Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 30.09.2004, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 30.09.2004, Blaðsíða 11
Frcttir / Fimmtudagur 30. september 2004 11 ARNAR: Vestmannaeyjabæ ber að draga af umsömdu söluverði, bæði viðhaldsframkvæmdir og það sem verra er, endurbætur á húseignum. Það á sérstaklega við um Safnahúsið. Ekki bara að við eigum að borga þetta sem kemur fram í lægra söluverði heldur lækkar leigustofn til húsaleigu ekki við þetta. Af 25 milljón króna fram- kvæmd á Safnahúsinu þá þurfum við að borga húsaleigu í um það bil 29 ár af þeim endurbótum sem við fulltrúamir hreinlega ekki að skrópa í vinnuna sína? „Við vomm boðuð á reglulegan fund bæjarstjómar klukkan 18.00 síð- degis á venjulegum fundartíma. Rúmlega Ijögur þennan sama dag hringdi bæjarstjórinn í mig og spurði hvort við væmm tilbúnir að fresta reglulegum fundi bæjarstjómar. Erindið kom okkur satt að segja á óvart. Auðvitað var okkur kunnugt um að það væri ófært en vissum ekki að Andrés Sigmundsson væri ekki í bæn- um. Það er ekkert óeðlilegt að Lúðvík verði veðurtepptur í Reykjavík þar sem hann býr þar og Guðjón hafði fyrir löngu tilkynnt að hann kæmist ekki á fundinn. Var hann að koma erlendis frá síðdegis þennan sama dag. Ég sagði að mín skoðun væri sú að það væri eðlilegast að varamaður myndi þá í öllum þremur tilvikunum koma inn og við væmm í staðinn tilbúin að fresta afgreiðslu ágreinings- mála til aukafundar sem haldinn yrði nokkmm dögum síðar. Ég greindi Berg líka frá því að fyrir mitt leyti mætti fresta fundinum til næsta dags, ég gæti vel setið þann fúnd en ég þyrfti að ræða við hina. Þá kom í ljós að fólk var að fara úr bænum næsta dag og því gekk það ekki upp og við gátum ekki samþykkt frestun, hvað þá til 23.15 um kvöldið sem er náttúm- lega fáránlegur fundartími þó maður sé ýmsu vanur.“ Hann sagði að Guðrún Erlingsdóttir forseti bæjarstjómar hafi ekki haft samband fyrr en fimmtán mínútur í sex. „Þá hringdi hún og tilkynnti um hennar ákvörðun um að fresta fund- inum til 23.15. Elliði og Elsa vom þá lögð af stað á fúndinn en ég kom nokkm síðar. Við sátum þar til hálfsjö ásamt bæjarstjóra og framkvæmda- stjóra íjármála- og stjómsýslusviðs." Amar segir að síðan hafí Guðrún komið á fundinn eftir símtal við Elliða. „Ég vissi ekki að það stæði til en hún vildi koma skilaboðum á fund- inn án þess að stíga inn í fundarsal. Hún gerði það nú reyndar að lokum þegar hún fyrirskipaði tökumönnum að slökkva á tækjum sínum.“ Buðum upp á frestun á ágreiningsmálum Þrátt fyrir þetta upphlaup hefði ekki verið eðlilegast að mæta á fúndinn um kvöldið? „Þvert á móti, við buðum upp á frestun á þeim málum sem gætu valdið ágreiningi. Það er nú þannig í bæjarstjóm að flest mál em samþykkt samhljóða, sama hver myndar meiri- hluta hverju sinni. Það er ekkert öðmvísi núna. I annan stað ef það þarf að vera svona, að ef einn ákveðinn maður kemst ekki á fundi, er í sumar- fríi eða frá að öðm leyti þá er ekki fundarfært í bæjarstjóm. Þetta gengur ekki.“ Þama segist Amar vera að tala um Andrés Sigmundsson. „Menn hljóta að hafa þann þroska að komi upp sú staða þá hagi menn sér þannig að þeir sem sitja fundinn taka efnislega afstöðu til málanna. Menn fara ekki að fella einhver mál meirihlutans þó það vanti efsta mann B-lista, það er auðvitað ekkert þannig. Það má vel vera að einhver mál séu þar sem persónuleg afstaða manna ræður hveiju sinni, það getur gerst," sagði Amar og tók dæmi af næturfundinum þar sem Andrés setti sig upp á móti afgreiðslu Vestmannaeyjalistans á tilhögun um eftirlit með lausagöngu búfjár. „Við getum ekki ætlast til þess að einn bæjarfulltrúi mæti á alla fundi og alla aukafundi í bæjarstjóm. Við í minnihlutanum getum krafist auka- fundar hvenær sem er, þegar hann er í fríi og þess háttar en við vinnum einfaldlega ekki þannig.“ Hann sagði það ljóst frá upphafi að það yrði leitað álits félagsmála- ráðuneytisins á fundinum. „Annars vegar viljum við vita hvort það hafi verið löglegt að fresta fundi á þeim forsendum að ekki náðist samkomu- lag um frestun hans og hins vegar hvaða gildi samþykkt næturfundarins hefur. Ég geri mér grein fyrir valdi forseta bæjarstjómar til að boða fyrir- varalítið fund í bæjarstjóm og fresta við mjög óvenjulegar aðstæður. I öllu falli er mikilvægt að ná samkomulagi um breyttan fundartíma, en það var ekki gert. Nú liggur fyrir úrskurður varðandi fyrri liðinn, það er að forseta hafi verið heimilt að fresta fúndi. Engu að síður em gerðar alvarlegar athuga- semdir við þá ákvörðun að hafa fundinn kl. 23.15 að kvöldi. Eftir er að úrskurða um lögmæti afgreiðslu næturfundarins og beinist athygli ráðuneytisins einkum að þriggja ára áætlun og samningnum við Fasteign." Samningurínn við Fasteign of dýr kostur Fasteign hf. var stærsta málið á fundinum og í raun má segja að þetta sé eitt stærsta mál sem komið hefur inn á borð bæjarstjómar undanfarin ár. Amar segir umræðuna ekki snúast um pólitískar skoðanir manna heldur hvort þetta sé skynsamleg lausn til framtíðar fyrir Vestmannaeyjabæ. „Ég hefði í sjálfu sér ekkert á móti því að fela slíku félagi til dæmis að byggja nýjan leikskóla. Það hefur ákveðna kosti í för með sér. Aftur á móti tel ég að miðað við þau leigugjöld og þá afarkosti sem fylgja 30 ára leigu- samningnum þá sé hann allt of dýr,“ segir Amar og bætti við að við yfirlestur á gögnunum komi enn fleiri gallar í ljós. „Vestmannaeyjabæ ber að draga af umsömdu söluverði, bæði viðhalds- framkvæmdir og það sem verra er, endurbætur á húseignum. Það á sérstaklega við um Safnahúsið. Ekki bara að við eigum að borga þetta sem kemur fram í lægra söluverði heldur lækkar leigustofn til húsaleigu ekki við þetta. Af 25 milljón króna fram- kvæmd á Safnahúsinu þá þurfum við að borga húsaleigu í um það bil 29 ár af þeim endurbótum sem við borgum sjálf.“ Mismuna fasteignaeigendum Annað sem Arnar staldrar við er sú staðreynd að Fasteign hf. sé undan- skilin greiðslu á fasteignagjöldum. „Vestmannaeyjabær ætlar að mis- muna fasteignaeigendum með þeim hætti að einn fasteignaeigandi með lögheimili suður í Reykjavík skuli undanþeginn fasteignagjöldum í Vest- mannaeyjum í þijátíu ár. Ég segi bara sem íbúi og fasteignaeigandi hér í bæ, er þetta eitthvað sem stendur öðrum til boða? Ef Vestmannaeyjabær selur aðrar fasteignir hér í bæ, fylgir þetta með að Vestmannaeyjabær ætli sér að fella niður eða borga fyrir þá aðila fasteignagjöld í þrjátíu ár? Þetta er auðvitað alveg fráleitt og ég leyfi mér að efast um að þetta sé heimilt," sagði Amar og staðfesti að þeir hafi vakið athygli félagsmálaráðuneytisins á þessu atriði. „Þetta kemur ekki bara Vest- mannaeyjabæ við. Ef fleiri sveitar- félög fara þessa leið, þá tel ég víst að Fasteign hf. segi, við gerðum þetta svona í Eyjum og viljum ná sams konar samningi við ykkur. Hvers vegna í ósköpunum það á sér ekki stað eðlileg greiðsla fasteignagjalda getur maður velt fyrir sér. Núverandi meirihluti vissi nú ekki einu sinni á mánudag hvom megin holræsagjöldin myndu lenda, hvort þau yrðu látin niður falla líka eða hvort Fasteign hf. verði látin greiða þau.“ Hann bætti við að hann teldi miklu eðlilegra að þetta komi fram í húsa- leigunni og verði þar með gegnsætt. „Félagið á að borga sína skatta og skyldur til bæjarfélagsins eins og aðrir eigendur fasteigna hér í bænum." Skuldbindingar við Fasteign hf. jafnháar og skuldir bæjarsjóðs 1 dag Amar segir að margir hafi komið til sín og spurt hvers vegna hann styðji ekki þetta mál sem bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Þama sé verið að einkavæða þennan þátt í rekstri bæjarins. „Ég segi einfaldlega, þetta er of dýr kostur fyrir sveitafélagið. Við emm að borga of rrúkla leigu og þetta em of margar kvaðir á okkur. Það er meginástæðan fyrir því að ég er á móti þessu. Ef þessar tölur hefðu verið með öðmm hætti, meira verið innifalið í leigunni, leigan verið lægri og önnur ákvæði um viðhald og endurkaup þá er aldrei að vita nema maður hefði verið hlynntur hugmyndinni." Hann varar einnig við að þeir pen- ingar sem fást við sölu fasteigna verði notaðir í önnur verkefni en að greiða niður skuldir. „Ef ég vitna í þennan óháða endurskoðanda sem bærinn fékk til að skoða málið þá sagði hann eitt alveg skýrt á borgarafundi. „Ef þið ætlið að fara þessa leið að selja þessar fasteignir, hafið þá tvennt í huga. Notið hveija einustu krónu sem þið fáið út úr þessu til að borga niður skuldir, látið ykkur ekki koma til hugar að nota hluta þessarar Ijárhæðar í önnur verkefni sem kosta enn aukinn rekstur. Hitt atriðið sem hann sagði að væri hans persónulega skoðun, að þessara skuldbindinga verði að geta meðal annarra skuldbindinga bæjar- ins. Um þetta var tekist á á fundi bæjarráðs á mánudag. Þessar skuld- bindingar em 3100 milljónir á verð- lagi dagsins í dag. Þessar skuld- bindingar em jafnmiklar og skuldir og skuldbindingar bæjarsjóðs í dag.“ Of mikið 1 rekstur, of lítið 1 að greiða niður skuldir Þegar talið berst að ljármálum sveitar- félagsins segir Amar að Vestmanna- eyjabær sé eitt af mörgum sveitar- félögum sem eigi mikið af eignum og skuldi mikið. „Það er ekkert öðmvísi hér en í öðmm sveitarfélögum. Það hefur kannski átt sér stað meiri upp- bygging hér á síðustu ámm en víða annars staðar. Við þurfum ekki að fara víða um bæinn til að átta okkur á því. Framkvæmdir undanfarin tvö ár hafa verið í lágmarki, það er alveg sama hver hefði verið við völd. Það er ekkert sem heitir að hreinsa upp eftir einhvem. Allt bókhald og annað er í mjög góðu lagi hjá bænum. Það hefur ekki skipt máli hveijir em í meirihluta bæjarstjómar á hverjum tíma, starfs- fólk bæjarins hefur staðið sig ákaflega vel í þeim málum.“ Amar segir þó vandamálið, að allt of mikið fari í rekstur og lítið sé eftir til að greiða niður skuldir. „Skulda- samsetning bæjarins er mjög þokkaleg eins og hún er í dag. Bærinn hefur verið að borga tiltölulega lága vexti og við höfum verið með bland af inn- lendum og erlendum lánum. Síðustu ár hefur samsetning erlendu lánanna komið vel út. Auðvitað er rík ástæða að hafa áhyggjur af Ijárhagsstöðu sveitarfélaga almennt, reksturinn er þungur og þegar íbúaþróun er þannig að íbúum fækki þá er þetta aukið áhyggjuefni. Þetta hefur ekkert með stjómmálaskoðanir bæjarfulltrúa að gera. Þessi yfirlýsing forseta bæjar- stjómar, að verið sé að hreinsa til eftir íhaldið er vindhögg út í loftið. Þetta er eitthvað sem ég tek ekki þátt í, að afgreiða menn svona út í hom, ég tala nú ekki um af einhveijum sem ekki hefur kynnt sér málin.“ Aukin útgjöld með fleiri toppum hjá bænum Amar segist hafa miklar áhyggjur af því að núverandi meirihluti hafi byijað sína valdatíð á að auka útgjöld með því að bæta við mönnum í yfirstjóm bæjarins. „A sama tíma er verið að berjast í rekstrinum og hann þyngist en léttist ekki þar sem það fækkar í bænum. Hér er boðið upp á mikla og góða þjónustu. Ég óttast það að menn standi frammi fyrir því fyrr en seinna að þurfa að fara í gegnum reksturinn á nýjan leik, þá er verra að vera nýbúið að stofna til nýrra útgjalda sem eiga sér ekki frarntíð." Þegar Amar er spurður um álit sitt á því að alþingismenn eigi sæti í bæjar- stjóm Vestmannaeyja segir hann það hafa sína kosti og galla. „Kostimir em þeir að menn em í góðum tengslum við stjómvöld á hverjum tíma. Það er stór kostur. Okostimir em tveir, menn sem sitja á Alþingi em mikið frá störfum sínum í bæjarstjóm, sérstak- lega á þingtímanum. Þá þurfa þeir að vera að sinna þessu á nokkmm hlaup- um og í annan stað þá geta þeir ekki sinnt þeim störfum nægilega vel. Hinn ókosturinn er sú hætta að þjóðmálin dragast inn í bæjarstjórn og tiltölulega einföld mál í bæjarstjórn eiga það til að verða pólitískari en ella Auðvitað er búið að kjósa þessa ágætu menn í bæjarstjóm. Það lá fyrir að einn þingmaður, Lúðvík, var í framboði til bæjarstjómar 2002 og Guðjón varð þingmaður ári seinna. Mín skoðun er sú að sjálfsagt væm að þeir störfuðu báðir í mjög nánum tenglum við bæjarstjóm, en væm í aftursætinu eins og ég hef viljað kalla það. í báðum tilvikum teldi ég heppilegt að þeir myndu aðeins draga sig frá jiessu, a.m.k. yfir þingtímann en vera bæjarstjóm mjög innan handar og það tel ég af hinu góða.“ Á að skapa umhverfi fyrir fólk og fyrírtæki Að lokum var Amar spurður að því hvort hann teldi líklegt að bæjarstjóm héldi uppteknum hætti á næstunni og átökin héldu áfram fram að næstu kosningum. Hann benti á að oft stæðu menn nú saman í bæjarstjóm og stærsta mál bæjarstjómar hverju sinni væri að skapa umhverfi þannig að fólk og fyrirtæki sæki í að koma til Eyja. „Lykill í því er að bjóða upp á góða þjónustu. Það hefur okkur tekist mjög vel undanfarin ár,“ sagði Amar en kom aftur inn á samgöngumál og að þar hafi lítið sem ekkert þokast í tvö ár. „Það er mál sem við eigum að passa okkur á að skipa okkur ekki í pólitíska fylkingar, þar eiga menn að sýna órofa samstöðu," sagði Amar og taldi samgöngu- og atvinnumál vera mál málanna. „Þar á bæjarstjóm að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að gera hlutina aðgengilegri, bærinn á ekki að skipta sér af atvinnurekstri, menn eiga að gera umhverfið þannig að menn sæki í að koma hingað.“ svenni @ eyjafrettir. is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.