Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 30.09.2004, Blaðsíða 16

Fréttir - Eyjafréttir - 30.09.2004, Blaðsíða 16
16 Fréttir / Fimmtudagur 30. september 2004 Bikarmeistaramir í aðalhlutverki -á stórglæsilegu lokahófi ÍBV - Lára Margrét og Birkir best - Gunnar Heiðar markahæstur Sumarlokahóf ÍBV var haldið á laugardaginn og óhætt að fullyrða að sjaldan hafi þátttakan verið betri, því um rúmlega fjögur hundruð manns mættu, leikmenn, forráðamenn og sjálfboðaliðar sem hafa lagt sig fram fyrir félagið í sumar. ÍBV- íþróttafélag heldur tvö slík lokahóf, annað í sumarlok og hitt í vetrarlok en samkomur sem þessar gera ekki annað en að efla félagsanda íþróttafélagsins. Óskar Freyr Brynjarsson, for- maður íþróttafélagsins setti samkomuna. Fjórir voru sæmdir silfurmerki IBV, Sigurlás Þorleifs- son, Hlynur Stefánsson, Þórunn Sveinsdóttir og Heimir Hallgríms- son. Skemmtiatriðin og ræðuhöldin voru tjölmörg en hápunktur kvöldins var að sjálfsögðu verðlaunaafhendingar knattspymunnar og var byrjað á karlaliðinu. Þar var Adolf Sigurjóns- son valinn bestur í öðmm flokki og Gunnar Heiðar Þorvaldsson var markahæstur eftir sumarið. Andri Ólafsson var valinn efnilegastur og það kom svo fáum á óvart að ung- lingurinn Birkir Kristinsson var valinn besti leikmaður IBV. Hjá stelpunum var María Guðjónsdóttir valin best í öðmm flokki og Iris Sæmundsdóllir fékk Marteins- bikarinn, sem er veittur þeim leikmanni sem leggur mest fram í starfi meistaraflokksins. Sara Sigurlásdóttir þótti sýna mestu framfarir í sumar og Margrét Lára Viðarsdóttir var markahæst. Margrét Lára var svo að lokum valin besti leikmaður ÍBV fyrir sumarið 2004. I ár em tíu ár liðin frá því að Láms Jakobsson lést en hann er hugmynda- smiður Shellmótsins og vann alla tíð mjög mikið fyrir íþróttahreyfinguna í Vestmannaeyjum. Páll Sdieving, framkvæmdastjóri IBV og veislu- stjóri, minntist hans í nokkrum orðum um leið og myndir af Lámsi vom sýndar. Móðir Lámsar, Inga Lámsdóttir, var svo kölluð upp og henni færð minningargjöf um son sinn frá félaginu. Eins og áður sagði setti Óskar Freyr Brynjarsson samkomuna og rakti hann m.a. starf sumarsins. Hann þakkaði félagsmönnum og styrktaraðilum fyrir gott samstarf í sumar. Allir meistaraflokkar orðið bikarmeistarar „Knattspymuvertíðinni hjá okkar liðum er nú nýlokið og var alveg glimrandi árangur í sumar. Stelp- umar byrjuðu í vor með því að vinna deildarbikarinn og vissum við að liðið yrði í toppslag í sumar sem varð reyndin og endaði ÍBV í öðm sæti í Islandsmótinu. Toppurinn á sumrinu var í bikarkeppninni en þar urðu okkar stelpur bikarmeistarar í fyrsta skipti. Var þetta merkur áfangi fyrir IBV en með þessum sigri hafa öll meistara- flokkslið IBV orðið bikarmeistarar. Björgvin Eyjólfsson, sjúkraþjálfi hefur verið í liðstjóm hjá karla- og kvennaliðum IBV bæði í fótbolta og handbolta sem unnið hafa bikarinn. Björgvin verður hér eftir kallaður Björgvin bikarmeistari og veit ég ekki til þess að fleiri félagsmenn beri þá nafnbót. Strákamir okkar komu sannarlega á óvart miðað við spár og vom að spila virkilega vel. Niðurstaðan er 2. sæti í deildinni og þátttökuréttur í Evrópukeppninni á næsta ári. Við óskum Val, sem varð Islandsmeistari kvenna og FH í karla, til hamingju með Islandsmeistaratitlanna í sumar. Ég vil þakka knattspymudeildum fyrir skemmtilegt sumar en það er alveg ljóst að okkar lið spiluðu skemmtilegan bolta, eiga markhæstu leikmenn og skomðu flest mörkin, fengu flest spjöldin og mesta fjörið var hjá okkar liðum. Hvemig næsta sumar verður veit ég ekki en ég hef trú á að félagsmenn vilji gera betur og eigum við að stefna á það af krafti.“ ÍBV er sigurvegari Óskar minnist einnig á að hand- boltinn væri farinn af stað og titlamir famir að rúlla inn en í lokin minntist hann á árangur ÍBV á árinu. „Ef við skoðum árangur okkar liða það sem ef er árinu sést að IBV- íþróttafélag er sigurvegari. Þá em komnir í hús sigur í Meistarakeppni HSÍ, þrír Deildarmeistaratitlar, tveir Bikarmeistaratitlar og þrír Islandsmeistaratitlar. Þessi frábæri árangur, ásamt því að vera með tvö glæsileg knattspymumót, hand- knattleiksmót, jDrettándahátíð og frábæra þjóðhátíð, varð til þess að Nýsköpunarstofa sá að við gerum hlutina eitthvað öðmvfsi og vill stofna hér skóla til að kenna öðmm landsmönnum hvemig á skipuleggja viðburði eins og við gerum. Félagsmenn, ég bið ykkur að vera tilbúin ef óskað verður eftir kennumm." BJÖRGVIN verður hér eftir kallaður Björgvin bikarmeistari. KNATTSPYRNUHJÓN, Heimir, þjálfari bikarmeistaranna og fyrirliðinn Iris höfðu ástæðu til að fagna. VIÐAR Elíasson og Guðmunda Bjarnadóttir tóku við viðurkenningum fyrir dótturina, Margréti Láru. Sara þótti sýna mestar framfarir, María var best í öðrum flokki og Iris fékk Marteinsbikarinn. BIRKIR var sá besti, Björgvin tók við bikar fyrir Gunnar Heiðar bróður sinn, Andri er efnilegastur og Adolf er bestur í öðrum flokki.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.