Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 21.08.2003, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 21.08.2003, Blaðsíða 8
8 Fréttir / Fimmtudagur 21. ágúst 2003 Hvað líður menningarhúsi? Selma Ragnarsdóttir (D) sendi inn fyrirspum til bæjarráðs á mánudag þar sem hún grennslast fyrir um hvernig undirbúningsvinna gengur vegna fyrirhugaðs menningarhúss í Vest- mannaeyjum þar sem fresturinn til að skila inn hugmyndum vegna hússins rann út 16. júlí sl. Bæjarráð svaraði því til að fyrir liggi að verkefnastjóm um byggingu menningarhúss, sem skipuð er fulltrúum Vestmanna- eyjabæjar og menntamálaráðuneytis- ins, muni koma saman innan tíðar þar sem farið verður yfir stöðu málsins og framkomnar tillögur. Minning um Eyjólf Nýverið barst Skógræktarfélagi Vest- mannaeyja góð gjöf frá afkomendum Eyjólfs Eyjólfssonar og Sigurbjargar Guðmundsdóttur. Gáfu þau félaginu 30.000 krónur. Eyjólfur fæddist á Grímslæk í Ölfusi 1903 og lést 1965. Hann bjó í Eyjum 1922 til 1930. Hann lauk skósmíðanámi á tveimur árum hér í Eyjum hjá Sófusi Guð- mundssyni skósmið, keypti vinnu- stofuna af honum 1924 og rak hana næstu sex árin. Þá flutti hann til Reykjavíkur. Þau Sigurbjörg eignuðust sjö böm. Eyjólfur hafði alltaf taugar til Eyjanna og átti hér vinafólk sem hann hélt góðu sambandi við, ber þar hæst hjónin Astu og Friðfmn kafara. Hann var mikill þjóðhátíðarmaður Bergþóra Þórhallsdóttir, forstöðumaður Visku: Fjarnám og óhefðbundnar námsleiðir -verður meginþemað á viku símenntunar 7. til 12. september KYNNING á viku símenntunar í fyrra var vel sótt. Vika símenntunar verður dagana 7. til 13. september og er ekki annað að sjá en að dagskráin verði mjög myndarleg í Vestmannaeyjum. Fyrstu drögin voru kynnt í siðustu viku og verður eitthvað um að vera alla dagana. Athyglinni er m.a. beint að fjamámi sem æ fleiri nýta sér, ekki síst fólk af landsbyggðinni sem fær þannig möguleika á að stunda sitt nám heima í héraði þó skólinn sjálfur sé í öðrum landsíjórðungi. Bergþóra Þórhallsdóttir, forstöðu- maður Visku, fræðslu- og símennt- unarmiðstöðvarinnar í Vestmanna- eyjum, sagðist leggja áherslu á að fá sem flesta til að taka þátt og leggur sérstaka áherslu á dagskrá föstu- dagsins, 12. september, þegar dagskrá verður vítt og breitt um bæinn frá því snemma um morguninn og fram á kvöld. Fjarnám fyrir sjómenn „Yfirskrift vikunnar er Fjamám og aðrar óhefðbundnar leiðir til náms. Meðal annars er ég að skoða mögu- leika á íjamámi til sjós sem ég vil meina að sé raunhæfur möguleiki. Slíkt gæti orðið til þess að sjómenn þyrftu ekki að flytja héðan með fjölskyldur sína, hyggi þeir á skip- stjórnar- eða vélstjómamám eða ætla að bæta við sig réttindum. Eg hugsa þetta ekki síður fyrir þá sem eru ófaglærðir til sjós og sjá sér ekki fært að leggja sjómennskuna til hliðar og fara í skóla. Það er meira en að segja það fyrir fjölskyldufólk að verða af þeim tekjumissi. Þeir sem hafa áhuga á íjamámi til sjós ættu að hafa sam- band við mig og endilega að mæta föstudaginn 12. september á kynn- ingarfundinn," segir Bergþóra. En hún vill ná til fleiri og segist Bergþóra vita af þó nokkmm fjölda í bænum sem stundar ljamám. Vill hún komast í samband við þá og kynna það sem Viska býður upp á. „Við bjóðum upp á aðbúnað og þjónustu við þessa nemendur sem þeir geta nýtt sér í samráði við mig. Þegar em nemar í hjúkmnarfræði og rekstrarfræði sem nýta sér aðstöðuna en ég vil hvetja alla til að hafa samband og kynna sér það sem við bjóðum upp á. Við verðum með opna daga í Viku símenntunar sem ég vil benda þessum nemum á að líta við hjá mér. Það em nokkrir sem ég veit um í námi eins og í Kennara- háskólanum, Háskólanum í Reykjavik svo eitthvað sé nefnt sem ég hef ekki nein tengsl við. Hér emm við með aðstöðu til hópvinnufunda, ljósritunar o.fl.“ VlLL BREGÐAST VIÐ KENNARASKORTI „I Vestmannaeyjum er töluverður skortur á kennurum og ætla ég að mæta því með því að smala í hóp sem færi í fjamám í kennaradeild við Háskólann á Akureyri næsta haust. Eg þarf tíu nöfn á lista til að geta átt þennan möguleika og þegar er ég með nöfn í farteskinu. I Kennaraháskól- anum em ekki gerðar sömu kröfur. Þeir byggja sitt fjamám upp á allt annan hátt. Háskólinn á Akureyri vill fá fólk í hópum. Vil ég hvetja áhugasöm kennaraefni um að hafa samband við mig, en með þessu vill Viska koma til móts við þessa þörf hér í Eyjum.“ VlSKA SANNAÐ GILDI SITT Viska tók til starfa í janúar í vetur og er nú að hefja sína aðra önn. „Við lögðumst ekki í dvala í sumar og buðum upp á Fimm tinda námskeiðið og örnefnanámskeið sem voru mjög vinsæl. Svo vinsæl að við ætlum að halda bæði þessi námskeið aftur nú í haust.“ Annars segir Bergþóra að líta megi á starf hennar sem brautryðjendastarf en Viska sé að ná fótfestu. „Símennt- unarstöðvamar á öllu landinu hafa með sér félag og forstöðumennimir hittast reglulega til að bera saman bækur sínar. Stöðvamar em mjög ólíkar en maður reynir að tína það til sem hentar okkur hér í Eyjum. Stærsti kosturinn við okkar miðstöð er að við emm á litlu og afmörkuðu svæði og gott er að halda utan um verkefnin og því minni hætta á að eitthvað verði útundan. Hinar miðstöðvarnar em með útibú um allar sveitir og starfmu fylgir mikil keyrsla og mikið álag á fjarfundabúnuðum. Nú er bara að kunna að nýta sér þessa sérstöðu." Bergþóra er á lokasprettinum í skipu- lagningu haustannar og er unnið að gerð bæklings sem borinn verður í hús fyrir viku símenntunar. „Þar kynnum við það sem í boði verður á haustönn. Viska hefur tvímælalaust sannað tilverurétt sinn eins og er að koma í ljós. Ég er líka bjartsýn á framtíðina og nú get ég farið að einbeita mér að því að skoða námsleiðir sem henta fyrir bæjarfélagið og að útvíkka um leið það starf sem þegar hefur áunnist í fræðslumálum," sagði Bergþóra að lokum. Drög að dagskrá viku símenntunar Mánudagur 8. september Vinnustaðaheimsóknir og opnun vefsíðu Visku: www.viska.eyjar.is. Þriðjudagður 9. september Kl. 9-12 Framhaldsskólinn í Vest- mannaeyjum. Málþing á nýrri „menntabrii" frá Hótel Loftleiðum. Yfirskrift mál- þingsins er „Fjamám.'' Aðalfyrir- lesari verður Gilly Salmon sem kennir við Open University í Bretlandi. Gilly hefur víðtæka reynslu af kennslu í tjamámi og sendi árið 2002 frá sér bókina E- tivitis- the key to active online leaming. Fundarstjóri Sölvi Sveinsson skólameistari Fjölbrautaskólans við Ármúla. Miðvikudagur 10. september Hádegisverðarfundur. Kynningar fyrir stofnaðila Visku og stjóm- unarfélag Vestmannaeyja. Kvasir - sarntök fræðslu- og símenntunarmiðstöðva á landsbyggðinni. Katrih Dóra Þorsteinsdóttir formaður Kvasir. Reynsla símenntunarmiðstöðvar Markviss - aðferðafræði til að greina þarfir fyrirtækja í starfsþróunar- tengdum málefnum. Katrín Dóra Þorsteinsdóttir formaður Kvasir. Stíirfsmenntun í atvinnulffi. Fimmtudagur 11. september Vinnustaðaheimsóknir Föstudagur 12. september Kl.9-12 og 17-18 Framhaldsskólinn í Vest- mannaeyjum: Opið hús hjá Visku Fræðslu- og símenntunar- miðstöðinni í fjarfundastofu Visku Kynning á sUirfsemi Visku. Bergþóra Þórhallsdóttir svarar spurningum um ljamám. Kaffiveitingar. Kl. 15.30- 17.00 Erindi ætlaðöllum ljamemum í Vestmannaeyjum. Steinunn 1. Stefánsdóttir ráðgjafi frá Starfsleikni.is flytur erindi um skipulag í Ijamámi, tímastjómun, álags- og streitustjómun ofl. Kl. 18 - 22 Listaskólinn - Vélasalur: Kynningabásar á námskeiðs- framboði og möguleikum til fræðslu- og símenntunar í Vest- mannaeyjum. Kynningar á starfsmenntasjóðum. Kl. 20.00 Listaskólinn - Tónleika- salur: Tónlistaratriði - Listaskóli Vestmannaeyja. Fjamám - byggðamál. Fulltiúi frá Háskól- anum á Akureyri fiytur erindi Fjamám: Að vera fjamemi. Reynsla tveggja til þriggja fjamema. Er ljamám til sjós raunhæfur möguleiki? Ásgeir Guðnason, fulltrúi frá Menntafélaginu ehf. o.fl. Fleiri dagskrárliðir em í vinnslu. Kynnir Bergþóra Þórhallsdótúr forstöðumaður Visku. Laugardagur 13. september Kl.13.00 -16.00 Aðstaða til fjamáms og menntunar í Vestmannaeyjum. Opið hús: Viska - Fræðslu- og símenntunarmiðstöð við Strandveg. Viska - Frœðslu- og símenntunar- miöstöð Vestmannaeyjum áskilur sér allan rétt til breytinga á dagskrárliðum. og hélt þeim sið að koma alltaf einu sinni á ári til Eyja. Þess má geta að afkomendur hans, fimm systkini, færðu nýlega Byggðasafninu að gjöf eigurúrfómm hans. Stjóm Skógræktarfélagsins færir systkinunum kærar þakkir fyrir gjöf- ina, sem notuð verður til að efla starfsemi félagsins og einnig verða gróðursett tré á völdum stað í Hraunskógi til minningar um Eyjólf. Barna- skólinn málaður svartur -Margir brotlegir í umferðinni Færslur í dagbók lögreglunnar á þessu tímabili eru 165 og eru færslurnar fleiri en á síðasta tímabili en mest hefur verið að gera í umferðarmálunum. Tilkynnt var um skemmdar- verk á Barnaskólanum en einhverjir aðilar höfðu spreyjað á veggi skólans með svartri spreymálningu. Ekki er vitað hverjir voru þarna að verki en allar upplýsingar eru vel þegnar. Af umferðinni er það að frétta að 35 voru kærðir fyrir að virða ekki umferðarreglur og reglur um skoðun bifreiða. Einn ökumaður var kærður fyrir að virða ekki stöðvunarskyldu og annar var kærður fyrir að tala í farsíma við akstur án þess að nota til þess lögboðinn handfrjálsan búnað. Eigendur 26 bifreiða voru kærðir fyrir að færa ekki bifreið til aðalskoðunar á tilsettum tíma og fjórir til viðbótar fengu á sig kæru fyrir að færa ekki bifreiðir sínar til endurskoðunar á tilsettum tíma. Þá voru skráningarnúmerin tekin af einni vegna trassaskapar við að færa hana til skoðunar. Loks var einn ökumaður var kærður fyrir að nota ekki öryggisbelti við akstur. Þá var einn ökumaður tekinn grunaður um ölvun við akstur á tímabilinu en þetta mun vera 10. stúturinn það sem af er þessu ári. Útbúið börnin vel þegar pysjurnar loksins birtast Lögregla viil ítreka skilaboð sín frá því í síðustu viku varðandi pysjutímabilið en svo virðist sem pysjurnar láti bíða eitthvað eftir sér þetta árið og veiðarnar því ekki farnar almennilega af stað ennþá. Vill lögregla beina því til foreldra að festa endurskinsmerki á krakkana og reyna að merkja þau sem best svo þau sjáist í myrkrinu sem er byrjað að hellast yfir okkur á kvöldin. Þá vill lögregla einnig beina þeim tilmælum til ökumanna að hafa það í huga að pysjutímabilið sé að byrja, stilla ökuhraða í hóf og sýna veiðimönnunum aukna tillitssemi.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.