Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 16.04.2003, Blaðsíða 19

Fréttir - Eyjafréttir - 16.04.2003, Blaðsíða 19
Miðvikudagur 16. apríl 2003 Fréttir 19 l^fréttir Handbolti kvenna undanúrslit: Öruggt gegn Val Mæta Haukum 96« apríl ELISA, Bogga, Ingibjörg og íris voru ánægðar eftir sigurinn gegn Val en þeirra bíður nú enn erfiðara verkefni sem eru úrslitin þar sem stelpurnar mæta Haukum. Þar með er ÍBV komið í úrslit Islandsmótsins eftir að hafa komist í gegnum úrslitakeppnina án þess að tapa leik eins og reyndar Haukar sem verða andstæðingamir í úrslitunum. Þau léku einnig til úrslita í bikar- keppninni og enduðu í tveimur efstu sætum deildarinnar þannig að þama em klárlega tvö bestu lið íslands í dag og verða úrslitin án efa mjög spenn- andi. Mörk ÍBV: Ingibjörg Jónsdóttir 6, Sylvia Strass 6 , Alla Gorkorian 5, Anna Yakova 4, Þórsteina Sigur- bjömsdóttir 2, Birgit Engl 2, Anna Rós Hallgrímsdóttir 1, Björg Ólöf Helgadóttir 1. Varinskot: Vigdís 17/2. Knattspyrna: Æfingaferð til Canela Styttist í átökin framundan ÍBV lék í undanúrslitum gegn Val en tvo sigra þurfti til þess að komast í sjálfa úrslitaleikina. Leikmenn ÍBV vom greinilega með hugann við verkefnið því liðið tryggði sér sæti í úrslitum með tveimur, frekar auð- veldum sigmm. Fyrri leikur liðanna fór fram hér í Eyjum fyrir rúmri viku. Hann var nokkuð jafn úl að byija með en smám saman tókst leikmönnum IBV að ná undirtökunum og í hálfleik var staðan 11 -8 fyrir ÍBV. I seinni hálfleik var sett í annan gír og ÍBV hreinlega valtaði yfir andstæð- inga sína. Lokatölur leiksins urðu 27-17 og af leiknum að dæma var erf- itt að sjá að Valur ætti möguleika gegn ÍBV. Mörk ÍBV: Alla Gorkorian 11/1, Anna Yakova 9/1, Birgit Engl 2, Ingibjörg Jónsdóttir 2, Edda Eggerts- dóttir 1, Björg Ó. Helgadóttir 1, Sylvia Strass 1. Varin skot: Vigdís Sigurðardóttir 18/1 Seinni leikurinn var svo á heima- velli Vals á laugardaginn. Hann þróaðist á svipaðan hátt og sá fyrri, jafnt til að byrja með en svo seig IBV fram úr. Staðan í hálfleik var 15-8 fyrir IBV og úrslitin nánast ráðin. Engu að síður héldu stelpumar áfram og náðu mest tíu marka forystu. En undir lokin var kæruleysi komið upp hjá leikmönnum ÍBV enda úrslitin ráðin. Valsstúlkur náðu að minnka muninn niður í fimm mörk og lokatölur urðu 27-22. i-------------------------------1 i Úrslitin hefjast | 26. apríl hjá stelpunum Fyrsti leikur IBV og Hauka í úr- 1 slitum íslandsmótsins fer fram eftir i rúma viku en liðin mætast í Eyjum ! 26. apríl næstkomandi og hefst ] leikurinn klukkan 16.00. Þetta hlé er vegna þátttöku ung- i lingalandsliðs Islands í undanriðli i Evrópukeppninnar sem fram fer í ] Júgóslavíu en Þórsteina Sigur- ] bjömsdóttir leikur með liðinu. ' Næsti leikur ÍBV og Hauka verður i svo þriðjudaginn 29. apríl klukkan ] 19.15 en allir leikir liðanna verða í ] beinni útsendingu Ríkissjón- J varpsins. Þijá sigra þarf til að i tryggja sér fslandsmeistaratitilinn i þannig að mest geta leikimir orðið ] fímm. i i i i i Lausir endar hjá körlunum Karlalið ÍBV hefúr ekki enn klárað i leikmannamál sumarsins nú þegar i er rétt um mánuður í fyrsta leik ] íslandsmótsins. Magnús Gylfason, ] þjálfari liðsins sagði í samtali við ] Fréttir að enn væm tvö til þijú nöfn i uppi á borðinu en ekkert fast í hendi i ennþá. „Við ætlum klárlega að ] bæta við einum leikmanni en hver ] það verður vitum við ekki ennþá. i Þetta em tveir Englendingar og i einn til viðbótar sem við emm með ] til skoðunar. Nú em að koma ] páskar og þá tökum við okkur stutt ] frí þannig að þessi mál leysast ekki i fyrr en efúr það.“ Leikmenn karla- og kvennliðs ÍBV komu til landsins á laugardaginn eftir að hafa verið við æfingar og keppni á Spáni og í Portúgal. Karlaliðið tók þátt í Canela Cup mótinu sem sett var upp af ferðaskrifstofunni Úrval-Útsýn en sjö íslensk lið tóku þátt í því auk þess sem eitt úrvalslið var með sem var skipað varamönnum liðanna. Fyrsti leikur ÍBV gegn Fylki tapaðist naumlega, 0-1 eins og kom fram í síðasta tölublaði. Næst lék ÍBV gegn Aftureldingu. ÍBV var ekki í teljandi vandræðum með Mosfellinga og urðu lokatölur 3-0. Mörk IBV skoruðu þeir Pétur Runólfsson, Gunnar Heiðar Þorvaldsson og Bjami Rúnar Einarsson. Þá var ljóst að ÍBV myndi leika um fimmta sætið í mótinu og þar mætti ÍBVFH. Leikurinn varjafn og spenn- andi en Steingrímur Jóhannesson tryggði ÍBV sigurinn þegar hann skoraði eina mark leiksins. ÍBV tapaði þar með aðeins einum leik í mótinu, gegn Fylki þannig að Iiðið virðist vera á réttri leið fyrir átökin í sumar. Magnús Gylfason, þjálfari ÍBV sagði að ferðin hefði verið nauðsynleg fyrir ÍBV. „Þetta fór nú ekkert allt of vel af stað hjá okkur en það rættist úr og í heildina er ég nokkuð sáttur. Þetta var okkur nauðsynlegt til að þjappa saman hópnum auk þess fékk ég tækifæri á að kynnast hópnum betur. Leikimir vom ágætir hjá okkur, við vomm með töluverða yfirburði gegn Aftureldingu en náðum ekki að skora hjá þeim fyrr en í seinni hálfleik. I leiknum gegn FH vom menn orðnir nokkuð þreyttir en náðu að klára þann leik 1-0.“ Hvað tekur svo við núna? „Nú æfum við bara fram að helgi, tökum okkur svo stutt páskafrí en byijum svo aftur á fullu í næstu viku. Ég kem svo líklega til Eyja um næstu mánaðarmót og vonandi verðum við kornnir á gras þá en fyrst klámm við deildarbikarinn og sjáum hversu langt við komumst þar, áður en við skipuleggjum ffamhaldið." Þokkalega sáttur Þá var kvennalið IBV í Portúgal á sama tíma en ekkert skipulagt mót var fyrir kvennaliðin. ÍBV lék hins vegar þijá æfingaleiki, tvo gegn FH og svo gegn spænsku liði í Sevilla. A-lið IBV sigraði FH 7-1 og þar skomðu Olga Færseth 3, Margrét Lára Viðars- dóttir 2 og nýjasti leikmaður liðsins, Skotinn Mhairi Gilmour 2 mörk. Næst lék B-lið ÍBV við FH og tapaðist sá leikur 2-3 en mörk ÍBV skomðu þær Thelma Sigurðardóttir og Erla S. Sigurðardóttir. Síðasti leikur liðsins var svo gegn spænska úrvalsdeildarliðinu Deport- ivo Hispalis og vann IBV þann leik 6-1. Þar skomðu Gilmour 2, Margrét Lára 2, Thelma og Sara Sigurlásdóttir eitt hvor. Heimir Hallgrímsson sagði að hann væri þokkalega sáttur við æfinga- ferðina. „Ég er alveg þokkalega sáttur við þessa ferð og kannski það eina sem mætti finna að henni var að ég hefði viljað mæta sterkari andstæð- ingum en við gerðum, leikimir vom kannski aðeins of auðveldir fyrir A- liðið.“ Aðspurður um nýja leikmanninn sagði Heimir að þar væri á ferðinni sterkur leikmaður. „Hún spilaði bæði úti á kanti og inni á miðju hjá okkur í þessari ferð og svo gegn KR. Mér sýnist á öllu að þarna sé á ferðinni sterkur leikmaður sem kemur til með að nýtast okkur vel í sumar.“ Enn gengur Atli framhjá Tryggva Atli Eðvaldsson, landsliðsþjálfari valdi í vikunni leikmannahóp ís- lenska landsliðsins sem mun leika vináttuleik gegn Finnum í Finnlandi 30 apríl. Birkir Krisúnsson er á sínum stað og Hermann Hreiðarsson kemur aftur inn í hópinn eftir meiðsli en enn á ný gengur landsliðsþjálfarinn framhjá Tryggva Guðmundssyni. Tryggvi var kallaður óvænt inn í hópinn fyrir leikinn gegn Skotlandi á dögunum og spilaði síðustu fimm mínútur leiksins en hefur nú á ný misst sæti sitt. Fyrsta opna golfmótið Um helgina ætla golfarar í Eyjum að halda sitt fyrsta opna golfmót þetta úmabilið. Það er opna Hole in One mótið þar sem spilaðar verða 18 holur og veitt verðlaun fyrir efstu þrjú sætin með og án forgjafar. Skráning stendur yfir í Golfskál- anum og lýkur á föstudag. I gær höfðu 50 manns skráð sig í mótið, þar af 40 ofan af landi enda er þetta fyrsta opna mótið á landinu og því útlit fyrir mikla þátttöku kylfinga af fastalandinu. Völlurinn virðist koma vel undan vetri og líkt og undanfarin ár fyrsti völlurinn á landinu til að klæða sig í sumar- búning. Fjórði flokkur átti misjöfnu gengi að fagna Fjórði flokkur kvenna í knatLspymu lék í Faxaflóamótinu á mánudag og þriðjudag. Fyrst var leikið gegn Haukum og léku bæði A- og B-lið. Bæði lið töpuðu, A-liðið 0-4 og B 2-4. Síðar sama dag lék liðið svo gegn HK þar gerði A-liðið 4-4 jafntefli en Bdiðið vann 9-0. Á þriðjudag lék ÍBV svo gegn ÍA og fóru leikurinn fram á Skaganum. A-liðið tapaði 3-0, B-liðið vann sinn leik 2-10 og C-liðið vann einnig 2-5. Frans á úrtaksæfingar Frans Friðriksson hefur verið valinn til þess að taka þátt j úrtaksæfingum U-15 ára landsliðs íslands. Æfing- amar fara fram dagana 26. til 27. apríl í Reykjaneshöll og í Fífunni en í hópnum eru 32 leikmenn. Framundan Fimmtudagur 17. apríl Kl. 14.00 ÍBV-FH Deildarbikar karla Fífunni Knattspyrna: Olga og Margrét Lára á skotskónum Kvennalið ÍBV lék á sunnudaginn gegn KR í deildarbikarkeppninni en bæði lið voru nýkomin frá Portúgal þar sem þau dvöldu í góðu yfirlæú. íslandsmeistarar KR fóru í gegnum deildarkeppnina síðasta sumar með glæsibrag og eina liðið sem náði að sigra þær var einmitt IBV á heimavelli KR. Leikur liðanna fór frant í Reykjaneshöll og var mjög spennandi. Olga Færseth kom ÍBV í 1-0 í fyrri hálfleik og var það hálfleiksstaðan. KR-ingar jöfnuðu svo fljótlega í síðari hálfleik en Margrét Lára Viðarsdóttir kom ÍBV aftur yfir. IBV fékk svo vítaspymu sem nýttist ekki en KR-ingar misstu leikmann útaf þegar vítið var dæmt og lék ÍBV því einum leikmanni fleiri. Leikmönnum ÍBV tókst að halda forystunni og sigruðu því 2-1. L J

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.