Fréttir - Eyjafréttir - 21.08.2003, Qupperneq 4
4
Fréttir / Fimmtudagur 21.ágúst2003
Ég þakka Helga Lása og Mörtu fyrir áskorunina (Þvílíkir vinir!) Ég œtla að bjóða itpp á bœði ftsk og kjötrétt og
eins góða uppskrift afkrœkiberjaís sem á vel við þessa dagana.
Sítrónukörfur
100 gr smjör
100 gr sykur
100 grflórsykur
75 gr liveiti
50 ml appelsínuþykkni
50 ml sítrónusafi
Allt þeytt vel saman og búnar til litlar kúlur.
Bakaðar í ofnskúffu við 180° hita í 5-8 mínútur.
Þá verða kúlumar að þunnum, seigum kökum.
St'ðan ertt þær teknar með spaða úr ofiúnum og
settar á botn á glasi sem hvolft hefur verið á
borð og katfan mótuð.
Isinn borinnfram með sítrónukörfunni.
Eldunartími 5-8 mín.
Lúða, grís og krækiber
Ofnbökuð lúða
-með spergli og humri (fyrirfjóra).
700 gr smálúðufiök, roðrifin og snyrt
12 stk. stór, grœnn spergill
12 stk. meðalstórir humarhalar
12 goudaostssneiðar (17% fituinnihald)
2 dl fisksoð
1 dl hvítvín eða mysa
1 dl rjómi
Salt og pipar,
jurtakrydd (Aromat),
1 tsk. dill.ferskt eða þurkað,
3 msk. hvítlauksolía,
1 msk. kapers
Lúðtiflökunum er velt upp úr liveiti á annarri
hliðinni og sú hlið brúnuð á pönnu. Síðan fœrð
yfir í ofnskúffu og hráa hliðin látin snúa upp.
Kryddað með salti, pipar og jurtakryddi. Þremur
sperglum raðað ofan á hvert lúðuflak og síðan
þremur humarhölum. Ostsneiðarnar lagðaryfir
fiskinn ásamt smjörklípu. Bakað í 180° heitum
ofiú í 4 mínútur þangað til osturirm er liœfilega
mjúkur, ekki brúnaður.
Sósa:
Fisksoð sett ípott ásamt hvítvíni.Suðan látin
koma upp, síðan jafnað með Ijósum sósujafnara.
Kapers, dilli og hvítlauk bœtt út í. Smakkað til
með áðurnefndu kryddi og rjóma bœtt út í að
síðustu. Sósan er höfð frekar þunn.
Boriðfram með snöggsoðnu spaghetti og
franskbrauði.
Eldunartími 5-8 mín.
Heilsteiktar grísalundir
-í hunangs-portvínssósu (Jyrirjjóra).
800 gr grísalundir, sinahreinsaðar
2 dl portvín
1 tsk. Dijon-sinnep
2 msk. hunang
2 dl grisasoð (vatn og grísakraftur)
1 gulur laukur, meðalstór
ólífiwlía, Extra Virgin (til steikingar)
sjávarsalt,
mulinn hvíturpipar,
paprikuduft,
jurtakrydd (Aromat),
þriðja kiyddið
Grísalundimar eru brúnaðar í ólífuolíu á pönnu,
kryddaðar með áðurnefndu kryddi. steiktar í ofni
við 180-200° í lOmínútur. A meðan ersósan
búin til.
Sósa:
Laukurinn erfínt skorinn og kraumaður í olíunni
á pönnu, portvíninu
bœtt út í ásamt
kryddinu og soðið niður
í smástund. Þá er
soðinu bœtt út í og
soðið í 5 mín. Soðið er
síað og jafnað með
maizenasósujafnara.
Bragðbœttfrekar með
áðuniejhdu kryddi ef
þutfa þykir. Að lokum
er sinnepinu og hunanginu hrœrt saman við.
Boriðfram með rjómasoðnum kartöflum
Eldunartími 12 mín.
Krækiberjaís
í sítránukörfu (fyrirfjóra)
1/2 l rjómi
4 eggjarauður
5 msk. sykur
350 ml krœkiberjamauk
1/2 sítróna
Rjóminn stífþeyttur. Eggjarauður og sykurþeytt
vel saman, krœkiberjamaukinu síðan blandað
saman við. Rjóminn hrœrður varlega út í og að
lokum sítrónusafinn. Sett ífrysti. Það borgarsig
að búa ísinn til daginn áður.
Ég ætla að skora á uágranna ininn, Kagnhildi Mikaclsdóttur, cg hct'alltafTcngið ofsalcga gott aó horða hjá henni.
EYJAMAÐUR VIKUNNAR
Er alltaf í pollýönnuleik
I vikunni hefur Masterclass tónlistar-
námskeið verið haldið í Vestmanna-
eyjum og er þetta þriðja árið í röð
sem það er haldið. Nemendurnir eru
fimmtán ára og yngri og hefur
þátttakan alltaf verið mjög góð.
Áshildur Haraldsdóttir hefur verið
framkvæmdastjóri námskeiðsins frá
upphafi og lýkur námskeiðinu með
nemendatónleikum á laugardaginn
frá 17 til 19. Ein af nemendum
Áshildar er Eyjastúlkan Hlín Ólafs-
dóttir sem verið hefur með öll þrjú
árin. Hún er Eyjamaður vikunnar að
þessu sinni.
Nafn: Hlín Ólafsdóttir.
Fæðingardagur: 5. maí 1989.
Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar,
eini Eyjamaðurinn í familíunni.
Fjölskylda: Bý hjá foreldrum mfnum,
Stellu og Óla El. Systkini mín, Skapti
Örn og Sjöfn búa í Reykjavík.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar
þú yrðir stór: Sagnfræðingur eða
líffræðingur.
Draumabíllinn: VW bjalla, rauð.
Uppáhaldsmatur: Fiskibollur í
brúnni, a la mamma
Versti matur: Allur súrmatur og svið.
Uppáhaldsvefsíða: Batman.is og
s1 .is að beiðni Sjafnar systur.
Hvaða tónlist kemur þér í gott
skap: Öll tónlist nema þungarokk og
óperur.
Hlín Ólafsdóttir er
Eyjamaður vikunnar.
Hvaða mann/konu myndir þú helst
vilja hitta í mannkynssögunni:
John Lennon sem dó sama dag og
Skapti bróðir fæddist.
Aðaláhugamál: Tónlist og að
ferðast.
Faliegasti staður sem þú hefur
komið á? Króatía og Vestmanna-
eyjar í góðu veðri.
Uppáhaldsíþróttamaður eða
íþróttafélag: ÍBV og pabbi á línu-
skautum.
Stundar þú einhverja íþrótt: Nei.
Ertu hjátrúarfull: Já, ekki brjóta
spegil, ekki labba undir stiga og fleira.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Will og
Grace.
Besta bíómynd sem þú hefur séð:
Mambo kings og Superstar (grín-
mynd)
Hvað er það skemmtilegasta sem
þú gerir: Spila á spil og flautu,
ferðast, vera með vinkonum mínum,
Agnesi og Maríu Rós.
Hvað er það leiðinlegasta sem þú
gerir: Það er ekkert leiðinlegt (er
alltaf í pollýönnuleik)
Hvernig hefur námskeiðið
gengið? Allt hefur gengið mjög vel
hingað til.
Hvaða þýðingu hefur svona
námskeið fyrir þig? Það er frábært
að fá svona góðan kennara eins og
Áshildur er, hitta aðra flautuleikara,
æfa og spila með þeim. Góð byrjun
fyrir veturinn.
Hvað hefur verið gert annað en að
æfa sig? Aðkomukrakkarnir hafa
farið í bátsferð og spilað í bænum.
Eitthvað að lokum: Ég hvet alla
bæjarbúa til að koma á tónleikana
hjá okkur en nemendatónleikarnir
verða í sal Tónlistarskólans á milli 17
og 19 á laugardaginn.
Bösze á leið til Vestmannaeyja
Ungverska skyttan, Joszep Bösze er á
leið til Eyja eftir því sem næst verður
komist en leikmaðurinn hefur verið
undir smásjánni hjá ÍBV undanfarið.
Bösze fékk góð meðmæli frá Robert
Bognar, sem nú leikur sitt annað
tímabil með ÍBV í vetur en Bösze er
örvhent skytta. Þá er einnig hópur
manna sem stendur utan við hand-
knattleiksráð að vinna í að fá til Eyja
rétthenta, norska skyttu og yrði leik-
maðurinn alfarið á vegum hópsins.
VÍS mótið í golfi:
Guðjón Grétarsson sigraði
Mikið hefur verið að gerast á golf-
vellinum í sumar og skemmst er að
minnast vel heppnaðs Islandsmóts í
júlí og unglingamóts í byrjun ágúst.
Völlurinn hefur verið í feikilega góðu
ástandi í sumar og eiga vallar-
starfsmenn hrós skilið fyrir störf sín.
Um síðustu helgi var haldið VÍS
mótið þar sem Guðjón Grétarsson bar
sigur úr býtum en í öðru sæti var
Snorri Hjaltason úr GR og Gunnar
Geir Gústafsson var þriðji. Um
helgina verður öldungasveit klúbbsins
að verja Islandsmeistaratitil sinn frá
því í fyrra á Flúðum. Á laugardaginn
verður Íslensk-Ameríska mótið þar
sem keppt verður eftir Texas
Scramble fyrirkomulaginu og verður
ræst út klukkan tíu.
Sveitakeppnin verður svo haldin um
aðra helgi í Keflavík en á síðasta ári
náði GV að halda sæti sínu í I. deild
og er stefnan sett áþað aftur. Athygli
vekur að gamli Islandsmeistarinn,
Þorsteinn Hallgrímsson verður þjálfari
liðsins en liðstjórar eru Elliði Aðal-
steinsson og Haraldur Óskarsson.
a döfinni
Agúst
22. Skólasetning Framlwldsskólans kl. 13.00.
23. Landsbankndeild kvenna: ÍBV - Þór/KA/KS kl. 14.00 ó Hósteinsv.
23. Nemendatónleikar Nlasterclass í sal Tónlistarskólans fró 17-19.
25. Grunnskólarnir settir.
25.-27. Innritun í Tónlistarskólann.
30. Landsbankadeild karla: ÍBV ■ Þróttur kl. 14.00.
September
3. Londsbonkadeild kvenna: ÍBV - KR kl. 18.00 ó Hósteinsvelli.