Fréttir - Eyjafréttir - 30.09.2004, Blaðsíða 15
Fréttir / Fimmtudagur 23. september 2004
15
-segja Sjöfn og Maggi á Kletti sem fagnar 30 ára afmæli um þessar mundir
I ár eru þrjátíu ár síðan hjónin
Magnús Sveinsson og Sjötn
Sigurbjörnsdóttir hófu rekstur
á Kletti við Strandveg.
Sjoppan er orðin einn af
þessum föstu punktum í
tilverunni og hefur staðist
tímans tönn. Reyndar voru
gerðar breytingar árið 1983
en þá var gamla húsnæðið
sem sjoppan var í rifið og
nýtt og glæsilegt húsnæði
byggt í staðinn. Nú stendur til
að gera breytingar og unnið
er að tillögum og hugmynd-
um þess efnis.
A þeim tíma sem hjónin hafa staðið
við stjómvölinn á Kletti hafa verslanir
komið og farið, breytt um nafn og
eigendur og sama á við um veit-
ingastaði í Eyjum. „Mér finnst
ótrúlega mikil hreyfmg á verslunum
og það em örugglega á annað hundrað
manns sem hafa byrjað með verslun
og em hættir,“ segir Maggi sem oftast
er kenndur við Klett, en þau hjón vom
tilbúin í smáspjall í tilefni af afmælinu.
Viðtökurnar góðar
Oft ráða tilviljanir því hvaða starfs-
vettvang fólk velur sér og það má
segja að það hafi verið tilviljun að þau
hjón fóm út í þennan rekstur. „Ég
hafði verið að vinna í Búrfelli 1968 til
1969 og kynnist ég þá manni sem
síðar varð yfumaður allra Olís bensín-
stöðva á Islandi. Ég hitti hann í
Reykjavík haustið 1973 og hann
hvatti mig til að taka reksturinn í
Eyjum að mér. Þá var ljóst að Kol-
beinn Ólafsson yrði ekki áfram enda
vom hann og kona hans, Marý
Njálsdóttir búin að setja á stofn versl-
unina Mozart. Við fluttum heim í
janúar 1974 og fómm þá strax að
undirbúa húsnæðið, lagfæra og þess
háttar og þann 1. mars opnuðum við
Klett, segir Maggi þegar hann er
spurður út í aðdraganda þess að þau
hjónin fóra út í sjoppurekstur.
Þau segja að viðtökumar hjá
Eyjamönnum hafi strax verið góðar
enda miklir uppgangstímar. „Við
vomm auðvitað að vinna í þessu frá
morgni til kvölds fyrstu árin,“ segir
Sjöfn. „Það vom allir á kafi í upp-
byggingu eftir gosið og allir mjög
jákvæðir enda mikið að gerast héma.“
Löng viðvera
Vinnutími er oft æði langur hjá þeim
sem standa í sjoppurekstri enda opið
frá morgni til kvölds árið um kring.
„Þegar við vomm að byrja opnuðu
allar sjoppur klukkan m'u á morgnanna
en svo fór ég að opna fyrr eða upp úr
átta. Maður gerði sér kannski ekki
grein fyrir því þá en þegar maður fer
að reikna þetta saman þá þýðir þessi
viðbót 360 vinnustundir á ári. Við-
veran er oft löng eða ffá klukkan átta á
morgnana til hálf tólf á kvöldin alla
virka daga en nú er opið til þrjú eftir
miðnættí föstudaga og laugardag. Það
þýðir að þá bætast við sex tímar á
viku,“ segir Maggi og bætir við að
þróunin hafi verið í þessa átt bæði í
verslunar- og sjoppurekstri.
„Fólk vill versla á þeim tíma sem
því hentar. Fyrst þegar við vomm að
bytja þá lokuðu allar sjoppur um
hádegi á föstudegi á þjóðhátíð. Þegar
þjóðhátíð var haldin á Bakka þá fannst
mönnum sjálfsagt að hafa opið vegna
MAGGI og SjöfntMaður getur oft labbað í skápinn og sótt það sem fólk vill fá áður en það hefur nefnt það. Sumir eru vanafastir og kaupa alltaf það
sama og þetta síast inn hjá okkur
þess að menn yrðu að ná í bensín af
því það væri svo langt að fara. Það
teygðist úr þessu og nú er opið frá níú
á morgnana til ellefu á kvöldin. Ég
man að maður var að skreppa í Dalinn
hér áður en nú er ég alveg hættur því
og er bara að vinna. Við tökum okkur
frí eftir þjóðhátíð en við eigum
sumarbústað og það má segja að hann
verði okkur kærari með ámnum og
okkur finnst gott að vera þar og njóta
lífsins. Aður fyrr var lokað á nýársdag,
páskadag og föstudaginn langa en nú
er ekkert orðið heilagt nema jóla-
dagur," segir Maggi.
„Við unnum oft langar vaktir héma
áður fyrr en í dag tek ég eiginlega
bara dagvaktir. Ég var oft þreytt eftir
langan vinnudag nú legg ég helst ekki
á mig kvöld- og næturvinnu lengur,"
segir Sjöfn og tekur fram að böm
þeirra og bamaböm hafi hjálpað þeim
mikið. „Þau vom flest farin að vinna
hjá okkur um leið og þau náðu upp á
búðarborðið. Það hefur verið mikill
stuðningur að þeim í gegn um tíðina.
Fyrst og ffemst hefur það breytt miklu
að Sveinn sonur okkar hefur komið
mikið inn í þetta með okkur síðari ár.
Ennfremur höfum við gott starfsfólk
sem er lykilatriði í velgengni fyrir-
tækisins."
Eiga slna fastakúnna
Þegar þau em spurð hvort það sé
mikið sama fólkið sem verslar hjá
þeim segjast þau eiga sína fastakúnna.
„Það er mikið sama fólkið sem kemur
tíl okkar. Við eignumst marga vini og
kunningja í gegnum viðskiptin og það
er eins og gengur og gerist í lífinu,
menn koma og fara,“ segir Maggi.
Þau viðurkenna og að þau læri inn á
hvað fastakúnnamir vilja og neita því
ekki að sumir hafi ákveðnar sérþarfir.
, Jvlaður getur oft labbað í skápinn og
sótt það sem fólk vill fá áður en það
hefur nefnt það. Sumir em vanafastir
og kaupa alltaf það sama og þetta síast
inn hjá okkur,“ segir Sjöfn.
Sjöfn og Maggi em langt frá því að
vera þreytt á sjoppurekstrinum eftir
þrjátíu ára starf. „Mér finnst alltaf
gaman, þetta er lifandi starf og ég er
alltaf að hitta fólk,“ segir Sjöfn og
Maggi bætir við.
„Núna í kring um árgangsmótin
kom fullt af fólki til okkar og sagðist
geta gengið að manni vísum á Kletti
og það er auðvitað skemmtilegt."
„Það er alltaf eitthvað um að fólk
komi inn hjá okkur og segi, -nei, emð
þið ennþá héma, og við fömm varla
upp á land öðmvísi en fólk víki sér að
Magga og spyiji hvort hann sé ekki á
Kletti. Þetta er oft fólk sem hefur verið
hér á vertíð eða búið í Eyjum ein-
hvem tíma á þessu tímabili," segir
Maggi.
Gengur ekki
vel að vinna saman
Maggi starfar einnig sem umboðs-
maður Olís í Vestmannaeyjum og tók
við því starfi fyrir sautján ámm. Þá tók
Sjöfn meira við rekstrinum á Kletti.
Þau em spurð hvemig samvinnan
gangi enda forvitnilegt að vita hvemig
það gangi upp hjá hjónum að vinna og
búa saman.
„Okkur gengur ekki vel að vinna
saman og emm yfirleitt ekki við
afgreiðslu á sama tíma. Ég fer yfirleitt
þegar Sjöfn kemur," segir Maggi og
brosir góðlátlega. „Við viljum bæði
ráða,“ útskýrir Sjöfn, „ en við höfum
ákveðna verkskiptingu og tökum auð-
vitað sameiginlega ákvarðanir í stærri
málum.“
Þetta verklag virðist hafa skilað
þeim hjónum góðum árangri enda
ekki á allra færi að halda úti rekstri
sem þessum í svo langan tíma. „Við
emm með marga starfsmenn og
mikið af ungu fólki í vinnu. Oft hefur
þetta fólk stigið sín fyrstu spor á
vinnumarkaði hjá okkur,“ segir
Maggi.
„Við emm að fá dætur þeirra
kvenna sem unnu hjá okkur íyrstu árin
í vinnu til okkar í dag. Ég hef
stundum sagt að ég ætli að vera hætt
áður en bamabömin koma og biðja
um vinnu," segir Sjöfn og hlær. „Ég
held góðum vinatengslum við margar
stúlkur sem hafa unnið hjá mér í gegn
um tíðina. Það sem gerir starfið
skemmtilegt er hvað maður kynnist
mörgu fólki, bæði samstarfsfólki og
viðskiptavinum."
Margt
skondið og skemmtilegt
Maggi og Söfn segja mörg skondin og
óvenjuleg atvik hafa gerst í gegn um
tíðina. Magnús sagðist til dæmis hafa
hitt eina fyrmm starfskonu á menn-
ingamótt í Reykjavík fyrir skemmstu.
„Við vomm að rifja upp eitt atvik sem
gerðist þegar hún vann hjá okkur. Hún
var þá sextán ára og var að slá sér upp
með strák sem vann í Fiskiðjunni.
Þetta var á laugardegi og hún ætlaði að
hitta hann á balli eftir lokun. Hún var
að flýta sér að skúra en í því kemur
lögreglumaður í fullum skrúða inn og
fer að stríða henni. Tekur af henni
skúringatuskuna og ég sá að það
snöggfauk í hana. Ég sagði við hana,
ef ég væri þú þá myndi ég taka skúr-
ingafötuna og skvetta yfir hann og hún
hljóp út á eftir honum og lét vaða.“
„Það hefur margt skemmtilegt
komið upp,“ segir Sjöfn. „Einu sinni
kom einn sem var á milli kvenna til
okkar, argur og pirraður yfir kven-
mannsleysinu. Hann fékk ekki
pulsuna sína eins hann vildi hafa hana
og kvartaði yfir því. Afgreiðslustelpan
sem var létt og kát sagði þá: „Nonni
minn, ég sem ætlaði að verða fjórða
eiginkonan," og þar með var það
afgreitt."
Maggi og Sjöfn ætla að halda áfram
rekstrinum enda hafa þau bæði ánægju
af starfinu.
Alltaf gaman og þetta er lifandi stcirf