Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 21.08.2003, Blaðsíða 19

Fréttir - Eyjafréttir - 21.08.2003, Blaðsíða 19
Fréttir / Fimmtudagur 21.ágúst 2003 19 Landsbankadeild karla: Fram 2 - ÍBV 1 Afarslakt hjá strákunum ÍBV átti möguleika á að halda sér í toppbaráttunni og þar með halda í vonina um Evrópusæti en sigur var Frömurum iífsnauðsynlegur þar sem þeir voru í neðsta sæti í deildinni og voru að dragast aftur úr. ÍBV lék gegn Fram á laugardag á heimavelli Framara í Laugardalnum. Eins og svo oft áður var leikurinn afar mikilvægur báðum liðum en deildin hefur spilast þannig að hver leikur er nánast úrslitaleikur. ÍBV átti möguleika á að halda sér í toppbaráttunni og þar með halda í vonina um Evrópusæti en sigur var Frömurum lífsnauðsynlegur þar sem þeir voru í neðsta sæti í deildinni og vom að dragast aftur úr. En þeir em ekki á að gefast upp, styrktu líftaug sína í efstu deild því þeir sigmðu IBV 2 - 1 í arfaslökum leik. Leikurinn var á svipuðum nótum og leikur IBV og Grindavíkur sem fram fór á Hásteinsvelli í síðustu viku. Þar vom bæði lið að leika mjög illa í fyrri hálfleik og það sama var uppi á teningnum á þjóðarleikvanginum. Fyrri hálfleikur var með því slakasta sem sést hefur lengi vel og fátt sem gladdi augað. Eyjamenn lentu undir í lok fyrri hálfleiks þegar Framarar fengu aukaspyrnu á silfurfati við vítateig Eyjamanna. I raun hefði átt að vera hægt að koma í veg fyrir markið en varnarveggur IBV var opinn sem gatasigti og var Birkir vemlega ósáttur við sína menn. í síðari hálfleik lifnaði aðeins yftr leiknum og leikmenn ÍBV fóm að beijast. Steingrímur Jóhannesson átti svo heiðurinn af jöfnunarmarki IBV en eftir að hafa brotist upp að endalínu við markteigshomið, skaut hann í vamarmann Fram og þaðan fór boltinn í netið. Steingnmur var svo aftur á ferðinni skömmu síðar þegar hann átti ágætt skot utan vítateigs en boltinn fór í utanverða stöngina. Allt leit út fyrir að jafntefli yrði niður- staðan en undir lokin tókst Frömurum að tryggja sér sigurinn með ágætu skallamarki. Eyjamenn vildu reyndar meina að Birki hefði tekist að halda boltanum réttu megin við marklínuna en á myndum sést að svo var ekki og sigur Framara því réttmætur. Undir lok leiksins gerði Ian Jeffs sig svo sekan um ljótt brot á Eyja- manninum Gunnari Sigurðssyni í marki Fram. Ian fékk þar með sitt annað gula spjald í leiknum en hefði með réttu átt að fá beint rautt spjald. ÍBV spilaði 4-4-2 Birkir Kristinsson, Hjalti Jóhannes- son, Tom Betts, Tryggvi Bjarnason, Bjarni Geir Viðarsson, lan Jejfs, Atli Jóhannsson, Bjarnólfur Lárusson, Ingi Sigurðsson, Gunnar Heiðar Þor- valdsson, Steingrímur Jóhannesson. Varamenn: Igor Kostic, Andri Olafsson, Pétur Runólfsson, Bjarni Rúnar Einarsson, Unnar Hólm Olafs- son. Mark ÍBV: Sjálfsmark þ\wt, VtMUVW tvVSYMTOV i. ’/ ■ Knaitspyrna, Landsbankadeild kvenna : ÍBV 4 - Breiðablik 1 Fyrsti sigur Eyjastúlkna í Kópavosi Kvennalið ÍBV lék í síðustu viku gegn Breiðabliki í deildinni og fór leikurinn fram í Kópavogi. ÍBV hafði aldrei unnið Blika á þeirra heimavelli og fyrir þetta tímabil hafði IBV aldrei unnið Breiðablik yftr höfuð. En liðin hafa tvívegis mæst í sumar, fyrst í deildarkeppninni í Eyj- um en þar sigraði ÍBV 5-3 og svo mættust liðin í undanúrslitum bikar- keppninnar j Kópavogi þar sem ÍBV sigraði 2-6. IBV gerði sér lítið fyrir og sigraði Breiðablik með þremur mörkum 1 -4 og hefur því unnið alla leiki sína gegn Kópavogsliðinu í sumar. Leikurinn fór ágætlega af stað og liðin skiptust á að skora. Á 20. mínútu OLGA er markahæst íslenskra kvenna í deildarkeppni. skoraði Olga Færseth fyrsta mark leiksins og um leið sitt 200. mark í deildarkeppni á íslandi. Hefur enginn annar Islendingur skorað jafn mikið í íslenskri deildarkeppni. En heimaliðið neitaði að gefast upp og fimmtán mínútum eftir mark Olgu jöfnuðu Blikastúlkur og staðan í hálfleik 1 -1. I síðari hálfleik var svo komið að þætti Karenar Burke. Eftir mikla baráttu tókst henni að koma ÍBV yfir þegar tuttugu mínútur vom eftir af Íeiktímanum og fimm mínútum fyrir leikslok skoraði hún sitt annað mark og þriðja mark ÍBV. En Karen var ekki hætt og tveimur mínútum síðar fullkomnaði hún þrennuna og tryggði IBV um leið þriggja marka sigur. ÍBV spilaði 4-4-2 Rachel Brown, Erna D. Sigur- jónsdóttir, Michelle Barr, Iris Sœmundsdóttir, Sigríður Asa Frið- riksdóttir, Mhairi Gilmour, Lind Hrafnsdóttir, Karen Burke, Elena Einisdóttir, Margrét Lára Viðars- dóttir, Olga Fœrseth. Varamenn: Hanna G. Guðmunds- dóttir, Thelma Sigurðardóttir (kom inn á 82. mín.) Rakel Rut Stefánsdóttir (kom inn á 87. mín), Sara Sigurlásdóttir, Elfa Asdís Olafsdóttir (kom inn á 87. mín). L Markat. 5 l.KR 14 21:17 27 2. Fylkir 14 22:15 26 3. Þróttur 14 24:21 21 4.FH 14 24:22 21 5.ÍA 14 21:19 20 6. ÍBV 14 20:21 19 7. Grindavík 14 18:23 19 8. KA 14 24:22 17 9. Valur 14 18:23 16 10. Fram 14 19:28 14 Landshankadeild kvenna L Markat. s l.KR 12 53:11 32 2. Valur 10 37:12 23 3. ÍBV 10 38:11 22 4. Breiðablik 11 33:27 21 5. Stjaman 11 17:22 11 6. FH 12 12:42 9 7. Þór/KA/KS 11 7:29 6 8. Þróttur/Hauka 11 8:51 4 Knattspyrna, 2. deild: Fjölnir 2 - KFS 1 Á lygnum sjó þrátt fyrir tapið Nýliðar 2. deildar mættust á föstudag í Grafarvoginum en þá léku heima- menn í Fjölni gegn KFS. Hlutskipti liðanna á fyrsta ári í 2. deildinni hefur reyndar verið ólíkt því á meðan KFS er í botnbaráttunni gengur Fjölnis- mönnum allt í haginn og eru þeir í toppbaráttunni. Liðin léku einmitt til úrslita í 3. deildinni í fyrra á sama velli og þá sigmðu Eyjamenn eftir fram- lengingu og vítaspymukeppni. En í þetta sinn höfðu heimamenn betur, þeir sigmðu 2-1 en í leiknum var ekki að sjá að þarna mættust lið úr sitt hvomm enda töflunnar. Eyjamenn byrjuðu betur í leiknum og vom sterkari framan af en Fjölnis- menn fengu líka sín færi. Það var einmitt úr einu slíku færi að Fjöln- ismenn náðu forystunni á 35. mínútu og var staðan I -0 í hálfleik. í síðari hálfleik vom heimamenn sterkari og það kom því ekki mjög á óvart að þeir skyldu komast yfír en leikmenn KFS gáfust ekki upp. Undir lok leiksins skoraði svo Óðinn Sæbjömsson fyrir KFS en lengra komust þeir ekki og lokatölur því 2-1 fyrir Fjölni. Þrátt fyrir tapið er KFS svo gott sem sloppið við fall, liðið situr í áttunda sæti með fimmtán stig en Léttir og Sindri em í tveimur neðstu sætunum með sjö stig þegar aðeins níu stig em í pottinum. KFS á einmitt eftir að leika gegn þessum tveimur liðum og væntanlega dugir Eyja- mönnum eitt stig úr síðustu þremur leikjum til að gulltryggja vem sína í 2. deild. Twcir Eyjamenn í hópnum gegn Færeyjum f gær fór fram leikur Færeyja og íslands í undankeppni en í íslenska leikmannahópnum vom tveir Eyjamenn, þeir Hermann Hreiðarsson og Birkir Kristinsson. ívar Ingimarsson, sem áður lék með ÍBV var einnig í hópnum en Tryggvi Guðmundsson er fjarri góðu gamni þar sem hann er fótbrotinn. Ekki var vitað um úrslit leiksins þegar blaðið fór í prentun en Hermann Hreiðarsson hefur án efa verið í byrjunarliðinu og hlutskipti Birkis hefur verið bekkurinn. UyýggfcéHir Yngri flokkarnir Annar flokkur karla lék á þriðju- dagskvöld gegn ÍR og fór leikurinn fram í Breiðholtinu. Þriðji flokkur karla lék einn leik í síðustu viku en á sunnudaginn fóm strákarnir í Garðabæinn og léku gegn heimamönnum í Stjömunni. Lokatölur urðu 0-1 fyrir ÍBV sem siglir lygnan sjó um miðjan B-riðil. Mark IBV: Birkir Hlynsson Þriðji flokkur kvenna lék svo tvo leiki um helgina, fyrst var leikið gegn Selfossi og endaði sá leikur með sigri ÍBV 2-3. Mörk IBV: Tanja Sigurjónsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir og Sara Sjöfn Grettisdóttir. Á sunnudaginn lék liðið svo gegn Fjölni í Grafarvoginum og sigmðu Fjölnisstúlkur 7-0. ÍBV er um miðja A-deild, er nokkuð ömggt með sæti sitt í deildinni en á ekki möguleikaátitli. Tveir í bann Karlalið ÍBV leikur næst gegn FH á útivelli í Landsbankadeild karla og fer leikurinn fram mánudaginn 23. ágúst. Fyrri leik liðanna lauk með sigri Hafnfirðinga 1-3 og því eiga Eyjamenn harma að helfia. Sigur er ÍBV nauðsynlegur til að forðast falldrauginn en nú eru aðeins þrjú stig í fallsæti. Tveir leikmenn ÍBV verða í leikbanni í leiknum, Bjarnólfur Lámsson fer nú í sitt þriðja leikbann á tímabilinu en hann hefur fengið sex gul spjöld og færþvíeinsleiksbann. lanJeffsfer sömuleiðis í eins leiks bann vegna tveggja gulra spjalda í leiknum gegn Fram. Síðasti leikur Englendinganna Karen Burke og Rachel Brown léku væntanlega sinn síðasta leik nteð ÍBV í sumar þegar liðið tók á móti Val í gær. Enska deildin er byrjuð og misstu þær stöllur af fyrstu umferðinni vegna bikarúrslitaleiks ÍB V en þær vom með gegn Val. Þá hefur Petra Bragadóttir tilkynnt að hún sé hætt að leika með liðinu og því kemur Hanna Guðný Guðmundsdóttir til með að standa á milli stanganna út tímabilið. Framundan Fimmtudagur 21. ágúst Kl. 17.00 ÍBV-LeiknirR. 4. fl. karla AB. Kl. 18.00 ÍBV-ÍA 2. fl. kvenna. Laugardagur 23. ágúst Kl. 13.30 Þór-ÍBV 4. fl. kvenna B úrslit. Kl. 14.00 ÍBV-Þór/KA/KS Lands- bankadeild kvenna. Kl. 16.00 KFS-Völsungur 2. deiid. Kl. 16.00 ÍBV-Breiðablik 2. fl. karla. Kl. 17.20 Haukar-ÍBV 4. fl. kvenna B úrslit. Sunnudagur 24. ágúst KI. 15.00 Þróttur-ÍBV 3. fl. karla Mánudagur 25. ágúst Kl. 18.30 FH-ÍBV Landsbanka- deild karla. Miðvikudagur 26. ágúst Kl. 18.00 ÍBV-Valur 2. fl. kvenna. KI. 18.30 ÍBV-Selfoss 2. fl. karla. Kl. 18.30 ÍBV-HK 3. fl. karla.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.