Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 21.08.2003, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 21.08.2003, Blaðsíða 11
Fréttir / Fimmtudagur 21. ágúst 2003 11 sínum tíma og greiddi minnihluti bæjarstjómar, sem á þeim tíma voru fulltrúar Vestmannaeyjalistans, at- kvæði gegn sameiningunni en Andrés Sigmundsson sem var fulltrúi þeirra í stjórn Bæjarveitna Vestmannaeyja barðist hart fyrir sameiningunni. Skiptar skoðanir voru í bænum og segir Júlíus að eðlilega breytist eitt- hvað með svona sameiningu. „Það er ekki stefnan að minnka þjónustuna og starfsfólkið úti í Eyjum hefur ekki fengið önnur fyrirmæli en þau að halda áfram á sömu braut. Reikn- ingagerð og annað breytist að sjálfsögðu. Það voru ákveðin atriði í þjónustunni sem við vorum ekki ánægð með, til dæmis að skipta reikningum fyrir fólk í fjöbýli en við breyttum keifunum okkar til að geta haldið því áfram því við vildum ekki leggja eitthvað af sem Bæjarveitumar höfðu boðið upp á.“ Júlíus segir að breytingar á kerfmu hafi kostað sitt en reynst nauðsynlegar enda lagði starfsfólkið í Vestmanna- eyjum á það áherslu að þetta yrði óbreytt. „Þau eru ötul þarna í Eyjum og það er bara hið besta mál.“ Júlíus sagði að auðvitað hafi fólk haft áhyggjur af atvinnunni og hvort störf legðust af. „Það hefur ekki gerst ennþá en ef einhver hættir einhvers staðar þá áskiljum við okkur rétt til að skoða hvar best er að bæta við fólki. Sem dæmi um slíkt þá ákváðum við þegar sameiningin við Hafnatjörð varð að veruleika, þá var símastúlka að hætta hjá okkur hér suður frá og við ákváðum þá að símsvörunin yrði í Hafnarfirði. Öll tölvuvinnsla getur farið fram hvar sem er og við höfum verið að færa ákveðin störf út í Eyjar. Til dæmis afstemmingu á reikninga. Aftur á móti mun rekstur kerfanna alltaf verða til staðar á hverjum stað fyrir sig.“ Borgar sig ekki að bora Hitaveita Suðumesja setti fyrir skömmu um fimm milljónir króna í það að láta Orkustofnun fara yfir öll gögn er varða bomn eftir heitu vatni á Heimaey. Meðal annars mældu þeir upp gamlar holur og komu með tillögur um hvar álitlegast væri að bora. „Þeir segja að það séu þrír staðir sem koma helst til greina og erfítt að gera upp á milli þeirra. Líklegast er þó að að borað verði á milli fellanna,“ sagði Júlíus en sagði þó að ekkert yrði af því á meðan reglur um niður- greiðslu til húshitunar á Islandi em óbreyttar. „Friðrik Friðriksson hefur reiknað út fyrir okkur að ef það yrði borað í Eyjum kostaði það á milli sjötíu og áttatíu milljónir króna. Það er tvennt sem gæti gerst, það lýndist ekkert heitt vatn og því væri búið að tapa þessum peningum og þá vilja menn nú hafa hinn möguleikann opinn að ef það fyndist þá myndi það skila fyrirtækinu arði en eins og staðan er í dag þá myndi það ekki gerast, hvorki við né Vestmannaeyingar myndu hagnast á því að bora.“ Tvíborgað fyrir flutning I dag er lalsverður munur á gjaldskrá Hitaveitu Suðumesja fyrir Suðumesin annars vegar og Vestmannaeyjar hins vegar. Júlíus segir þetta einvörðungu stafa af háum flutningskostnaði rafmagns til Vestmannaeyja og í raun sé sá kostnaður tvíborgaður af Hita- veitu Suðurnesja. „Það er þannig að Landsvirkjun selur raforkuna á sama verði alls staðar á sínum afhendingar- stöðum, 27 til 28% af verðinu er flutningskostnaður í kerfínu. I tilfelli Vestmannaeyja er rafmagn afhent við stöðvarvegg í Búrfellsvirkjun þannig að þar ekki er um flutning að ræða. Þá tekur RARIK við og fær borgað um 30 milljónir árlega fyrir að flytja orkuna til Eyja. Okkur fmnst þetta vera tvígreitt og höfum verið að berjast fyrir breytingu. RARIKsegir að 30 milljónimar dugi ekki, flutn- ingurinn sé dýrari. Eg veit ekkert um það en alla vega er heildarflutn- ingskostnaður fyrir Vestmannaeyinga allt of hár en hvort Landsvirkjun eða RARIK em að fá of mikið eða of lítið veit ég ekkert um. Við skulum samt hafa í huga að þrátt fyrir að rafmagn sé níu prósent dýrara í Vestmannaeyjum en hér á Suðurnesjum er það samt ódýrara en í Reykjavík.“ Júlíus sagði það ekki spumingu, að ef þessi flutningskostnaður yrði lag- færður yrði sama gjaldskrá tekin upp fyrir Vestmannaeyjar og Suðumesin. Vatnsleiðslan hefði sett Bæjarveitur á hliðina Vatnsleiðslan hefur verið tnikið í umræðunni síðustu mánuði eða eftir að gat kom á hana síðasta vetur. Unnið hefur verið að viðgerð síðustu vikur og mánuði og kostnaðurinn hleypur á tugum milljóna króna. Júlíus segir vinnu hafa gengið vel og nú sé búið að setja hlífar utan á leiðsluna og næsta skref er að hylja hana með steypuklossum. „Það er samt eitthvað bras með klossana en við verðum að setja þá ofan á til að reyna að koma í veg fyrir að leiðslan sé á fleygiferð eins og raunin hefur verið.“ Júlíus segir að kostnaðaráætlun hljóði upp á 35 milljónir króna sem er hátt í tekjurnar af vatnsveitunni ár hvert. Hann bendir á að slíkt hefði verið stór biti að kyngja fyrir Bæjar- veitur Vestmannaeyja. „Þetta hefði líklega sett þá pínulítið á hliðina en við lítum á þetta sem langtímadæmi. Þetta er kosturinn við stærri einingar, þær em ekki eins viðkvæmar." Ekkert tryggingafélag tekur í mál að tryggja vatnsleiðsluna og því lendir kostnaðurinn alfarið á Hitaveitu Suðumesja. Júlíus segir að stjómendur fyrirtækisins líti einfaldlega á þetta sem fómarkostnað og þeir séu einnig um þessar mundir að skipta um helm- ing vatnsleiðslunnar inn í Voga. „Aftur á móti myndi það leysa mikinn vanda fyrir okkur ef göng kæmu til Eyja, þá færu bæði vatns- leiðslan og rafstrengurinn þar í gegn.“ Eiga hlut í um ÞRJÁTÍU FYRIRTÆKJUM Hitaveitan hefur fjárfest í öðrum fyrirtækjum og þá helst á Suður- nesjum. Júlíus segir að vissulega komi til greina, jafnt í Vestmanna- eyjum sem annars staðar að leggja fjármagn í nýsköpunarverkefni. Þó hafi menn þar á bæ farið sér hægar undanfarið í þeim efnum. I ársskýrslu fyrirtækisins fyrir síðasta ár kemur fram að fyrirtækið á hlut í á þriðja tug fyrirtækja. Júlíus segir að upphaflega hafi þetta verið hugsað sem markaðs- öflun en þeir hafi stundum farið aðeins út af sporinu. Stærsti eignarhluturinn er Bláa lónið hf. og er 33,4% hlutur HS metinn á tæpar 213 milljónir króna. „Það er inikið samstarf á milli okkar og við leigjum þeim meðal annars Eldborgu, móttökuhúsið okkar. Við sitjum einnig í stjóm Bláa lónsins. Tvö fyrirtæki, sem nefnd em í árs- skýrslunni, segir Júlíus að standi illa um þessar mundir. „Annars vegar er það Gjorby samskipti ehf. og hins vegar Islenska magnesíumfélagið sem upphaflega átti að reyna að nýta gufusvæðin. Kínverjar hafa ofmettað markaðinn og nú er verið að loka magnesíumverksmiðjum víða í Evrópu." Þar tapar Hitaveita Suðurnesja rúmlega tuttugu prósent eignarhlut sem er á bókfærður á rúmar 111 milljónir króna. Softa ehf. er þó dæmi um fyrirtæki sem gengið hefur vel en um er að ræða hugbúnaðarfyrirtæki. „Menn hér innanhúss vildu koma á fyrirbyggjandi viðhaldskerfí. Það fannst ekki þannig að við létum útbúa forrit sem heitir IMM. Það var unnið af hugbúnaðarfyrirtæki hér á Suðurnesjum. Þeir voru svo ánægðir með hvernig til tókst að þeir vildu endilega reyna að selja það víðar. Við lögðum okkar eign inn sem hlutafé. Þetta forrit er nú í notkun hjá Landsvirkjun, RARIK, Orkuveitu Reykjavíkur, Norðuráli og fleirum. Þannig að þarna hefur tekist ágætlega til.“ Orkuskuldir sem hlutafé Júlíus segir einnig að stundum hafi þeir fengið eignarhlut í fyrirtækjum sem greiðslu upp í skuldir. „Við getum tekið sem dæmi Skipa- smíðastöð Njarðvíkur, hvað emm við að gera sem hluthafar þar? Þetta var einfaldlega skuldbreyting, við breytt- um orkuskuld í hlutafé." Hann segir einnig að þeir hafi tekið þátt í þróunarvinnu og tekur Sæbýli hf. sem dæmi um slíkt. „Þar er stjómarformaður Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar. Þeir rækta sæ- eym og sækuðunga sem eru íjögur til II mm ár að vaxa. Á meðan eru engar tekjur þannig að við samþykktum að breyta orkunni í hlutafé. Við sköffum þeim rafmagn og vatn og fáum greitt í hlutafé." Júlíus sagði menn þó heldur vilja draga úr slíkum fjárfestingum en hitt og að þeir pössuðu sig sérstaklega á að fara ekki inn í fyrirtæki sem eiga í samkeppni. Samrád olíufélaganna LÉTTVÆGT Júlíus situr í nítján manna nefnd sem skipuð var af iðnaðarráðherra og á að skila áliti í frumvarpsformi fyrir áramót um flutningsgjöld af rafmagni og hvort og þá með hvaða hætti á að jafna orkuverð á landinu. Júlíus er langt frá því að vera sáttur við hug- myndir sem virðast ætla að verða ofan á í nefndinni. Hefur hann ásamt fulltrúum Orkuveitu Reykjavíkur verið í minnihluta í nefndinni og fullyrðir Júlíus að ef hugmyndir sem uppi eru verða að veruleika þýði það tugi prósenta hækkun fyrir viðskipta- vini Hitaveitu Suðurnesja. Júlíus hefur látið þung orð falla í þessu máli og segir meðal annars í fréttabréfi Hitaveitu Suðurnesja; „Undirritaður er einn þeirra sem sitja í þessari 19 manna nefnd og það verður að segjast eins og er, að það að taka þátt í þessu staríl leiðir til þess að tal um samráð olíufélaga og trygginga- félaga, sem svo mikið eru í umræð- unni þessa dagana, virðist frekar léttvægt." Vestfirdingar passa sitt „Ein af ástæðunum fyrir því að við erum lægri en Reykvíkingar í raforku- verði er sú að við erum að framleiða fullt af raforku í Svartsengi sem ekki er reiknuð á fullu verði. Við tökum ekki Landsvirkjunarverð fyrir það. I þessu nýja kerfi megum við ekki nota rafmagnið úr Svartsengi, erum skyld- ugir til að selja það hæstbjóðanda, þannig að fyrirtækið græðir en not- endur munu finna fyrir hærra raf- orkuverði.“ Þingflokkarnir skipuðu fimm full- trúa og koma þrír þeirra úr Norðvestur kjördæmi og segir Júlíus þá passa sitt. „Einar Oddur Kristjánsson situr þar fyrir Sjálfstæðisfíokkinn og ef þetta eru sjónarmið flokksins þá er ég mjög hissa en hann og Jón Bjarnason fulltrúi VG eru alveg sammála." Júlíus sagði málið myndi skýrast fyrir áramót. Hann, ásamt fulltrúum Orkuveitu Reykjavíkur, mun berjast fyrir breytingum en þessi tvö fyrirtæki þjónusta hátt í sjötíu prósent lands- manna.“ svenni@eyjafrettir. is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.