Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 30.09.2004, Blaðsíða 9

Fréttir - Eyjafréttir - 30.09.2004, Blaðsíða 9
Fréttir / Fimmtudagur 30. september 2004 9 r í hvert skipti sem vatnið klikkar á með venjulegt súrefni og þeir geta ekki verið niðri nema í mjög takmarkaðan tíma. „Annars er þetta persónubundið og sumir fínna til óþæginda strax á 35 til 40 m. Við mikinn þrýsting verður súrefnið eitrað og þá þurfum við að halda niðri í okkur andanum til að ná jafnvægi á líkamann því maður finnur hvemig hjartað fer á fullt,“ sagði Gunni. Þegar unnið er á 50 m dýpi geta kafarar ekki verið niðri nema í 20 mínútur í senn og segja bræðumir að það kosti mikla skipulagningu. „Það verður að ákveða hvað skal gera í hvert skipti til að nýta tímann sem best. Skyggni er misjafnt og getur verið gott á þetta miklu dýpi. Það fer þó eftir föllum og sennilega er það framburður úr fljótunum sem þama hefur áhrif. Straumurinn getur aftur á móti verið erfiður en hann fer allt upp í sex mílur þegar mest er. Hann getur líka skollið á með litlum fyrirvara og er stundum ekki nema tvær til tjórar mínútur að ná fullum krafti," sagði Gunni. Sagan endurtók sig svo síðasta vetur þegar gat kom á aðra leiðsluna í ofsaveðri þann 11. mars. Þessi tvö óhöpp hafa orðið til þess að bæði í sumar og fyrrasumar hafa þeir unnið við að fergja vatnsleiðslumar. Er það verk langt komið en þó vantar enn nokkra daga en ekki er hægt að vera að nema í mjög góðu veðri. Ekki hættulegt En er þetta hættulegt starf? „Köfun er ekki hættuleg ef þú ferð að settum reglum. Slysin verða ekki við atvinnuköfun heldur sportköfun sem er tvennt ólíkt. Ef menn vita hvað þeir em að gera er þetta ekki mikið mál. Þetta kemur lika fram í tryggingum. Aður þurftu kafarar að borga himinháar tryggingar en núna emm við í áhættuhóp með smiðum og sambærilegum stéttum,“ sagði Addi. Þeir segja að aðkoman hafi verið ljót þar sem grafan tók leiðslumar í sundur í innsiglingunni í síðustu viku. Það var ekki eins og grafan hefði nartað í leiðslumar, það vantaði fjóra metra í aðra og heila tíu eða tólf í hina. Þeir segja að erfitt sé að átta sig á því hvar leiðslumar em þama í innsiglingunni, notuð séu mið sem tekin vom þegar leiðslumar vom lagðar en mikið hafi breyst síðan. „Leiðslumar em grafnar eina þrjá metra í sandinn og er talsvert verk að grafa niður á þær og halda sandinum í burtu. Annars er ekki erfitt að vinna þama nema hvað skyggnið er stundum lítið og ekki neitt. Straumar em ekki miklir en í brælum getur verið talsvert sog,“ sagði Gunni. Hvað með fullnaðarviðgerð? „Það er ekkert búið að ákveða með það. Við náðum endunum upp og emm búnir að setja flangsana á en svo á eftir að setja barka á milli þannig að hægt verði að dæla af meiri krafti. Eg held að menn hljóti að stefna á að leiðslumar séu komnar í þokkalegt horf áður en sfldin byrjar," sagði Gunni. Þar með vom þessir bjargvættir Eyjanna roknir af stað enda næg verkefni sem bíða þeirra á hafsbotni. ADDI tilbúinn að kafa. + Endalausar íþróttir + 3ABN, kristilegt sjónvarp + Fréttaljós, vikulegur þáttur um málefni Eyjanna FJ®LSÝN Barnalæknir Ari Víðir Axelsson barnalæknir verður með móttöku á Heilbrigðisstofnuninni 7. og 8. október. Tímabókanir verða föstudaginn 1. október og mánudaginn 4. október kl. 9 -14. Sími 481 -1955. Bólusetning gegn inflúenzu Nú er hafin árleg bólusetning gegn inflúenzu. Samkvæmt ráðleggingum Landlæknisembættisins er æskilegt að bólusetja: Alla einstaklinga eldri en 60 ára, öll börn og fullorðna sem þjást af langvinnum sjúkdómum, starfsfólk heilbrigðisþjónustu og aðra í umönnunarstörfum. Bólusetning gegn pneumókokka- sýkingum (Lungnabólgubólusetninci) Bólusetning gegn pneumókokkasýkingum er ráðlögð á 10 ára fresti til handa öllum þeim sem eru eldri en 60 ára og á 5 ára fresti fyrir einstaklinga sem eru í sérstökum áhættuhópum. Bólusett verður á Heilbrigðisstofnuninni mánudaginn 4. og miðvikudaginn 6. október kl. 10 -12 og 13 -15 og viljum við biðja fólk um að mæta þessa daga ef það hefur tök á því. Áfram verður bólusett mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 11 -12. Heilbricðisstofnunin Vestmannaeyjum Sjálfboðaliðar göngum m gúðs Vestmannaeyjadeild Rauða krossins óskar eftir sjálfboðaliðum til söfnunar næsta laugardag. Mæting kl. 14.00 í Arnardrangi við Hilmisgötu UPPBOÐ Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Heiðarvegi 15, Vestmannaeyjum fimmtudaginn 7. október 2004 kl. 09:30 á eftirfarandi eignum: Ashamar 63, 04 0102, þingl. eig. Sverrir Fannbergsson, gerðarbeiðandi Ibúðalánasjóður. Bárustígur 2, FMR:218-2612, matshl.01 02 01, íbúð á 2. hæð, þingl. eig. Þröstur Bjamhéðinsson, gerðarbeiðendur íbúðalánasjóður og Vestmannaeyj abær. Bárustígur 2, FMR:218-2615, matshl.02 03 01, íbúð á 3. hæð, þingl. eig. Aslaug Rut Aslaugsdóttir, gerðarbeiðendur fbúðalánasjóður og Vestmannaeyjabær. Bárustígur 2, FMR:218-2616, matshl.02 04 01, íbúð á 4. hæð, þingl. eig. Elías B Bjamhéðinsson, gerðarbeiðendur íbúðalánasjóður og V estmannaeyj abær. Faxastígur 43, neðri hæð og kjallari, þingl. eig. Vilborg Þorsteinsdóttir, gerðarbeiðandi íbúðalánasjóður. Fjólugata 5, þingl. eig. Rósa Hrönn Ögmundsdóttir og Gylfi Birgisson, gerðarbeiðendur Lífeyrissj.starfsm.rík. B-deild og Tryggingamiðstöðin hf. Foldahraun 37G, þingl. eig. Jóhann Pálmason, gerðarbeiðandi íbúðalánasjóður. Hásteinsvegur 7, efsta hæð, þingl. eig. Finnbogi Lýðsson, gerðarbeiðandi Ibúðalánasjóður. Heiðarvegur 7, neðri hæð, þingl. eig. Anna Sigmarsdóttir, gerðarbeiðendur Byggðastofnun og Vestmannaeyjabær. Helgafellsbraut 24, þingl. eig. Una Sigriður Ásmundsdóttir, gerðarbeiðandi Vestmannaeyjabær. Kirkjuvegur 84 (Drangey), þingl. eig. Valgerður Guðjónsdóttir og Jónatan Guðni Jónsson, gerðarbeiðandi Lífeyrissj.starfsm.rík. B-deild. Vestmannabraut 33, miðhæð (eign db. Gylfa Harðarsonar), þingl. eig. Db. Gylfa Harðarsonar, gerðarbeiðandi fbúðalánasjóður. Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum, 29. september 2004. eyjafrettir.is - Fréttir milli frétta

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.