Fréttir - Eyjafréttir - 16.04.2003, Qupperneq 16
16
Fréttir
M5ðwikUiii®ur Ilffl. apríl 2003
Mikill skákáhugi í Eyjum:
Fjórir Eyjapeyjar gerðu það gott í Vík
Síðustu helgi héldu fjórir ungir
Eyjamenn í víking til Víkur í Mýrdal.
Tilgangurinn var þó að mestu frið-
samlegs eðlis þó reyna ætti að herja á
Mýrdælinga sem og aðra Sunn-
lendinga á skáksviðinu. Þessir fjórir
Eyjamenn höfðu unnið sér þátttökurétt
á Skólaskákmóti Suðurlands með því
að sigra í undankeppni grunnskólanna
hér í Eyjum. Þátttakendur voru víðs
vegar af Suðurlandinu, allt sigur-
vegarar úr sínum sýslum. Keppt var í
tveimur flokkum þ.e. 1. til 7. bekk og
8. til 10. bekk.
Ljóst var fyrir keppni að við
ramman reip yrði að draga fyrir hina
ungu Eyjapeyja, sérstaklega fyrir þá
sem kepptu í yngri flokki enda þeir
yngstir keppenda. En það fór nú svo
að þeir stóðu sig einstaklega vel og
ljóst að með góðri ástundun muni
þessir fulltrúar okkar geta náð lengra á
komandi árum. Þeir Nökkvi Sverris-
son og Sindri Freyr Guðjónsson hlutu
fimm vinninga af níu mögulegum og
lentu í ijórða til fimmta sæti og Bjartur
Týr Olafsson hlaut þrjá vinninga og
endaði í sjöunda til áttunda sæti.
I eldri flokki áttum við einn fulltrúa,
Sæþór Öm Garðarsson, og stóð hann
sig einnig mjög vel og gerði sér lítið
fyrir og náði þriðja sætinu. Þessi
árangur þeirra er mjög góður, sér-
staklega þegar haft er í huga að þeir
yngri eru í þriðja og fjórða bekk og
eiga því enn eftir mörg ár í yngri
flokki. Allir hafa þessir strákar verið
duglegir að mæta á æfingar. Greini-
legt er að mikill skákáhugi er núna
meðal barna og unglinga í Eyjum,
þessi áhugi hel'ur gert það að verkum
að Skáksamband Islands í samvinnu
við Taflfélag Vestmannaeyja hefur
ákveðið að halda Landsmótið í
skólaskák hér í Eyjum helgina 15.-
18.maí. Þar munu sigurvegarar
landsljórðungsmótanna leiða saman
hesta sína.
Á þessum mótum hafa allir af
fremstu skákmönnum þjóðarinnar
hafið sinn feril.
Þennan skákáhuga má þakka m.a
góðu starfi Taflfélagsins sem og
velvilja skólastjóra grunnskólanna
sem hafa m.a keypt skákborð til að
hafa uppi í skólum, einnig er þáttur
foreldra mikilvægur, enda margir sem
gera sér grein fyrir þeim góðu áhrifum
sem iðkun skákar getur haft á þroska
bama og unglinga.
Vert er að minnast þess að lokum
að næstkomandi laugardag verður
haldið páskaeggjamót fyrir böm og
unglinga í Alþýðuhúsinu klukkan
14.00, teflt verður í tveimur aldurs-
flokkum og verða páskaegg í verðlaun
í báðum flokkum.
Magnús Matthíasson
F.v. Sindri
Freyr,
Nökkvi og
Bjartur
Týr við
komuna til
Eyja.
Ferðafuða drepur niður fæti í Eyjum
Opnar íVélasal
Listaskólans ó skírdag
Ferðafuða er myndlistar-
sýning á míníatúrum sem
hefur verið á ferðalagi
hringinn í kringum landið
frá hausti 2001. Á
hveijum sýningarstað er
listamönnum á staðnum
boðið að taka þátt í
sýningunni og tekur hún
þannig breytingum eftir
því sem hún vex; Fyrri
sýningar vom á Isafirði,
Ákureyri og Seyðisfirði
2002 en nú er sýningin
komin til Vestmannaeyja
og verður í Áhaldahúsinu
um páskana. Lokasýning-
in verður í Reykjavík
komandi haust.
Hópur listakvenna
hittist fyrsta miðvikudag
hvers mánaðar á Borginni
í Reykjavík til að ræða
list og pólítík. Miðviku-
dagshópurinn virkar vel
sem tengslanet og er
þekktur meðal
myndlistarmanna. Þar er
vettvangur til að koma hugmyndum
á framfæri og fá viðbrögð.
Upphafsmaður af Ferðafuðu er
Harpa Bjömsdóttir, myndlistarmaður
en hún er jafnframt sýningarstjóri
ásamt Ólöfu Nordal. Fleiri sýningar
eiga rætur að rekja til hópsins eins og
Land í Listasafni Ámesinga og
Fellingar í Þjóðarbókhlöðunni.
Ferðafuða þýðir hringja eða sylgja,
eða það sem lokar hringnum rétt eins
og ferðalag hringinn í kringum
landið. Harpasegir hugmyndina
vera að mynda tengsl landshluta á
milli, með áherslu á sameiginlegan
vettvang og þörfina fyrir samræður
og samskipti listamanna á millum.
Hafdís Helgadóttir, myndlistar-
maður, sem vinnur að því að setja
upp sýninguna með Hörpu segir oft
vera kvartað yfir sambandsleysi milli
landshluta. „Listamenn búa við
ákveðna einangrun og það er okkur
hollt að tala saman. Einangmn verður
til þess að maður hefur ekki tök á að
tengjast nógu vel og fylgjast með
hvað aðrir em að gera. Það þarf að
gera ráðstafanir til að lokast ekki af
og þetta er ein leið til þess,“ segir
Hafdís.
Verkin á sýningunni em unnin
sérstaklega fyrir hana og hámarks-
stærð verka er 15x 15 cm sem
ákvarðast af sívaxandi fjölda
þátttakenda. Þeir em nú orðnir 91 en
voru 30 þegar sýningin hófst á
ísafirði, þar bættust við 10, á
Akureyri 30 og á Seyðisfirði 10. Hér
í Eyjum bættust 11 viðenþeirem,
Birgir Andrésson, Bjami Ólafur
Magnússon, Gunnar Öm, Hulda
Hákon, Jóhann Jónsson, Jóhanna
Bogadóttir, Jón Óskar, Páll Viðar
Kristinsson, Sigurdís Harpa
Amarsdóttir, Skúli Ólafsson og
Steinunn Einarsdóttir. „Við höfum
fengið gífurlega góðar undirtektir við
sýningaröðinni. Ahugi kollega okkar
á sýningarstöðunum sýnir okkur
einnig að hugmynd okkar um tengsl
milli landshluta og myndlistarmanna
fellur í góðan jarðveg. Nú þegar
sýnendur em orðnir níutíu er íjöl-
breytileiki verka mikill og þau unnin
í margvíslegum efnivið," segir
Harpa.
16. apríl 08.15 12.00 16. apríl 07.30 12.00
16. apríl 16.00 19.30 16. apríl 13.00 16.00
17. apríl 08.15 12.00 17. apríl 07.30 12.00
17. apríl 16.00 19.30 17. apríl 13.00 16.00
18. apríl fbstudagurinn langi - engin ferð 18. apríl föstudagurinn langi - lokað
19. apríl 08.15 12.00 19. apríl 07.30 12.00
20. apríl páskadagur - engin feró 19. apríl 13.00 16.00
21. apríl 08.15 12.00 20. apríl páskadagur- lokaó
21. apríl 16.00 19.30 21. apríl 07.30 12.00
Þrióiudaginn 29. apríl fellur fe ró 21. apríl 13.00 16.00
Heijólfs nióur vegna vióhalds.
Afgreiósla f Þorlákshöfn
Afgreiðslan í Þorlákshöfn er opin frá kl. 10.00 - 12.00 alla daga og 17..30 - iu 'W
þegar Herjólfur fer tvær ferðir. Um páskana verður lokaó á föstudaginn langa og
uaskadag. Einnig veróur lokað þriðjudaginn 29. apríl vegna vióhalm-
Frekari upplýsingar um feróir Herjólfs má sjá á textavarpi RUV, síóu 415 og
í símum 481 2800 ( Vestmannaeyjar ) og 483 3413 ( Þorlákshöfn ). Einmg
er hægt aó nálgast upplýsingar á heimasfóu Herjólfs, www.herjolfur.is.
IHERJÓLFUR
Sími 481 2800 • www.herjolfur.is
Land)
SAMSKIP
Brottför
rrd vcsi-
mannaevjum
rrd
Þorlákshöfn
Afgreióslan í Vestmannaeyjum