Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 21.08.2003, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 21.08.2003, Blaðsíða 6
6 Fréttir / Fimmtudagur 21. ágúst 2003 Voru 20 tíma á leiðinni til Eyja - Herjólfur öruggasta leiðin til Eyja í dag: Lélegasta þjónusta sem ég hef lent í -segir Kormákur Geirharðsson sem lenti í ýmsum útúrdúrum á leið sinni til Eyja Kormákur þurf'ti því að konia sér aftur til Rcykjavíkur eftir að hafa beðið hátt í þrjá tíma á Selfossflugveili. Þau urðu að fara á puttanum. Það gekk ágætlega og aftur var hann kominn til Reykjavíkur seint um kvöldið og fór beint á netið og ætlaði sér að panta far með fyrstu vél Islandsflugs til Eyja. „Það átti að nýta sér tæknina og ég pantaði mér far með fyrstu vél, sjö tuttugu takk fyrir og ræs klukkan sex en það hefur ekki gerst síðan ég fór síðast til útlanda. Það gat tekið langan tíma að komast til Vestmannaeyja þegar Stokkseyrar- báturinn sá um samgöngur á sjó við Eyjar og landpóstamir fóm um hémð. Þá þótti ekki óeðlilegt að ferðalag frá Reykjavík til Eyja tæki einn og jafnvel tvo sólarhringa við bestu skilyrði. Nú em breyttir tímar, kröfumar aðrar og ný tækni gerir mönnum kleift að komast heimshoma á milli á nokkmm klukkutímum. En þrátt fyrir þetta allt saman getur verið þrautinni þyngra að komast til Vestmannaeyja. Því fengu Kormákur Geirharðsson og dóttir hans að kynnast á sunnudaginn þegar þau ætluðu í skottúr til Eyja. Saga þeirra er með ólíkindum og er hún talandi dæmi um stöðu samganga við Vestmannaeyjar í dag. Kormákur og dóttir hans, Mel- korka, hefðu sennilega verið fljótari hefði gamli góði Stokkseyrarbáturinn verið enn í fömm. Tilefni ferðalagsins var að Kormák langaði að heimsækja dóttur sína, Kristínu Sólveigu sem býr í Vest- mannaeyjum og tók aðra dóttur sina, Melkorku, með. Hann er hann kylf- ingur og langaði mikið til að prófa golfvöllinn hér. Hann reyndi að fá flug frá Reykjavík á sunnudaaginn en þá var allt fullt. „Eg hringdi því í Flugfélag Vestmannaeyja og spurði hvemig þeir llygju, þeir sögðu mér að þeir flygju frá Bakka á klukkutíma fresti." Kormákur sagði að hann hefði spurt um aðrar leiðir þar sem honum fannst tveggja tíma keyrsla á Bakka heldur langt. „Þeir sögðust ætla að fljúga á Selfoss klukkan hálf átta um kvöldið. Ég reddaði mér fari á Selfoss með vinafólki sem var á leið í bústað þar í nágrenninu. Starfsmaður Flugfélags Vestmannaeyja, sem ég talaði við sagði mér að það væri einhver þoku- slæðingur yfir Eyjum en þegar ég spurði hann hvemig líkurnar væru sagði hann að þokan myndi líklega fara eftir skamman tíma.“ Þegar Konnákur og dóttir hans vom komin á Selfoss rétt fyrir klukkan hálf átta hittu þau þar fyrir þýsk hjón sem sögðust einnig vera að bíða eftir flugi til Eyja. „Svo líður og bíður og ekkert gerist, ég hringi svo til Eyja og fæ þær fréttir að það sé vél á leið í loftið. Ég hoppa hæð mína og hugsa með mér að nú sé hún á leiðinni til okkar en fimmtán mínútum síðar þegar ekkert bólaði enn á vélinni hringi ég í flugfélagið og spyr hvort vélin sé ekki að koma. Þeir segja mér þá að þetta hafi verið sjúkraflug en áður höfðu þeir sagt mér að þeir kæmust ekki á loft. Mér fannst svolítið skrýtið að aðeins sjúklingar kæmust á loft en ekki almennir borgarar.“ Og aldrei kom vélin Kormákur hélt stöðugu sambandi við Flugfélag Vestmannaeyja en einnig var fólk sem bjóst við honum í Eyjum sem var sífellt að forvitnast um llugið. „Og það fer önnur vél í loftið sem ég að sjálfsögðu held að sé á leið til mín. Ég hringi og fæ þá þær fréttir að sú vél hafi farið á Bakka og bíði þar þar sem aftur sé orðið þungt yfir í Eyjum. Ég spyr þá hvort þeir geti ekki komið við á Selfossi og sótt okkur eða hreinlega skutlað okkur yfir á Bakka þar sem það sé styttra þaðan til Eyja þegar veðrið lagast. Þeir segjast þá finna einhver ráð. Svo fer önnur vél í loftið og allt eru þetta vélar frá Flugfélagi Vestmannaeyja. Aftur held ég í vonina að þessi sé þá á leið til mín en í millitíðinni höfðu tvær vélar farið í loftið frá Selfossflugvelli, önnur til Reykjavíkur og hin var í æfingaflugi þama í kring,“ sagði Kormákur og bætti við að flugmaðurinn á æfinga- vélinni hafi verið að tala um að það væri nú frekar létt yfir svæðinu þetta kvöld. „Svo líður og bíður og þeir hringja aldrei í mig. Þá höfðu farið tvær vélar í loftið frá Flugfélagi Vestmannaeyja en þær hafa líklega báðar farið á Bakka. Nú var klukkan korter í tíu og þeir höfðu einhvem tíma í einhverju símtalinu sagt við mig að þeir myndu hætta að fljúga klukkan tíu þannig að ég hringi enn einu sinni. Ég stóð nefnilega þama á Selfossflugvelli, ekki með far í bæinn. Þá sögðu þeir að þetta myndi líklega ekki ganga héðan af, það væri svo þungt yfir í Eyjum.“ Lélegasta þjónusta sem ég HEF LENT í OG TÆKNIN BRÁST Kormákur sagði að vinkona sín í Eyjum hafi einnig hringt í Flugfélagið og fengið þau svör að ekki væri lengur hægt að fljúga vegna þess að það væri svo mikil þoka við ströndina. „Ég var með mann þama á Selfossflugvelli sem hafði verið að fljúga þama í kring og hann sagði skyggni með miklum ágætum við ströndina. Auk þess eru þeir að segja eitt við mig og annað við fólk í Eyjum. Þá rann upp fyrir mér að þeir hafi hreinlega ekki nennt eða tímt að sækja tvo farþega á Selfoss en útlendingamir höfðu fyrir löngu gefist upp á biðinni." Kormákur er mjög ósáttur við vinnubrögð Flugfélagsins og þá sér- staklega það að þeir hafi ekki komið hreint fram við hann. „Ég hefði annað hvort getað reynt að redda mér fari niður á Bakka eða tekið ákvörðun um að snúa aftur til Reykjavíkur ef ég hefði fengið hreinskilin svör. Þetta er lélegasta þjónusta sem ég hef lent í.“ Kormákur þurfti því að koma sér aftur til Reykjavíkur eftir að hafa beðið hátt í þrjá tíma á Selfoss- flugvelli. Þau urðu að fara á puttanum. Það gekk ágætlega og aftur var hann kominn til Reykjavíkur seint um kvöldið og fór beint á netið og ætlaði sér að panta far með fyrstu vél íslandsflugs til Eyja. „Það átti að nýta sér tæknina og ég pantaði mér far með fyrstu vél, sjö tuttugu takk fyrir og ræs klukkan sex en það hefur ekki gerst síðan ég fór síðast til útlanda." Kormákur og dóttir hans gerðu því aðra tilraun til þess að fljúga til Eyja en þegar á Reykjavíkurflugvöll var komið kom í ljós að tæknin hafði eitthvað verið að stríða þeim því hvergi fannst nafn Kormáks á lista yfir farþega og vélin fullbókuð. „Einnig var fullt með hádegisvélinni og rán- dýrt að fljúga, það var þá sem ég ákvað að fara um borð í Herjólf þótt það þýddi sjóveikistöflu handa stelpunni en þetta var svo bara frábær ferð. Að taka rútuna og geta lesið bók og lagt sig svo um borð í skipinu, það var einkar ljúft, sérstaklega eftir erfiði menningamætur helgina áður í borg- inni. Það tók mig nokkum tíma að jafna mig á þeim ósköpum. En þegar við komum loks til Eyja voru um 20 klukkutímar síðan við Melkorka lögðum af stað frá Reykjavík.“ Kormákur segir að þrátt fyrir allan tímann sem fór í ferðalagið hafi hann haft það gott í Eyjum og náð meðal annars að fara átján holur á golf- vellinum. Hann var harðákveðinn í leið sinni aftur til íslands, Herjólfur skyldi það vera. „Ég ætla í Herjólf og leggja mig þar. Nú tekur maður ákvörðun, fer í Herjólf, ég veit hvaða tíma það tekur en það er þó öruggt," sagði Kormákur að lokum. Arnar Sigurmundsson í bæjarráði: Skynsamlegt að haldaí skólamála- og menningarfulltrúa Amar Sigurmundsson (D) kom með tillögu á bæjarráðsfundi á mánudag um að skólamálaráð komi með um- sögn um þá fyrirætlan að leggja niður starf skólamála- og menningafulltrúa samhliða nokkmm öðmm skipulags- breytingum hjá Vestmannaeyjabæ. Segir ennfremur að bæjarráð telji mikilvægt að umsögn skólamálaráðs vegna breytinganna liggi fyrir sem fyrst. í greinagerð segir að í síðasta mánuði hafi bæjarstjórn samþykkt með atkvæðum núverandi meirihluta að ráðast í umtalsverðar breytingar á skipuriti Vestmannaeyjabæjar. „í þessu sambandi vom ráðnir framkvæmdastjórar til þess að stjóma þeim fjómm stoðum sem skipuritið byggir á. Undir fræðslu- og menn- ingarsvið falla öll skóla- og fræðslu- mál, menningarmál og íþrótta- og æskulýðsmál. Þessir málaflokkar taka til sín rúmlega 71% af öllum skatt- tekjum bæjarins samkvæmt Fjárhags- áætlun Bæjarsjóðs fyrir árið 2003. Samkvæmt tillögum um starfs- mannahald vegna fræðslu- og menn- ingarsviðs er reiknað með menn- ingarfulltrúa í hlutastaifi, leikskóla- fulltrúa í hlutastarfi og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa í fullu starfi. Ekki er gert ráð fyrir sérstökum skólamála- fulltrúa, þrátt fyrir að fræðslu- og skólamál vegi rúmlega 50% af út- gjöldum bæjarins. Vestmannaeyjabær hefur rekið skólaskrifstofu frá því grunnskólamir fluttust til sveitar- félaganna 1996. Þessari tillögu er ætlað að kalla fram umsögn skólamálaráðs á þessum skipulags- breytingum, en þær snerta allt skóla- starf í Vestmannaeyjum. A vettvangi bæjarstjórnar hefur að undanfömu verið ítrekað rætt um eflingu skólastarfs og er það skoðun tillögumanns að skynsamlegast verði fyrir bæjarfélagið að falla frá því að leggja niður starf skólamála- og menningarfulltrúa. Starf framkvæmdastjóra fræðslu- og menningarsviðs verður víðtækara en starf sviðstjóra í eldra skipuriti og mun að töluverðu leyti verða fólgið í stjómunarstörfum í þeim víðtæku málaflokkum sem undir það falla." Bæjarráð samþykkti tillöguna en fól bæjarstjóra að gera skólamálaráði nánari grein fyrir útfærslu á nýju skipuriti fyrir fræðslu- og menningar- svið. Aflinn minnkar á milli ára Fyrstu ellefu mánuði yfirstandandi fiskveiðiárs var landað í Eyjum er 172.500 tonn en var á sama tíma í fyrra tæp 194 þúsund tonn. Að vanda var mest landað af loðnu. rúm 100 þúsund tonn en í fyrra kom að landi rúm 128 þúsund tonn og þar sem engin loðnuveiði er í ágúst er ljóst að talsverður samdráttur var þar. Öðm máli gegnir um síldina en í ár hafa komið rúmlega 30 þúsund tonn en í fyrra kom tæp 25 þúsund tonn að landi. Svipað magn hefur komið af kolmunna en þó eilítið meira í ár en í fyrra. Af bolfisktegundum er samdráttur í þorskafla og munar þar rúmlega þúsund tonnum en þó gæti það dregist eitthvað saman í ágústmánuði. Aftur á móti hefur meim verið landað af ýsu og ufsa. Karfaafli stendur nánast í stað en talsverður samdráttur er í úthafskarfa. Tegundir: Afli 2003 Afli2001 Þorskur 8.249 9.301 Ýsa 3.947 3.175 Ufsi 7.075 5.818 Karfi 4.071 4.332 Úthafskarfi 2.322 3.370 Langa 456 580 Keila 94 122 Skötuselur 51 82 Loðna 101.745 128.545 Kolmunni 12.899 11.156 Sfld 30.379 24.924 Humar 249 226 Annar afli 500 1.523 Samtals: 172.500 193.628

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.