Fréttir - Eyjafréttir - 30.09.2004, Blaðsíða 1
Áætlun Herjólfs
Brottfarartímar
Haust 1.9.-30.11. Frá Vtitmannaeyjum Frd ÞorUkthófn
Þri., mið., lau. 8.15 12.00
Mán., fim., fos., sun. 8.15/16.00 12.00/19.30
Bókanir fyrir kojur, klefa og b(1a þarf að staðfesta með
fullnaðargreiðslu fýrir kl.12.00 daginn fyrir brottfor.
Nánarí upplýsingar er að finna á vef Herjólfs,
www.herjolfur.is og á sfðu 415 f Textavarpi RÚV, auk
þess sem upplýsingar eru veittar í sfma 481 2800.
HERJÓLFUR
31. árg. / 39. tbl. / Vestmannaeyjum 30. september 2004 / Verð kr. 190 / Sími 481-1300 / Fax 481-1293 / www.eyjafrettir.is
Niðurstöður
um ferjulægi
í Bakkafjöru
á næsta ári
KAFARAR hafa haft í nógu að snúast eftir að vatnsleiðslurnar fóru í sundur í innsiglingunni á miðvikudaginn. Tekist
hefur að koma annarri leiðslunni saman og koma í veg fyrir neyðarástand og er fullnaðarviðgerð í undirbúningi.
Tvöföldun á auglýsingakostnaði
-þrátt fyrir fullyrðingar um 30% sparnað hjá bænum
í fréttabréfi frá Siglingastofnun
Islands kemur fram að rann-
sóknir og þróun verði hluti sam-
gönguáætlunar. Haldið verður
áfram að kanna hugsanlegar
ferjusiglingar milli Vestmanna-
eyja og lands og ferjulægi við
Bakkafjöru. Gert er ráð fyrir að
dýptarmælingamar fari fram til
2006.
Gísli Viggósson, forstöðumaður
rannsókna- og þróunarsviðs, segir
að samkomulag hafi verið gert
við Vestmannaeyjahöfn um reglu-
legar dýptarmælingar við
Bakkafjöru og fylgst verði með
botnbreytingum. „Við erum að
vinna að öldufarsreikningum og
öldumælingum. Tvær hugmyndir
eru uppi um hugsanlegt ferjulægi,
annars vegar uppi í fjöru og hins
vegar á sandrifi fyrir utan þar sem
aðstaða yrði fyrir ferjuna og brú
út í rifið. Við munum kynna
niðurstöður rannsóknanna á
alþjóðlegri ráðstefnu á Höfn 6. til
8. júní 2005. Það er að ýmsu að
hyggja við þessar rannsóknir en
þær ganga nokkum veginn eftir
áætlun. Þetta er brautryðjenda-
starf en það höfðu aldrei verið
gerðar rannsóknir sem þessar á
suðurströndinni fyrr en þessar
rannsóknir hófust fyrir tveimur
árum,“ sagði Gísli en vildi ekki
tjá sig um niðurstöður mælinga
að svo stöddu.
í áætlun á
Ritstjórn Frétta sendi bæjarráði
fyrirspum sem tekin var fyrir á
mánudag. Hún var á þá leið að
óskað var eftir upplýsingum um
auglýsingakostnað hjá Fréttum,
eyjafréttir.is, Vaktinni og eyjar.net
frá 1. mars 2004 til 1. september sl.
Svör bæjarráðs vom á þá leið að
greiðslur til Eyjasýnar hafi verið ein
milljón og 14 þúsund á tímabilinu.
Greiðslur til Fjölmiðlastofunnar
námu 641 þúsund og Jóhann Ingi
Ámason fékk greitt úr bæjarsjóði
tæpar 215 þúsund. Samkvæmt
þessu greiddi bæjarsjóður rúmar 1,8
milljónir í auglýsingakostnað á
þessu tímabili.
Á öllu síðasta ári greiddi Vest-
mannaeyjabær Eyjasýn 863 þúsund
krónur í auglýsingakostnað. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Gísla
Valtýssyni framkvæmdastjóra Eyja-
sýnar em tölur bæjarráðs ekki réttar.
Bæði er þama um að ræða ranga
heildartölu en Gísli fékk útskrift frá
gjaldkera bæjarins og kom þá í ljós
að Eyjasýn hafði fengið tæpar 853
þúsund krónur á umræddu tímabili.
Munar þama 161 þúsundi króna.
Einnig bendir Gísli á að Eyjasýn
reki fleira en Fréttir og þær
auglýsingar sem keyptar voru á
tímabilinu í Fréttir námu 129
þúsund krónum og var um að ræða
tíu auglýsingar.
Aðrar greiðslur voru vegna
prentverka og fleira. Hvaðan bæjar-
ráð hefur sínar upplýsingar er ekki
vitað.
Jóhann Ingi Ámason rekur Fjöl-
miðlastofuna ehf. Greiðslur til hans
hafa samkvæmt upplýsingum
bæjarráðs numið tæpum 860
þúsund krónum og er það væntan-
lega allt vegna auglýsinga þar sem
Fjölmiðlastofan ehf. er eingöngu í
rekstri Vaktarinnar og Eyjar.net. Þar
með hafa bæjaryfirvöld á sex
mánaða tímabili eytt rúmri milljón í
auglýsingar og er það svipuð upp-
hæð og var eytt á öllu árinu 2003.
Ef fram fer sem horfir mun
auglýsingakostnaður bæjarins tvö-
faldast við útboð bæjarstjómar í
stað þess að lækka um 30% líkt og
Lúðvík Bergvinsson, oddviti meiri-
hlutans, lýsti yfir að myndi gerast
með útboðinu eða verðkönnuninni.
Fjölskyldur í
kennaraverkfalli
Fréttir könnuðu viðbrögð for-
eidra barna á grunnskólaaldri
við kennaraverkfalli.
J^BLS. 14
miðvikudag
Viðgerðir á Herjólfi ganga vel í
Danmörku og áætlað er að skipið
komi hingað til Eyja seinni part
þriðjudags. Tafir hafa orðið vegna
vélaviðgerða en í fyrstu var áæt-
lað að skipið kæmi hingað á
sunnudag.
Þegar talað var við Kristján
Olafssonar, deildarstjóra skipa-
rekstardeildar Samskipa, sagði
hann að viðgerðin hefði að mestu
leyti gengið vel. „Veðrið hefur
verið gott að öllu jöfnu en tafir
hafa orðið vegna vélaviðgerða.
Við áætlum að skipið leggi af stað
á hádegi á laugardag og ef guð og
veður leyfa þá verðum við í
Eyjum seinni part þriðjudags. Við
reiknum með að Herjólfur verði
komin í áætlun á miðvikdags-
morgun," sagði Kristján.
St. Ola verður í átætlanaferðum
þar til Herjólfur kemur heim.
TM-Öryggi
fyrir fjölskylduna
www.tmhf.is
Sameinaðu allar tryggingar á
einfaldan og hagkvæman hátt.
'TW
ORYGGI
Bílaverkstæðið
Bragginn s.f,
Flötum 20
Viðgerðir og smurstöð
Sími 481 3235
Rettingar og sprautun
Sími 481 1535
I
Launavinnslur
Rekstrarráðgjöf
Bókhald
STJORNUN