnuna í skattamálum. Þetta er það
sem stendur upp úr finnst mér. Nýj-
ustu skoðanakannanir gefa til kynna
mikla möguleika á þriggja flokka
stjórn Vinstri grænna, Samfylkingar
og Frjálslyndra, það tel ég ekki
vænlegt fyrir Ijárhag fyrirtækja og
heimila ílandinu.“
Hvað um framtíðina? „Hvað sjálfan
mig varðar þá kemst ég kannski á
þing. Já, á eðlilegum degi eiga sjálf-
stæðismenn að ná inn minnst þremur
mönnum í Suðurkjördæmi en auð-
vitað á maður ekkert í pólitík. Nú er
líka ómögulegt að segja hvaða áhrif
litlu framboðin hafa. Það getur allt
gerst. Góð útkoma hjá Sjálfstæðis-
fiokknum í kjördæminu getur tryggt
að áfram verði hér tveggja llokka
ríkisstjóm. Góð niðurstaða gefur mér
líka tækifæri til að komast til áhril'a á
Alþingi þannig að gott gengi
Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi
skilar sér til okkar héma í Eyjum, ég
get lofað kjósendum því að ég mun
leggja mig allan fram í baráttu fyrir
kjördæmið,“ sagði Guðjón að lokum.
omar@eyjafrettir.is