Fréttir - Eyjafréttir - 21.08.2003, Qupperneq 16
16
Fréttir / Fimmtudagur 21.ágúst 2003
HÚN sat ein eftir í stúkunni og grét og þannig leið Eyjamönnum eftir leikinn á sunnudaginn en ekki má gera lítið úr því að komast í bikarleik sem alltaf er stór áfangi.
IBV-stelpurnar höfðu ekki erindi sem erfiði í sínum fyrsta bikarleik:
T ökum þetta í hænufetum
-sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari eftir leikinn
Það var stór stund í sögu
kvennaknattspyrnunnar í
Vestmannaeyjum þegar IBV-
stúlkurnar gengu inn ó
Laugardalsvöllinn ó sunnu-
daginnn þar sem þær tóku ó
móti Vals-stúlkum í bikarleik
KSI. Bikarleikur er stærsti
leikur hvers tímabils og það
eitt að komast í úrslit er stór
ófangi. En það verður einhver
að tapa og því miður var það
hlutskipti IBV-stúlkna sem
þarna spiluðu sinn fyrsta leik í
bikarúrslitum. Auðvitað er
hundfúlt að tapa í svona
mikilvægum leik en þarna
var IBV að nó sínum besta
órangri fró upphafi, þrótt fyrir
að leikurinn hafi endað 1 - 3
fyrir Val sem þarna hömpuðu
bikarnum í níunda sinn. Það
mó því segja að hefðin hafi
haft sigur að þessu sinni.
Heimir Hallgrímsson, þjálfari liðsins,
var eins og flestir leikmanna liðsins að
taka þátt í sínum fyrsta bikarúrslitaleik
með meistaraflokki. Hann sagði að
ÍBV hefði ætlað sér að pressa á
Valsstúlkur frá fyrstu mínútu.
„Við lögðum upp með að pressa
þær og það gekk upp. Við skoruðum
mark strax í byrjun en svo fáum við á
okkur mjög óvænt mark og það
hreinlega sló okkur út af laginu," sagði
Heimir. „Stelpumar duttu hreinlega úr
sambandi og ég held að jöfnunar-
markið hall hreinlega farið með
þennan leik hjá okkur. Eftir það
fórum við í að reyna langar sendingar
fram völlinn í staðinn fyrir að spila
boltanum fram. Það endaði bara með
því að við fengum hættulegar sóknir í
bakið.“
Valur skoraði svo tvö mörk á mjög
stuttum tíma undir lok fyrri hálfleiks,
það hlýtur að hafa slegið ykkur
endanlega út af laginu?
,Já, þetta var erfitt eftir að þær
jöfnuðu en það sem gerðist undir lok
fyrri hálfleiks var algjört slys. I seinni
hálfleik náðum við að setja pressu á
Val og við fengum færi til að skora en
þetta lá ekki fyrir okkur í dag.“
Hvað var lagt upp með að gera í seinni
hálfleik?
„Það var bara að pressa áfram á
Valsstúlkumar. Þetta var spuming um
að skora eitt mark því þá var leikurinn
opinn upp á gátt en það gekk ekki upp,
því miður. En við fengum færi til
þess.“
Er þetta tap ekki enn eitt skrefið í
þroskaferli IBV?
,JÚ, það má kannski segja það.
Við fömm ansi mörg hænufetin í
þessu og auðvitað vildi maður taka
stærri skref en svona er þetta bara.
Það er oft sagt að góðir hlutir gerist á
löngum tíma og við skulum bara vona
að það sé rétt. En ég vil nota tæki-
færið til að þakka áhorfendum fyrir
þeirra hlut. Eyjamenn vom í miklum
meirihluta í stúkunni og studdu vel við
bakið á okkur. Því miður vom úrslitin
ekki betri en þetta en okkur leið mjög
vel að sjá allt þetta fólk og emm mjög
þakklát fyrir stuðninginn.“
Samantekt jul ius @ eyjafrettir. is