Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 21.08.2003, Qupperneq 17

Fréttir - Eyjafréttir - 21.08.2003, Qupperneq 17
Fréttir / Fimmtudagur 21. ágúst 2003 17 HEIMIR: Ég vil þakka áhorfendum fyrir þeirra hlut. Eyjamenn voru í mikium meirihluta í stúkunni og studdu vel við bakið á okkur. Bikarleikurínn: Reynsla sem á eftir að nýtast Á sunnudaginn léku ÍBV og Valur til úrslita í Visabikarkeppni kvenna og fór leikurinn fram á Laugardalsvelli. Nokkur eftirvænting ríkti hjá Eyjamönnum enda var þetta í fyrsta sinn sem kvennalið ÍBV kemst í bikarúrslitaleikinn og menn þóttust vita að á góðum degi myndi IBV vinna Val. Undirbúningur liðsins fólst í því að dvelja í Borganesi um helgina, í rólegu umhverfi og góðu yfirlæti. En bikarúrslitadagurinn var ekki dagur Eyjastúlkna sem eftir góða byrjun máttu þola tveggja marka tap, 1 -3. Það var ágætis stemmning á Laug- ardalsvelli á meðal þeirra rúmlega eitt þúsund áhorfenda sem lögðu leið sína á völlinn. Eyjamenn voru í meirihluta á pöllunum og höfðu betur í baráttunni þar. Leikurinn fór fjörlega af stað og IBV var mun betra liðið fyrstu tíu mínútumar og það var þvf í samræmi við gang leiksins að Karen Burke kom IBV yfir eftir fimm mínútna leik. En fimm mínútum síðar jöfnuðu Vals- stúlkur með glæsilegu marki. Við þetta jafnaðist leikurinn aðeins og liðin skiptust á að sækja. Smám saman náðu þó Valsstúlkur betri tökum á leiknum og undir lok fyrri hálfleiks gerðu þær út um leikinn. Á fertugustu mínútu kom sending inn fyrir vöm IBV. Vamarmenn ÍBV náðu ekki að koma boltanum í burtu og allt í einu var sóknarmaður Vals sloppinn inn fyrir vöm IBV og átti ekki í vandræðum með að skora fram- hjá Rachel Brown. Við þetta virtust leikmenn IBV vera slegnir út af laginu því Valur bætti þriðja markinu við skömmu síðar og róðurinn orðinn vemlega þungur. í síðari hálfleik lögðu Valsstúlkur alla áherslu á góðan vamarleik enda komnar með tveggja marka forystu. Það gekk vel hjá þeim, IBV komst lítið áleiðis og fékk fá færi. Margrét Lára fékk líklega besta færið til að skora tíu mínútum fyrir leikslok þegar hún var ein á móti markverði en skot hennar fór hátt yftr. Lokatölur urðu því 1-3 fyrir Val og silfurverðlaunin því niðurstaðan fyrir ÍBV. Það er öllum Ijóst að ÍBV lék ekki vel í bikarúrslitaleiknum. Flestir leik- menn liðsins léku undir getu, nema þá helst Karen Burke og íris Sæmunds- dóttir enda em þær reyndustu leikmennimir. Að komast í úrslitaleikinn er frábær árangur, sérstaklega í ljósi þess að það hefur aldrei gerst áður hjá IBV og reynslan sem stelpurnar fengu í þessum leik kemur án efa til með að nýtast þeim síðar. ÍBV spilaði 4-4-2 Rachel Brown, Erna D. Sigur- jónsdóttir, SigríðurAsa Friðriksdóttir, Michell Barr, Iris Sœmundsdóttir, Mhairi Gilmour, Lind Rafnsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir, Elena Einisdóttir, Karen Burke, Olga Fœrseth. Varamenn: Hanna G. Guðmunds- dóttir, Rakel Rut Stefánsdóttir, Thelma Sigurðardóttir (kom inn á 80. mínútu), Sara Sigurlásdóttir (kom inn á 70. mínútu), Elfa Asdís Olafsdóttir(kom inn á 88. mínútu). Mark ÍBV: Karen Burke. Stolt af stelpunum -sagði Michelle Barr, fyrirliði IBV, eftir leikinn Michelle Barr hefur verið fyrirliði IBV síðustu tvö ár en hún sagði að reynsluleysi ÍBV í svona leikjum hefði vegið þungt. „Við fengum eins góða byrjun og hægt er að hugsa sér í leiknum, sér- staklega í ljósi þess að liðið var að spila í fyrsta sinn í bikarúrslitaleik. En eftir að við skomðum fyrsta markið drógum við okkur aftar á völlinn og hleyptum þeim inn í hann. Mér fannst við smám saman missa tökin á leiknum en eftir annað markið ákváðum við að sækja meira. eins og við höfum gert í sumar. En þær skomðu mjög fljótlega aftur og þriðja markið gerði eiginlega út um leikinn. En við komunt staðfastar í seinni hálfleik og gerðum okkar besta. Vomm betri aðilinn á vellinum og fengum nokkur færi til að skora en þetta lá ekki fyrir okkur í dag.“ Þú mótmæltir þriðja markinu harð- lega, var þetta ekki rangstaða? „Ekki frá mínu sjónarhomi. Eg reyndar sá ekki alla línuna en mér fannst tvær Valskonur vera langt fyrir innan þegar sendingin kom fyrir. Það hefði óneitanlega verið betra að vera einu marki undir í hálfleik f stað tveggja en dómaramir vom mér ekki sammála með rangstöðuna og við því er lítið að gera.“ Það var mikið talað um það fyrir leikinn að ef andlega hliðin væri í lagi fyrir leikinn þá mynduð þið vinna, var andlega hliðin ekki í lagi? „Að mínu áliti var andlega hliðin í lagi. En við verðum að muna að þetta er í fyrsta sinn sem IBV kemst f bikarúrslitaleik, margar stelpumar em ungar og eru þar af leiðandi reynslu- litlar. Að Ienda 1-3 undir í hálfleik er algjört kjaftshögg og erfitt að vinna sig inn í leikinn eftir það. En ég er stolt af liðinu, stelpumar börðust vel í seinni hálfleik og gerðu sitt besta í sínum fyrsta úrslitaleik. Þetta var fyrsti úrslitaleikurinn fyrir flestar stelpumar og vonandi verða þær ekki í tapliðinu næst.“ STUÐNINGSMENN ÍBV komu saman á Glaumbar þar sem stuðningsmenn liösins í Reykjavík höfðu undirbúið uppákomu fyrir leik. Þeir voru ekki margir sem létu sjá sig en hér má sjá Ingó og Ástu, Júlla og Kristjönu. Olga Færseth: Gengur ekki að ætla að skora fjögur mörk Olga Færseth lék í fremstu víglínu allan leikinn og var í mikilli baráttu þar sem Valsvömin var að leika mjög vel. „Við ákváðum að mæta mjög grimmar til leiks og setja á þær mark snemma og við gerðum það. En svo var eins og botninn dytti úr þessu hjá okkur og við fómm að slaka á. Þær jöfnuðu fljótlega og skomðu svo tvö mörk á skömmum tíma. Mér fannst við vera betri aðilinn í seinni hálfleik og ef ég lít á leikinn í heild sinni þá held ég að við hefðum átt að gera betur. Þær sáu hins vegar um að skora mörkin og það er það sem telur í leikslok." Þið fenguð færi til þess að skora en þetta virtist ekki liggja fyrir ykkur í dag? „Nei, það hefur einmitt verið okkar vömmerki undanfarið, að skora mörg mörk en þegar svona mikið er undir í leiknum getum við ekki leyft okkur að fá á okkur þrjú mörk og ætla að skora fjögur. Það gengur bara ekki upp í svona leikjum." Tökum þetta næst -sagði íris Sæmundsdóttir, sem er einn leikreyndasti leikmaður IBV íris Sæmundsdóttir er án efa einn leikreyndasti leikmaður IBV en hún sagði í samtali við Fréttir eftir leikinn að ÍBV hefði gefið óþarflega mikið eftir þegar Valur jafnaði. „Við byrjuðum leikinn mjög vel, komumst yfir og þetta leit mjög vel út. Svo veit ég ekki hvað gerist eftir að Valur jafnaði. Þá hreinlega hættum við að spila og hleyptum þeim óþarflega mikið inn í leikinn. Svo fáum við þessi tvö mörk á okkur undir lok fyrri hálfleiks og þá var þetta orðið mjög erfitt. I seinni hálfieik fengum við fullt af færum til þess að jafna en því miður nýttust þauekki. Valur var að spila mjög vel í dag en það hefði verið sætt að taka þær líka eftir að hafa unnið tvö stórveldi, Breiðablik og KR fyrr í bikarkeppninni en það kemur ár eftir þetta ár þannig að við gerum bara betur næst.“ Ertu sem sagt ekkert á þeim buxunum að fara leggja skóna á hilluna? „Nei, maður hefur aldrei lyft dollu og vonandi kemur að því fyrr en síðar. Maður verður hins vegar að vera með tilþess að njóta þess.“

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.