Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 21.08.2003, Blaðsíða 18

Fréttir - Eyjafréttir - 21.08.2003, Blaðsíða 18
18 Fréttir / Fimmtudagur 21.ágúst 2003 Landa- KIRKJA Fimmtudagur 21. ágúst Kl. 10:00 Mömmumorgun í safnaðarheimilinu. Foreldrar og böm velkomin, heimilisleg stemmning, kaffi á könnunni og djús handa krökkunum. Sunnudagur 24. ágúst Kl. 11:00 Guðsþjónusta. Kór Landakirkju syngur, leikinn verður einleikur á selló. Organisti er Jóhanna Wlaszc- zyk og prestur sr. Þorvaldur Víðisson. Molakafft í safnað- arheimilinu eftir messu. Kl. 12:30 Guðsþjónusta á Hraunbúðum. Kór Landa- kirkju syngur, prestur sr. Þorvaldur Víðisson. Viðtalstími presta kirkjunnar er þriðjudaga til föstudaga kl. 11:00-12:00. Sími vakthafandi prests er 488-1508. Þess má geta að styttast fer í upphaf bamastarfs kirkjunnar. Það hefst 7. september með ljölskylduguðsþjónustu. Hvítasunnu- KIRKJAN Fimmtudagur 21. ágúst Kl. 20.30 Biblíufræðsla. Föstudagur 22. ágúst Kl. 20.30 Unglingakvöld. Laugardagur 23. ágúst Kl. 20.30 Bæna- og lofgjörðar- stund með brauðsbrotningu. Sunnudagur 24. ágúst Kl. 11.00 SAMKOMA. Það er alltaf blessun að komast í Guðshús og eiga þátt í lofgjörð og samfélagi Guðsbama. Komið, verið með og heyrið lifandi Guðsorð predikað. Allir hjartanlega velkomnir. Munið bænastundir á hverjum morgni kl. 7.30. Aðventkirkjan Laugardagur 23. ágúst Kl. 10.30 Biblíurannsókn. Biblían talar sími 481-1585 GRUNNSKÓLARNIR eru að hefja vetrarstarfið og nú eru nemdur á öllum aldri að verða sér út allt sem þarf til skólans. Fréttir rákust á þetta unga fólk þar sem það var að versla í Pennanum bókabúð sem býður gott úrval af skólavörum. Tónleikar við kertaljós í Klettshelli GUÐNÝ og Sigurgeir á tónleikunum á sunnudaginn. Það fer ekki mikið fyrir Tónlistar- dögum í Vestmannaeyjum sem hófust í síðustu viku. Á Tónlistardögum er stærsta atriðið masterclass námskeið en bónusinn fyrir bæjarbúa eru femir tónleikar þar sem nemendur fá tækifæri til að sýna hvað í þeim býr og bæjarbúar fá að hlýða á okkar fremsta tónlistarfólk. Fyrstu tónleikamir voru á sunnu- daginn í Höllinni þar sem kennaramir. Áshildur Haraldsdóttir, flautuleikari, Guðný Guðmundsdóttir, fiðluleikari, Sigurgeir Agnarsson sellóleikari og Nína Margrét Grímsdóttir píanóleik- ari komu fram. Þau fluttu verk eftir Chopin, Dvorak, Taktakasvili, Suk, Sarasate og íslensk þjóðlög. Þetta vom bráð- skemmtilegir tónleikar enda engir aukvisar á ferð. Gestir hefðu að ósekju mátt vera fleiri en taka verður tillit til þess að helgin var stór í fótboltanum og margir em í fríi. En þetta er aðeins forsmekkurinn því í kvöld, fimmtudag, halda nem- endur og kennarar tónleika við kertaljós í Klettshelli í bátnum Víkingi. Aðeins 40 manns komast á tónleikana og verður að panta miða hjájVikingtour. Á laugardaginn kl. 17.00 verða nemendur með tónleika í sal Tón- listarskólans þar sem verður í boði fjölbreytt efnisskrá. Þessir tónleikar hafa verið mjög skemmtilegir ekki síst vegna þess að þar gefst tækifæri til að hlýða á snillinga framtíðarinnar. Og hægt er að lofa einu, flytjendur leggja sig alla fram. Endapunkturinn er svo tónleikar á sunnudaginn klukkan 13.00 á hátíðar- tónleikum Tónlistardaga Vestmanna- eyja þar sem þau Áshildur, Guðný, Sigurgeir, Nína Margrét og nokkrir nemendur koma fram og flytja verk eftir Mendelssohn, Bach, Kreisler og fleiri. Áshildur er frumkvöðull að Tón- listardögunum sem nú em haldnir í þriðja skiptið. Það hefur löngum þótt gott að halda íþróttamót í Eyjum en það virðist ná til listarinnar líka. Segir Áshildur aðstæður hér ákjósanlegar og það að hér em allir á sama punktinum þjappi hópnum saman. Um leið er þetta tækifæri fyrir unga Eyjamenn í tónlist að bera sig saman við það sem gerist annars staðar. Bæði sem þátt- takendur í masterclassnámskeiðinu, en í ár em tveir Eyjamenn í 24 manna hóp nemenda, eða með því að sækja tónleikana. Handboltinn að fara af stað Titilvörn stelpnanna hefst í Árbænum -Karlaliðið byrjar á ÍR á heimavelli 17. september Nú hafa drög að íslandsmódnu í handbolta verið birt félögunum en þau hafa möguleika á að koma með óskir um breytingar. Samkvæmt fyrstu drögum mun kvennalið IBV byrja á útivelli en sunnudaginn 21. september er áætlað að liðið leiki gegn Fylki, sem nú leika einar og sér en í fyrra vom þær í samkrulli við IR. Næsti leikur er svo einnig á útivelli en miðvikudaginn 24. september verður sannkallaður stórleikur á Hlíð- arenda þegar ÍBV mætir Val. Fyrsti heimaleikur ÍBV verður svo væntan- lega fóstudaginn 26. september en þá leika ÍBV-stelpumar gegn FH-stúlk- um. Karlaliðið byijar aðeins fyrr, en í ár verður leikið í tveimur riðlum í efstu deild, norður- og suðurriðli. ÍBV leikur í suðurriðli ásamt Haukum, Stjömunni, HK, Selfossi, Breiðabliki, FH og ÍR. Fyrsti leikur ÍBV er einmitt á heimavelli gegn ÍR-ingum mið- vikudaginn 17. september. Eyjamenn fá góðan skammt af handbolta í upphafi íslandsmótsins því ÍBV byijar á þremur heimaleikjum, gegn IR, Stjömunni og HK en fyrsti útileikur liðsins er svo gegn Breiðabliki í byijun október. ÍSLANDSMEISTARAR ÍBV mæta með nokkuð breytt lið í haust.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.